Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 17
Laugardagur 30. mars 1996 iltSl (Q. iíS ua 17 Jt \ m [ ~ n v- • \\ -■ H Jtf irr.-------• p" y_. Umsjón: Birgir Cuómundsson IVÍeð sínu nefi í þættinum í dag verðum við á slóðum hina íslensku „bítla- laga" og að þessu sinni verður lag sem hljómsveitin Ævintýri gerði vinsælt á sínum tíma. Lagið heitir einmitt Ævintýri og er erlent, eftir W. Champell, en textinn er eftir Ómar Ragnarsson. Nú á seinni árum hefur þetta lag öðlast þegnrétt og vinsældir meðal yngra fólks í flutningi SSSól og hljómsveitarinnar Sixti- es, sem gáfu það út á diski sínum „Bítlaæði". Góða söngskemmtun! ÆVINTÝRI G C D G Tralalalalaaaa, ævintýri enn gerast. G C D G Tralalalalaaaa, ævintýri enn gerast. C C D - Áður þá oftast C D - álfar og tröll C D - í ævintýri C D unnu þau vegspjöll. Em C Stúlkan, sem ég elska og eina kýs, A D inn í mig kom eins og álfadís. » < 2 10 0 0 3 D <> i i < M 1 XOOI32 X 0 I 2 3 0 Tralalalalaaaa, ævintýri enn gerast. Tralalalalaaaa, ævintýri enn gerast. Æska og yndi, ástir og líf er ævintýri, unaðslegt líf. í framtíðinni, þegar fjörið dvín, förum við til tunglsins upp á grín. Tralalalalaaaa, ævintýri enn gerast. Tralalalalaaaa, ævintýri enn gerast. Tralalalalaaaa, ævintýri enn gerast. Tralalalalaaaa, ævintýri enn gerast. PÓSTUR OG SÍMI óskar að ráða verkfræðinga — tæknifræðinga 1. Boðkerfi A Farsímadeild er laus til umsóknar staða umsjónar- manns Boðkerfis. 2. Gagnasendingar Laus er til umsóknar staða á Farsímadeild. Um er að ræða starf sem tengist nýjum þjónustum farsímakerfa, svo sem gagna- og faxsendingum, SMS (Short Message Service) og fleiru. 3. TADIG-prófanir, skráning og úrvinnsla Laus er til umsóknar staða á Farsímadeild. Starfið tengist skráningu farsímtala í símstöðvum, úrvinnslu skráningar hjá Reiknistofu, umsjá og eftirlit með gögnum, sem send eru á^ rafrænan hátt til útlendra farsímarekenda, og gögnum sem eru móttekin frá þeim. (TADIC: Transfer Account Data Interchange Croup) Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ólafur Indriðason yfirtæknifræðingur, sími: 550 6231. Ap/í&ósa&a&a á pásím 150 gr mjúkt smjör 150 gr sykur 3egg 1 msk. rifið hýði af 1 appelsínu 1/2 dl appelsínusafi 200 gr hveiti 1/2 tsk. lyftiduft Skraut: 200 gr marsipan 100 gr flórsykur Ca. 2 eggjahvítur 200 gr aprikósusulta Smjör og sykur hrært létt og ljóst. Eggjunum bætt út í, einu í senn, og appelsínuraspinu, hveiti, lyftidufti og appelsínu- safa hrært saman við. Deigið sett í vel smurt form (23 sm). Kakan bökuð við 200° í 20-25 mín. Marsipanið, flórsykur og eggjahvítur hrært vel saman og sett í sprautupoka. Þegar kakan hefur verið bökuð í 20- 25 mín. er hún tekin úr ofnin- um, marsipaninu sprautað í hring og rúöumynstur ofan á kökuna. Apríkósusulta sett á milli marsipanrúðanna og kakan sett inn í ofninn í 10 mín. eða þar til marsipanið hefur tekið ljósan lit. Kakan látin kólna í forminu. Velgið apríkósusultuna og smyrjið henni utan á kökuna meb hníf. Kakan sett á fallegan disk, geymd í kæliskáp til næsta dags. Tekin út ca. 2 klst. áður en hún er borin fram. (jott rásinaí/aað á pás&am 2 dl vatn 50 gr smjör 2 1/2 dl mjólk 50 gr ger 1 tsk. salt 75 gr sykur Rifib hýði utan af 1 sítrónu 150 gr rúsínur 500 gr hveiti (smá- vegis meira, ef þarf) Hitið vatnið og bræðið smjörið þar í. Mjólkin sett í hrærivélarskál