Tíminn - 03.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.04.1996, Blaðsíða 9
'mmmm 9 Asgrímur Halldórsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Hornafiröi Mi&vikudagur 3. apríl 1996 Ásgrímur Helgi Halldórsson fœddist að Bakkagerði í Borgar- firði eystra 7. febrúar 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. mars s.l. Foreldrar hans voru Halldór Ásgrímsson, kaupfélagsstjóri og alþingismað- ur, f. 17. apríl 1896 að Brekku í Hróarstungu í N.-Múlasýslu, og Anna Guðný Guðný Guðmunds- dóttir kennari, f. 7. desember 1895 að Litlu-Vík, Borgarfirði eystra. Ásgrímur var nœstelstur fimm braeðra, en peir eru Árni Björg- vin lögfrœðingur f. 1922, Ingi Björn starfsmaður hjá íslensk- um sjávarafurðum f. 1929, Guðmundur Þórir starfsmaður hjá íslenskum sjávarafiirðum f. 1932, og Halldór Karl starfs- maður hjá Olíufélaginu f. 1937. Ásgrímur kvœntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Ing- ólfsdóttur, 7. september 1946 og hefðu pau pví átt gullbrúð- kaupsafmœli síðar á árinu. For- eldrar hennar voru Ingólfur Eyj- ólfsson, f. 8. október 1877, og Elín Sigfúsdóttir, f. 10. nóvem- ber 1889, sem bjuggu lengst af á Skjaldpingsstöðum í Vopna- firði. Ásgrímur og Gtiðrún eignuð- ust fimm börn: 1. Ingólfur, skipstjóri á Höfn. Maki Ingólfs er Siggerður Aðal- steinsdóttir skrifstofumaður og eiga pau fjögur börn: Ásgrímur, f. 1966, maki lians er Þórgunn- ur Torfadóttir og eiga pau tvœr dœtur, Söndru Rán og Iðunni Töru. Margrét, f. 1968, maki hennar er Jón Finnsson og eiga pau prjú börn: Sunnu, Finn Inga og Ingólf. Aðalsteinn, f. 1969, maki hans er Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir og eiga pau eina dóttur, Siggerði. Guðrún, f. 1979. 2. Halldór, utanríkisráðherra. Maki Halldórs er Sigurjóna Sig- urðardóttir hvknaritari og eiga pau prjár dcctur: Helga, f. 1969, maki hennar er Karl Ottó Schi- öth og eiga pau eina dóttur, Lindu Hrönn. Guðrún Lind, f. 1975, ogírisHuld, f. 1979. 3. Anna Guðný, skrifstofu- maður. Maki Önnu er Þráinn Ársœlsson matreiðslumeistari og eiga pau tvœr dætur: Ernu, f. 1982, ogLindu, f. 1986. 4. Elín, leikskólastjóri. Maki Elínar er Björgvin Valdimarsson veggfóðrarameistari og eiga pau prjú börn: Helga Má, f. 1977, Thelmu, f. 1983, og Brynju, f. 1983. 5. Katrín, ræktunarstjóri. Maki Katrínar er Gísli Guð- mundsson garðyrkjufræðingur og eiga pau tvo syni: Ásgrím Helga, f. 1989, og Guðmund, f. 1992. Ásgrímur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum á ár- unum 1941-1943 og síðan í Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944- 1946. Hann var starfs- maður Kaupfélags Vopnfirðinga á árunum 1943-1953 og var fulltrúi föður síns á árunum 1946-1953, sem par var kaup- félagsstjóri. Mikil kaflaskil urðu í lífi hans, pegar hann fluttist til Hafnar í Hornafirði árið 1953 og starfaði par sem kaupfélags- stjóri samfleytt til ársins 1975. Hann stjórnaði jafnframt dótt- urfyrirtækjum kaupfélagsins á pessum tíma, útgerðarfyrirtæk- inu Borgey h/f og Fiskimjöls- verksmiðju Hornafjarðar h/f. Árið 1968 hóf hann ásamt t MINNING syni sínum Ingólfi og Birgi Sig- urðssyni skipstjóra rekstur út- gerðarfyrirtækisins Skinneyjar h/f, sem nú rekur umfangsmikla fiskverkun og útgerð á Höfn. Ás- grímur var framkvæmdastjóri pess fyrirtækis frá upphaft og starfaði við pað fram til dauða- dags, en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri fyrir nokkru. Hann tók ríkan pátt í félags- málum og sat í hreppsnefnd á Höfn í samtals 11 ár og var oddviti um nokkurra ára skeið. Hann sat í hreppsnefnd sem fulltrúi Framsóknarflokksins og tók virkan pátt í störfum Fram- sóknarfélags A.