Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi:- Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Bylting ekki á dagskrá Verkalýðshreyfingin hefur nú farið vítt og breitt um landið í herferð sinni gegn frumvörpum ríkisstjórnar- innar varðandi stéttarfélög og vinnudeilur og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Raunar hefur laun- þegahreyfingin spyrt við þennan pakka hugmyndum nefndar um breytingar á atvinnuleysistryggingum og drögum að frumvarpi um lífeyrissjóð opinberra starfs- manna, sem hvorugt eru mál sem ættu að vera þarna með. Lífeyrismálið verður ekki lagt fram gegn vilja op- inberra starfsmanna, fyrir því liggur yfirlýsing frá for- sætisráðherra, og atvinnuleysistryggingamálið er ein- ungis nefndarálit, hugmyndir, sem enn hefur enga af- greiðslu eða meðhöndlun fengið hjá ráðherra eða í ráðuneytinu. Verkalýðshreyfingin heldur fast við þá aðalkröfu að ríkisstjórnin dragi frumvörpin til baka, en ekki verður annað séð en að hún ætli til vara að taka þátt í efnislegri umfjöllun um frumvarpið. Það er skynsamleg afstaða. Um tíma virtist sem ýmsir verkalýðsleiðtogar væru ekki fullkomlega sáttir við að það er þjóðþingið sem setur lög í landinu en ekki verkalýðsforustan. Því var það sér- staklega ánægjulegt þegar Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í Tímanum í gær að ASÍ sé „ekki með neinar hugmyndir um byltingu og viðurkenni að þing- ið hafi völdin". Það er alþekkt að byltingar éta börnin sín. Það liggur fyrir eftir fundi forustumanna launþega- samtakanna með talsmönnum ríkisstjórnarinnar að frumvörpin tvö verða ekki dregin til baka, eins og verkalýðshreyfingin hefur farið fram á. Hins vegar hef- ur ríkisstjórnin boðið launþegasamtökunum upp á miklar tilslakanir varðandi þau atriði sem þau sjálf hafa sagt að væru heitust. Þannig hefur félagsmálaráðherra margoft lýst því yf- ir að ýmsir þeir þröskuldar, sem settir eru í frumvarpinu um atkvæðagreiðslur af ýmsu tagi, væru sér ekki heilag- ir. Sama gildi um vinnustaðafélögin. Hann lýsti því jafnframt yfir á fundinum nú í fyrradag að hann væri tilbúinn að breyta þeim ákvæðum frumvarpsins, sem fjalla um sáttasemjara og miðlunartillögur. Ráðherrann kveðst tilbúinn að láta 9. gr. gildandi laga um sáttastörf í vinnudeilum standa orðrétta í nýja frumvarpinu, þannig að menn búi við óbreytt ástand að þessu leyti. Ríkisstjórnin er með öðrum orðum að gefa til kynna mikinn sáttavilja í þessu máli og farvegur þeirra sátta hlýtur að liggja gegnum félagsmálanefnd þingsins þar sem frumvarpið er nú, en nefndin hefur einmitt óskað eftir athugasemdum frá aðilum vinnumarkaðarins. Verkalýðsforingjar hafa í áranna rás sýnt að þeir eru raunsæir baráttumenn, og í þessu tilfelli liggur fyrir að þeir munu geta haft mjög veruleg áhrif á það hvernig þessi frumvörp munu líta út, þegar þau koma út úr fé- lagsmálanefnd þingsins. Ekki verður öðru trúað en þetta tækifæri verði nýtt til þess að ná fram lendingu sem menn geta sæst á, enda hefur Benedikt sjálfur sagt að þjóðfélagsbylting með tilheyrandi valdatöku sé ekki á dagskrá. Slíkt væri enda glapræði. Það hefur verið boðið upp í dans um reglur á vinnu- markaði. Engin ástæða er til að ætla annað en að verka- lýðshreyfingin, vinnuveitendur, ríkisstjórnin og Al- þingi geti valsað saman inn í farsæla, byltingarlausa framtíð í þessum efnum. Endurvekjum söguöld GARRI Mikil voru afrek fornmanna og má vart á milli sjá hvort þau voru meiri á hinu andlega eða líkamlega sviði. Kappar miklir stukku hæð sína í fullum herklæðum og aðrir mundu heilu lagabálkana frá orði til orðs og gátu flutt þá hvar og hvenær sem var. Enn aðrir dunduðu sér við bókaskriftir og voru afrekin