Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR1917 Þaö tekur aðeins eitm ¦ ettm ¦ I ««H ¦virkan dag aö koma póslinum ^^^M PÓSTUR þímun III skila ^^^ 80. árgangur Föstudagur 29. mars 63. tölublað 1996 Ólafur Ragnar í forseta- framboö: Áskoranir frá ólíkumskoð- anafylkingum Ólafur Ragnar Grímsson, al- þingismaður og fyrrverandi formaður Alþýðubandalags- ins, greindi frá framboði sínu til forseta Islands á heimili sínu og konu sinnar, Guðrún- ar Þorbergsdóttur, ab Barða- strönd 5 á Seltjarnarnesi í gær. „Það hefur verið mikil breidd í þeim tilmælum og þeirri hvatn- ingu sem til okkar hefur borist. Fólk úr forystu atvinnulífsins og samtökum launafólks, fólk úr öllum héruðum landsins,. til sjávar og sveita. Fólk úr heimi menningar og menntastofnana og fólk sem á vettvangi hvers- dagslífsins skipar sér í raðir ólíkra stjórnmálaflokka," sagði Ólafur Ragnar í gær. Ólafur sagði að ákvörðunin hefði gerjast með sér og fjöl- skyldunni allt frá áramótum. Áskoranir á hendur honum hefðu magnast á síðustu vikum. I máli sínu lagði Ólafur Ragn- ar mesta áherslu á starf sitt fyrir alþjóðlegar friðarhreyfingar, minna á störf sín í íslenskum stjórnmálum. -JBP Olafur Ragnar tilkynnir frambob sitt á heimili sínu ígcer. Tímamynd C5 Seblabankastjóri: Fólk virbht ekki átta sig á ab veröbréfaeign er áhœttumeiri en bankainnistœöa: Aukin hagræðing eina von bankanna „Þrátt fyrir bætta afkomu 1995 er ljóst ab arbsemi eigin fjár viðskiptabankanna er of lítil", sagbi Birgir ísleifur Gunnarsson seblabankastjóri m.a. á ársfundi bankans í gær. Ab hans mati virbist ljóst ab ekki sé ab vænta verulegra breytinga í afkomu íslenskra banka nema með aukinni hagræðingu. Þótt veruleg hag- ræbing hafi þegar átt sér stab verbi ab gera betur. „Vandséb er og hvernig bankarnir geta í harðnandi samkeppni haldib uppi jafn öflugu og dýru úti- búaneti og þeir gera nú". Að sögn seðlabankastjóra var hagnaður viðskiptabankanna 709 m.kr. á síðasta ári (425 m.kr. árið áður). Arðsemi eigin fjár var 4,9% af niðurstöðu efna- hagsreiknings (3% árið áður). Minnkandi framlög í afskriftar- reikninga — 2,4 milljarðar 1995 í stað 3,9 milljarða árið áður — sé það sem öðru fremur skýri þessa bættu afkomu. Vaxtabilið hafi á hinn bóginn þrengst nokkuð og aðrar rekstrartekjur lækkað á sama tíma og rekstrar- kostnaður hafi aukist lítillega. Tölur um afkomu stærstu sparisjóðanna bendi til mun betri afkomu en hjá viðskipta- bönkunum, eða 10% arösemi eigin fjár, og verulega bættrar afkomu þeirra milli ára. Þróun bankavaxta 1995 sagði seðlabankastjóri hafa einkennst af því að þeir voru stöðugri en vextir á verðbréfamarkaði. Vext- ir verðtryggðra innlána hafi far- ið í allt að 5,6%. „Þegar vexti ber á góma bera bankarnir fyrir sig samkeppni vib ríkissjóð um innlánsfé. Svo virðist sem fólk átti sig ekki á því að það er meiri áhætta að eiga verðbréf, sem geta breyst eftir markaösaðstæð- um, heldur en innistæður í banka", ságöi Birgir ísleifur. í flestum löndum séu innistæðu- vextir í bönkum mun lægri en vextir af skuldabréfum og hér hljóti einnig að leita í sama horf. ¦ Salmonellusýkingin: Bóta krafist Nokkrir starfsmenn Land- spítalans hafa farib fram á skababætur frá spítalanum vegna salmonellusýkingar. Framkvæmdastjóri Ríkisspít- ala segir ab ekki hafi verib ákvebib hvernig brugbist verbi vib þessum kröfum en þær hljóti að þrýsta á spítal- ann ab fara í mál vib Sam- sölubakarí. Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Ríkisspítala, seg- ir að verið sé að skoða hvort Ríkisspítalar muni krefja Sam- sölubakarí um bætur vegna sýkingarinnar sem barst inn á Landspítalann með rjómaboll- um frá bakaríinu. -GBK Finnur Ingólfsson: Eigum 118.000% meira í erlendum veröbréfum heldur en útlendingar íís- lenskum: Verðbréfaeign útlendinga hér samsvarar verði blokkaríbúðar „Tilraunir til ab selja erlend- um fjárfestum inníend bréf hafa lítinn árangur borib þrátt fyrir góba ávöxtun bréf- anna", sagbi Finnur Ingólfs- son viöskiptaráðherra á ár- fundi Seblabankans í gær. Eftir að flæði fjármagns var gefið frjálst hafi fjármagn til verðbréfakaupa flætt úr landi en nær ekkert komið til baka. Útlendingar hafi aðeins átt 11 milljónir í íslenskum verðbréf- um um síðustu áramót, eða sem svarar verði góðrar blokk- aríbúbar í Reykjavík. Á sama tíma hafi verðbréfaeign íslend- inga í erlendri mynt numið 13 milljörðum króna (118.000% hærri upphæð). Því hafi verið spáð að lífeyrissjóðirnir muni eiga um 35 milljarða í erlend- um bréfum um aldamót. „Fjárstraumar munu því að- eins leita í aðra áttina nema hérlendur fjármagnsmarkaður verði gerður aðgengilegri og áhugaverðari kostur fyrir er- lenda fjárfesta", sagði við- skiptaráðherra. Starfshópur, sem falið var að kanna mögu- leika á markaðssetningu inn- lendra bréfa meðal erlendra fjárfesta, telji forsendu þess að það megi takast þá að innlend- ur markaður og form verðbréfa svari þeim kröfum sem al- mennt eru gerðar af hálfu al- þjóðlegra fjárfesta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.