Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.04.1996, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 11. apríl 1996 Blika á lofti: grunur um tengsl milli riöu í nautgripum og banvœns hrörnunarsjúkdóms, Creutzfeldt- jakobveikinnar. Eboia-veiran (t.v.) og jaröarför einnar afþeim rúmlega 240 manneskjum, sem létust af völdum hennar. Sjúk- dómur þessi kom upp og geisaöi í Saír. Þekktur donskur lœknir óttast aö gerlar og sýklar, sem stökkþróast og veröa þar meö óncemir fyrir lyfjum, veröi manninum aö grandi eöa bindi a.m.k. enda á feril hans sem voldug- asta dýrs jaröarinn- ar yrir skömmu er komin út í Danmörku bók und- ir titlinum Lualaba, eft- ir Preben Geertinger, fyrrver- andi vararíkisréttarlækni. Lualaba heitir fljót austan- vert í Saír. Sennilegt þykir að þaö hafi verið á því svæði, sem maður- inn var skapaður, ef svo mætti segja. Þar má vera að einhver tegund fmmskógaapa hafi stökkþróast með þeim afleið- ingum að þeir hafi um síðir orðið nokkuð ólíkir öðrum öp- um. Stæðist mannkyniö annan svarta- dauða? Sennilegt þykir einnig að á regnskógasvæði þessu í Mið- Afríku hafi HlV-veiran fyrst komið til sögunnar, en hún hefur síðan breiðst til milljóna manna og gæti átt eftir að birt- ast í nýrri og hættulegri mynd. Og Geertinger, sem er í fremstu röð í dönskum læknavísind- um, telur að fleira álíka háska- legt eða háskalegra geti komið þaðan. Jafnvel eitthvað svo háskalegt, að það þýddi enda- lok mannsins eða a.m.k. sögu hans sem voldugasta dýrs jarð- ar. Geertinger segist hafa hugs- ab sér að vera bjartsýnn á fram- tíð mannkynsins í áminnstri bók, er hann hóf ab skrifa hana. En þeim mun dýpra sem hann sökkti sér í rannsóknir á gerlum og sýklum í því sam- hengi, þeim mun svartsýnni varð hann. Ebola-veikin, sem geisaði — einmitt í Saír — á s.l. ári og jafnvel fregnir á þá leið að tengsl kunni að vera á milli riðu í nautgripum og Creutz- feldt-Jakobveikinnar (sem leitt hafa af sér svokallað „kúaæði" í Bretlandi og á meginlandi Evr- ópu) eru í hans augum nýjar blikur á lofti í þessu sambandi. í Lualaba neytir hann þekk- ingar sinnar í læknisfræði, efnafræbi og sagnfræbi og kemst að þeirri niðurstöðu að maburinn — einstæður meðal lífvera jarðarinnar fyrir upp- finningar, rannsóknir og ár- angur á óteljandi svibum — stefni sjálfum sér í bráðan voða með þeim árangri. Og að þær lífverur, sem líklega muni bera efra skjöld af manninum, séu þær minnstu af öllum: sýklar, gerlar, veirur, sníkjuverur. „Niðurstaða mín í sem stystu máli sagt er, ab nútímamaður- inn tæknivæddi sé í hættu staddur. Og að endalok hans geti gengið mjög, mjög fljótt fyrir sig," sagbi Geertinger ný- lega í viðtali við danska blaðið Politiken. Hann fer aftur í söguna og nefnir til dæmis svartadauða, sem á síðmiböldum felldi e.t.v. um þriðjung íbúa Evrópu. Sú plága, segir Geertinger, herjaði Evrópu í hundraö ár, en hún komst ekki hraðar áfram en fótgangandi maður. Þarafleið- andi hafði ónæmisvörn gegn veikinni ráðrúm til að myndast í Evrópumönnum, þannig að um síðir lognaðist plága þessi út af. Kæmist hliðstæð plága á kreik í dag, er ekki víst nema hún útrýmdi mannkyninu. Hún yrði komin út um allan hnött á fáeinum dögum, held- ur Geertinger áfram. Nú kom- ast menn sömu vegalengdir á hálfum degi og áður tók ár að fara. Einangrað fólk er varla