Tíminn - 27.03.1996, Page 11

Tíminn - 27.03.1996, Page 11
Miðvikudagur 27. mars 1996 IfttKisim n Karl Ferdinand Thorarensen frá Cjögri í Árneshreppi Fæddur 8. október 1909 Dáinn 28. febrúar 1996 Vinur minn og sveitungi, Karl F. Thorarensen frá Gjögri, er lát- inn. Hann er ekki lengur á með- al okkar. Við þau leiðarlok lang- ar mig að minnast hans meö nokkrum kveðju- og þakkarorð- um. Karl var fæddur á Gjögri í Ár- neshreppi á Ströndum. Foreldr- ar hans voru hjónin Jakob Thorarensen, bóndi á Gjögri, og Jóhanna Guðmundsdóttir. Jak- ob á Gjögri var sonur Jakobs Thorarensen, kaupmanns og stórbónda á Kúvíkum við Reykjarfjörð, og konu hans, Guðrúnar Óladóttur frá Víborg í Ófeigsfirði. Jóhanna á Gjögri var dóttir Guðmundar Pálsson- ar, bónda í Kjós. Stóðu aö Karli sterkar og merkar ættir bæði í föður- og móðurætt. Áður en Jakob á Gjögri gekk að eiga Jóhönnu hafði hann átt tvö börn með Vilhelmínu Sig- urðardóttur frá Stóra-Fjarðar- horni í Kollafiröi. Þau voru Jak- ob Thorarensen skáld ogjakob- ína kaupkona á Hólmavík. — Karl kveður síðastur sinna systkina þennan heim á 87. ald- ursári. Aö því er ég best veit var Karl heilsuhraustur um sína ævidaga þar til nú tvö til þrjú síðustu ár- in. Síðastliðið ár var hann þrot- inn aö heilsu og kröftum, og að síöustu sárþjáður. Dauðinn, þegar hann bar að, var því hon- um kærkomin lausn frá þján- ingu. Löngum starfsdegi var lokiö. Hann hafði ávallt unnið hörðum höndum og aldrei hlíft sér þar sem hann gekk að verki. t MINNING Hann var vel að hvíldinni kom- inn, þegar kallið kom. Karl fór ungur úr foreldrahús- um. Fyrst fór hann í fóstur til Karolínu föðursystur sinnar í Reykjarfirði og manns hennar, Friöriks Söebeck bónda þar og beykis. — Þó ég viti það ekki fyrir víst, þá held ég að leið hans þaöan hafi legið að Ósi í Steingrímsfiröi. Þaðan hafi hann komist undir verndar- hendi hálfsystur sinnar, Jakob- ínu á Hólmavík. Þess naut hann þar til hann hálffullorðinn fór til Reykjavíkur til náms og starfa. Fór þá í járnsmíðanám, sem upp frá því varð hans aðal lífsstarf. Karl dró ekki dul á það, að hann teldi sér hafa verið það mikið lífslán að komast undir verndarvæng þessarar hálfsyst- ur sinnar. Hún var honum nær- gætin og umhyggjusöm og veitti honum það aðhald sem hann þurfti á bernskuskeiði sínu. — Það sýnir hvers hann mat hana, að henni gaf hann það heit að bragöa aldrei áfengi. „Það heit hefi ég haldið," sagði hann. Var auöfundið á orðum hans, að hann teldi að það heföi veriö sér til hamingju. Annars hefð' getað farið verr fyrir sér. Sjálfur sagði hann mér að hann hefði verið ódæll í æsku og ekki alltaf sést fyrir. Eft- ir að ég fór að kynnast Karli og hafði sagnir af honum var hann dagfarsprúður maður og góður vinnufélagi, afkastamikill og vel verki farinn. En í honum bjó kynfylgja hans úr föðurætt, funheit skap- brigði sem gátu komið fyrir- varalaust eins og goshver. Skorti hann þá ekki orögnótt fremur en marga kynsmenn hans. En þau geðbrigöi stóðu stutt. Duttu niður í dúnalogn jafnskjótt og þau komu. Enginn erfði þetta stundu lengur og hann baðst afsökunar á bráð- ræöis orðum sínum. — Með aldri og þroska tókst honum að ná valdi yfir geðsveiflum sín- um. Enda var hann af öllum sem kynntust honum vel látinn og mönnum hlýtt til hans. í Reykjavík átti hann heima nokkur ár og stundaði iðn sína. Þar fann hann sinn lífsförunaut og stofnaði sitt heimili. — Á þeim árum var knappt um vinnu í Reykjavík. Kreppan og atvinnuleysi sagöi til sín. Þegar bygging Síldarverksmiðjunnar á Djúpuvík hófst, 1934, varð þar mikið um að vera og eftirspurn eftir vinnukrafti. Þar var þörf fyrir iðnaðarmenn, þar með talda járnsmiði. Þangað réðst Karl til verka í sinni iðngrein og starfaði þar meöan verksmiðjan var starfrækt. Hann var kominn heim á sínar ættar- og æsku- slóðir. Hér festi hann rætur, sem erfitt var að slíta. Meðan hann átti heima á Djúpuvík hófst hann handa um byggingu íbúðarhúss á föður- leifð sinni, Gjögri. Varði hann til þess öllum frístundum sín- um svo óhægt sem það var. Sótti