Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.04.1996, Blaðsíða 11
Mibvikudagur 10. apríl 1996 11 Guðlaugur Þorvaldsson Nú er Guölaugur Þorvaldsson horfinn yfir móöuna miklu. Hann markaöi ekki einungis stór spor í þjóðlífi okkar sem lengi mun sjá stað, heldur einnig í huga vina sinna og samstarfsmanna. Eins og að líkum lætur hef- ur mikið verið skrifað um Guðlaug í dagblöðin. Þar hef- ur ævi hans og störfum verið gerð skil af vinum, samstarfs- mönnum og ýmsum félaga- samtökum. Það er því vissulega að bera í bakkafullan lækinn að auka við þau skrif. Á það skal samt hætt, enda mun hér einkum vikið að þeim þáttum sem aðrir hafa minna um fjallað. Þegar góöur vinur og félagi kveður, leitar hugurinn ósjálfrátt til upphafsins, til fyrstu kynnanna. Haustið 1944 urðum við Guðlaugur samferða á strandferðaskipi frá Reykjavík til Vestfjarða. Hann var ráðinn til kennslu við Héraðsskólann að Núpi, en ég til íþróttakennslu í kauptúnunum. t MINNING Með í för voru nokkrir nem- endur sem ætluðu á Núps- skóla, m.a. ung og falleg stúlka, Kristín Hólmfríður Kristinsdóttir, sem síðar átti eftir að verða lífsförunautur Guðlaugs. Þrátt fyrir sjóveikina urðum við Guðlaugur vel málkunn- ugir í þessari ferð. Hann var ljúfur, ræðinn og lifandi sem jafnan síðan og stytti farþeg- unum stundir með því að efna til eins konar spurninga- leiks, sem mikla lukku gerði og fékk fólkið til að gleyma sjóveikinni. Þarna var sá Guðlaugur kominn sem ég átti eftir að kynnast betur síðar. Um íþróttamálefni var hann mjög fróður og fylgdist vel með íþróttaviðburðum bæði hérlendis og erlendis. Því var það engin tilviljun að hann var einn í hópi nokk- urra ungra manna sem haust- ið 1949 hófu að leika badmin- ton í húsi íþróttafélags Reykjavíkur við Túngötu, en badminton var þá aö ryðja sér til rúms hér á landi. Þetta var upphafið að langvarandi fé- lagsskap og íþróttaiðkun sem nú á sér tæplega hálfrar aldar sögu. Fljótlega var ákvebið að setja þessum félagsskap lög og keppnisreglur. Hlaut hann nafnið „Fuglar". Er skemmst frá því að segja að þessir félag- ar hafa iðkað badminton kappsamlega allar götur síð- an. Fyrstu áratugina voru æf- ingar tvisvar í viku auk þátt- töku í keppnum, en síðari ár- in hafa menn látið sér nægja að æfa eitt kvöld vikulega. í þessum félagsskap starfaði Guðlaugur af lífi og sál allt frá upphafi og svo lengi sem heilsa og þrek leyfði. Meðal badmintonfólks var þessi hópur gjarnan kallaður „Melaskólahollið" þar sem hann æfði fyrstu árin í íþróttahúsi Melaskóla. Eftir vel heppnaða æfingu á stjörnubjörtu haustkvöldi var oft skemmtilegt og fróðlegt að staldra við í skólaportinu og hlýða á Guðlaug lýsa himin- hvolfinu, stjörnum þess og stjörnumerkjum. Um þau efni var hann manna fróöastur. En íþróttirnar voru ekki allt. Annað kom til þar sem eigin- konurnar urðu virkir þátttak- endur. Þessi hópur hefur þannig í áranna rás átt margar fróðleiks- og ánægjustundir saman á ferðalögum, í afmæl- um og við ýmis önnur tæki- færi. Fljótlega var efnt til skemmtikvölds í sambandi við árlegan abalfund og sér- stök afmælishátíð haldin á fimm ára fresti. Þetta og margt fleira hlýtur að koma upp í hugann er við kveðjum vin okkar og félaga, Guðlaug Þorvaldsson. Hann lagöi líka sitt af mörk- um til að ýmis skemmtileg at- vik gleymist ekki. í bókinni okkar góðu eru allmargar tækifærisvísur eftir Guðlaug. Hann var lipur vísnagerðarmaður, þótt því væri ekki flíkað nema í þröng- um vina- og kunningjahópi. Eftir fráfall Guðlaugs er „Fuglahópurinn" ekki samur og ábur og verður aldrei. Ég veit að ég mæli fyrir okkur öll sem eftir stöndum og eigin- konur okkar, þegar ég segi að hryggð og söknuður fylli hug- ann við missi góðs vinar, fé- laga og drengskaparmanns. Sísí og fjölskyldunni votta ég dýpstu samúð. Kristján Benediktsson Þórir Kárason Þórir Kárason fceddist 16. sept- ember 1910 að Víðivöllum ytri á Fljótsdalshéraði. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. mars síðastliðinn, eftir skamma sjúk- dómslegu. Útfór Þóris fer fratn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug M. Einarsdóttir, f. 19. jan. 1883, d. 20. apríl 1966, og Guðmundur Kári Guðmunds- son, f. 30. júlí 1875, d. 8. febrúar 1965. Þórir var ncestelstur af 5 systkinum. Ingólfur var fceddur 1907, d. 1972; Sigríður f. 1912, d. 1950, dóttir hennar er Ema Pálsdóttir f. 1936; Einar f. 1914, d. 1969, eftirlifandi eig- itikona er Vera Valtýsdóttir, en synir þeirra eru Guðmundur Valdi f. 1955, og tvíburabræð- urnir Gísli og Einar f. 1956; Lára f. 1922, dóttir hennar er Sigríður Dagbjört Benediktsdótt- ir f. 1950. Fóstursystir Þóris er Lilja Hallgrímsdóttir f. 1926. Eigintnaður Lilju var Svavar Bjarnason f. 1915, d. 1995. Böm þeirra em Sigríður f. 1945, Sigmar f. 1946, Kári f. 1950, Margrét Hólmfríður f. 1952, Rósa Gerða f. 1953, Björk f. 1957, og Grétar Berg f. 1965. Þórir ólst upp á Sturluflöt í Fljótsdal. Hann fór snemma að vinna að bústörfum á heimili foreldra sintta, en síðar eittnig hjá öðmm. Árið 1935 tók Þórir við bú- skap affóður sínum. Árið 1944 keypti hann síðan jörðina Galt- arholt í Skilmannahreppi í Borg- arfjarðarsýslu og fluttist þangað ásamt foreldmm sínum. Hann var ókvæntur og bamlaus, en á heimilinu ólust upp tvær systra- dætur hans, þær Ema f. 1936, tnaður hennar er Eittar Guðjóns- soti f. 1938, og Sigríður f. 1950, sambýlismaður hennar er fón Jónasson f. 1937. Böm Sigríðar em Sóley Dröfn f. 1972 og Kári Fannarf. 1982. Þórir brá búi árið 1968, flutt- ist þá til Reykjavíkur og starfaði eftir það í Bæjarútgerð Reykja- víkur við fiskvinnslu þar til t MINNING hann lét af störfum vegna ald- urs. Heimili Þóris eftir að hann flutti til Reykjavíkur var að Ljós- heimum 8. Frændi okkar Þórir er látinn á 86. aldursári. Svo lengi sem við munum eftir okkur hefur hann veriö hluti af tilveru okkar. Við kölluðum hann alltaf „frænda". Við komum inn á heimilið ungar að árum, hvor í sínu lagi hvor á sínum tíma, enda er 14 ára aldurs- munur á okkur frænkum sem skrifum þessa grein. Engu ab síður vorum við mjög sam- rýmdar. Amma, afi og frændi mynduðu saman þann kjarna fjölskyldunnar sem alltaf var til staðar. Aðrar mikilvægar persónur komu og fóru, enda þurftu þær að stunda vinnu sína og móðir Ernu dó þegar hún var 13 ára. Þórir var húsbóndinn á heimilinu á meðan við hin tókum öll dyggan þátt í bú- störfunum allt eftir því sem þroski og kraftar leyfðu. Hann keypti jörðina Galtarholt í Skilmannahreppi í Borgar- fjarðarsýslu árið 1944 og flutt- ist þangað búferlum með fjöl- skylduna austan af landi og það er frá Galtarholti sem við frænkur eigum okkar sameig- inlegu minningar. Galtarholt liggur miðsvæðis í sveit þar sem fjallahringur er fagur og víðsýni mikið, en í góðu skyggni sést til Snæfells- jökuls. Þórir ræktaði jörðina og byggbi upp og kom sér smám saman upp góbum bú- stofni og má nefna að stuttu áður en hann hætti búskap hafbi næstum hver kýr í fjós- inu unnið til verðlauna fyrir góða nyt. Hann var góður bóndi, sannur fagmaður á sínu sviði, duglegur og útsjón- arsamur. Systkini Þóris komu oft í heimsókn í sveitina, t.d. á há- tíðum, en einnig var mikið um gesti sem komu við á ferð sinni um landið. Á sumrin komu svo börn og unglingar til mismunandi langrar dval- ar. Við frænkur uxum úr grasi og hlutverk okkar breyttust. Erna gerðist bústýra á heimil- inu, þegar kraftar ömmu og afa fóru dvínandi. Sigríður flutti til Reykjavíkur og hóf nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Þórir var dulur maður og hlédrægur. Hann var vel gef- inn og bókhneigður og átti gott bókasafn. Þegar árin færðust yfir minnkaði hann lestur, en hlustaði þeim mun meira á útvarp. Þórir var mjög umhyggjusamur gagnvart fjölskyldu sinni og fylgdist með málefnum okkar allra fram á síðasta dag. Heiðar- leiki, skilvísi og reglusemi voru eiginleikar sem ein- kenndu hann í ríkum mæli. Önnur okkar frænkna, Sig- ríður, bjó í mörg ár í Svíþjób. Kom hann þá þrisvar sinnum í heimsókn ásamt öðrum úr fjölskyldunni og var það í einu skiptin sem þessi aldraði bóndi steig á erlenda grúnd. Enginn naut þess betur en hann ab sjá sig um og skoða, og það var yndislegt að fylgj- ast með ánægju hans t.d. þeg- ar við rérum um í litlum báti á vatni í sænsku Dölunum eða bjuggum í sumarhúsi á Gotlandi og höfðum brodd- gölt sem húsvin. Þá var stutt í barnið í frænda okkar. Fyrir stuttu kom fjölskylda okkar saman til ab skoða myndir og rifja upp ferðir sem fjölskyldan hafði farið saman í innanlands og utan. Frændi var ánægður með þetta kvöld og við að hafa í síðasta sinn haft tækifæri til að rifja upp með honum ánægjulegar minningar. Elsku frændi. Að leiðarlok- um kveöjum við þig með þökk fyrir allt og allt, með von um að eitthvað af ræktar- seminni og vináttunni, sem þú sýndir okkur gegnum tíð- ina, hafi skilað sér aftur til þín. Aftrá móti var annað stríð í einutn grjótkletti forðum tíð, og það var alt út afeinni jurt, sem óx í skjóli og var slitin burt. Því er mér síðan stirt um stef, stæri mig lítt afþví sem hef, því hvað er auður og afl og hús efeingin jurt vex íþinni kríís. (Úr „Sjálfstætt fólk" eftir Halldór Laxness) Ema og Sigríður Alþjóðlegi gjaldeyrissjóburinn í 50 ár International Monetary Co-Operation Since Bretton Woods, eftir H. James. I.M.F. (and Oxford University Press), xvi — 742 bls. í tilefni hálfrar aldar afmælis síns réb Alþjóðlegi gjaldeyris- sjóðurinn prófessor í hagsögu við Princeton University til að rita bók þessa í samráði við rit- nefnd, en bókin fjallar um hlut sjóðsins í efnahagslegri fram- vindu, bæbi í abildarlöndum og á alþjóðlegum vettvangi. í formála segir höfundur: „Stór- felldar breytingar hafa sýnilega orðið á efnahag heimsins á þessu tímabili; fyrir sakir fjár- magns flutninga af slíku tagi og umfangi, sem fyrir voru alls ekki séðir á ráðstefnunni í Bret- ton Woods, en þeir hafa leitt til mikillar efnahagslegrar út- þenslu sem og umróts á stund- um; og af völdum áæsktra breyttra starfshátta alþjóðlega peningakerfisins, tilfærslu frá skipan fullskorðaðra gengja gjaldmiöla til flotgengis þeirra, og síðar fyrirvara um flot- gengi." (Bls. v) „Breytt fræðileg viðhorf hafa stuðlað að vaxandi samhygð um, hvað myndi góða stefnu í Fréttir af bókum efnahagsmálum, jafnvel þótt stjórnmálamenn kunni ekki að verða hugmyndum sínum trúir í reynd. Um það leyti, sem ráð- stefnan í Bretton Woods var haldin, var ekkert slíkt til stað- ar, heldur viöhöfðu ríkisstjórnir úrlausnir í anda frjálslyndis eða Keynesisma eða áætlunargerð- ar, hvort heldur til framfylgdar eða viðmiðunar. Hin nýja sam- hygð um kosti opins hagkerfis, ásamt meb abhaldi að fjármál- um ríkisins, hefur léð starfsemi Alþjóölega gjaldeyrissjóðsins aukið mikilvægi." (Bls. vi) „... í gegnum sögu Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins gengur gildur þráður samfelldni. Mig langar til að rifja upp ... atvik úr sögu hans og hafa ab dæmi um for- sögn um framgang hans á ókomnum árum. Árib 1948 ... sagði bandaríski framkvæmda- stjóri hans, að „ráðgjafaráhrif og samráð gjaldeyrissjóðsins munu í framtíöinni verða talin öllu mikilvægari en lánageta hans"." (Bls. vii) ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.