Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. apríl 1996 5 Laxinn hyggur á heimferb - Gönguseiöi í höndum merkingarmanns. Ljósm. eh Ýmsir veiðimenn eru bjartsýn- ir um góöa laxgengd í sumar, enda hafa skilyrði í hafinu, hvað hitastig snertir, verið mun hagstæðari í vetur en var 1994-95, sbr. rannsóknarleiö- angur á vegum Hafrannsókn- arstofnunar á hafsvæðinu um- hverfis landið. Óðum styttist í árlegan veiðitíma laxins, en fyrstu laxarnir koma að venju í árnar í maí. Um þessar mundir er laxinn því sjálfsagt að búa sig til heimferðar úr hafi í ís- lenskar ár. Öflugustu laxa- göngurnar eru í júlí, enda mesta veiðivika sumarsins hér- lendis, ef á heildina er litið, í seinni helmingi þess mánaðar. Fæbusvæbin víbáttumikil Líklegt er að a.m.k. helming- ur af þeim fjölda laxa, sem ganga í árnar í sumar, verði árs- gamall úr sjó, nema að það verði öflugt smálaxaár, þá verður fjöldi ársfiska mun meiri. Þessir laxar héldu því til sjávar sem gönguseiði vorið eða sumarið 1995, þá um 12- 15 sm að lengd og 30 til 50 grömm að þyngd. Núna er lax- inn orðinn 2 til 3 kíló að þyngd og hefur því neytt ríku- legrar fæðu á víðáttumiklum fæðusvæðum Norður- Atlants- hafsins. Hinn hluti laxafjöld- ans er því að koma til baka eft- ir 2ja ára eða fleiri ára sam- fellda dvöl í sjó. Auk þess verð- ur á ferðinni klaklaxinn frá haustinu 1995, sem lifað hefur af nokkurra mánaða vist í án- um og síðan dvöl í sjó. Hann mun skila sér í árnar að nýju, þegar líður á sumarið. VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Merkingar á laxi, bæði gönguseiði og á laxi í hafi, hafa sýnt að íslenskur lax fer mjög víða um Atlantshafið norðan- vert, eins og heimtur á merkt- um íslenskum löxum við Grænland, í Færeyjum og við strönd Noregs hafa sýnt, sbr. samantekt Þórs Guðjónssonar um heimtur merktra íslenskra laxa í úthafinu. Ratvísi í lagi Ratvísi laxins er viðbrugðið, eins og alkunna er. Laxinn leit- ar á sleppistaðinn, sem hann yfirgaf sem gönguseiði, þegar hann hefur náð vexti og þroska til að leita á hrygningar- stöðvar. Hið sama virðist gilda, ef göngulax er fluttur langar vegalengdir, í aðra landshluta og sleppt þar, leitar hann Tveir kátir veiöimenn, Halldór Þóröarson (t.v.) og Friöleifur Stef- ánsson, meö morgunveiöi úr Ell- iöaánum. Ljósm. fs/eh æskustöðvanna og finnur þær. Um það em mýmörg dæmi. Þó það þyki í sumum tilvikum ótrúlegt, eins og þegar laxi, veiddum að sumrinu á stöng í Vatnsdalsá og haldið lifandi, var sleppt að lokinni kreistingu í klak hið sama haust í sjó í Grafarvogi í Reykjavík. Þessi merkti fiskur skilaöi sér í Vatnsdalsá sumarið eftir, eins og ekkert hefði ískorist. Stífla ásamt laxaseiöagildru og kistu fyrir göngulax í Bugöu í Kjós. Ljósmynd EH Mælimerki, frábær tækninýjung Nýjasta dæmi um viðbrögð lax við slíkum flutningi lands- hluta á milli gerðist 1995, þeg- ar lifandi göngulax úr hafbeit- arstöð í Hraunsfirði á Snæfells- nesi norðanverðu var sleppt í Hrútafirði, hjá Borðeyri, þar sem löxunum var sleppt í sjó. Á laxana höfðu verið sett mælimerki frá fyrirtækinu Stjörnu-Odda h.f. Mælimerkið skráir hitastig sjávar og dýpi, sem laxinn er á í hvert sinn. Að sögn Jóhannesar Sturlaugsson- ar, verkefnisstjóra á Veiðimála- stofnun, skiluðu