-Skaftafellssýslu alla tíð. Hann var um tíma fram- kvæmdastjóri Skipatryggingar Austfjarða og átti um nokkurra ára skeið sæti í stjórn Lífeyris- sjóðs Austurlands. Hann var formaður stjórnar Skógræktarfé- lags A.-Skaftfellinga um árabil og tók ríkan pátt í skógræktar- málum. Ásgrímur var gerður að heið- ursborgara Hornafjarðar árið 1995, pegar hann varð sjötugur. Útför Ásgríms verður frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14:00. Kveöja frá bæjarstjórn Hornafjarbar Fallinn er í valinn Ásgrímur Halldórsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri og oddviti Hafnarhrepps. Fráfall hans í liðinni viku var afar óvænt. Hornfirðinga setti hljóða og þrátt fyrir afar fagurt veður þennan dag og þá næstu var eins og ákveðinn tómleiki einkenndi byggðarlagið. Ásgrímur var einn þeirra einstaklinga sem mótuðu kauptúnið á Höfn í Hornafirði og átti svo mikinn þátt í vexti þess og viðgangi að fólki fannst að hans hlyti að njóta lengur við og hann ætti aö fá að njóta efri áranna eftir ann- ríki starfsævinnar. Ásgrímur skilaði ævistarfi sem á sér fáar hliðstæður. Að loknu samvinnuskólaprófi ár- ið 1946 starfaði hann um hríð hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga. Árið 1953 réðst hann ab Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga á Höfn sem kaupfélags- stjóri, tæplega þrítugur að aldri, og var í forystu þess fyr- irtækis í rúm tuttugu ár, auk annarra starfa er tengdust samvinnuhreyfingunni. Á starfstíma Ásgríms í kaupfé- laginu urðu mikil umskipti í starfsemi félagsins og undir hans stjórn fór það að byggja upp þann öfluga sjávarútveg sem einkennt hefur þetta byggðarlag allt frá því. Eftir að Ásgrímur lét af störfum fyrir kaupfélagið árið 1975 sneri hann sér að rekstri eigin fyrir- tækis, Skinneyjar hf., sem í dag er myndarlegt og vel rek- ið fyrirtæki með fjölbreyttri starfsemi tengdri sjávarútvegi. Auk þessara starfa sinnti Ás- grímur öðrum verkefnum sem honum voru falin, og má þar nefna að hann sat í hrepps- nefnd Hafnarhrepps í níu ár, þar af sem oddviti á árunum 1961- 1966. Hann gegndi einnig formennsku í bygging- arnefnd sveitarfélagsins 1962- 1966 og umhverfisnefnd 1982- 1986. Þá lét hann skóg- rækt og umhverfisvernd mik- ið til sín taka, var meðal ann- ars lengi formaður Skógrækt- arfélags Austur- Skaftafells- sýslu. Á sjötugsafmæli Ásgríms Halldórssonar, þann 7. febrú- ar 1995, ákvað bæjarstjórn Hornafjaröar að kjósa hann heiðursborgara hins unga sameinaða sveitarfélags, Hornafjarðar. Var það ein- róma ákvörðun bæjarstjórnar og endurspeglaði í raun þakk- læti allra íbúa byggðarlagsins í garð Ásgríms sem brautryðj- anda í sjávarútvegi og upp- byggingu alls atvinnulífs á staðnum. Eftirlifandi eiginkona Ás- gríms er Guðrún Ingólfsdóttir, sem tekið hefur virkan þátt í félags- og menningarmálum þessa byggðarlags, auk