Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 10
Hjörtur E. Þórarinsson 10 Fæddur 24. febrúar 1920 Dáinn 1. apríl 1996 Það þurfti ekki að koma mér á óvart þegar mér barst and- látsfregn Hjartar á Tjörn, vegna þess að ég vissi að hann var þrotinn að kröftum eftir langvarandi veikindi. Þó óm- aði saknaðarstrengur í brjósti mínu, því mér var ljóst að góður vinur hafði kvatt og lagt upp í ferð þaðan sem ekki yrði aftur snúið. Þá ferð myndum við að vísu öll fara fyrr eða síðar. Hann fæddist á Tjörn og ólst þar upp í systkinahópi á stóru heimili hjá foreldrum sínum, Sigrúnu Sigurhjartardóttur og Þórarni Kristjánssyni Eldjárn, kennara og hreppstjóra. Á Tjörn er ein af fjórum kirkjum í Svarfaðardal og hefur verið síðan snemma í kristni á ís- landi, og prestssetur var þar til 1917. Kristján Eldjárn Þórar- insson, föðurafi Hjartar, var þar síðasti prestur. Hefur sama ætt setið jörðina í 126 ár eða síðan séra Hjörleifur Gutt- ormsson, langafi Hjartar, tók þar við embætti 1870. Sigrún, móðir Hjartar, var dóttir Sig- urhjartar Jóhannessonar, bónda á Urðum, og Soffíu Jónsdóttur, fyrri konu hans. Tjarnarheimilið hefur lengi verið menningarheimili, kyn- slób fram af kynslóð, og svo er enn. Þaðan hlaut Hjörtur haldgott veganesti út í lífið frá erfðum og uppeldi. Hann var fjölgáfaður og námsmaður í fremstu röð, jafnvígur á náms- greinar í skóla. Þó held ég að íslenska, islenskar bókmennt- ir, erlend tungumál og nátt- úrufræði hafi verið eftirlætis- greinar hans. Hann var náttúruunnandi og náttúrubarn og elskur að heimahögunum. Fljótlega eftir stúdentspróf frá MA 1940 hélt hann til Skotlands að læra bú- vísindi við Edinborgarháskóla, m.a. öðrum þræði til að vera sem best undir það búinn að taka við jörðinni á Tjörn eftir foreldra sína. Hann varð bú- fræðikandídat 1944 og srtéri sér þá þegar að því að læra bú- fjársæðingar hjá Englending- um, sem um þær mundir voru að þróa nýjar aðferðir í þeirri grein. Hann varð ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands við búfjársæðingar 1945 og stofn- setti fyrstu hérlenda sæðinga- stöð á Akureyri árið 1946 á vegum Sambands nautgripa- ræktarfélaga Eyjafjarðar. Vann hann mikið brautryðjenda- starf í tæknifrjóvgun búfjár á íslandi. Ráðunautur SNE var hann 1949-50 og stundakenn- ari við gamla skólann sinn, Menntaskólann á Akureyri, 1948-49. Um þær mundir urðu kafla- skil í lífi Hjartar, er hann flutti aftur heim og tók við búskap á Tjörn 1950. Hann var nú bú- inn að finna sér að lífsföru- naut glæsilega, góba og gáfaða stúlku, Sigríði Margréti Haf- stað Árnadóttur, bónda í Vík í Skagafiröi, og k.h. Ingibjargar t MINNING Sigurðardóttur. Var mikib jafnræði með þeim ungu hjónunum. Börn þeirra Sigríðar og Hjartar eru átta: Arni, jarð- fræðingur í Reykjavík; Þórar- inn, búfræðingur, ketil- og plötusmiður á Akureyri, cand. mag., sagnfræðingur frá Ósló; Ingibjörg, íþróttakennari, bókasafnsfræðingur og leik- ritaskáld í Reykjavík; Sigrún, fóstra og sérkennari í Reykja- vík; Steinunn, félagsfræðingur í Reykjavík; Kristján Eldjárn, búfræðingur, húsasmiður og bóndi á Tjörn, og Hjörleifur, búfræðingur, kennari í Svarf- aðardal og ritstjóri Norður- slóðar eftir föður sinn. Öll eiga þau systkinin frá Tjörn maka og afkomendur. Það er vænn