Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 2
2 Wtotmi Laugardagur 30. mars 1996 Árni Crétar Finnsson, formaöur stjórnar íslenskra abalverktaka, í samtali viö Tímann: Kemur að því ab ríkib selur hlutinn í Verktökum Framtíö íslenskra Aöalverk- taka er tryggö næstu árin. Fyr- irtækiö fær aö trappa sig niö- ur gagnvart samkeppni verk- taka utan varnarsvæöis Atl- antshafsbandalagsins á næstu 5 árum. En hvaö svo? „Ég held aö þaö komi aö því aö íslenska ríkiö selji sinn hlut í íslenskum Aöalverktökum. En ég er ánægður meö aö þarna er ákveöinn aölögunartími veittur. Viö höfum veriö aö hyggja aö því aö þetta kæmi upp, þetta kemur okkur ekkert í opna skjöldu," sagöi Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaöur, formaöur stjórnar íslenskra Aö- alverktaka, í samtali viö Tím- ann. „Viö höfum veriö aö hugleiöa framtíöina og þá koma ýmsar leiöir til athugunar. Ég held aö ríkiö muni ekki eiga fyrirtækiö til langrar frambúöar. Hvernig þaö veröur gert aö koma þessu út á almennan markaö er ekki gott aö segja, hvort þaö veröur í heilu lagi eöa meö því aö hafa samvinnu viö ýmsa aöra aöila um stofnun fyrirtækja, eöa aö styrkja önnur fyrirtæki utan verktakastarfseminnar. Þetta eru hlutir sem þarf aö velta fyrir sér," sagöi Árni Grétar. Aðalverktakar á al- mennan markab? Árni Grétar Finnsson segist ekki sjá neitt því til fyrirstööu aö íslenskir Aöalverktakar lifi á 21. öldinni. Hann bendir á aö ekkert sé því til fyrirstööu aö fyrirtækiö keppi á vettvangi verktaka í landinu. Þaö sé ekki á nein vís verkefni aö róa, en fyr- irtækiö búi yfir mikilli þekkingu og tækni, sem mundi nýtast því sama hvar verkefnin byöust, auk þess aö mannskapurinn er þjálfaöur og samhentur. Félagsmálabatteríib Abalverktakar í atvinnuleysinu á Suöurnesj- um hefur í raun veriö leitaö til íslenskra Aöalverktaka, ríkasta fyrirtækisins á svæöinu, líkt og þeir væru félagsmálabatterí. Fyr- irtækiö hefur þannig fariö út í útgerö og uppbyggingu á Bláa lóninu, hvort tveggja atvinnu- skapandi verkefni. Um þetta hefur vissulega munaö. „Nú er þaö spurningin hvort viö eigum bara aö loka dyrun- um í þessu sterka fyrirtæki og láta allt tvístrast, eöa eigum viö aö nota þaö sem búiö er aö byggja upp til þess aö stuöla aö annarri uppbyggingu. Viö get- um nefnt fjárframlög til hluta- bréfakaupa og nýtingu á tækni- þekkingu, sem þarna er óneit- anlega fyrir hendi. Ég er þá ekki aö tala um neina miöstöö, held- ur alveg nýtt svið. Síðan gæti fyrirtækiö sett hlutabréfin á op- inn markaö í viökomandi fyrir- tækjum. Eigendurnir gætu þá fengiö peningana, það væri bú- iö aö nota þá til uppbyggingar í atvinnutilgangi í staö þess ein- faldlega aö hætta. Þaö þýddi aö eigendurnir fengju ákveðna peninga, obbinn af því lenti í ríkissjóöi," sagöi Árni Grétar Finnsson. Árni Grétar Finnsson (í mibib) á menningarsamkomu í Hafnarfirbi. Ablögun mikilvæg fyrir starfsmenn Árni segir að sú aölögun, sem nú er veitt, sé mikilvæg, ekki síst gagnvart starfsfólkinu hjá Aðal- verktökum og Keflavíkurverk- tökum, um 400 manns. „Sumir hafa unnið þarna ára- tugum saman. Menn geta rétt ímyndað sér hvaö heföi gerst, ef viö heföum staöið frammi fyrir því í haust eða um áramót aö fyrirtækið hætti og öllum yröi sagt upp. Þaö heföi orðiö óskap- legt áfall fjölmörgum fjölskyld- um," sagði Árni Grétar. 