Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. apríl 1996 7 Þórarinn V. Þórarinsson: Stórvirkasta leiöin til að endurvekja verbbólgu og vandrœöi: Mundi stööva möguleika ungs fólks til aö komast í vinnu „Ef menn vilja endurvekja liöna tíö, meö veröbólgu og vandræöum þá er þetta kannski ein stórvirkasta og fljótvirkasta leiöin aö því marki. Og ef menn sæju sér- staka ástæöu til þess aö stööva möguleika ungs fólks til aö komast inn á vinnumarkaö- inn, þá er þetta líka leiö aö því marki. Álit manna á frum- varpinu fer þannig alveg eftir því hvaöa áhrif menn trúa að þaö hefði", svaraöi Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ, spuröur um afstööu manna þar til frumvarps Gísla S. Einarssonar um lögbundin 80.000 kr. lágmarkslaun fyrir 16 ára og eldri og sexföld, eöa 480 þús. kr. hámarkslaun. „Viö erum meö 50 þús.kallinn sem lágmarkslaun, og þaö eru laun sem standa ekki í vegi fyrir því aö 16 ára krakkar fái vinnu. í Frakklandi, Spáni og víðar hafa menn lögbundið svo há lág- markslaun aö atvinnuleysi meö- al ungs fólks er talið í mörgum tugum prósenta — þau komast einfaldlega ekki inn á vinnu- markaöinn og öðlast þar meö ekki starfsreynsluna. Þar eru þessi lögbundnu laun einfald- lega hemillinn á það að þetta unga fólk fái starfsreynslu", sagöi Þórarinn. Hann viröist þannig ekki sömu skoöunar og Gísli, aö þetta mundi „auka velferö í ís- lensku þjóðfélagi, jafna laun og bæta afkomu margra einstak- linga", eins og segir í greinar- gerö meö frumvarpinu. „Nei, þetta heföi ekkert meö þaö aö gera". Enda trúi Gísli því ekki sjálfur aö þaö sé hægt aö lög- binda hámarkslaun og hafi raunar tjáö sig um þaö aö þetta hefði fyrst og fremst áhrif gagn- Þórarinn V. Þórarinsson. vart hinu opinbera launakerfi og opinberum kjarasamningum. Þórarinn bendir á aö VSÍ sé ekki meö neina kjarasamninga sem kveöa á umbneira en sex- föld lágmarkslaun, þannig aö þetta hámark heföi engin áhrif á kjarasamninga VSÍ. En stærsti hópurinn meö launatekjur langt yfir þessum mörkum væru sjó- menn. Og það væri sannarlega mjög áhugavert aö vita hvernig Gísli vildi taka á því máli, þar sem sjómenn eru stærsti hópur- inn sem færi yfir þau launamörk sem hann vildi lögbinda. „Þetta er svona minnisvarði um stalínismann, þaö er ekki hægt aö skipa með lögum hvernig launahlutföll eru á markaði. Þaö er ofur einfalt aö þaö gerist hvergi. Þaö gerðist ekki í Sovétríkjunum sálugu og það mundi ekki gerast hér. Þaö heföi eingöngu þá þýöingu aö þrýsta upp laununum, þá fyrst lægstu laununum. Og síðan geta menn velt vöngum yfir því hvort þeir sem koma inn á launamarkaðinn á lægstu laununum, sem eru um 50 þús. kr. í dag, yröu ráðnir í sama mæli á 60% hærra verði. Og í framhaldi af því geta menn velt fyrir sér hvort þeir sem nú eru meö tvöföld laun á viö 16 ára byrjendur, 100 þús. kr. á mánuði, hvort aö þeir mundu brosmildir sætta sig viö það aö byrjendurnir væru komnir upp að þeim. Ég trúi því ekki. Ég held aö launahlutföll á markaði ráö- ist fyrst og fremst af markaösað- stæöunum. Launin eru samsett úr mörgum hlutum og ég held aö þaö sé engum sem detti í hug aö þaö sé hægt að ákveða launa- hlutföll sem haldi meö löggjöf. Tilgangur þessa frumvarps er fyrst og fremst sá aö vekja at- hygli á Gísla S. Einarssyni", sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Þriöjungur ASÍ-félaga meö dagvinnulaun undir 80.000 kr. á mánuöi: Um 75% afgreiðslukvenna undir 80.000 króna launum á mánuði Óhætt virðist aö áætla aö a.m.k. þriðjungur launþega í félögum innan ASÍ séu á dag- vinnulaunum undir 80.000 kr. á mánuöi, þ.e. undir þeim launum sem lagt hefur veriö til aö lögbinda sem lágmarks- laun í landinu, samkvæmt tölum Kjararannsóknar- nefndar. Hæsta hlutfall lág- launafólks er í hópi af- greiölsukvenna, þar sem meira en 3 af hverjum 4 af- greiðslukonum hafa minna en 80.000 kr. mánaðarlaun fyrir dagvinnuna. Um 60% verkakvenna og um 40% ver- kakarla eru einnig undir þessum launamörkum. I þessum tölum er raunar miöaö viö þau hlutföll ASÍ fólks sem haföi mánaðarlaun undir 75.000 kr. fyrir dagvinnu á 3. ársfjóröungi 1995, sem eru nýjustu tölur sem tiltækar eru frá