hópur þróttmikilla, hæfileika- ríkra og vel menntaðra þegna sem þau Tjarnarhjónin hafa skilað þjóðfélaginu. Hirti var sýnt um að kenna börnum sínum að meta og virða náttúruna, enda urbu þau, mörg hver, vel að sér í náttúrufræði undir hand- leiðslu hans. Það var eitt koldimmt kvöld í september fyrir um 30 árum, að við Hjörtur riðum fram Skíðadal á leið í aðrar göngur í Sveinsstaðaafrétt. Aðrir gangnamenn voru komnir á undan. Það var milt veður og blækyrrt, himinninn hár og stjörnubjartur hvelfdist yfir fjallrisa Tröllaskagans. Klár- arnir gengu fetið. Hjörtur rakti fyrir mér stjörnumerkin á fest- ingunni, og það var mikill lær- dómur. Það var árið 1962, milli sauðburðar og sláttar, að við Þuríður konan mín fórum í Öskjuferð með Sigríði og Hirti og fleirum úr Ferðafélagi Svarfdæla. Askja hafði gosið haustið áður og það rauk enn- þá úr hrauninu. Náttúran lá þarna sem nýfædd og um- hverfið var orkuþrungið. Nú var Hjörtur í essinu sínu. Við snæddum nestið okkar í Þor- steinsskála og svo hvarf hann út. Eftir drjúglangan tíma kom hann aftur og hafði þá verið að skoða plöntur. Hann hafði verið að „bótanisera", þ.e. að nafngreina og skrá plönturnar í næsta umhverfi skálans. Þetta færði hann inn í gesta- bók staðarins. Hirti var leikandi létt um að festa hugsanir sínar á blað á ljósu máli. Það var einhvern tíma upp úr 1970 að við vor- um saman í kjörnefnd á Húsa- bakka í Svarfaðardal með Jóni Gíslasyni á Hofi. Hjörtur var þá orðinn formaður Kaupfé- lags Eyfirðinga og átti að standa fyrir ráðstefnu nor- rænna samvinnumanna á Ak- ureyri daginn eftir og flytja þar setningarræðuna. En vegna búsanna hafði honum enn ekki unnist tími til að semja hana og neytti nú færis þegar kjörsóknin strjálaðist til að skrifa ræðu sína á „flyden- de dansk" mili þess sem hátt- virtir kjósendur komu til að greiða atkvæði. Að loknum kjörfundi buðu þau Sigríður og Hjörtur kjörnefnd og fleira fólki til sviðaveislu heima á Tjörn. Eftir Hjört liggur mikið ritað mál, bæbi bókverk og tímarits- og blaðagreinar. Hann stofn- aði 1976 með Jóhanni An- tonssyni og Óttari Proppé mánaðarblað Svarfdæla, „Norðurslóð", sem enn kemur út og geymir samtíðarsögu byggðarlagsins síðustu 20 ár. Hjörtur var félagshyggju- maður, sjálfstæbur í skoðun- um og fróðleikssjór, snjall vísnasmiður, manna hnyttn- astur og skemmtilegastur í samræðum og góður félagi. Hann naut almannatrausts og var falinn margur trúnaður fyrir sveit sína og samfélag. Óft voru þau störf tímafrek og fjarvistasöm frá heimili og bú- skap. Þá kom honum vel að eiga samhenta fjölskyldu að bakhjarli. Líklega munu fáir hafa þekkt betur af eigin raun há- fjöllin, sem girða Svarfaðardal, heldur en Hjörtur. Hann gekk á mörg þeirra, oft í fylgd með Sigríði konu sinni, börnum sínum eða félögum úr Feröafé- la§i Svarfdæla. I stuttri minningargrein verður margt að vera ósagt sem vert hefði verið að geta af langri ævi heiðursmanns, en minningin lifir og vermir. Ég og fjölskylda mín send- um Sigríði og börnunum inni- legar samúðarkveðjur og þökkum margar ógleymanleg- ar samverustundir um leið og við treystum því að minning- in um góðan dreng veiti hugg- un og hlýju og nýja fótfestu í lífinu. Júlíus J. Daníelsson Við fráfall Hjartar á Tjörn er margs að minnast og mikið að