Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. mars 1996 IMmi 11 Útvegsmenn kynna málstaö sinn fyrir þingmönnum í héraöi: Þorsteinn blæs á mótmæli LÍÚ Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsrábherra sagöi á aðal- fundi íslenskra sjávarafurba hf. í gær ab hann mundi ekki kvika frá því samkomulagi sem gert hefur verib vib Landssamband smábátaeig- enda, þrátt fyrir mótmæli út- vegsmanna í LÍÚ. Hann lagbi áherslu á heildarhagsmuni vib stjórnun fiskveiða en ekki sérhagsmuni einstakra hópa. íslendingur hannar nýja nagla í hjólbaröa: Þorsteinn Pálsson. Þá hefur það vakið athygli hversu lítinn stuöning mót- mæli LÍÚ virðast hafa fengið meðal þingmanna. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ seg- ir það vissulega áhyggjuefni. Hann bendir þó á að þegar sé búið að kynna sjónarmiö LÍÚ í þessu máli fyrir þingmönn- um Norburlands og ætlunin sé að kynna það fyrir þing- mönnum í öllum kjördæm- um landsins. -grh 1flT1 íí hvnrt Reykjavíkurborg og Mosfellsbœrsemja um rvttiiiia nvuii sameiginlega fjölskyiduráögjöf: slit a malbiki minnki Einar Einarsson hefur hannab nagla í hjólbarða sem vonir standa til ab slíti yfirborði vega minna en hefbbundnir stálnaglar í nagladekkjum. Borgarráð samþykkti í vik- unni að veita 250.000 kr. styrk til að mögulegt verði að senda naglana til prófunar á rann- sóknarstofnun í Finnlandi þar sem borið veröur saman slit á yfirboröi vega eftir hefðbundna stálnagla annars vegar og slit eftir nagla, samkvæmt hönnun Einars. Markmið tilraunarinnar er að fá yfirlit yfir hvort naglar Einars slíti yfirborði vega raun- verulega minna en stálnaglarn- ir. Kostnaður við tilraunina nemur rúmlega 800.000 króna en þegar hafa Vegagerðin og samgönguráðuneytið veitt fé til þessa verkefnis. -LÓA Opin ráögjöf fyrir bamafólk Samstarfssamningur um sameiginlega opna fjöl- skylduráögjöf fyrir barna- fjölskyldur í Reykjavík og Mosfellsbæ var undirritaður í gær. Opin fjölskylduráb- gjöf er nýjung í félagslegri þjónustu í landinu og er til- gangur hennar ekki síst fyr- irbyggjandi starf auk þess sem þar verbur veitt með- ferb, rábgjöf og stuðningur. Tekið verbur svipað gjald fyrir þjónustuna og greitt er hjá heilsugæslulækni. Fjölskylduráðgjöfin er til- raunaverkefni til tveggja ára. Páskatónleikar í Fríkirkjunni Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík ætlar ab undirbúa páskahátíb- ina með tónleikum í kirkj- unni þriðjudagskvöldið 2. mars klukkan hálf níu. Á efn- isskránni verða m.a. kór og ar- íur úr Stabat Mater eftir Dvo- rák ásamt verkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Bach, Hándel og Mendelssohn. Pavel Smid stjórnar tónleikunum og leik- ur einnig á orgel kirkjunnar. Auk kórsins syngja margir einsöngva og dúetta. Aðstandendur tónleikanna vonast til að sjá sem flesta vel- unnara góðrar kirkjutónlistar. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á 1.000 kr., en helmingi minna fyrir tónlistar- nema og eldri borgara. ■ Hún verður fjármögnuð af sveitarfélögunum tveimur og félagsmálaráðuneytinu. -GBK Séra Ragnar Fjalar fund- aöi meö séra Flóka Krist- inssyni og Jóni Stefáns- syni í gcer: Gagnlegur fundur Séra Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur og sérstakur tilsjónar- maður með samskiptum séra Flóka Kristinssonar sóknar- prests Langholtskirkju og Jóns Stefánssonar kirkjuorganista, bobaði Jón og Flóka á fund í gær þar sem m.a. var farib yfir verklag og vinnureglur innan kirkjunnar. Mebal annars var rætt hvernig haga skyldi ferm- ingarathöfn í kirkjunni nk. sunnudag. Að sögn séra Ragnars Fjalars var fundurinn haldinn í samræmi við úrskurðinn og eftir að séra Bolli Gústavsson ritaði honum bréf þar að lútandi. Hann sagði hljóðiö í fundarmönnum hafa verið gott og fundurinn gagnlegur. „Ég vona að þetta geti gengið. Ég tel ástæðu til aukinnar bjartsýni eftir þennan fund." -BÞ Aöeins 42% kosningaþátttaka hjá SFR \ póstkosningu sem stóö yfir í 15 daga: Jens vann Braga Jens Andresson hja Vinnueft- irliti ríkisins var kjörinn for- mabur í Starfsmannafélagi ríkisstofnana og tekur hann við af Sigríði Kristinsdóttur. Jens fékk 1239 atkvæði, eba 66% og Bragi Mikaelsson fékk 592 atkvæöi eba 31%. Alls greiddu 1882 atkvæði af 4475 sem voru á kjörskrá. Auðir og ógildir atkvæðaseblar voru 51. Athygli vekur að kjörsókn er aðeins um 42% þrátt fyrir póstkosningu