Kjararannsóknarnefnd. Síö- an þá, eöa í byrjun þessa árs, hafa laun þessara hópa hækkaö um annað hvort 3.700 kr. eða 2.700 kr. á mánuði. Gera má ráö fyrir aö margir þeirra sem nú eru rétt undir 80.000 kr. launum hafi veriö undir 75.000 kr. markinu í fyrrasum- ar svo hér var valið að miöa viö þá sem höföu dagvinnulaun undir 75 þús.kr. í fyrrasumar. Um 11 % afgreiöslukvenna og 8% verkakvenna hafbi dagvinnulaun undir 55.000 kr. á mánubi á 3. ársfjórbungi ífyrra samkvœmt töl- um Kjararannsóknarnefndar um uppsafnaba launadreifingu ASÍ fólks. Rúmlega helmingur (51 %) afgreibslukvenna var þá undir 65.000 kr. mánabarlaunum fyrir dagvinnu og tœplega þribjungur verkakvenna (31 %), en mun lægri hlutföll verkakarla (18%) og af- greibslukarla (15%). í hópi skrif- stofufólks og ibnabarmanna voru hins vegar abeins örfáir (1 -3%) á svo lágum launum. Raunar var ab- eins um fjórbungur ibnabamanna og karla á skrifstofum meb laun undir 100.000 kr. á mánubi. Frumvarp um 80.000 kr. lágmarkslaun og 480.000 kr. hámarkslaun lagt fram á Alþingi: Lágmarkslaun danskra verkamanna 131 þ.íkr „Þar sem ekki liefur tekist með samningum aö knýja fram hækkun lægstu launa ber Alþingi skylda til að grípa inn í þessi mál meö lagasetn- ingu", segir Gísli S. Einarsson alþingismaður m.a. í greinar- gerö meö nýju frumvarpi, þar sem hann leggur til aö „lægstu mánaðarlaun fyrir fulla dagvinnu skuli nema 80.000 kr. á mánuöi fyrir 16 ára og eldri". Hækkun lægstu launa í 80.000 kr. á mánuöi mundi auka velferð í íslensku þjóðfélagi, jafna laun og bæta afkomu margra einstaklinga. í annan stað gerir frumvarpið ráö fyrir aö atvinnuleysisbætur veröi ekki lægri en 57.000 kr. á mánuði. í þriðja lagi er lagt til aö föst umsamin hámarkslaun skuli ekki vera hærri en sexföld lág- markslaun, sem þýðir þá aö hæstu laun færu ekki yfir 480.000 kr. á mánuði. Hafi ein- hver hærri laun en þetta fyrir 8 tíma dagvinnu á aö mati flutn- ingsmanns aö lækka þau laun niöur í 480.000 kr. hámarkið samkvæmt viðtali viö hann í Alþýöublaöinu. „Það er enginn aöili verður meira en sexfaldra verkamannalauna." í greinargerð er bent á að ber- lega hafi komiö í ljós á undan- förnum árum aö lágmarkslaun á íslandi séu áberandi lægri en í helstu viðmiðunarlöndum. Þegar borin séu saman lífskjör og laun á milli landa þurfi sömuleiöis að taka tillit til margra þátta, svo sem bótakerf- is, skattkerfis, húsnæöiskerfis, vaxta, matvöruverös, heil- brigðiskerfis og gjalda fyrir op- inbera þjónustu. Samkvæmt upplýsingum sem flutningsmaöur hefur afl- Císli S. Einarsson. aö sér frá Danmörku þarf Dani ekkert aö borga fyrir heimsókn til heimilislæknis og heldur ekki til sérfræöings, þ.e. svo fremi hann hafi tilvísun frá heimilislækni. Danska sjúkra- tryggingakerfiö greiöir 45% af kostnaði viö tannviðgerðir. Barnabætur, sem eru óháðar tekjum foreldra, samsvara 119.300 íkr. á ári vegna barna undir 2ja ára aldri, 106.500 íkr. fyrir 3-6 ára börn og um 83.100 íkr. á ári vegna barna á aldrin- um 7-17 ára. Vinnuvikan (unnir tímar) er að meðaltali 36 klukkustundir á viku. Lægsta tímakaup ófag- lærðra verkamanna í Dan- mörku er 72 kr. á tímann, sem samsvarar 839 kr. íslenskum, eða um 131.300 íkr. mánaðar- launum, m.v. 36 stunda vinnu- viku. Af öörum fylgiskjölum frumvarpsins má síðan ráöa aö af þeim héldi viökomandi verkamaður aöeins eftir um 70 þús.íkr. til ráðstöfunar eftir skatta og lífeyrisiögjöld. Þá koma fram nokkrar upp- lýsingar um „búsetugreiöslur", (samsvarandi húsaleigubótum hér á landi). Meginreglan virö- ist sú að búsetugreiðslur koma ekki til greina fyrr en húsaleiga fer yfir 16% af sameiginlegum tekjum fjölskyldunnar og að búsetugreiðsla sem er undir 167 Dkr. á mánuöi fellur niöur. Af þessu leiðir t.d. aö fjölskylda meö tvenn fyrrnefnd lágmarks- laun verkamanna fær enga bú- setugreiðslu fyrr en leigan fer upp fyrir 45.800 íkr. á mánuði, sem er þá um 32% ráðstöfunar- tekna fjölskyldunnar. Af húsa- leigu þar umfram greiöist 75% í búsetugreiöslu, þó aldrei hærri en 26.500 íkr. á mánuöi. Barn- lausar fjölskyldur fá þó aldrei meira en 15% af húsaleigu í bú- setugreiðslur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.