slík á því sviði að íslenskir rithöfundar hafa vart borið sitt barr síðan og hafa þeir þó haft mörg hundruö ár til að jafna sig. Ungir drengir hafa um langan aldur haldið minningu hinna miklu hetja fortíðarinnar hátt á lofti og barið drengilega hver á öðr- um með prikum og spýtum undir nöfnum Gunnars, Skarphéðins, Egils, Grettis, Gísla og annarra fornmanna. Nú er þetta á fallanda fæti og bæði drengir og stúlkur farin að berja ódrengilega hvert á öðru með höndum og fótum undir torkennilegum heitum úr heimi kvikmynda og tölvuleikja. Það er því ástæða til að fara að hafa áhyggjur af áhuga kynslóðanna, sem eru að vaxa úr grasi, á fornmönnun- um okkar og hetjum fortíðar, þ.e.a.s. ef menn á annað borð hafa áhuga á aö eftir þeim sé munað. Hvað gerbu Gunnar og Njáll? Þó gætu ákveðnar hugmyndir um kynhegðun ein- stakra fornmanna einnig átt sinn þátt í að draga úr vilja ungra drengja til að leika hlutverk þeirra. Hér á Garri m.a. við hugmyndir um að Gunnar og Njáll hafi farið út í skóg að gera saman það sem hefðbundnir nútíma eiginmenn eiga bara að gera með konunni sinni. Hug- mynd í þessa átt kom t.d. fram í pistli Hrafns Gunn- laugssonar í útvarpi fyrir nokkru og er ekki laust við að Garra finnist ákveðin skítalykt af málinu. í tíð Sturlunga reis þjóðin hærra á flestum sviðum en hún hefur nokkru sinni gert, a.m.k. fyrir seinna stríð. Fólksfjöldi varð einna mestur á landinu á Sturlungaöld og hefur líklega aðeins einu sinni orðið meiri í sögunni, þ.e. núna. Menning og listir voru í hávegum hafðar og aldrei hafa hraustir menn barist jafn rækilega og þá. Má eiginlega segja að hálfgerðar lyddur hafi byggt landið allt frá þeirri tíð. Það er því full ástæða fyrir þjóðina að fara að athuga sinn gang. Á íslandi var gullöld bókmennta og lista, slagsmála og lýðræðis fyrir sjö til átta hundruð árum og síðan ekki söguna meir. Það hlýtur að vera kominn tími — til að gera eitthvað í þessu. Reyndar er ekki örgrannt um að eitt- ___ hvað sé að snúast á betri og lífvænlegri veg, a.m.k. ef marka má nýjustu fréttir úr Borgarfirði, en samkvæmt þeim er kominn fornald- arfiðringur í íbúa Reykholtsdals, sem að öðrum stöðum ólöstuðum verður að teljast Mekka sögualdar, þökk sé höfðingja af ætt Sturlunga. Ab fornum sib Það verður nú að segjast með sanni að Borgarfjörður- inn hefur nánast legið í gleymskunnar dái, allt frá því að Snorri var allur í kjallaranum heima hjá sér í Reyk- holti árið 1241 með dyggri aðstoð tengdasonar sins. Loksins nú, sjö og hálfri öld síðar, vaknar lífsneisti með Reykdælingum og upp hefjast fjörugar deilur að forn- um sið. Meðal þess, sem deilt er um, er brúarstæði og minnir það um sumt á það þegar Gissur Þorvaldsson sveik Órækju Snorrason við Kljáfossbrú á Hvítá fyrir 755 ár- um, er hann hugðist ganga til sátta eftir víg Snorra Sturlusonar. Nú má spyrja sig hver fáist til að taka að sér hlutverk Snorra Sturlusonar og rita annála um þessa hina miklu atburði, er nú eiga sér stað, og láta koma sér fyrir í kjall- aranum heima hjá sér að því loknu. Ekki er við hæfi að kalla söguna Sturlungu, en e.t.v. mætti kalla hana Jón- ínu í höfuð stórbóndans og bústólpans á Stóra-Kroppi. Einnig mætti með nokkrum sanni kalla hana Flækju og kenna hana þannig við ána Flóku, þar sem styrinn stendur um brúarstæðið. Hvað sem öðru líður þá er ljóst að gósentíð er í vænd- um hjá ferðaþjónustuaðilum í Borgarfirði, enda komið til alveg glænýtt og spennandi atriði fyrir ferðamenn sem mætti t.d. auglýsa þannig: Sögualdarstemmning á söguslóðum, komið og sláist í hópinn. Garri Mynd fjallsins í hjartanu Þegar ekið er frá Egilsstöðum til Akureyrar er farið um Möðrudalsöræfi, sem er hæstur fjallvega hér á