Tíminn - 27.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.03.1996, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 27. mars 1996 7 Margrét Gubnadóttir, prófessor í sýklafrœöi viö lœknadeild Háskóla íslands, segir aö staöan sem heilbrigöisyfir- völd í Bretlandi standa frammi fyrir um þessar mundir sé mjög alvarleg: „Getum útilokað alla Margrét Cubnadóttir, prófessor í sýklafrœbi, var í gœr ab störfum á Rannsóknarstofu Háskólans í veirufrœbi. Tímamynd CS eimsbyggðin er sleg- in óhug vegna fregna frá Bretlandi, sem gefa til kynna að tengsl séu milli riðu í nautgripum og banvæns hrörnunarsjúk- dóms, Creutzfeldt- Jacobs- veiki. 10 einstaklingar, 20- 42ja ára, hafa greinst með sjúkdóminn og óttast Bretar jafnt og umheimurinn allur, að faraldur geti blossað upp, ef sýnt veröur fram á tengsl kúariöu við sjúkdóminn. Æsifréttablöð erlendis ganga svo langt að líkja ástandinu við alnaemi og að líkindum verður öllum nautgripa- stofni Bretlands fargaö til að minnka líkurnar á sýkingu. Margrét Guðnadóttir, pró- fessor í sýklafræði við HÍ, segir í samtali við Tímann að full ástæöa sé til að líta þessi mál alvarlegum aug- um, en við Islendingar séum Jjó vel settir miðað við ná- grannajjjóöirnar. „Petta er virkilegt áhyggju- efni. Það er alvarlegt mál að finna 10 sjúklinga á þessum aldri, yfirleitt er fólk miklu eldra þegar það fær sjúkdóm- inn. Það er full ástæða til aö sýna ýtrustu varkárni og fara varlega gagnvart kúnum, ef marka má fréttir," segir Mar- grét Guðnadóttir. Hún segir Creutzfeldt- Jacobs- sjúkdóminn hafa verið þekktan um langa hríð, en hann hafi yfirleitt haft jafna dreifingu í veröldinni. Ein- staka sinnum hafi komið upp svæði meö hrörnunartíðni langt umfram meðallag, klass- ískasta dæmið sé frá Nýju-Gín- eu. Meðgöngutími sjúkdómsins getur veriö allt að 30 ár og því er ógjörningur að segja fyrir um hve margir gætu verið smitaðir nú þegar. „Líkami manna og dýra myndar ekki mótefni gegn sýklinum. Hrörnunin eykst hægt í líffær- urn, aðallega heila, og endar með dauða." Gæti eins smitast úr mjólkinni „Ef uppspretta sýkingarinn- ar í Bretlandi núna er ekki úr dópi eða öðrum óþverra, held- ur tengd smiti úr dýrum, þá er málið mjög alvarlegt. Upp- sprettan gæti hæglega verið mjólk eins og kjöt." Aðspurð um samlíkingu breskra æsifréttablaða við al- næmisfaraldurinn segir Margrét að alnæmið sé gjör- ólíkur sjúkdómur, en á af- mörkuðum svæðum geti Creutzfeldt-Jacobs-sjúkdóm- urinn haft meiri möguleika til að vera skaðvaldur en alnæm- ið. Um það vitni rannsóknirn- ar á Nýju-Gíneu þar sem um þriðjungur dauðsfalla innan ákveðins ættbálks var rakinn til sjúkdómsins. Jarðarfararsiðir frumbyggja á Nýju-Gíneu voru í stuttu máii þeir að við greftrun tóku kon- ur og börn heila hins látna og tróðu í bambus. Síðan var heil- inn steiktur við loga og étinn af ættingjum. Vísindamenn töldu í fyrstu að um arfgengan sjúkdóm væri að ræða, en skildu ekki hvers vegna hann lagðist aðeins á kvenfólk og unga drengi. Skýringin reynd- ist sú að eftir að drengirnir náðu 8 ára aldri voru þeir flutt- ir í sérstakar búöir þar sem karlmenn bjuggu einir og því voru það aðeins konur og drengir innan átta ára sem viðhéldu sjúkdómnum með útfararsiðum sínum. Flokkast undir smit- sjúkdóm Margrét segir að Creutzfeldt- Jacobs- sjúkdómurinn flokkist undir smitsjúkdóma. „Sýkill- inn er reyndar á mörkunum, menn eru alltaf að tala um prótein sem þarna séu aö verki, en