þess að hafa stýrt stóru heimili þar sem annríki hefur oft verib mikið. Bæjarstjórn Horna- fjarðar sendir Guðrúnu, börn- um þeirra Ásgríms og öðrum vandamönnum samúðar- kveðju. Ég hygg að bak við heiðurs- skjal frá bæjarstjórn Horna- fjarðar, sem Ásgrími var af- hent á sjötugsafmæli sínu, hafi legið mjög mikil viröing fyrir því forystustarfi sem hann lagði af mörkum fyrir þetta hérað. Minning hans verður ávallt tengd einhverju mesta framfara- og fram- kvæmdaskeiöi í sögu byggðar- lagsins. Hafi Ásgrímur Halldórsson ævarandi þökk fyrir sitt fram- lag til betri byggðar og mann- lífs á Hornafirði. Gísli Sverrir Ámason, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar Fegursta vorveöur ríkti á Hornafirði fimmtudaginn 28. mars sl. Himinninn heiður og lognið slíkt að fánarnir hníptu hreyfingarlausir, dregnir í hálfa stöng. Vel var við hæfi að Hornafjörður kveddi svo Ásgrím Halldórs- son. Ekki mun ofsagt, að Ás- grímur hafi markað dýpst spor, einstakra manna, á þró- un og vöxt þessa byggðarlags síðustu áratugi, eða síðan hann kom ungur maður til starfa hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga. Á meðan hann var á hátindi síns starfsferils var hann ýmist frumkvöðull að eða lagði lið flestum fram- faramálum byggðarlagsins. Og kraftur hans og orka var smitandi, abrir hrifust með og kjarkur og þor einkenndi Hornafjörð. Elli kerling náði aldrei að beygja Ásgrím, hann var að til síðasta dags, þó að hann hefði að sönnu dregið úr umsvifum þegar æviárun- um fjölgaði. Tilgangur minn með þess- um greinarskrifum er ekki aö rekja störf Ásgríms fyrir byggðarlag sitt og þann at- vinnurekstur sem hann var þátttakandi í. Til þess munu aðrir færari. Mig langar til að þakka Ásgrími störf hans fyrir Framsóknarfélag Austur- Skaftafellssýslu og allan þann hlýhug og stuðning sem hann auðsýndi félaginu alla tíð. Sá stuðningur verður aldrei full- þakkaður. Ásgrímur var frá unga aldri ákveðinn samvinnumaður og valdi sér starfsvettvang innan samvinnuhreyfingarinnar. Stefna framsóknarmanna var af sömu rót runnin og megin- markmib samvinnustefnunn- ar, hafði að leiðarljósi sam- vinnu, jöfnuð og kraftmikla uppbyggingu lands og lýðs. Því var mjög eðlilegt að þeir sem áttu slíkar hugsjónir fylgdu bábum þessum hreyf- ingum að málum. Og þrátt fyrir margvísleg áföll, sem ís- lensk samvinnuhreyfing hef- ur mátt þola á síðustu árum, þá eru hugsjónir hennar enn í sínu fulla gildi og eiga örugg- lega eftir aö verða meira metnar aftur, þó að síðar verði. Ásgrímur sóttist ekki eftir vegtyllum eða valdastöðum innan raða framsóknar- manna. Hann tók reyndar að sér störf í hreppsnefnd á Höfn, fyrst sem varamaður frá 1958 til 1961, en sem aðal- maður frá þeim tíma til ársins 1970. Oddviti hreppsnefndar var hann á árunum 1961 til 1966. Ab öðru leyti valdi hann sér stað í hópi almennra félagsmanna og tók virkan þátt í starfi félagsins. Á fund- um framsóknarfélagsins tók hann ekki oft til máls, en þeg- ar hann gerði það var hlustað. Honum var lagib að komast að kjarna hvers máls í fáum orðum, en lengdi ekki ræður sínar með innantómu hjali um allt og ekkert. Hann var tilfinningaríkur skapmabur og gat brugðið skjótt vib, fyndist honum hallað réttu máli. Aft- ur á móti var hann