Tíminn - 03.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.04.1996, Blaðsíða 11
Miövikudagur 3. apríl 1995 Mm 11 ingu Skinneyjar hf., sem nú er orðiö stórmyndarlegt fyrir- tæki í sjávarútvegi á Höfn og gildur þáttur í atvinnulífinu þar. Nýlega haföi hann dregiö sig þar út úr stjórnunarstörf- um og skilað þeim til nýrrar kynslóðar. Ásgrími hefðu vafalaust staðið allar dyr opnar til áhrifa á landsvísu, ef hann hefði beitt sér á þeim vett- vangi. Hann kaus hins vegar að beita afli sínu til uppbygg- ingar á Höfn þar sem hann valdi sér ungur starfsvettvang og stóð traustum fótum í því samfélagi og lifði þar lífinu í tengslum við land og sjó. Hann var ræktunarmaður og landbúnaður átti hug hans ásamt sjónum, svo aö alltaf hafði hann skepnur, bæði kindur og hesta. Skógræktar- maður var hann af lífi og sál. Hann reisti sér sumarbústaö í Lóni og átti þar skógivaxinn unaðsreit. Ég minnist þess að eitt sinn vorum við hjónin í heimsókn í sunrarbústaönum hjá þeim Guðrúnu og Ásgrími og ég gekk með lionum á sólskins- morgni niöur aö girðingunni þar sem hann haföi hestana sína. I’egar þeir sáu okkur nálgast, kornu þeir allir sem einn ab girðingunni til þess ab þiggja brauð hjá eiganda sínurn, sem þeir fengu. „I’að má aldrei svíkja þá," sagði hann. Ég hef oft minnst þess- ara orða og finnst þau vera táknræn fyrir líf hans. Hann sveik aldrei uppruna sinn eða þá hugsjón að leggja alla krafta sína franr til þess ab byggja upp undirstöðuna, góð fyrirtæki sem geröu fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi. Hann var ávallt á orrustu- vellinum miðjum. Það var alls stabar sami myndarskapurinn hvort sem var í sumarbústaðnum, heima fyrir, eða í gróöurhúsinu á Hvannabrautinni þar sem rós- irnar hennar Gubrúnar breiddu úr sér. Nú síðast voru þau sest aö í sambýlishúsi aldraöra á Höfn þar sem Vatnajökul ber við loft í kvöldsólinni út um eldhús- gluggann með útsýni allt til Oræfajökuls. Sú dvöl var styttri fyrir Ásgrím en efni stóöu til, en um það tjáir lítt að sakast við þann sem öllu ræður. Með honum er genginn einn af merkari athafna- mönnum seinni ára í sjávar- útvegi. Hann vann í sam- vinnuhreyfingunni og ein- staklingsframtakinu og var jafnvígur í hvoru tveggja. Framsóknarmenn sakna hins trausta stuðningsmanns, sem ávallt var boðinn og bú- inn ab leggja þaö lið sem hann mátti, og það munaði urn hann. Fyrir það vil ég þakka aö leiðarlokum fyrir hönd framsóknarmanna á Austurlandi og ég veit að framsóknarmenn um allt land taka undir þær þakkir. Vib Margrét vottum Guð- rúnu og fjölskyldunni allri innilega samúð og erum þakklát fyrir góba viðkynn- ingu, sem ekki hefur borið skugga á. Jón Kristjánsson Ásgrímur Halldórsson var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austur- Skaftfellinga frá mars 1953 til 1. ágúst 1975, eða í rúmlega 22 ár. Hann var einnig, fyrir hönd kaupfélags- ins, framkvæmdastjóri Fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar frá stofnun 1969 til 1975 og framkvæmdastjóri Borgeyjar frá 1953 til 1977. Auk þess gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir kaupfé- lagið. Ásgrímur var aðeins 28 ára gamall þegar hann tók vib starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga. Óhætt er að segja ab þá tók við samfellt tímabil upp- byggingar og framkvæmda hjá kaupfélaginu. Á þessum tíma lagði hann með kjarki og framsýni grunninn að öflugri atvinnustarfsemi í héraðinu. Ásgrímur vissi ab sjávarútveg- ur og vinnsla sjávarafurða var nauðsynlegur grundvöllur til að byggja upp öflugt atvinnu- líf í héraðinu og tók því strax til við að efla þessa starfsemi hjá kaupfélaginu, sem fljót- lega varð ein af stærstu rekstr- areiningum þess. Hann bar einnig hag bænda fyrir brjósti og stuðlaði að uppbyggingu í sveitum. I>að var ávallt gott að leita til Ásgríms um alla hluti og í starfi sínu veitti hann mörgum viðskiptamönnum kaupfélagsins margvíslega fyr- irgreiðslu og aðstoð með greiðvikni og skilningi á málavöxtum. í kaupfélagsstjóratíö