Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 11. aprfl 1996 Tíminn spyr... Er eðlilegt að binda tvístefnu- akstur við Hverfisgötu við strætisvagna? Edda Sverrisdóttir, kaup- maður og talsmaöur Lauga- vegssamtakanna „Nei, alls ekki. Ég tel að það verði fyrir hagsbóta fyrir alla að leyfa tvístefnuakstur um Hverfisgötu, bæði kaupmenn og íbúa." Kristinn H. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsíbúða iðnnema (hafa innréttað 15 íbúðir í Bjarnaborg að Hverfis- götu 83). „Okkur finnst það. Við er- um mjög ánægðir með þessa tilraun sem á að gera, þ.e. að loka fyrir umferð úr Hafnar- stræti inn Hverfisgötu og binda akstur vestur Hverfis- götuna viö strætisvagna og leigubíla. Markmiðið er að draga úr umferð og hraðakstri á Hverfisgötunni. Það er mjög brýnt því hún er óíbúðarhæf eins og hún er." Fríbur Guðmundsdóttir, kaupmaður í Hattabúöinni Höddu, Hverfisgötu 35 „Ég er á móti því að heimila tvístefnuakstur um Hverfis- götuna yfirleitt. Gatan er of þröng til þess og það verður hvergi hægt aö komast yfir hana. Mér finnst það óráð." Lítill áhugi fyrir „ ráöhúshœöir". Tímamynd: cva Lítill áhugi á skrifstofuhúsnœöi í Mosfellsbœ: Ekkert tilboð í ráðhúsið Enginn hefur sýnt áhuga á að kaupa þriðju og fjórðu hæö „ráð- húss" Mosfellsbæjar en þær hafa verið auglýstar til sölu. Bókasafn Mosfellsbæjar er á annarri hæð hússins en efri hæöir þess eru enn ekki nema fokheldar. Nú telja menn hægt aö finna ódýrari og hagkvæmari lausn á húsnæðis- málum Mosfellinga en þá að flytja í húsið. Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að miðað við vöxt bæjarfélagsins í dag, sé ljóst að húsnæðið í ráðhúsinu, sem átti aö verða, yrði of lítið innan skamms tíma. Einnig telji menn aðrar lausn- ir á húsnæðisvandræðum bæjarfé- lagsins hagkvæmari en þá að flytja í ráðhúsið. Þar horfi menn annars vegar til þess að byggja við Hlégarð og hins vegar til lauss húsnæðis við Þverholt í Mosfellsbæ. Aðspurður segir Jóhann bygg- ingu hússins hafa verið umdeilda á sínum tíma en hann vill ekki dæma um hvort hún hafi verið mistök. Hann segir hins vegar nauðsynlegt að freista þess að selja húsnæðið núna enda núverandi húsnæði bæj- arskrifstofanna að springa utan af þeim. Bærinn hafi ekki efni á að láta jafn dýra fjárfestingu og ráð- húsið standa auða og ókláraða selj- ist húsnæðið ekki. Nokkrar vikur em síðan húsnæð- ið var auglýst til sölu en ennþá hafa enginn viðbrögð borist við auglýs- ingunni, að sögn Jóhanns. Hann Svo virðist sem þeim fari fækk- andi innan raða opinberra starfs- manna sem fá svonefndar lág- launabætur, en þær bætur fá þeir launamenn sem eru meö minna en 80 þúsund krónur í mánaðar- laun. I febrúar sl. fengu 1149 fé- lagsmenn aðildarfélaga BSRB lág- launabætur en í júlí 1992 voru þeir mun fleiri eða 2181. Þetta kemur m.a. fram í síðasta tölublaði Póstmannablaðsins. Þar er þessi fækkun láglaunafólks innan raða opinberra starfsmanna talin endurspegla þá kjarajöfnun sem stefnt var að í síðustu kjarasamn- segir ekkert verð hafa verið uppgef- ið heldur sé óskað eftir tilboðum. Einnig yrði tekið til athugunar ef einhver hefði áhuga á að leigja hús- næðið. -GBK ingum þ.e. „að ná fram hækkun þeirra lægst launuðu." Á þessum tíma frá júlí 1992 til febrúar 1996 hefur t.d. póstmönn- um sem fengið hafa láglaunabætur fækkað um helming. Fyrir tæpum fjórum ámm, eða í júlí 1992 fengu 43% félagsmanna í Póstmannafé- laginu