Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.03.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 29. mars 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Upplýsingalög Frumvarp til upplýsingalaga er nú til meðferðar í alls- herjarnefnd Alþingis, en þetta frumvarp er unnið af sér- fræðinganefnd þeirri sem áður vann stjórnsýslulögin. Frumvarpið er unnið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Fyrri frumvörp um sama málefni, sem kennd hafa verið við hugtakið „upplýsingaskylda stjórnvalda", hafa dagað uppi og ekki komist í gegnum þingið, ekki síst vegna þess hve umdeild þau hafa verið. Þetta nýja frumvarp er í ýmsum veigamiklum atriðum frábrugðið fyrri frumvörpum og ástæða til að ætla að meiri samstaða ríki um það en fyrirrennara þess. Nefndin, sem vann þetta frumvarp, er undir forsæti Eiríks Tómassonar prófessors og í athugasemdum við frumvarpið segir m.a.: „í nútíma lýðræðisþjóðféagi er það talið sjálfsagt að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafast að, ýmist beint eða fyrir milligöngu fjölmiðla. Liður í því er að hver og einn geti fengið að- gang að upplýsingum um mál sem til meðferðar eru hjá stjórnvöldum, jafnvel þótt þau snerti ekki hann sjálfan. Þetta er meginmarkmiðið með frumvarpi þessu og er þannig á sama hátt og stjórnsýslulögum ætlað að stuðla að auknu réttaröryggi í stjórnsýslunni. Lögin ættu jafn- framt að draga úr tortryggni almennings í garð stjórn- valda — tortryggni sem oft og einatt á rót sína að rekja til þess að upplýsingum hefur, stundum að óþörfu, ver- ið haldið leyndum. Að sjálfsögðu getur það verið óhjá- kvæmilegt í vissum undantekningartilvikum, en til þess þurfa að vera brýnar ástæöur." í þessum orðum er að finna kjarna röksemdafærsl- unnar í þessu máli, og í samræmi við það er meginregla frumvarpsins að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða til- tekið'mál. Frá þessu eru ákveðnar undantekningar, sem flestar hljóta að teljast eðlilegar, og almenna reglan er að öll skjöl eru opinber að þrjátíu árum liðnum, nema þau er varða einkamálefni einstaklinga. Aðgangur að slíkum skjölum skal þó heimill að áttatíu árum liðnum. Sé fólki synjað um skjöl, er gert ráð fyrir óháðri úrskurðarnefnd utan stjórnsýslunnar, sem hægt er að skjóta til málum. Tímatakmarkanir í frumvarpinu — bæði hvað varðar þau 30 og 80 ár sem skjöl geta verið lokuð og eins hvað varðar þá fresti sem stjórnsýslan hefur til að bregðast við og svara fyrirspurnum — eru mjög rúmar og trúlega óþarflega rúmar. Þessir frestir eru meðal þess sem þing- nefndin skoðar, og í ljósi tilgangs frumvarpsins hlýtur endurskoðun þingsins að beinast að því að stytta þessa fresti, ef eitthvað er. Það er afar jákvætt að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að öll opinber skjöl, gömul og ný, muni heyra undir ákvæði frumvarpsins, nái það fram að ganga, en ákvæði þess takmarkist ekki við þau skjöl sem varða til eftir gildistöku þess. Upplýsingalög þau, sem Alþingi hefur nú til með- ferðar, hafa fengið góðar viðtökur hjá þeim hagsmuna- aðilum sem láta sig málið varða, og virðast flestir sam- mála um að þessi lög gætu haft víðtæk áhrif til bóta fyr- ir íslenska stjórnsýslu og réttaröryggi. Forsenda þess að lögin virki, nái þau fram að ganga, er að þau gögn, sem aðgang á að veita að, séu finnanleg í kerfinu og í einhverju því formi að hægt sé að nálgast þau. Skráning og varsla gagna er víða ekki í nógu góðu lagi og því brýnt að samhliða nýrri löggjöf