Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 14
14 rWIIIMIUIíiI'ILU. *ar y*W W Laugardagur 30. mars 1996 Hann skorti hugrekki til sjálfsvígs, en fann aöra leiö: Framdi morb til ab verba tekinn af lífi Sakamál vikunnar er meö þeim dapurlegustu og sérkennilegustu í réttarsögu Walesbúa. Freder- ick Cross var haldinn lífs- leiba og dreymdi um at> yf- irgefa þennan heim. Á ný- ársdegi 1955 tilkynnti eigin- konan honum aö hún væri skilin aö skiptum viö hann og flutti til elskhuga síns meö tvö ung börn þeirra hjóna. Þrátt fyrir aö hann grátbæöi hana aö skipta um skoöun, ansaöi hún engu og Cross var skilinn einn eftir á heimili sínu í Great Har- wood, Staffordshire. Næstu dagar fóru í drykkju- skap og aöra óreglu. Cross rit- aði konu sinni bréf þar sem hann bað hana í örvæntingu að snúa aftur, en fékk ekkert svar. Cross missti lífslöngun- ina með öllu og reyndi aö fremja sjálfsmorð með því að taka inn bunka af svefntöfl- um. Það eina sem hann upp- skar vegna þeirrar tilraunar var hausverkur og uppsögn úr vinnunni. Cross var 33 ára gamall og frá Lundúnum. Hann ákvaö að reyna aftur að binda enda á líf sitt með því að taka inn rottueitur, en þegar til kom þoröi hann ekki að stíga skref- ið til fulls. Þá fékk hann aðra hugmynd. Ef hann fremdi morð og játaði, þá myndu ör- lög hans verba henging. Það eina sem hann þurfti að gera var að finna sér fórnarlamb og bíða eftir böölinum. Saklaust fórnar- lamb Um það bil 40 mílum frá heimili Cross bjó hinn 28 ára gamli Donald Lainton trygg- ingasali. Föstudagsmorguninn Donald Lainton. SAKAMAL Frederick Cross var 33 ára gamall og frá Lundúnum. Hann ákvaö aö reyna aftur aö binda enda á líf sitt meö því aö taka inn rottueitur, en þegar til kom þoröi hann ekki aö stíga skrefiö til fulls. Þá fékk hann aöra hugmynd. Efhann fremdi morö og játaöi, þá myndu örlög hans veröa henging. Þaö eina sem hann þurfti aö gera var aö finna sér fórnarlamb og bíöa eftir böölinum. 25. febrúar reis hann árla úr rekkju og leit út um gluggann til að gá til veðurs. Snjóbylur reið yfir Wales þennan dag og hann var óviss um að komast í vinnuna. Eftir ab hafa haft samband viö veðurstofuna sýndist honum sem gerlegt væri að komast til Marple, þar sem fyrirtækið var til húsa. Hann var hálfnaður á leið sinni, þegar vebrið versnaði skyndilega með þeim afleið- ingum að bíllinn festist í snjóskafli, rétt við Staffords- hire. 111 örlög biðu trygginga- salans. Hann yfirgaf bílinn og labb- aði nokkur hundruð metra inn á krá sem var skammt frá heimili Cross. Þar hringdi hann í vinnuveitendur og að því búnu fékk hann sér drykk á barnum. Eftir skamma stund gekk Cross að aðkomumanni og fór að ræða óvebrið í vin- gjarnlegum tón. Upp úr því hófst kunningsskapur mann- anna tveggja. Lainton var orð- inn svangur eftir volkið og hugðist panta veitingar á kránni. Þar var engan mat að fá og Cross bauð honum heim til sín í hádegisverö. Þáði Lain- ton boðiö. Það, sem næst gerðist, er ekki með öllu ljóst, en sam- kvæmt frásögn Cross voru þeir um það bil hálfnaðir á leið heim til hans, þegar Cross dró skæri upp úr vsaanum og ákvað ab fullkomna ætlunar- verk sitt. Hann stakk Lainton hvað eftir annað, í hjartað, hálsinn og magann. Lainton hné