þakka. Við samferðamenn hans, sem unnum með honum, eig- um honum margt að þakka jafnt frá starfinu sem og fyrir óvenju gefandi og ánægjuleg- ar samverustundir utan þess hvort sem var á skemmri stundum á milli stríða á skemmri sem lengri ferðalög- um eba hátíðastundum vib ýmis tilefni og þegar glaðst var með glöðum. Bændastétt landsins á hon- um einnig mikið að þakka. Hún má þakka fyrir brautryðj- endastörf hans, er hann kom ungur frá búvísindanámi í Skotlandi til starfa hjá Búnað- arfélagi íslands og síðan í heimahéraði sínu hjá Naut- gripasambandi Eyjafjarðar, en hjá þeim lagði hann grunninn að búfjársæðingum sem voru upphaf nýrra tíma í búfjár- rækt. Hún má líka þakka fyrir að hann hvarf að búskap heima á Tjöru. Það var gott fordæmi, sem í fáum orðum sagt varð til að auka á reisn stéttarinnar og auka speli vib íslenska bænda- menningu. Hún á honum og mikið að þakka fyrir öll félagsmálastörf- in, heima í sveitinni, fyrir hér- aðið bæði að samvinnumálum þar sem hann veitti um skeið forystu stærsta og öflugasta kaupfélagi landsins, Kaupfé- lagi Eyfirðinga, og svo málefn- um landbúnaðarins og bændastéttarinnar, sem bún- aðarþingsfulltrúa um skeið, stjórnarmanns í Búnaðarfélagi íslands í tuttugu ár og for- manni í fjögur. í störfum sínum í stjórn Búnaðarfélags íslands og sem formaður þess bar hann fyrir brjósti velferð og reisn bænda- stéttarinnar og var umhugað um hag félagsins og að það mætti gegna mikilvægu hlut- verki sínu myndarlega. í hverju máli beitti hann lipurð og réttsýni og naut því m.a. mikilla vinsælda allra starfs- manna. Þá voru störf hans ab nátt- úruverndarmálum bæði heima í sveit og héraði og á landsvísu með setu í Náttúruverndar- ráði, einmitt þegar það var að eflast og mótast í takt við nýja tíma, bændastéttinni þekk og til sóma. Þar nýtist vel staðgóð þekking hans sem bónda, sem búfræðimanns, mikils nátt- úruskoðara og -unnanda og svo víðsýni hans og einstakir umgengnishæfileikar. Ég minnist þess vel hvernig hann skilgreindi þátt bænda í verndun lands og náttúru, og þá ábyrgð sem á þeim hvíldi í þeim efnum. Hann lagði ríka áherslu á að þó að bændur „ættu" mikinn hluta landsins, bæri þeim að líta svo á að það væri arfur þeirra, sem þeim bæri að fara vel með, vernda og græða til að skila betri til eftirkomendanna. Því ættu þeir að líta svo á fyrst og fremst að þeir hefðu landið að „láni" í stuttan tíma. Hann vildi svo sannarlega að þeir „landlausu" ættu þar sem frjálsastan aðgang. Um félagsmálastörf Hjartar E. Þórarinssonar mætti fara mjög mörgum orðum, þó að það verði ekki gert hér. Eitt er þó enn ótalið af því sem hann veitti samtíðar- mönnum sínum og þeir óbornu munu reyndar einnig njóta, en það eru ritstörf hans og störf að blaðaútgáfu. Þar vann hann og reyndar þau hjónin bæði afreksverk, sem vert er að halda á lofti. Hjörtur var svo vel ritfær, svo hugkvæmur og oft hnytt- inn í vali orða að það sem hann skrifaði mátti alltaf þekkja. Málið var svo hreint og svo óþvingað, að helst mátti líkja við tæra fjallalæk- ina sem hann þekkti svo vel og kunni ab meta. Eftir Hjört liggja nokkrar bækur, þar á meðal Árbók Ferðafélags íslands um Svarf- aðardal, 1973, sem honum lét að sjálfsögðu vel að skrifa, svo skyggn sem hann var á landið, landslag jafnt og