Ás- gríms var m.a. byggt nýtt hús- næði fyrir aðalverslun félags- ins, verslunarhús á Fagurhóls- mýri og í Skaftafelli, Fiski- mjölsverksmiðjan í Óslandi, nýtt mjólkursamlag, veiðar- færageymslur, kartöflugeymsl- ur og síbast en ekki síst þá stóð hann fyrir uppbyggingu Fiskiðjuversins í Krossey, sem var á sínum tíma talið eitt hið glæsilegasta í landinu. Kaup- félagið stóö á þessum tíma fyrir meginhlutanum af at- vinnustarfsemi í Austur- Skaftafellssýslu og hafði þar með áhrif, að meira eða minna leyti, á sérhvert heim- ili í sýslunni. Á starfsferli sínum sem kaupfélagsstjóri hafbi Ásgrím- ur forystu um miklar fram- kvæmdir og framfarir í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Starfsemi kaupfélagsins óx og margfald- aðist á öllum sviðum og rekst- ur þess var hagstæður. í kjöl- far þess fylgdi einnig upp- bygging til sjávar og sveita. Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga og félagsmenn þess standa í ævarandi þakkar- skuld við Ásgrím Halldórsson, en hann helgaði félaginu starfskrafta sína stóran hluta starfsævi sinnar og skildi eftir sig spor sem seint munu hverfa. Eftirlifandi eiginkonu Ás- gríms, Guðrúnu Ingólfsdótt- ur, börnum þeirra og öðrum aðstandendunr vottum við innilega samúð okkar. F.h. Kaupfélags Austur- Skaftfellinga, Pálmi Guömundsson kaupfélagsstjóri, Orn Bergsson stjórnarformaður Frá því ég fyrst man eftir mér leit ég upp til Ásgríms, þessa frænda míns sem stýrði stóru kaupfélagi í Hornafirði og var þar mikill athafnamaður. Hann var örlagavaldur í mínu lífi eins og margra annarra. Hann útvegaði mér sumar- dvöl í sveit hjá góðu fólki í Þórisdal í Lóni, þegar ég var á níunda árinu. Á hverju vori og hausti í fimm ár dvaldi ég á heimili hans og Guðrúnar, þegar ég var á leið í og úr sveitinni. Seinna stundaði ég sjó á hornfirskum báti og vann sem verkamaður á Höfn og átti þá alltaf skjól á heimili þeirra. Á námsárunum fann ég hvað hann fylgdist með hvernig mér reiddi af og hvatti mig þegar við hittumst. Ég veit að hann fylgdist með líkum hætti með fjölda ungs fólks í Hornafirði, hvatti það til dáða og studdi til góðra verka. Eftir ab námi lauk héldum við alltaf sambandi. I>á vann ég m.a. fyrir hann verkefni á árunum 1984 og '85, þegar hann var að kanna nýja möguleika til uppbyggingar Skinneyjar hf. Það var ekki síst vegna þess að ég fann að ég hafði stuðning og traust Ásgríms aö ég réð mig til starfa hjá Borgey hf. í maí 1992, þegar sjávarútvegsstarf- semi KASK var endurskipu- lögð. Þá fórum vib Ásgrímur að starfa saman með allt öðr- um hætti en áður. Við stýrð- um fyrirtækjum sem áttu í beinni samkeppni, en áttu líka í samstarfi. Einnig störf- uðum við saman í stjórn Ós- lands hf., fiskimjölsverk- smiðju, við að byggja fyrir- tækib upp. Á fyrstu tveim starfsárum mínum sem framkvæmda- stjóri Borgeyjar hf. gekk félag- ið í gegnum miklar þrenging- ar. Þessi ár voru erfið, ég fann til mikillar ábyrgðar sem stjórnandi Borgeyjar hf., sem vegna stærðar sinnar er burð- arás í atvinnulífi í Hornafirði. Við Ásgrímur vorum ekki allt- af sammála um hvernig staðið skyldi að málum, en alltaf gat ég leitað til hans til að ræða vandasöm úrlausnarefni sem ég átti við ab glíma. Það var ekki síst þá sem ég fann hversu yfirgripsmikla þekk- ingu og djúpstæðan skilning hann hafbi á rekstri fyrir- tækja. Það var samt ekki sú þekk- ing hans sem réð úrslitum fyr- ir mig, þegar mest á reyndi, heldur að geta ætíð leitað til hans og átt trúnað hans þegar mér fannst álagið verða yfir- þyrmandi. Þá var gott að geta létt af sér fargi og geta rætt hvaða tilfinningar voru að bærast í brjóstinu. Þá skynjaði ég hversu mikinn persónuleg- an styrk Ásgrímur haföi og ég fór frá honum meb endurnýj- að baráttuþrek. Ásgrímur bar hag Borgeyjar hf. ávallt fyrir brjósti, reyndist mér hollráður og studdi mig alltaf útávib, þegar mest á reyndi. Fyrir það verö ég honum ætíð þakklát- ur. Elsku Guðrún, við Tóta vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Halldór Ámason Sænska