sem stóð yfir í 15 daga. „Þetta var afgerandi niður- staða og fyrsta skipti sem reyndi á þetta ákvæði í reglum félags- ins um endurnýjunarregluna," sagði hinn nýkjörni formaður. Hann segir það vissulega um- hugsunarefni hvað kosninga- þátttakan var lítil, eða aðeins um 42%. Af þeim sökum sé mik- iö verk að vinna í þeim efnum þegar haft er í huga aö kosn- ingaþátttakan hefur verið um 60% í atkvæðagreiðslum um samninga félagsins. Jens Andrésson segir að þar fyrir utan séu helstu verkefni nýrrar stjórnar að berjast gegn áformum ríkisstjórnar í málefn- um opinberra starfsmanna með það takmark í huga að koma þessum frumvörpum frá. Ef ekki þá séu samningar félagsins laus- ir um leið og ríkisstjórnin hefur fengið þessi frumvörp samþykkt í þinginu, eða strax í vor. í því ljósi verður að fara aö huga að gerð nýrrar kröfugeröar við ríkið og því í mörg horn að snúast. Hann býst við að hann muni innan tíðar láta af störfum hjá Vinnueftirliti ríkisins, enda sé það fullt starf að vera formaður í SFR sem er fjölmennasta aðild- arfélag Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. -grh ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings er óskað eftir tilboð- um í utanhússvibgerbir að Jórufelli 2-12 í Reykjavík. Helstu magntölur: Endursteypa 150 mJ Sílanböðun 1280 m2 ílögn í svalagólf 340 m2 Málun 2600 m2 Vibgerb á ryðpunktum 300 stk Útbobsgögn verba afhent mánudaginn 25. mars gegn skila- tryggingu kr. 15.000,-. Verkinu á ab vera lokiö í ágúst 1996. Opnun tilboða: mibvikud. 10. apríl nk. kl. 11.00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskað eftir tilboð- um í lóbarframkvæmdir við Húsaskóla. Helstu magntölur: Hellulagnir 330 m2 Gróburbeð 670 m2 Malbik 2700 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og meb þriöjud. 2. apríl nk. Opnun tilboða: fimmtud. 18. apríl nk. kl. 14.00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings er óskað eftir tilboð- um í endurnýjun glugga í Hlíðaskóla. Helstu magntölur: Gluggar 50 stk Gler 220 m2 Verktími: 3. júní - 1. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Opnun tilboba: miövikud. 24. apríl nk. kl. 14.00 á sama stað. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskab eftir tilboö- um í steypuviðgerðir og utanhússmálun á Vogaskóla. Helstu magntölur: Múrviögeröir 25 m2 Sprunguvibgerbir 300 m2 Málun steyptra flata 620 m2 Verktími: 3. júní -1. ágúst 1996. Útboðsgögn verba afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Opnun tilboða: miðvikud. 24. apríl nk. kl. 11.00 á sama stab. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings er óskab eftir tilbob- um í steypu- og gluggavibgerðir á Laugalækjarskóla. Helstu magntölur: Gluggar 38 stk. Múrvibgerðir 20 m2 Málun 600 m2 Verktími: 3. júní - 1. ágúst 1996. Útbobsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Opnun tilboða: mibvikud. 24. apríl nk. kl. 15.00 á sama stab. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings er óskað eftir tilboð- um í byggingu einnar færanlegrar kennslustofu. Heildarflatarmál kennslustofu: 63 m2. v Verkinu á ab vera lokið 31. júlí 1996. Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Opnun tilboða: mibvikud. 17. apríl nk. kl. 11.30 á sama stab. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilboðum í gerb steyptra kantsteina víðsvegar um borgina. Heildarlengd: u.þ.b. 20 km. Síöasti skiladagur: 15. september 1996. Útbobsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og meb 2. apríl nk. gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Opnun tilboba: þriðjud. 23. apríl 1996 nk. kl. 14.00 á sama stað. F.h. Hitaveitu, Rafmagnsveitu, Gatnamálastjóra og Símstöbv- arinnar í Reykjavík er óskab eftir tilbobum í verkib „Endurnýjun veitukerfa og gangstétta, 3. áfangi 1996 — Vesturberg, Tún o.fl." Lengd hitaveitulagnar í plastkápu: Tvöfalt kerfi 1400 m Einfalt kerfi 2100 m Skurblengd 4500 m Aðrar magntölur: Upprif á malbiki og gangst. 5000 m2 Malbikun 3000 m2 Steyptar gangstéttir 200 m2 Hellulagðar gangstéttir 600 m2 Útbobsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, frá og með mib- vikud. 3. mars nk. gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Opnun tilboða: þriðjud. 23. aprfl nk. kl. 15.00 á sama stab. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 5525800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.