það smáa í Miðvikudagur 10. apríl 1996 náttúrunni, gróðri og dýralífi. Hann skrifaði einnig sögu Sparisjóðs Svarfdæla í 100 ár og sögu sýslunefnda í Eyja- fjarðarsýslu eftir að punktur hafði verið settur aftan við þeirra tilveru og hygg ég að það hafi verið eitt af hans mestu afreksverkum, því að þá var heilsan það mikið farin að bila að margir í hans sporum hefðu þá lagt árar í bát. Útgáfa þeirra Hjartar og Sig- ríðar á Tjörn og þess fólks skylds og óskylds sem með þeim vann, á blaðinu Norður- slóð er svo enn eitt afrekib. Það blað hefur nú komið út samfellt í tuttugu ár og á sér örugglega engan líka, bæði vegna þess hversu einstakt það er að svo fámennt byggð- arlag eigi sér slíkt „málgagn" og svo þess hve menningar- legtjDað er og hefur alltaf ver- ið. I því m.a. finn ég þeim orðum mínum hér að framan stað, að Hjörtur og hans fólk hafi verulega styrkt og aukið við íslenska bændamenningu. Enn má bæta því við hvað Hjörtur var ágætur ljóöamað- ur. Hann kunni ógrynnin öll af ljóðum og unni þeim mjög. Ljóðagetraunir hans eða þeirra í Norðurslóð, sem margir kannast við, bera þess m.a. gott vitni og mættu fleiri leggja stund á slíka samkvæm- isleiki. Og svo var maðurinn ágæt- lega hagorður, fyndinn á efni og orðaval í besta lagi, svo að oft datt manni í hug að hann mætti flíka því meira. Fátt er okkur dauðlegum mönnum mikilvægara en að eignast góða ferðafélaga. Það gildir jafnt í beinni og óbeinni merkingu, og það voru þau Hjörtur og Sigríður svo sann- arlega. Við hjónin minnumst þess frá ýmsum ferðum, utan lands sem innan. Á fjöllum og í byggðum landsins, í erindum Náttúruverndarráðs þar sem verið var að kynnast undrum lands og náttúru í smáu sem stóru — þá las Hjörtur með okkur og þó einkum fyrir okk- ur söguna og náttúrusöguna á ógleymanlegan hátt. Við hjónin áttum þess kost að ferðast með þeim Tjarnar- hjónum bæbi um Norðurlönd og svo eina ferð alllanga suður um Evrópu um allmargar sögu- og menningarborgir, en einnig um mið- og suðurevr- ópskar sveitir, láglendar og í Ölpunum. Hjörtur var fyrir öllu jafn opinn, las fyrir okkur og fræddi okkur með víðtækri þekkingu á sögu og í málum. Mest var þó áberandi að ekk- ert mátti framhjá honum fara, helst enginn kastali, safn eða kirkja, hvab þá landslag, gróð- ur eða náttúrusmíðar, svo mikill var áhugi hans og fýsn til að læra og þekkja — að okkur sem þó vorum yngri þótti stundum nóg um. Hér verða menn að taka hluta fyrir heild. Ég gæti skrif- að niður óteljandi góbar minningar um samstarfiö við Hjört E. Þórarinsson og það hvað það var gott að vinna fyrir hann og undir hans stjórn, hvað gott var ætíð með honum að vera. Einnig gæti ég farið mörgum orðum um það hvað mikið honum var gefið, en það er ef til vill ekki í sjálfu sér tilgangur þessara fáu minningarorða, heldur hitt að votta einlægt þakklæti fyrir kynnin. Við hjónin sendum Sigríði, börnunum þeirra og öllu vandafólki hugheilar samúðar- kveðjur nú þegar Hjörtur hef- ur kvatt. Jónas Jónsson Aösendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa að vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhvcrfi. Vclrit- aöar eöa skrifaöar greinar grc geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. IM rnm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.