fljótur til sátta og vildi gæta fullrar sanngirni. Ásgrími lét raunar betur að ræba vib menn og túlka skob- anir á fámennari fundum, eða í viðræðum við einstaka menn, en í ræðum. í slíkum viðræðum fann maður best þann eldmóð og fram- kvæmdahug sem brann innra með honum. Skynjaði kraft- inn og skildi betur hvílík af- rek einn mabur getur unnið, þegar hann kemur til starfa á réttum stað og stund. Hvernig honum tekst að laöa fólkið með sér til átaka, opna því nýja lífssýn og skapa í sam- vinnu við það kjarkmikið og lifandi samfélag. Nú er miklu og gifturíku ævistarfi lokið. En merkið stendur þó maburinn falli og Ásgríms mun um ókomin ár verða minnst með þakklæti og virðingu hér á Hornafirði. Við framsóknarmenn þökk- um góbum vini og félaga allt það starf sem hann vann í þágu félags okkar og hug- sjóna. Vib biðjum honum alls góðs á nýjum tilverustigum. Eftirlifandi eiginkonu Ás- gríms, Guðrúnu Ingólfsdótt- ur, börnum þeirra og fjöl- skyldum vottum við innilega samúð okkar. Fyrir hönd Framsóknarfé- lags Austur- Skaftafellssýslu, Guðbjartur Össurarson Hann afi er dáinn. Það var okkur mikið áfall að heyra þessi orb, hann sem var svo hress síðast þegar við hitt- umst. Hann hugsaði alltaf vel til allra og talaöi aldrei neikvætt um neinn mann. Hann hafði gaman af ab rökræða málin, en á meban hann gerði það var hann alltaf meb bros á vör. Eitt af því, sem afi kenndi okkur, var að sjá fleiri en eina hlið á málunum og ekki að dæma of hart. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, pví alltafbætast nýir hópar í skörðin. Þá verður oss Ijóst að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauð- inn krefst í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. (T.G.) Elsku afi, við kveðjum þig með miklum söknuði og þökkum þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér og fyr- ir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta okkar. Megi gub styrkja ömmu í sorginni og um ókomna tíð. Margrét, Aðalsteinn og Guðrún Með nokkrum orðum lang- ar mig aö kveðja minn kæra tengdaföður og vin, Ásgrím Halldórsson frá Höfn. Andlát hans bar mjög brátt að og mun þab taka okkur aðstand- endur tíma að sætta okkur vib og trúa að svo skyndilega hafi máttarstólpi fjölskyldunnar verib kvaddur á brott, en styrkurinn mun felast í trúnni, kærleikanum og sam- heldni fjölskyldunnar. Ásgrími kynntist ég fyrst fyrir rúmum 30 árum og standa þau kynni mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Einnig er fyrsta heimsókn mín til Hafnar ógleymanleg, þær hlýju móttökur sem ég fékk þar og hve eðlilega mér var tekið sem nýjum meölim fjölskyldunnar. Hafa þessar hlýju móttökur verið ein- kennandi fyrir þau hjónin Ás- grím og Guðrúnu. Ekki get ég minnst minnar fyrstu heim- sóknar án þess ab nefna lýs- andi athöfn Ásgríms þar sem hann var að fá sér bita úr ís- skápnum að kvöldi til, en hann var mikill matmaður, enda hugsaði hann alla tíð um að fjölskyldur barnanna hefðu nægju sína af sjávar- fangi. Fyrst var tekin köld baunasúpa og út á hana hellt mjólk, síðan náð í slátursneið og ofan á hana sett þykkt lag af smjöri og þetta borbaö af bestu lyst fyrir svefninn. Ekki þótti mér mikiö til um þessar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.