hann það af einstakri elju og atorku. Þegar honum hafði tekist að Káta sekkjapípan Út er komin á vegum Tóna og steina ný bók með 13 frum- sömdum píanólögum fyrir börn eftir Elías Davíðsson. Bókin nefnist Káta sekkjapípan og er ætluð píanónemendum á fyrstu tveim árum. Lögin heita: Jóla- bjöllurnar; Rólegt lag; Start- stop; Káta sekkjapípan; Brella; Angurvær vals (eða Vaise de Pa- ris); Jerevan syrgir; Karlmanna- dans; Froskurinn; Trúöarnir; Á leiðinni til Lattlatt; Tango triste; og Meistara Charles dreymir. Bókin er gefin út með dreif- ingu erlendis í huga, þ.e. með skýringartextum á ensku, Fréttir af bókum frönsku, þýsku, dönsku, finnsku og íslensku. Robert Guillemette hannaði bókina og teiknaði kápuna. Bókin fæst hjá Tónastöðinni, Óðinsgötu 7, Reykjavík, og kostar kr. 600. Þetta er þriðja bók sem Tónar og steinar, einkaforlag Elíasar Davíðssonar, gefur út, og sjö- unda tónlistarbók Elíasar sem ætluö er ungu fólki. Hve langt undan eru hugsandi vélar? Brainmakers eftir David Freedman. Simon & Schuster. 214 bls. $22. Frásögn þessa af tilraunum til að setja saman hugsandi vélar hefur ritað bandarískur blaöamaður, sem einkum ritar um vísindi, að nokkru í fréttastíl, að því er gefið er í skyn í ritdómi í Intemational Herald Tribune 15. september 1994. „Frá því síöla á sjötta ára- tugnum, að til var tekið við til- raunir þessar, hefur athyglisverö- ur árangur náðst. Nú eru í notkun sjáandi vélar, sérfræöileg kerfi, sem veita ráðgjöf við erfiðar ákvörðunartökur. Og sums staðar er unnt aö taka upp símtól og skiptast á orðum við tölvu, stað- gengil símastúlku. — En þótt hæfni tölva til að líkja eftir til- finningum manna og ályktunum miöi fram, hefur vandi þessi vax- ið í augum vísindamanna upp í nýtt veldi ... David Freedmann hefur tekist á hendur að gefa yfir- lit yfir, á hvert stig vélræn greind er komin." „Forsenda hans er sú, að til- raunir þeirra, sem hófu rannsókn- ir á vélrænni greind hafi mistek- ist, sakir þess að tilraunir þeirra til aö fella mannlega hugsun að rök- rænum reglum komust í blind- götur ... Freedman gerir síðan grein fyrir viðleitni til að ná fram vélrænni greind með því að líkja eftir líffræðilegum forsendum mannlegrar greindar. Eftir bjart- sýnum rannsóknarmanni ef haft: „Um 25 ár eru nú fram til silicon- heila." — Þau orð hafa sérlega annarlegan hljóm, því að 25 ár eru nálega hin sama tímalengd, sem í öndverðu þótti þörf á til að skapa hugsandi vélar." ■ gera það íbúðarhæft flutti hann fjölskyldu sína í þaö og var þar öllum stundum sem honum gáfust frá störfum sínum á Djúpuvík. — Þegar vinna fór að dragast saman jók hann umsvif sín á Gjögri. Og þar kom að hann settist alfarið að á Gjögri. Hugðist hann framfæra sig og fjölskyldu sína á smá búskap þar og sjósókn. Gjögur var aldrei talin mikil bújörð. Hún er landlítil og mik- ið af landareigninni klettar og gróðurlausir melar og engjalítil. En aðstaða til róðra á smábát- um góö meðan fiskur gekk að landi með eðlilegum hætti. Á gróðurlausum melum útundir þar sem nú er flugvöllur, tókst honum að rækta nokkurt tún. Jafnframt byggði hann pen- ingshús og heyhlöðu sem hæfði til smábúskapar. Gekk hann aö því með sinni alkunnu elju og atorku sem ávallt fylgdi hon- um. Var þar allt snoturt og vel um gengið. Gaf það honum nokkra undirstöðu undir af- komu heimilisins. Þó Gjögur væri gömul og góð verstöð og margir réru þaöan og sæktu lífsbjörg sína í sjóinn, þá var þar erfitt að athafna sig. Þar voru vogar og varir þar sem afli var borinn á land að loknum róðri. Ekkert lægi þar sem hægt var aö geyma báta sína svo ör- uggt væri. Aö setja bát á flot og draga þá á land var óhjákvæmi- legur fylgifiskur þeirrar útgerðar í upphafi og lok sjóferðar, með öllu sínu erfiði. — Niðurundan íbúðarhúsi Karls var gömul og óhrjáleg vör. Var hún skora inn í klettavegginn, þröng og full af stórgrýti til mikils baga við notkun hennar. Úr því hugðist Kalli (svo var hann jafnan kall- aður) bæta. Lagði hann til at- lögu við þau grettistök, sem þar voru til