og vatn- og smjörblöndunni bætt út í ásamt gerinu, salti, sykri og sí- trónuhýði. Hveitinu hrært saman við og deigið látið lyfta sér í ca. 1 klst. (60 mín.). Blandið 2 msk. af hveiti sam- an viö rúsínurnar og setjib þær saman við deigið. Hnoðiö þaö og notið smávegis aukahveiti, svo úr verði mjúkt og jafnt deig. Látið hefast aftur í ca. 40 mín. í vel smurðu og hveiti stráðu formi, aflöngu. Bakað við 225° í ca. 35 mín. Fe/síjaía&a 200 gr malaðar hnetur 1 tsk. lyftiduft 4 egg 2 dlsykur Fylling: 4 dl rjómi 11/2 msk. sterkt kaffi 1 msk. sykur 1 msk. koníak 1 dl muldar hnetur 1 kg (dós) ferskjur Egg og sykur þeytt saman í þykka eggjafroðu. Hnetum og lyftidufti blandað varlega saman við. Deigið sett í vel smurt form (ca. 2 1) og kakan bökuð við 175° í 40-50 mín. Kakan látin bíða um stund í forminu áður en henni er hvolft varlega úr því. Rjóminn er þeyttur, blandið helming- inn af honum meö kaffinu og sykri og hinn helminginn með koníakinu. Skerið kökuna í tvennt (2 botna). Breiðið kaffirjómann á botninn og hliðarnar. Hnetumulningi stráð á hliðarnar. Koníakrjóm- inn settur ofan á kökuna og ferskjunum raöað ofan á kök- una. Skreytt meb rjóma. Ananamájjjft '0/ Ca. 20 stk. 125 gr smjör 100 gr sykur 2egg 5 ananashringir 25 gr möndlur 225 gr hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 dl mjólk eba kaffirjómi Smjör og sykur hrært saman Vissir þú ab ... 1. Kain var vondi bróbir Abels. 2. Ólympíueldurinn verður tendraður í Atlanta, Georgia, USA, næst. 3. Tempelhof-flugvöllur er í Berlín. 4. Tom er kötturinn ogjerry er músin í Tom og Jerry (Tommi og Jenni). 5. Robert Burns var þjóðskáld Skota. 6. Fuerteventura er í Kanaríeyjaklasa. 7. Reykjavík liggur nyrst allra höfuðstaða Evrópu og Aþena sybst. 8. Púrtvínib kemur frá Portúgal. 9. Brútus var banamaður Sesars (Cæsars). 10. Það var árið 1974 sem lagið „Waterloo" varð verblauna- lagið í Evrópusöngvakeppninni. létt og ljóst. Hrærið eggjunum saman við, einu í senn. Skerið ananashringina í litla bita, takiö nokkra frá til að nota í skraut ofan á múffurnar. Strá- ið smávegis hveiti ofan á an- anasbitana. Blandið hveiti, lyftidufti og ananasbitum saman við hræruna ásamt mjólkinni eða rjómanum. Saxið möndlurnar smátt og bætið þeim út í deigið. Deigið er svo sett í pappírsform og bakað við 200° í 12-15 mín. Eggjahvíta er hrærð með flór- sykri og smurt á kaldar kök- urnar, ananasbitar settir á og smávegis af muldum möndl- um áður en glassúrinn storkn- ar. Það er einnig gott að hafa smá súkkulaðibita í múffurn- ar. Gott ab vita Við bökum: Marengs við 130-150° Kransakökur — 250° Smákökur - 200-225° Rúllutertur og lagkökubotna — 225° Smjördeig - 200-225° Hveiti 1 dl = 60 gr Kartöflumjöl — =70 gr Haframjöl — = 30 gr Sykur — = 85 gr Flórsykur — = 50 gr Möndlur — = 60 gr Rúsínur — = 50 gr Kókosmjöl — = 35 gr Eggjahvítur — = 3 stk. Eggjarauður — = 5 stk. 'm Gott er að byrja hvern morgun með því ab fá sér glas af soðnu köldu vatni, meb safa úr 1/2 sítrónu. Það er mjög vítamínríkt og ef það er helst til súrt, má bara bæta smávegis hunangi út í drykkinn. w Gott ráð er ab pressa sína eigin morgunsafa úr grænmeú, ávöxtum og berjum. Ur 2 kg ávöxtum fáum við ca. 1 I safa. $vo er svona nýpressað grænmetí og ávextir bæbi heilnæmt og sérlega M i il I ,1 ,1 ,1 1 i! il *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.