42 ára einokun á framkvæmdum Allt frá árinu 1954, þegar ís- lendingar fengu í hendur fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli, hafa fréttir af verktökum í ein- okunaraðstöðu veriö vægast sagt óljósar. Fyrirtækin — ís- lenskir Aöalverktakar, sem ann- ast hefur mest um nýfram- kvæmdir, og Keflavíkurverktak- ar, sem hafa meira séð um viö- haldsvinnu — hafa oft staðiö í orrahríö fjölmiölaumræöu, einkum Aöalverktakar. „íslenskir Aöalverktakar eru frá upphafi óvenjulegt fyrirtæki. Ameríkanarnir sáu um fram- kvæmdir sjálfir í upphafi. Hér á landi vildu innlendir verktakar fá þessi verkefni og þannig varð þetta fyrirtæki og síðar Keflavík- urverktakar til í samvinnu margra aðila. Fyrir íslendinga hefur þetta fyrirkomulag verið mjög gott í meira en fjörutíu ár. Ameríkanarnir hafa verið mjög ánægöir með vinnubrögöin og störfin, sem skiptir verulegu máli. Krísur vegna viöskilnaðar á verkum hafa hreinlega ekki komiö upp. Slíkt heföi getaö stefnt öllu í óefni," sagði Árni Grétar Finnsson. Hernabarfram- kvæmdum ekki flíkab Árni Grétar segir dulúðina um verktakastarfsemi vallarins um margt skiljanlega. Þar sé um aö ræða hernaðarframkvæmdir sem eöli málsins samkvæmt sé ekki flíkað. Árni Grétar sagði aö vissulega væri það ekki óeðlilegt aö Bandaríkjamenn hugsuðu um verölag á verkefnunum sem þeir keyptu. Hins vegar mætu þeir þaö mikils aö hafa trausta verk- taka í sinni þjónustu. Árni bendir ennfremur á aö á sínum tíma hafi sterk verktakafyrirtæki ekki veriö til hér á landi, þau hafi hins vegar verið aö byggjast upp á þeim tíma sem liöinn er frá stofnun verktakanna. Hræddur vib ab undirbob hefjist Árni Grétar Finnsson hefur um áratuga skeið veriö í farar- broddi hafnfirskra sjálfstæöis- manna. Þykir honum ekki skjóta skökku viö aö reka ríkis- verktakafyrirtæki? „Þetta fyrirtæki hefur ekki veriö í samkeppni eins og hún venjulega er. Þegar ég var skip- aöur formaður, blasti sú staö- reynd við aö íslenskir Aöalverk- takar sátu að þessum verkefnum einir. En þaö sem manni er trú- að fyrir reynir maður aö rækja sem best. Þaö breytir þó ekki þeirri skoðun minni, aö ég er mjög opinn fyrir því aö einstak- lingar komi inn á þennan mark- að. Þaö er þó ekki sama hvernig að hlutunum er staðið. Þetta má ekki gerast meö einhverjum óskapa látum. Menn mega ekki hella sér í undirboðin sem verk- takamarkaöurinn er þekktur fyrir, rneö þeim afleiöingum sem þeim fylgja gjarnan. Þar liggur stór hætta," sagöi Árni Grétar Finnsson. -JBP 'BOGGV ÆTl / /J///S/V S/F L/M /?Ð )/£/?£>/? ///?//-/?£(//? SV/?V/?/? GÆSTS ? Svavar Gestsson óttast skribu ættamafna SSSSss b.