Tíminn - 27.03.1996, Page 8

Tíminn - 27.03.1996, Page 8
8 tf >fr ifrTf ^nlirH qTíl Tu Mi&vikudagur 27. mars 1996 Vœndiskonur í Dresden: Mafíur fyrrverandi Sovétríkja eru fyrir löngu orbnar áhrifamiklar í„undirheimunum" íÞýskalandi og miklu víbará Vesturlöndum. Alla sögu Sovétríkj- anna undu sér þar tvö lokuö samfélög hliö viö hliö: samfé- lag kommúnista- flokksins og mafíur, samkvœmt nýútkom- inni bók. Nú er aö- eins þaö síöarnefnda eftir Víktorjerofejev, rúss- neskur rithöfundur, sagöi fyrir nokkru ab Evrópumenn (í þrengri merk- ingu þess orös) misskildu Rússland, því aö þeir skoöuöu gang mála þar stööugt út frá eigin ákveönu viöhorfum sem meö þeim heföu mótast frá upplýsingatímanum, viö- horfum um réttindi einstak- lingsins, lýöræöi og stjórnun lögum samkvæmt. Rússar, sagöi Jerofejev, hafa aldrei upplifaö neinn upplýsinga- tíma og veröa aldrei evrópsk þjóö. Þetta kann ýmsum að þykja bölsýni í meira lagi. í framhaldi af því er eðlilegt að spurt sé sem svo: Fyrst Rússar, svo nákomnir sem þeir eru vesturlandamönn- um um margt, þrátt fyrir allt, eiga svo erfitt með aö mebtaka vestræna andann, hvað þá um aðrar menningarheildir sem enn fjarlægari eru þeim anda? Félagi glæpon í fyrir skömmu útkominni bók eftir Stephen Handelman, sem lengi var fréttaritari kanad- íska blaðsins Toronto Star er- lendis, þykir kveða við svipaðan tón og hjá Jerofejev. Titill bók- arinnar er Comrade Criminal: Russia's New Mafiya (Félagi glæpamaður: Hin nýja mafíja Rússlands). Þar stendur m.a.: „Vestur- landamenn, sem fylgdust með gangi mála eystra, trúbu því ekki síður en rússneskir um- bótamenn aö með lokum sov- éska tímabilsins myndu sov- ésku gildin falla utan af samfé- laginu og þá koma í ljós kapítal- ískt lýðræði. Það, að Sovétmenn aflögðu kommúnismann, var tekib sem sönnun þess að „þeir" væru alveg eins og „við". ... En þeir sem tóku við af sovétkerf- inu ollu vonbrigðum. Þeir reyndust vera skriffinnskuvalds- menn eba glæpamenn — eða hvorttveggja í senn." Það sem Handelman hefur að segja í áminnstri bók er í sem stystu máli sagt þetta: Alla sögu Sovétríkjanna var um að ræða náib samstarf embættis- og starfsmanna sovéska kommún- istaflokksins annars vegar og skipulagðra glæpamanna hins vegar. Nú eru aðeins þeir síðar- nefndu eftir. Sú mynd, sem Handelman bregður upp af hinu horfna sov- éska samfélagi, er í stórum dráttum á þessa leið: Það skipt- ist í tvö lokuö samfélög, sem þrifust og störfuðu hlib við hlið. Annað þeirra var samfélag kommúnistaflokksins, sem ríkti í stjórnmálum og átti auð þjóð- ar og ríkis. Hitt var Þjófaheim- urinn, sem hafði sína eigin „menningu" og heföir, var að- skilinn frá samfélaginu að öðru leyti, en stjórnaði svartamark- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON aðsbraski og allrahanda við- skiptum af vafasama taginu, sem áttu sér stað í samskeytum alræöisbáknsins. Þesskonar fyr- irkomulag var raunar þegar við lýði á keisaratímanum. Nikulás keisari 1. á eitt sinn, meöan Krímstríöið var háð, aö hafa sagt við tíu ára gamlan son sinn: „Ég hygg að allir í Rúss- landi séu þjófar nema við tveir." Síamstvíburar Lenín og Stalín, sjálfir gangst- erar öðrum þræöi, dáöust að hörku