lengur til. Daglega er fólk í milljónatali á ferð milli borga, landa, heimshluta. Ef stökkþróun verð- ur á HlV-veiru ... Enn segir þessi danski dóms- dagsspámaður: Maðurinn telur sig vel varinn í stríðinu vib smæstu verurnar vegna þess hve vel hann er birgur af lyfj- um. En hann hefur á móti sér óflýjandi her, þar sem eru sýkl- ar, gerlar, veirur o.s.frv. af öllu mögulegu tagi. Og þetta fjölgar sér ekki einungis ört, heldur verða stöðugt á því — stundum með nokkurra klukkutíma millibili — breytingar með stökkþróun. Þær mistakast oft- ast nær og nýju afbrigðin, sem verða til við þær, deyja út, en kannski heppnast þær í þús- undasta hvert skipti og ný af- brigði, sem þannig komast á kreik, reynast þá kannski hafa nægilegt mótstöðuafl gegn sýklavörnum mannsins. Og þar með gæti verið kominn til sögunnar bráðdrepandi smit- sjúkdómur, sem breiddist ör- skjótt út um heiminn og mað- urinn hefði engin ráð gegn. „í 15 ár hafa læknavísindin reynt ab finna upp bóluefni gegn alnæmi, en án árangurs," segir Geertinger í áðurnefndu viðtali. „Og hvað haldið þið ab gerðist ef stökkþróun yrbi á HlV-veirunni, meb þeim af- leiðingum að alnæmið yrði álíka smitandi og kvef? Og nú er aðeins til einn penisillín- stofn, sem dugar. Fyrir hálfri öld voru þeir nokkur hundruð. Læknar og lyfjaiðnaðurinn hafa pumpað svo miklu af sýklalyfjum út á markaðinn ab sýklarnir hafa tekið stökkbreyt- ingum, með þeim afleiöingum ab næstum allt penisillín vinn- ur ekki á þeim." Custer kallaöur til vitnis Læknir þessi segir grunn- hugsunina í umræddri bók sinni vera á þessa leið: Maður- inn hefur farið út fyrir þær eðlilegu takmarkanir, sem náttúran setur. Við höfum haf- ið okkur yfir eðlilega reglu náttúrunnar. Laun þeirrar syndar er dauðinn. Þetta felur í sér hættu á því að dýrategund- in maður deyi út. Stríði mannsins vib sýklana má líkja við orrustu bandaríska hershöfðingjans Custers og indíána við Little Big Horn (1876), segir Geertinger. (Cust- er, með tæplega 300 manna riddaraliði, var þá umkringdur af margföldu ofurefli indíána, aðallega Súa, undir forystu Crazy Horse og Sitting Bull. Féll Custer þar með öllu libi sínu, sem frægt er.) Meban skotfærin entust mönnum Custers, gátu þeir haldið ind- íánunum frá sér. En svo þraut skotfærin, og þá gengu indíán- arnir af þeim dauðum. \ Gerlarnir og sýklarnir, held- ur læknirinn áfram, sækja stöb- ugt á og skeyta ekkert um ab sóknin kostar þá lífib í millj- arðatali. Þeir þurfa ekki að skipuleggja, þurfa ekki fjárveit- inga vib og ekki að byggja verk- smiðjur. Og hvað skeður ef maðurinn verður uppiskroppa með skotfæri — þ.e. lyf sem duga? Geertinger fjallaði nýlega um þessa bók sína á ráðstefnu á vegum lyfjafyrirtækis, þar sem samankomnir voru um 700 læknar. Fjörugar umræður urðu út frá efni bókarinnar, en engin andmæli komu fram. Burtséð frá þessu hafa starfs- bræbur Geertingers fátt sagt um bók hans. Um þær móttök- ur segir hann: „Vera kann að menn líti á þetta sem algert rugl, er ekki sé ómaksins vert að svara. En hugsanlegt er líka ab þeir telji ab í bókinni sé sýnt fram á blákaldan veruleika. Og þá sé ekki heldur ómaksins vert að ræða efni hennar." Líklega á þeim forsendum að við þeim ógnum, sem í bókinni er fjallaö um, sé hvort sem er ekkert hægt að gera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.