landi. Reyndar eru tveir fjallgarðar á leiðinni, sem teygja sig yfir 600 metra hæð, aðrir hlutar hennar eru háslétta og heiðalönd, Jökuldalsheiði, ná- grenni Möðmdals, Víðidalur og Mývatnsöræfi. Ég hef orðið var við það gegnum tíðina að mörgum vex þessi leið í augum, enda hefur hún ekki verið vetrarvegur fyrir almenning til þessa. Ég verð hins vegar að segja fyrir mig að seint verð ég leiður á ferðum um þessar slóðir að sumarlagi. Það er einkum þrennt sem heillar mann á þessum slóðum: víðáttan, birtan og fjöll í fjarska. Drottning þessara fjalla er Herðubreið. Þegar komið er niður úr hinum svokallaða vest- ari fjallgarði, austan Möðmdals, blasir hún við milli hnjúka í allri sinni tign, og fylgir útsýn til hennar ferbalangnum allt til Mývatnssveitar. Frá Möðrudal er styst frá byggðu bóli til þessa magn- aða fjalls. Tign þess stafar af formfegurðinni og hve það gnæfir hátt upp af hásléttunni í kring. Stefán Stórval Þessar hugleiðingar mínar um öræfa- og fjalla- slóðir fyrir austan em sprottnar af þætti, sem ég horfði á um páskana í sjónvarpinu og fjallaði um Stefán Jónsson frá Möðmdal, sem tók sér nafnið Stórval. Stefán, sem nú er nýlega látinn, var nafn- kunn persóna og einn af þeim sem fóru ekki al- faraleiðir. Honum fylgdi lífskraftur og löngun til þess að skapa, sem kom fram í ótrúlegri elju vib að mála. Þessar myndir falla vel undir þá stefnu, sem kennd er vib naívisma, en hún er vel þekkt í heimi myndlistarinnar hér heima og erlendis. Myndir Stefáns einkenndust af tveimur höfuð- þáttum. Annað var fjallið Herðubreið, en hitt dýr, kindur og hestar, sem honum vom ætíð hugleik- in. Þarna birtist uppeldi og eðli bóndans og sveitamannsins og uppruni hans í hinni miklu víðáttu fjallanna, sem allir hafa fundið er koma í Möðrudal, það byggða ból á íslandi sem liggur hæst. Blítt og strítt Sjónvarpsþátturinn um þennan sérstæða mann var mjög góður og ég hafði ánægju af að horfa á hann. Það var farið nærfærnum höndum um efn- ið, því auðvelt hefði veriö að fara yfir strikið og gera háttalag og takta þessa sérstæða manns að fíflskaparmálum. Umsjónarmenn og ábyrgbar- menn þáttarins forðuðust þá gryfju. Umgerðin var ferð á heimaslóðir í Möðrudal og í Vopnafjörð og móttökur gamalla sveitunga og vina þar, og stórsýning mynda hans á gömlum slóðum. Öræfaslóbirnar, sem brosa við mönnum á björtum sumardög- um og eru hugþekkar í litaspili birtunnar, geta sýnt á sér harðari hlið. Veðrabrigöi eru þar sneggri og harðari en annars staðar, einkum þegar snjór er á jörðu og skollið getur á með blindbyl fyrirvaralítið. Stefán Stórval var barn þessa umhverfis og fékk ungur maður ab kenna á því og það hefur vafalítið sett mark á hann. Að öðru leyti fara þeir, sem eru upp- aldir við víðernið, ekki troönar slóðir í þröngbýl- inu. Svo var um hann. Endirinn á þættinum var einstaklega hugþekk- ur, þegar gamli maðurinn sat við lækinn í ná- grenni æskustöðva sinna og málaði fjallið sem hafði staðið hjarta hans næst alla ævi, án þess að líta til þess þótt það blasti við. Það var óþarft, mynd þess bar hann í hug og hjarta. Innlend dagskrárgerð Þessi þáttur var að mínum dómi dæmi um vel- heppnaða innlenda dagskrárgerð, og undirstrikar þá nauðsyn að sækja fram á þessu sviði. Sem bet- ur fer er íslenskt þjóðlíf enn auðugt að tilbrigðum, sem eru kunnáttumönnum á borð við Egil Eð- varðsson uppspretta góðs efnis. Þáttagerð um hin ólíkustu efni verður þegar fram í sækir ómetanleg- ar heimildir og menningararfur, sem er hliðstæð- ur því fjölbreytta efni sem geymt er hjá útvarpinu og er afrakstur af áratuga starfi þeirrar stofnunar í fjölbreyttri dagskrárgerð. Jón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.