Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 30. mars 1996 ðííinimi STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. Mi&stöb velfer&arkerfisins Þann 1. apríl 1936 gengu í gildi ný lög um al- mannatryggingar á íslandi. Þessara tímamóta er minnst nú á sextíu ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins, sem er miöstöö almannatrygginga í land- inu. Gildistaka laga um almannatryggingar voru merkileg tímamót og stærsta skref, sem tekið hefur verið í átt til þess sem kallað hefur verið velferðar- þjóðfélag. Sú hugsjón, sem liggur að baki, er sú að það sé skylda hvers siðmenntaðs þjóðfélags að mynda öryggisnet um fólkið og kasta þeim ekki út á gaddinn sem standa höllum fæti eða verða fyrir áföllum í lífinu. Sömuleiðis að það tilheyri frum- skyldu þjóðfélagsins að sjá öldruðum fyrir tekju- tryggingu- Almannatryggingarnar kosta mikla fjármuni í nú- tíma samfélagi. í almannatryggingar og sjúkra- tryggingar er varið allt að 30 milljörðum króna á ári, eða um það bil einum fjórða af fjárlögum ís- lenska ríkisins. Það gefur því augaleið að Trygginga- stofnun ríkisins er risavaxið fyrirtæki, mælt á mæli- kvarða þeirra fjármuna sem þar renna í gegn. Það skiptir því miklu máli að starf hennar sé markvisst. Þarna er um að ræða miðstöð velferðarkerfisins í landinu. Það er hlutverk Tryggingastofnunar að þjóna fólkinu og upplýsa það um sinn rétt. Hins vegar er tryggingastarfsemi flókin í eðli sínu og það ber nauðsyn til þess að efla rannsóknir á þessu sviði, þannig að fjármunir nýtist sem best. Almannatryggingar þóttu ekki sjálfsagður hlutur á sínum tíma, en pólitískar deilur um þær hafa hljóðnað í seinni tíð og snúast nú miklu fremur um þaö hve langt skuli ganga og í hve miklum mæli á að taka tillit til aðstöðu fólks á öðrum sviðum við ákvörðun tryggingabóta. Bótaþegum hefur fjölgað mjög mikið og í tryggingakerfið er afar mikil inn- byggð aukning af þessum sökum. Aðstæður hafa sem betur fer breyst afar mikið á sextíu árum og fólk hefur fleiri úrræði en áður. Lífeyrissjóðum hefur vaxið ásmegin á þessum tíma, og þótt ýmsir þeirra standi ekki nógu traustum fótum fjárhagslega, njóta lífeyrisþegar þar mikilvægra réttinda. Það hlutverk almannatryggingakerfisins ab vera öryggisnet fyrir fólkið hefur ekki breyst. í nútíma samfélagi hlýtur það að vera ófrávíkjanleg krafa að allir geti notið heilbrigðisþjónustu og framfærslu, þótt þeir hafi með einhverjum hætti orðið undir í samfélaginu eða hafi lág laun. Hitt er svo annab mál hvort þessi réttindi eiga að ganga óskert til allra þjóðfélagsþegna án tillits til aðstöðu þeirra að öðru leyti, efnahags eða sambærilegra réttinda hjá öðr- um stofnunum samfélagsins. Sú umræða er uppi og verður svo á næstunni. Birgir Gubmundsson: • / Þjob lönguvitleysunnar Nýjasta tískuorðiö í þjóömála- umræöunni er „langavitleysa". Oröiö er boriö fram meö þreytulegum, jafnvel hálf hneyksluöum tóni og notað um þau þjóömál sem af ein- hverjum ástæöum dragast á langinn og eru dögum og jafn- vel vikum saman í kastljósi frétta og fjölmiöla. Mjög vin- sælt er aö nota oröiö þegar vís- aö er til Langholtskirkjudeil- unnar, enda ákveöinn sam- nefnari fólginn í forskeytinu „lang-" í báöum tilfellum. Vel er hugsanlegt aö þessi orðnotk- un hafi einmitt oröið til með Langholtsdeilunni. En nú eru menn farnir að nota þetta um allt mögulegt. Biskupsmálið er að sjálfsögöu langavitleysa, Leikfélagsmáliö er langavit- leysa, sameining jafnaðar- manna er langavitleysa, réttindamál opinberra starfsmanna er langavitleysa og frumvarp um stéttarfélög er líka mikil langavitleysa. Allir, sem telja sig menn meö mönnum, eru leiðir á þessari lönguvitleysu allri og vilja aö fjölmiölarnir fjalli um eitthvaö „áhugavert og uppbyggjandi", jafnvel eitthvaö „menningar- legt og fraeðandi". Þeir eru þó færri sem viður- kenna aö dægurþras lönguvitleysunnar hafi yf- irleitt í upphafi verið bæöi áhugavert og upp- byggjandi. Óþol og spennufíkn Eflaust er þaö rétt, aö stundum er málum haldið gangandi án þess að nokkuö sérstakt sé aö gerast og fjölmiðlarnir eru þá einfaldlega að teygja lopann til að búa sér til eitthvert efni — því alltaf þarf ^_ jú aö fylla fréttatímana og síður blaðanna, óháð því hvað er á seyði. Hins vegar er þaö alls ekki alltaf svo, þegar fólk byrjar aö ' hneykslast og láta sér leiðast lönguvitleysurnar í þjóðfélag- ■ / inu. Sannleikurinn er nefnilega LllTtclllS sá að í vaxandi mæli er að þró- „ ' _ ast með þjóöinni óþol gagnvart ■ ðS málum sem ekki ganga því hraðar fyrir sig. Áreiti slíkra mála á taugakerfi fólks er ein- faldlega ekki nógu sterkt, þau eru ekki nógu spennandi, ekki