andvana niður í blóði roðinn snjóskafl. Það þyrmdi yfir Cross ab ódæðinu loknu og hann gat ekki hugsað sér ab gefa sig strax fram við yfir- völd. Hann gekk því heim og sett- ist í hægindastól sinn í stof- unni og hugsaði um hvað hann hafði gert. Á sama tíma gekk ungt par fram á líkið í snjónum og lét lögregluna vita. Eftir að hafa haft samband við kráareigand- ann og fengið staðfest að Cross hefði orðið honum sam- ferða út, bankaði Tucker yfir- fulltrúi á hurðina hjá Cross, sem sat dauðadæmdur í orös- ins fyllstu merkingu. Cross kom í alblóðugum fötum til dyra og sagbi einfaldlega: „Ég drap hann." Hafnaði lögfræðingi Við yfirheyrslur sagöi Cross hina undarlegu sögu sína. Hann lagði ríka áherslu á að morðið hefði ekki verib framið í ágóðaskyni, heldur einungis til að fullnægja þörf sinni að deyja. Hann sagbist einskis sakna frá þessu jarðlífi, en sagðist harma að blásaklaus maður hefði þurft að deyja. Hann hafnabi jafnframt rétti sínum að hafa lögfræöing sér til fulltingis. Cross játaði ætíð staðfastlega á sig glæpinn og ljóst var í hvað stefndi. Skömmu áður en taka átti Cross af lífi í gálganum varb hann skyndilega gripinn gam- alkunnugum ótta við dauð- ann; sama ótta og hafði komið í veg fyrir að hann svipti sig lífi. Hann hafði samband við móður sína, sem m.a. skrifaði ráðuneyti og Englandsdrottn- ingu bréf og allt var gert til að taka máliö upp aftur. Það bar ekki árangur og Cross var aumkunarverð taugahrúga þegar hann var leiddur að hengingarstað haustið 1955. -BÞ Bolir gegn fíkniefnum á Shellstöðvunum Nemendur í Myndlista- og handíðaskólanum hafa hann- að boli fyrir unga fólkib þar sem þemað er baráttan gegn fíkniefnum. Bolirnir verba til sölu á Shellstöðvunum og rennur ágóði af sölunni óskiptur til stuðnings Jafn- ingjafræðslu framhaldsskól- anna. Jafningjafræðslan er átak sem Félag framhaldsskóla hefur hrundið af stab í samstarfi við Menntamálaráðuneytið og mið- ar ab því að vekja ungt fólk til umhugsunar um þá áhættu sem fylgir neyslu fíkniefna. Sú leið aö unglingar miðli jafnöldrum sínum upplýsingum um skað- semi fíkniefna hefur verib farin sumstaðar í nágrannalöndun- um með góöum árangri. Jafnin- gjafræbslan er því mikilsverð vibbót við það forvarnarstarf sem fyrir er hér á landi. Hjá Skeljungi hf. var ákveöið ab styrkja framhaldsskólanema í þessari baráttu gegn fíkniefn- um. Að höfðu samráði við Félag framhaldsskóla var ákveðib ab framleiða boli með áprentuðum skilaboðum Jafningjafræðsl- unnar. Bolirnir eru skreyttir með myndum sem nemendur í Myndlista- og handíöaskóla ís- lands geröu sérstaklega fyrir Jafningjafræðslu framhaldsskól- anna og fór áprentun þeirra fram hjá fyrirtækinu Merkis- mönnum í Reykjavík. Fjórar mismunandi gerðir af bolum hafa verið framleiddar og veröa þeir seldir á Shellstöðvunum. Bolirnir kosta 790 krónur og eins og áður sagði rennur allur ágóbi af sölu þeirra til Jafn- ingjafræbslu framhaldsskól- anna. ■ Nýju bolunum hefur nú verib dreift á Shellstöbvarnar. Fulltrúar jafningjafrcebslunnar, þeir Atli Þór Albertsson, Magnús Árnason og Cunnar Ómarsson, voru vibstaddir þegar sala á bolunum hófst í Shellstöbinni í Suburfelli í Breibholti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.