þeirri og sjálfsaga, sem þeim virtist skipulagður glæpa- Iýður ríkis þeirra sýna af sér. Leiðtogar þessir voru meira að segja ekki ósmeykir um ab ma- fíuforingjar gætu orðið þeim keppinautar um völdin. Sam- kvæmt hugmyndafræbi komm- únista var að vísu óhugsandi að skipulögö glæpamennska gæti þrifist í „sósíalísku" ríki. En fljótlega virðist forysta flokks og ríkis hafa komist ab þeirri niður- stöbu að þunglamalegt miðstýr- ingarkerfi þeirra gæti ekki geng- iö lengi nema það umbæri ein- hvern einkageira, og þar eö op- inbera hugmyndafræðin útilokabi hann, yrði að umbera einhvern ólöglegan rekstur af því tagi. Fyrir þessum samskipt- um opinbera geira atvinnulífs- ins og þess óopinbera greiddi að embættis- og starfsmenn ríkis- flokksins sáu fljótt aö þau buöu þeim upp á tækifæri til ab auðga sjálfa sig, en mafíuforingjarnir voru ósparir á greiðslur til þeirra ab launum fyrir veitta fyrir- greiðslu. Þessi tvö lokuöu samfélög urðu smám saman að einskonar síamstvíburum, tengdum sam- an af sameiginlegum hagsmun- um sem þróubust með sam- skiptum á bak vib lög og rétt. Með öbrum orðum sagt, skrifar Paul Levine í danska blaðið We- ekendavisen í grein um bók Handelmans, var sovéski kommúnistaflokkurinn frá upp- hafi Sovétríkjanna meðsekur um afbrot og glæpi (í orðanna venjulegasta skilningi). Endaskipti höfb á Marx Með harðstjórn sinni hélt Sta- lín Þjófaheiminum og sam- skiptum hans og samfélags rík- isflokksins í skefjum, en með mildari stjórn Krúsjovs og vax- andi spillingu á stjórnarárum Bresjnévs urðu tengsl þessara tveggja samfélaga sterkari og víðtækari. Og með upplausn Sovétríkjanna, heldur Handel- man fram, yfirtók Þjófaheimur- inn samfélag kommúnista- flokksins. Embættis- og starfs- menn flokksins höfðu enda- skipti á Marx í félagi viö mafíuforingjana og einka- væddu gríöarmiklar eignir ríkis- ins á þann hátt, að hvorir- tveggju auöguðust stórum. Út- lendingur einn, sem þekkir til þar eystra, segir: „Það eru aðeins tvennskonar menn með pen- inga í Rússlandi: fyrrverandi embættismenn kommúnista og þeir sem mútuðu þeim." Handelman: Rússland má sín að vísu minna í heimsmálum en lengi var, en í skipulagðri glæpamennsku, sem virðist vera að þróast til þess ab verða alþjóðlegt net, eru mafíur fyrr- verandi Sovétríkja meðal öflug- ustu aðila. Handelman virðist telja, ab hliðstætt því að Rússaveldi var áöur höfuðríki kommúnismans, hreyfingar sem a.m.k. í orbi kveðnu sóttist eftir heimsyfir- ráðum, séu nú horfur á því að það verði höfuðríki alþjóðlega skipulagðrar glæpamennsku, sem hætta sé á að lagt geti und- ir sig heiminn. „Við höfum nokkuð sem flest önnur lönd í heimi ekki hafa," sagbi Aslamb- ek Aslakhanov, formabur dóms- málanefndar rússneska þings- ins. „Hjónabandssáttmála emb- ættismanna og opinberra starfs- manna annars vegar og forhertustu glæpamanna hins vegar." Með hliðsjón af því, að vestræni andinn með upplýs- ingatímann að baki hefur aö lík- indum ekki komist nándar nærri eins mikið inn í hugarfar annarra heimshluta og mörgum vesturlandamönnum virðist vera tamt að ímynda sér, er ekki víst að hér sé um að ræða meb öllu ótímabæra hrakspá.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.