sé gert átak í þessum málum, eins og raunar er bent á í frumvarpinu. Nýir lyklar sjálfstæðismanna Þegar O-flokkurinn bauð fram áriö 1971, minnist Garri þess a& yfirlýst stefna flokksins var norð-norðaustur og meðal kosningaloforða var að fram- leiða fleiri gærur en minna kjöt. Fleiri sambærileg loforð komu fram í kosningapró- grammi flokksins, sem Garri treystir sér þó ekki til að rifja upp svo rétt sé. Hitt man Garri að honum þótti þetta alveg bráðfyndið. Árni Sigfússon, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í borg- arstjórn, hefur nú tilkynnt nýja framtíðarsýn borgar- stjórnarflokksins fyrir Reykja- vík. Það er sú kynning sem framkallar minningar af kosn- ingaloforðum O-flokksins á sínum tíma. Hin nýja framtíðarsýn er sett fram með ábúð- armiklum hætti og í mörgum fræðilegum orð- um, en er þó líkt og stefna O-flokksins nánast óskiljanleg þeim sem ætlar að reyna að átta sig á efnisatriðum hennar. Markmiöinu um „fleiri gærur og minna kjöt" verður vitaskuld náð með því að stefna flokksins verði norð- norð- austur. Þetta umorðast í huga sjálfstæðis- manna, samkvæmt Morgunblaðinu í gær, á eft- irfarandi hátt: „Árni sagði að stefna sjálfstæðis- manna í fjármálum væri skýr. Þeir vildu lækka skatta, minnka skuldir og bæta þjónustu við borgarbúa. Þessum markmiðum vildi flokkur- inn ná með því að endurskoða markmið, efla atvinnulíf og einfalda í borgarrekstri." Ný kippa Þessi nýja lyklakippa Árna Sigfússonar og Sjálfstæðisflokksins tekur eiginlega fram lykl- unum tíu, sem hann notaði til að tapa borginni úr höndum sjálfstæðismanna. Enda ekki eins stórt mál, svona á miðju kjörtímabili, að út- skýra í einstökum atriðum hvernig hann ætlar ab lækka skuldir með minni tekjum í borgar- sjóð og hvernig hann ætlar á slíkum tekjusam- dráttartímum að bæta enn við þjónustu við borgarbúa. Sannleikurinn er auðvitað sá að Árni mundi eiga í hinum mestu erfiðleikum með að sann- færa fólk um að hann væri rétti maðurinn í slík fjármálaleg töfrabrögð, þó ekki væri nema vegna forsögunnar. Fjármálaóstjórnin í borg- inni var orðin þannig í tíð sjálfstæðismanna, að í algert óefni stefndi. Nokkrar kenni- tölur segja í raun allt sem segja þarf. í stjórnartíð sjálf- stæðismanna árið 1992 juk- ust heildarskuldir borgarinn- ar um 2,3 milljarða króna. Ár- ið eftir, 1993, í stjórnartíð þessa sama stjórnmálaflokks, jukust skuldirnar um 2,2 milljarða króna. Og kosn- ingaárið 1994, árið sem Árni Sigfússon fékk að spreyta sig, jukust skuidirnar um hvorki meira né minna en tæpa 2,7 milljarða króna. Nýr kúrs Eftir að lyklarnir að fjárhirslum borgarinnar voru teknir af Árna Sigfússyni hefur ástandið farið hraðbatnandi, þannig að í raun er um al- geran viösnúning að ræða. Árið 1995, sem var fyrsta heila starfsár R-listans, jukust skuldirnar vissulega enn, en skuldaaukningin var af gjör- ólíkri stærðargráðu en áður. Þær jukust um 800 milljónir og í ár er gert ráb fyrir 500 milljón króna skuldaaukningu. Það er því með afger- andi hætti búið að setja nýjan kúrs og spurning hvort óhætt hefði verið að klossbremsa öllu harkalegar án þess að stórslasa einhverja borg- arbúa. Þegar við þetta bætist að búið er að taka upp markvissa fjármálastjórn og borgin er hætt að velta milljónahundruðum á einhverjum yfir- dráttarreikningi á hæstu vöxtum, eins og Árni og sjálfstæðismenn gerðu, minnkar enn tiltrúin á að sjálfstæðismenn séu réttu aðilarnir til að gefa góð ráð um fjármálastjórn borgarinnar. í ár er þannig áætlað að