kon- ungsfjölskyldan Frímerkjablokkin á afmœli sœnska konungsins. Þann 30. apríl í vor verður Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fimmtugur. Svíþjóð er eitt þeirra landa, sem eru stolt af þjóðhöfðingja sínum í þeim mæli, að þau gefa sífellt út frí- merki með mynd hans og sér- stök frínrerki á tyllidögum, eöa þaö sem er kallað minningarfrí- merki á íslensku máli. Karl Gústaf varð krónprins er afi hans varö konungur árið 1950 (faðir hans fórst í flugslysi þrem árum fyrr) og konungur 27 ára ganrall árið 1973. Þá var hann yngsti þjóðhöfðingi Evrópu og jafnframt yngsti konungur á stóli í Svíþjóð í tvö hundruð ár. „Fyrir Svíþjóð í nútímanum" er orðtak hans, enda hefir hann verið afar nútímalegur þjóð- höfðingi á allan hátt síðan hann tók viö konungdómi. Þann annan október 1993 var gefið út frímerkjahefti með konungsfjölskyldunni í. Verð þess var 40 krónur, en frímerk- in voru að verðgildi krónur 8,00, 10,00 tvö frímerki og eitt á 12 krónur. Nú kemur út samskonar blokk meö myndum af konunginum í ýmsum hlut- verkum. Þrjú minni frímerkin eru hvert á 10,00 krónur, en stærsta frímerkið er að verðgildi 20,00 krónur og kostar því blokkin með öllum frímerkjun- um í einu hefti, fimmtíu krón- ur á fimmtugsafmælinu. Þrátt fyrir að þetta sé aöeins nafnverð frímerkjanna, gefur pósturinn 5,00 krónur af hverri blokk í sérstakan sjób, „Afmæl- issjóð konungsins fyrir æskulýö í Svíþjóö", enn fremur til sjóðs- ins fyrir vísindi, tækni og um- hverfisvernd. Skiptist upphæö- in milli sjóðanna. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Karl Cústaf prins sem ylfingur. Fjölskyldumyndin, sem er stærst, er í sömu stærð og myndirnar á frímerkinu við krýningu hans voru og einnig árin 1991 og 1993, eins og áður segir. Auk fjölskyldumyndar- innar eru myndir af konungin- um viö ýmis störf. Sú fyrsta er frá athöfn í Tyresta-garðinum, suöaustan Stokkhólms, er hann var geröur aö þjóögaröi áriö 1993. Næsta mynd er svo í myndasafní Bernadottefjöl- skyldunnar í konungshöllinni í Stokkhólmi. Að baki getur aö líta mynd Francois Gérard af Karli XIV. Jóhanni Bernadotte, sem varö konungur Noregs og Svíþjóðar árið 1818. Fjölskyldumyndin var gerð þegar Viktoría dóttir hans varö myndug og fór aö taka viö ýmsurn störfum sem krónprins- essa. Er hún því á miðri mynd- inni, með fööur sinn til vinstri handar, en móöur sína drottn- inguna til hægri. Systkini hennar eru svo sitt á hvorum enda myndarinnar. Útgáfudagur blokkanna og heftisins er 30. apríl, sem er af- mælisdagur konungsins eins og sagöi í upphafi. Hinar ýmsu myndir eru teknar af Bertil Eric- son, Clas Göran Carlsson, Charles Hammersten og Toni Sica. Hönnun frímerkjanna er gerð af Lars Sjöblom, en meist- ari allra tíma, Czeslaw Slania, hefir svo grafið hina endanlegu gerö frímerkjanna. Stálstungan er prentuö í einum lit, en ofan í hana er svo litprentaö í fjórum litum í offset í prentverki Pósts- ins í Kista í Stokkhólmi. Eins og áður er sagt, er verö heftanna 50,00 Skr. Fyrsta dags bréf kosta 53,00 Skr., en frí- merkin á sérstöku safnarablaöi kosta 66,00 Skr. Þess má svo geta svona í lok- in, aö Karl XVI. Gústaf hefir alla ævi starfað sem skáti. Hann hóf störf sem ylfingur, strax og hann haföi aldur til þess. Síðan gekk hann gegnum hin ýmsu stig skátastarfsins, eins og það áöur var, allt upp í Róver-skáta, en nú á seinni árum hefir hann svo starfaö meö Skt. Georgs- skátum, eftir aö þeir komu til sögunnar. Þetta er ef til vill ekki einstakt um þjóöhöföingja, en undirritaöur verður aö játa aö hann þekkir aöeins einn annan sem hefir slíkan feril að baki. Sá er þó ekki tekinn viö völdum enn, enda krónprins í miklu smærra ríki en Svíþjóö. Margir hafa viljaö halda því fram, að skátastarfið, sem hefir alla tíö veriö konunginum hug- leikið, sé meöal annars orsök þess, aö hann hefir svo mikið látið sig varða náttúru landsins og umhverfismál. Þetta hefir einnig verið aðalsmerki hans á alþjóðlega vísu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.