láglaunabætur, eða 424 póst- menn. í febrúar sl. voru þeir 221 eða 21% félagsmanna .Meðallaunabætur BSRB fólks voru 2.421 krónur í febrúar sl. en hjá póstmönnum vom þær að með- altali um 2.249 krónur. Sagt var... Hinn Ijóshær&i draumur vorsins „Ólafur Ragnar Crímsson er eldri en tvævetur í pólitík. Hann hefði svarað spurningum í Tímanum af einurð og festu. Þeim er hins vegar vorkunn, þótt erfiblega hafi gengiö ab hafa hendur í hári á hinum Ijóshærba draumi vorsins." Skrifar Hrafn Jökulsson í Alþýbublaöib, en yrkisefni hans er nokkrar spurningar sem Tíminn lagbi fyrir verbandi forseta- frambjóbendur, en ekki nábist í Ólaf Ragnar. Þung dagskrá „Dagskráin hjá Ólafi Ragnari og Búbbu (en þau eru saman í frambobi sem kunnugt er) var til dæmis býsna ströng á föstudaginn langa. Eftir ab hafa hlustab á 20 Passíusálma eba svo sást næst til okkar manns í Laug- ardalshöll þarsem KA og Valur þreyttu síbasta leikinn um íslands- meistaratitilinn í handbolta." Sami um sama. Aldrei nálægt því „Nei, ég held ég hafi nú aldrei verið nálægt því." Segir Davíb Oddsson í Mogganum um hugmyndir um forsetaframbob. Enn jafn gott aft gera það „Það er jafn gott ab gera þab og þegar ég var þrítugur." Segir kynlífskóngurinn og Playboyeig- andinn Hugh Hefner í DV. Aðdragandi ab niburlægingunni „Nokkur aðdragandi er ab niburlæg- ingu þessari. Um langt árabil hefur skort pólitískan vilja til ab halda uppi virkri gæslu í 200 mílna fiskveiðilög- sögu landsins. Þetta kemur einkum fram í minnkandi fjárveitingum til fjárfestingar og rekstrar Landhelgis- gæslunnar." Jónas Kristjánsson í leibara DV. Höfum öll jákvæba eiginleika ... „Þegar þessar línur eru ritabar hafa 4 abilar tilkynnt ákvörbun sína um ab bjóba sig fram til forseta íslands. Öll höfum við marga jákvæba eiginleika og ég get séb hvert og eitt okkar fyr- ir mér á Bessastöðum ..." Ritar Gubmundur Rafn Geirdal í DV, en samkvæmt skobanakönnunum er hann nánast einn um þá skobun. Vib umræður um vinnulagafrumvarp Páls Péturssonar í heita pottinum lét Akurnesingur úr röðum sjálfstæb- ismanna þá skoöun í Ijósi að sjálfur forsætisráðherra, sem nú væri búinn ab ákveba að vera forsætisráðherra áfram, myndi ábyggilega koma í veg fyrir að frumvarpib færi í gegn, enda væri Davíö orbinn vanur að beita réttsýni með tilskipunarvaldi. Sjálf- stæbismaburinn kvab: Drjúgur er kraftur í Davíös máli, og drengurinn laus viö hrekki. Aö sjáfsögöu mun hann segja Páli aö svona geri menn ekki. Stuðningsmaður Páls úr Þingholtun- um í Reykjavík sagbi þá: Ef Davíö er drengslegur rekki, svo dýrölega laus viö hrekki, en vill þó siöa Pál, um þetta mál, hann þekkir ei hvaö menn'ger' ekki. • Alþýðublabib segir frá því í einni af sinni aðalfrétt í gær ab „Mikil stemn- ing sé hjá framsóknarmönnum í kringum framboð Ólafs Ragnars". Þetta er haft eftir þingmanni flokks- ins og enn fremur að flestir í þing- flokknum telji Ólaf lang frambæri- legasta kostinn í dag. Framsóknar- þingmabur sem leit vib í pottinum kvaðst hafa verib að spyrjast fyrir um allan þennan stubning hjá kollegum sínum og þá kom í Ijós að þeir voru einmitt margir ab leita að þessum útbreidda stubningi... -grh Skobanakönnun Gallups vegna forsetafram Olafur Ragnar meö langbestu útkomuna SJCYAD/ Z//?/V/V f/G/9 £rF7'/R /?£> AFYS/9 JÓA/ FOFSFT/? /?F /? /X/SFL/F/V'FLLf ? Opinberir starfsmenn: Láglaunafólki fækkar innan BSRB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.