nógu fersk og ekki nógu óvænt til aö menn hafi áhuga á að fylgjast meö þeim. Sjónvarps- og vídeókynslóðirnar hafa tekið völdin og kynslóðir, sem alist hafa upp viö hraöa spennumyndanna, nenna ekki aö sitja undir einhverjum hæggengum langlokum. Þegar spenna dvín, vilja menn einfaldlega fá eitthvaö nýtt í staðinn. Mála, sem dragast í meira en tvær-þrjár vikur í þjóömálaumræð- unni, bíða þau örlög að veröa leiðindi í huga þjóðarsálarinnar. Að vísu fer líftími þjóömála nokkuð eftir því hvort þau eru flókin eöa einföld, þannig að margbrotið mál getur gengiö nokkuö lengur en einfalt án þess aö fá á sig stimpilinn langavit- leysa — einfaldlega vegna þess aö í slíkum til- fellum er hægt að finna sífellt nýja fleti og efn- isatriði til að koma mönnum á óvart. Langavitleysa í forsetaslag Síðustu mánuöi hefur ein langavitleysan snú- ist um vangaveltur um forsetaframboö. Þar hef- ur vissulega gengið á ýmsu og skrautleg dans- spor veriö stigin af varaorganistum og nudd- skólastjórum þjóðmálaumræöunnar, auk þess sem nánast annar hver maður á landinu hefur verið oröaður við framboð. Þetta mál var þó aö veröa gjörsamlega ónothæf langavitleysa, þegar biskupsmáliö leysti þaö af hólmi og hleypti nýju blóði í samtöl manna. Og nú er biskups- máliö sjálft orðið aö lönguvitleysu, en forseta- framboðsmálin aö komast á nýtt stig, stig eigin- legrar forsetakosningabaráttu. Flestir þeir fram- bjóðendur, sem raunhæft er að tala um sem al- vöru frambjóðendur, hafa þegar komiö fram eöa eru í þann veginn að koma fram. Þar með hefst nokkuð löng kosningabarátta, sem til aö byrja með mun fara nokkuð hægt af stað, en standa fram á mitt sumar. Forsetakosningarnar hafa því alla burði til að verða ein af þessum lönguvitleysum — og þaö veröur afskaplega erfitt fyrir frambjóðendur að stilla upp einhverri kosningabaráttu eða koma sjálfum sér á framfæri án þess að allir verði orðnir hundleiðir á þeim. Líklegasta stefnan hjá öllum frambjóðendum er nefnilega sú að leita eftir samnefnara fyrir sem allra breiðastan hóp hugsanlegra fylgis- manna. í þeirri viðleitni geta þeir ekki Ieyft sér að taka afstöðu til nokkurs skapaðs hlutar eða vera með afgerandi bombur á nokkru sviði. Slíkt gæti jú spillt fyrir gagnvart einhverjum væntanlegum eða hugsanlegum stuðnings- mönnum. Af sömu ástæðu eru yfirgnæfandi líkiir á að frambjóðendurnir verði allir sem einn svo yfirmáta kurteisir og siðfágaðir að þjóð vorri — sem er alin upp við átök og flykkist til að kaupa sér sjónvarpsáskrift til að geta fylgst með útlendri boxkeppni í sjónvarpi um hánótt — finnist kosningabaráttan einfaldlega óheyrilega leiðin- leg. Enginn móðgaður Málefni eru ekki aðalatriði í forsetakosningunum, heldur mennirnir eða konurnar sem eru í framboði. Og þjóð, sem finnst flest mál vera langavit- leysa ef þau ganga ekki yfir með hraði og flugeldasýning- um, á mjög auðvelt með að verða leið á forseta- frambjóðanda — sérstaklega ef hann hegðar sér óaðfinnanlega og segir fátt eða ekkert sem hreyfir við mönnum. Það er einfaldlega alveg ný staða komin upp varðandi það hvernig menn geta háð svona kosningabaráttu. Því þó aðeins séu 16 ár frá því Vigdís var kosin, var þjóðfélagsumgjörö kosn- inganna allt önnur þá en nú. Munar þar mestu um fjölmiðlabyltinguna sem orðið hefur í milli- tíðinni. Kosningastjórar frambjóðendanna eru því ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir standa frammi fyrir því að koma sínum manni nægj- anlega mikið á framfæri án þess að gera menn yfir sig leiða á honum. „Ælumörkin" Auglýsingasérfræbingurinn Gunnar Steinn Pálsson hjá Hvíta húsinu notaði einhverju sinni í viðtali hér í Tímanum hið myndræna hugtak „ælumörk fólks" um það, að á ákveðnu stigi er fólk búib að fá nóg af tilteknum forseta- frambjóðanda. Allt sem kemur frá honum um- fram þessi „ælumörk" virkar illa á menn. Það þarf ekki að vera nema einni auglýsingu of mik- ið, einu viðtali of mikið, eba einni mynd of mikið, svo einhverjir snúi við forsetaefninu baki. Og málið veröur jafnvel enn erfiðara vegna þess að „ælumörk" mismunandi fólks og ólíkra hópa eru alls ekki alltaf þau sömu. Á hinn bóginn geta menn ekki heldur leyft sér að sleppa því að kynna sig. Sú langavitleysa, sem nú er framundan í for- setakosningunum, mun því að stærstum hluta verða spurning um kosningabaráttu — jafnvel meira en um eðliskosti og menntun frambjóð- enda — og það hvernig mönnum gengur að feta það einstigi að halda sér í umræðunni án þess að gera nýjunga- og spennusjúka þjóð sína Ieiða á sér og vera afskrifaður með tískuorðinu nýja: langavitleysa. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.