«yt» m.nn.n.ln.W»" „4„. I um >vo ikamnm cim »°___ _| Sagt var... Vinstrib flotta „Það er flottast." Róbert Marshall í Vínstra blabinu, ab- spurbur af hverju hann sé í Alþýbu- bandalaginu. Athyglisverbur rökstubn- ingur þab. Organisti standi áfram upp úr mebalmennsku „Þessu bréfi fer senn aö Ijúka, en þab er von mín a& þú fáir styrk og kraft til a& halda áfram að standa upp úr me&almennskunni." Ólöf G. Valdimarsdóttir í opnu bréfi til Jóns Stefánssonar organista í Moggan- um í gær. Hvar skyldi Flóki standa á at- gervisskala Ólafar? Skemmtilegur en banvænn „Dauðinn Skemmtileg ráögáta en alls ekkert lamb að leika við" Þessi fyrirsögn Moggans í gær hlýtur ab komast á Topp-10 yfir fyrirsagnir ársins. Samstarfsvilji komma og krata aldrei betri „Ég tek undir það með Svavari aö samstarf og samstarfsvilji milli Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags hafa ekki í annan tíma verið betri." jón Baldvin í Alþýbublabinu. Sundurþykkt Alþingi og stráks- legt upphlaup „Mig furðar á því, og ég er ekki einn um það, hversu heiftarleg viðbrögð stjórnarandstö&unnar eru gagnvart frumvarpi Páls. Nær væri sundur- þykku Alþingi, sem þjóðin virðist í vafa um trúnaðarsamband sitt við, að fjalla um þetta frumvarp án stór- yrða og strákslegra upphlaupa." Ingvar Gíslason í DV í gær. Efast um dómgreind Ólafs Ragnars „Ég tel ekki miklar líkur á því að nokkur karlmaður með e&lilega dóm- greind fari aö hætta sér í framboð til forseta að þessu sinni. Mín spá er sú að aðeins verði tvær konur í fram- boði sem þegar eru búnar að gefa kost á sér." Ekki reyndist Sveinn Sigurbsson sann- spár í lesendabréfi í DV í gær. Sam- kvæmt bréfi hans er Ólafur Ragnar Grímsson ekki karlmabur meb eblilega dómgreind. í heita pottinum voru menn sammála um það í gær að möguleikar Ólafs Ragnars Grímssonar til forsetakjörs væru allgóðir. Hallast jafnframt sumir að því aö eini frambjóðandinn sem hugsanlega gæti ógnab Ólafi sé Dav- íð Oddsson forsætisráðherra. Ólafur Ragnar hefur verið litríkur stjórn- málamabur og hafa menn skipst í tvö horn hvab álit á honum varðar. Víst er þó taliö í hvaba horni Davíð Oddsson situr. í morgunþætti Bylgj- unnar í gærmorgun voru nokkrir þingmenn spurði álits á frambobi Ól- afs Ragnars. Svavar Gestsson sagði að það hlyti að verða Davíð erfi&ast ef Ólafur Ragnar næbi kjöri, að mæla orðin „Heill forseta vorum og föðurlandi," eins og krafist er af for- sætisráðherra undir ákveðnum kring- umstæðum. Þá mun andstæðingum hans á þingi sumum hverjum, hrylla við tilhugsuninni að þurfa ab rísa úr sætum við þingsetningu þegar Ólaf- ur Ragnar gengi í salinn ... • I gær boðabi Ragnar Fjalar Lárusson prófastur séra Flóka Kristinsson og jón Stefánsson organista á sinn fund. Séra Ragnar Fjalar er sam- kvæmt úrskurði vígslubiskups tilsjón- armaður með samskiptum Flóka og Jóns og munu vinnureglur og sam- skipti tvímenninganna m.a. hafa ver- ib rædd á fundinum. í heita pottin- um voru menn a& velta fyrir sér hvað helst hefði borið á góma á fundinum og stungu menn upp á tillögum eins og: „Ég vil ekki að tannburstinn hans verbi í sömu hillu og minn". :e:. .311 liiyt ziosEvzonn eisv íu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.