ég held að veirufræð- ingar séu ekki mjög ánægðir með þá kenningu almennt. Heilarnir frá Nýju-Gíneu voru sendir til Bandaríkjanna og þar tókst að sýkja apa meö þeim. Þannig höfum vib óyggjandi sannanir fyrir að hægt sé ab flytja smit milli fólks og dýra. Annað, sem varðar riðuna, er að við erum búin að bjástra heillengi við hana, ekki síst í Bretlandi og þar töldu menn að hún væri mjög tegunda- bundin í sauðfé. I kringum 1960 tókst að færa hana yfir í mýs og þegar það var skoöað nánar, kom á daginn ab músa- stofnar virtust vera mjög mis- næmir fyrir smitun, vissar ætt- ir tóku veikina miklu fremur en abrar. En ef beðiö var nógu lengi, þá fór kannski öll hrúg- an. Menn sögðu það háð því hve mikið smitefni hefði verið gefið í einu." Bann gegn innflutn- ingi réttmætt — Hafa þau ríki, sem hafa lokað á innflutning á nautakjöti frá Bretlandi, brugðist of harka- lega við? „Nei, þau hafa brugðist al- veg fullkomlega rétt við. Ég er alveg sammála því ab gera allt sem hægt er til ab forðast hugsanlegt smit á milli landa. Ég er viss um ab það er búið að fylgjast mjög vel með þessu ferli. Pólitískt stuðla menn ekki að niðurskurði nema hafa mjög sterkar vísbendingar í höndunum." — Þú telur þá að yfulýsingin hefði ekki verið birt nema mjög rökstuddur grunur hafi verið fýr- ir hendi, þótt enn sé aðeins talað um vísbendingar? „Já. 10 tilfelli hjá þessu unga fólki benda mjög sterklega til að það sé einhver umhverfis- þáttur í náttúrunni, sem stuðl- ar að þessari auknu útbreiðslu. Bretar eru það varkárir menn að þeir hlaupa ekki með svona mál til ráðuneytis nema með rökstuddum grun. Við getum því nánast útilokað alla móð- ursýki." Náib sambýli íslend- inga vib búfénað segir sitt — Hvað með okkur íslend- inga? Þurfum við að óttast að riða berist úr sauðkindinni? „Hingað til hafa ekki komiö upp nein tengsl við sauðkind- ina, og vegna náins sambýlis okkar við hana í aldanna rás held ég að við þurfum ekki að óttast að svo verði. Það væri örugglega komið á daginn ef sauðfé bæri riðu í fólk. Við er- um sem betur fer vel sett hér á landi, en það er full ástæöa til að vara sig á innflutningi, ekki bara af þessu tilefni heldur á ýmsum öbrum sviðum." Margrét er eindregið sam- mála tillögu yfirdýralæknis að banna allan innflutning á gæludýrafóbri frá Bretlandi. „Mér finnst það afar rökrétt aðferð. Ég sé ennfremur ekki ástæðu til aö land, sem of- framleiðir matvæli, sé yfirhöf- uð að flytja inn gæludýrafóð- ur. En það er önnur saga. Hreinlega af heilbrigðisástæð- um á að stöðva allan slíkan innflutning, ef þab er hægt." Einangrun landsins gerir bústofninn næmari — ísland hefúr haft strangari reglur en mörg önnur lönd hvað varðar innflutning á kjöti. Hafa þcer varúðarráðstafanir nú sann- að gildi sitt? „Já. Reglur um innflutning eru aldrei of strangar, það sér maður best núna. Hérlendis höfum við haft búfé í tiltölu- lega vernduöu umhverfi í mjög langan tíma og því er stofninn líka miklu næmari. Ef slys koma upp, getum vib því átt von á verri afleiöingum en önnur lönd. Það sáum vib best þegar karakúlpestirnar — þurramæbi, votamæði og visna — komu hingað fyrr á öldinni og ollu gífurlegum skaða. Þeir sjúkdómar dreifð- ust mjög hratt, bæði vegna þess að vib búum í fremur köldu landi sem er hagstætt fyrir sýkla og ekki síöur af því að skepnurnar voru mjög næmar vegna einangrunar sinnar." Björn Þorláksson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.