fyrirstöðu. Lagöi hann í það verkhyggni sína og atorku. Var þá lítt hugsað um á hvaða tíma sólarhringsins var ab verki staðið. Árangur þess varð sá að þab varð honum leikur einn að hrinda báti sínum á flot og bjarga honum undan sjó að lokinni sjóferb. — Jafnframt byggbi hann rúmgott sjávarhús þar sem hann kom báti sínum fyrir og öðru því sem útgerö hans tilheyrði. Kom hann þar fyrir allskonar tólum og tækjum til hagræöis margra hluta. — Varð þetta hans sælureitur hvert sumar. Þar naut hann sköpunargáfu sinnar og sjálf- ræbis. Þegar þrengdi um vinnu og fiskþurrö varð á nærliggjandi miðum, þrengdi að lífsafkomu hans og annarra. Varð það til þess ab hann tók sig upp frá Gjögri og fluttist til Eskifjarðar þar sem honum bauöst örugg vinna í iðngrein sinni. Féll hon- um vel að vera þar og var hann vel látinn af vinnuveitanda sín- um og samstarfsmönnum, enda allir ósviknir af verkum hans. — Eftir margra ára veru þar fluttist hann að Selfossi þar sem hann fékk atvinnu í starfsgrein sinni. Þar var hann eftir það til dauða- dags. Eftir að hann flutti frá Gjögri kom hann á hverju sumri heim á Gjögur og dvaldi þar stóran hluta af sumrinu. Hann þurfti að hlynna að húsum sínum og öðru því sem hann hafði byggt upp á Gjögri, þar á meðal bát sínum og tólum í sjávarhúsi sínu. Auk þess skrapp hann á sjó til að fá sér í soðið meðan það var leyft. Þar var hann frjáls og kóngur í ríki sínu. Það átti við hann og þess naut hann vel meðan heilsan leyfði. Margir gestkomandi menn komu til hans og skoöuöu ríki hans og undruðust það sem hann hafði komið í verk og þá tækni sem þar var aö líta. — Nú er þar skarð fyrir skildi. Þaö var ekki fyrr en Karl flutt- ist hingað heim, til Djúpuvíkur, að ég hafði af honum persónu- leg kynni, og þó ekki fyrr en hann fer að hreiðra um sig á Gjögri og sest þar að, að kynni tókust með okkur og þá einung- is ab góöu. Svo gerðist það, að ég hugleiddi ab auka mér hag- ræöi meö byggingu votheys- tóftar nær peningshúsum mín- um en áður var. Fram til þess hafði ég búið við torftóft grafna niður í þurrt hólbarð fjarri fjár- húsunum. En margt var mér örðugt bæöi um efni og þá ekki síður að fá einhvern hagan mann til að vinna úr því sem fyrir hendi var. Einhvernveginn komst Karl að þessum vandræð- um mínum. Kom hann þá til mín og bauð mér aöstoð sína. Eg lýsi því ekki hvað feginn ég varb. Er ekki að orölengja það, ab eftir að ég hafði viðað ab mér því efni sem til þurfti kom Karl til mín og hófst handa um framkvæmd verksins. Var hann hjá mér þar til því verki var lok- ið. Kom mér vel útsjónarsemi hans, því margt þurfti aö nýta fleira en gott var, og þá ekki síð- ur afköst hans og áhugi að koma þessu upp. Þaö hefði hann ekki gert betur þó hann hefði veriö að vinna fyrir sjálf- an sig. Og gleöi okkar beggja var óblandin. Það var eins og hann heföi verið að vinna þetta verk sjálfum sér til hagsbóta. Því vinarbragði get ég ekki gleymt. — Erfitt varð mér þá að greiða honum hjálpina svo sem vert var, og galst aldrei af minni hendi. Karl vildi heldur ekki heyra það nefnt. „Þetta væri ekki annað en greiði." — Þarna myndaðist milli okkar það vin- arþel sem entist okkur alla tíð uppfrá því. Var það mér mikils- vert og svo held ég hafi verið með hann. — En sitthvaö kom upp á sem varð okkur þröskuld- ur í vegi að rækta það svo sem hugur okkar beggja stóð til. En þar átti Karl engan hlut að. Nokkrum sinnum hafði hann orð á því við mig og aðra, sem þar áttu hlut að máli, að í því ætti hann engan hlut að. Hann heföi ekki annað en gott aö segja um samskipti sín og okk- ar, í öllum greinum. — Þetta þótti mér/okkur innilega vænt um og mátum hann mann að meiri og þakklátir fyrir dreng- skap hans. Og fyrir þab létum viö margt kyrrt liggja, sem yfir okkur gekk. Nú, þegar hann er allur, færi ég fram hinstu kveðju mína og annarra samstarfsmanna hans hér í sveit og innilegar þakkir fyrir samferðina. Friður Guðs og blessun fylgi honum á nýju tilverustigi. Guðmundur P. Valgeirsson, Bœ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.