skuldbreyta rúmum millj- arði af eldri skuldum yfir í hagstæðari lán fyrir borgarsjóð. Eftir kosningarnar 1971 lýsti talsmaður O- flokksins því yfir að framboðið hafi að sjálf- sögðu verið grín og þeir hafi verið mest hrædd- ir um að fá of mikið fylgi. Árni Sigfússon og sjálfstæðismenn í borgarstjórn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að framtíðarsýn þeirra sópi til þeirra fylgi. En þeirra vegna væri það trúlega ekki svo galið að lýsa því yfir að þetta væri bara grín. Garri Slagurinn byrjar í alvöru þegar hafa tilkynnt framboð sitt sem framboð Ólafs Ragnars markar tímamót. Það gerir það líka gagnvart þeim sem ekki hafa enn ákveðið sig, mönum eins og Nirði Njarðvík, Páli Skúlasyni, Ólafi Ragnarssyni og síðast en ekki síst Davíð Oddsyni. Ljóst er ab bæði þeir Njörður og Páll verða að fara að taka af skarið strax ef þeir ætla að vera með í kapphlaupinu — ef þeir eru ekki þegar búnir að missa af strætó — því þeir eru einfaldlega ekki eins þekktar fígúrur og hin sem þegar eru í framboði. Pressan eykst á hina Eins beinast kastljósin nú að þeim Ólafi Ragnarssyni og Davíð Oddssyni, því þó þeir séu að sönnu báðir nokkuð þekktir og hafi einhvern tíma upp á að Þá er Ólafur Ragnar búinn að tilkynna um framboð sitt til forseta og auðvitað klikkaði hann ekki á tæknilegu atriðun- um — hann tilkynnti um mál- ið á virkum degi og passaði að boða til fundarins fyrir hádeg- isfréttir. Þannig nær hann því að verða ein aðalfréttin í öllum fjölmiðlum — bæði ljósvaka- miölunum og dagblöbunum — auk þess sem hann nær að byggja upp eftirvæntingu meö því aö fá umfjöllun í hádegis- fréttum áöur en sjálfur fundur- inn er haldinn. Þá nær hann að vera í beinni útsendingu í síð- degisþáttum útvarpsstöðvanna og auk þess að ná að koma í „settið" í dægurmálaþáttum sjónvarpsstöbvanna ef svo ber undir. Hvorug Guörúnanna hafði útsjónarsemi til ab ná fram þessari opnunarkynn- ingu, báðar voru með sinn fund um helgi, þegar ekkert síðdegisútvarp er, engir dægurmálaþættir í sjónvarpi og Mogginn eitt blaða rétt nær að dekka fundinn í mýflugumynd. Tímamót Blabamannafundur Ólafs markar því stór tíma- mót í forsetaframboðskapphlaupinu því meb honum má eiginlega segja að kosningabaráttann hefjist fyrir alvöru. Guðrúnarnar hafa til þessa siglt lygnan sjó í sinni baráttu en nú er teningun- um kastað því fagmaður í kosningum og kynn- ingu er kominn á stjá og gárar mjög lygnuna sem verib hefur í málinu til þessa. Tímasetning fundar Ólafs Ragnars annars vegar og Guörúnanna hins vegar segir heilmikið um það sem koma skal. En það er ekki einvörðungu gagnvart þeim sem hlaupa fer tíminn að vinna gegn þeim úr því sem komið er. Þannig bendir flest til að fljótlega skýr- ist línur um það hverjir verða í framboði og hverj- ir verða ekki í framboði. Síðastur til að melda sig á annan hvorn veginn verður væntanlega Davíð Oddsson, sem nú er raunar kominn í þá einkenni- legu aðstöðu aö þurfa að vanda vel til tímasetn- ingar þegar hann tilkynnir hvort hann ætlar fram eða ekki. Úr því sem komið er verður nefnilega mjög auövelt að túlka það að Davíð fari ekki fram sem svo að hann þori ekki fram gegn Ólafi Ragn- ari eða þá að hann þori ekki fram gegn Guðrúnun- um annarri hvorri. í öllu falli er ljóst að forsetakosningabaráttan er konin á nýtt og dýnamískara stig þannig að dymbilvikan og páskahátíðin með tilheyrandi fermingarveisluumræðum ættu að verða því fjör- ugri. Því ber að fagna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.