Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 12
12 Wfoa&im Laugardagur 30. mars 1996 Það var fyrir 2 árum að fyrsta sérpantaða Valmet-dráttarvélin var afgreidd af Bújöfri til íslensks bónda, Leifs Guðmundssonar að Klauf í Eyjafjarðarsveit. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bújöfur á þriggja ára starfsafmæli um þessar mundir og það er margt ólíkt í rekstri fyrirtækisins þá og nú. Umsvifin hafa aukist og kallað á stærra húsnæði og fleiri starfsmenn, en starfsemi Bújöfurs var nýlega flutt að Krókhálsi 10. Flutningur í nýtt húsnæði fer því saman við þriggja ára afmælið. Húsnæðið er mjög hentugt fyrir starfsemi fyrirtækisins; góð aðstaða er fyrir viðskiptavini, rúmgóður sýningarsalur og gott rými til þjónustu. Það má með sanni segja að íslenskir bændur hafi tekið frábærlega vel við Valmet-dráttarvélunum, því aðeins tveimur árum eftir afhendingu fyrstu dráttarvélarinnar, var Bújöfur þriðja söluhæsta fyrirtækið í flokki þeirra sem selja nýjar dráttarvélar frá Vestur-Evrópu. Gæðin spyrjast út. Valmet hefur skotist framúr mörgum þekktum og gömlum merkjum. Ástæðan er einföld: Valmet eru vandaðar vélar á góðu verði og eru framleiddar samkvæmt ISO 9001 staðlinum, sem kjarnorkuver og Bandaríkjaher nota við innkaup. Valmet er finnsk framleiösla og eru dráttarvélarnar hannaðar sérstaklega fyrir norrænar aðstæður, þar sem tillit er tekið til veðurfars og kulda. Vélarnar eru m.a. ætlaðar í skógarvinnu, sem þýðir að enginn hlutur, rör, slanga eða drifskaft, liggur óvarinn. Á hinum Norðurlöndunum halda Valmet- dráttarvélar hæsta endursöluverðinu. Valmet-dráttarvélarnar eru mjög vandaðar og það besta á markaðnum, á hagstæðu verði. Hver dráttarvél er framleidd samkvæmt pöntun viðskiptavinar og því getur hver og einn fengið dráttarvél útbúna að sínum þörfum. Til að svo geti orðið þarf að panta í tíma, annars eru vélar afgreiddar af lager. í því sambandi má nefna að sr. Pétur Þórarinsson, prestur og bóndi í Laufási, valdi Valmet-dráttarvél þegar vinir hans og sveitungar söfnuðu fyrir einni slíkri eftir að taka þurfti báða fætur Péturs af vegna sykursýki. Hann hafði sagt að hann ætti þann draum að geta ekið til bústarfa á dráttarvél sem ein- göngu væri hægt að stjórna með handafli. Valmet uppfyllti þær kröfur. 80-140 HÖ. VALMET- DRÁTTARVÉL Valmet framleiðir dráttarvélar í tveimur flokkum. Annars vegar eru léttbyggðar vélar frá 62-80 hö. sem eru liprar, öfl- ugar og hannaðar með þægindi ökumanns í huga. Hins vegar eru dráttarvélar frá 80-140 hö. Þessar vélar eru með mun meiri og fullkomnari búnaði sem uppfyllir ströngustu kröfur. Vélarnar eru fáanlegar eftir vali, með rafskiptingu og vökvatúrbínukúplingu. Þessi vél sækir stöðugt á, enda á mjög góðu verði. í öllum Valmet-dráttarvélum er mjög vandað ekilshús með snúningsstól. Húsið er hannað með þægindi ekils í huga. Öll stjórntæki eru innan seilingar og útsýni í húsunum er það besta sem gerist. Báðar dráttarvélarnar eru með margskonar útfærslumöguleikum og sem dæmi má nefna geta viðskiptavinir valið á milli 5 lita. Valmet er framtíðarvélin fyrir íslenska bændur! Grafarvogur Árbær M VALMET SISU Valmet 62-80 HÖ. VALMET-DRÁTTARVÉL Afmælistilboð í gangi Pantið sem fyrst Tryggiö tíman- lega afgreiðslu Það eru ekki eingöngu Valmet-dráttarvélar sem Bújöfur flytur inn, heldur hefur fyrirtækið sérhæft sig í innflutningi á margs- konar vönduðum vélum og tækjum til landbúnaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.