fimm mæli- merktir laxar sér aftur til Hraunsfjarðar. Það tók laxinn, sem fyrst skilaði sér til baka, 15 daga að fara þessa leið, úr Hrútafirði til Hraunsfjarðar. Því sé líklegt að meðalhraði hans á þessu athyglisverða ferðalagi hafi verið 1,5-2,0 km á klukkustund. Þessi tilraun, sem hér hefur verið greint frá, sýnir að laxinn lætur ekki snúa á sig eða rugla sig í ríminu. Ratvísi hans á sleppistaðinn er örugg. Eigi að síður er vitað að fiskar geta átt það til að svipast um á ósa- svæði óskyldra vatnsfalla á leið sinni í ána sína. Þetta sýndu m.a. merkingar Veiðimála- stofnunar á göngulaxi á ósa- svæði Ölfusár fyrr á árum, þeg- ar nokkrir fiskar endurheimt- ust úr þeim merkingum í lax- ám er falla í Faxaflóa. ■ Aðstöbuskortur Borgarbókasafnsins Fyrir nokkmm árum keypti Reykjavíkurborg stóran hluta Morgunblaðshússins í Aðal- stræti, og var ætlunin aö nota tvær hæðir þess undir aðalsafn Borgarbókasafnsins. Því er nú holað niður við þröngan kost í gömlu einbýlishúsi í Þingholt- unum. Esjuberg, en svo kallast húsið, er að vísu glæsihýsi hið mesta, enda tvímælalaust eitt fegursta hús borgarinnar. En íbúðarhús er það eigi að síður og alls ónothæft undir almenn- ingsbókasafn, nema því aðeins að á því verði gerðar kostnaðar- samar breytingar, einkum varð- andi aögengi. Og jafnvel þótt þær yrðu gerðar, þá breytir það ekki þeirri staðreynd, að húsið er of lítið undir þessa starfsemi. Nefna má, að húsið er á tveimur hæðum, lyftulaust, ef undan er skilin eldhúslyfta þar sem smokra má inn nokkrum bók- um. Auk þess er kjallarinn mjög hár, þannig að upp margar tröppur er að fara, einungis til að komast á neðri hæðina. Það- an liggur svo hár stigi upp á efri hæðina. Þetta þýðir, að nú und- ir lok tuttugustu aldar láta for- ráðamenn Reykjavíkurborgar sér sæma, að meina hreyfihöml- uðu fólki aðgang að aðalstöðv- um almenningsbókasafns borg- arinnar. Aðstaða starfsfólks í Esjubergi er kapítuli út af fyrir sig. Bóka- geymslur safnsins eru í kjallar- anum og er þar bæði þröngt og óvistlegt. Kaffi- og mataraðstaða er í einu smáherbergi, einnig í kjallaranum. Þar hefur með lægni verið skotið inn tveimur borðum. Vinnuveitandi, sem gera vill vel við starfsfólk sitt, býður því einfaldlega ekki slík- an kost. Öllum má ljóst vera, að það aðstöðuleysi, sem aðalsafn Borgarbókasafnsins býr við, er dapurlegt dæmi um ómenn- ingu. Nú hafa einhverjir menning- arsnobbarar í borgarstjórn feng- ið því til leiðar komið, að Reykjavík verður ein af tíu s.k. „menningarhöfuðborgum Evr- ópu" árið 2000. Gefst þeim þá væntanlega tækifæri til að blaka marglitum stélfjöðrum sínum í kampavínsveislum og gala í leiðinni innantómt menningar- kjaftæði yfir hátimbraða sali. En menningarsnautt verður þetta fólk eftir sem áður. Menningin er nefnilega ekki spurning um flottræfilshátt, heldur sköpun, viðhald og útbreiðslu sam- mannlegra verðmæta. Borgarbókasafnið er eitt slíkra verðmæta. En það skal játað, að það er ekki nýtilegur gafl handa prumphænsnum að hreykja sér á. Þess geldur það nú, á tímum yfirborðsmennsku og menning- arlegs tómleika. Eins og ég nefndi fyrr í grein- inni, er bókasafnið í Esjubergi ónothæft hreyfihömluðum. Eg veit ekki betur en slíkt brjóti í bága við lög. Það væri Öryrkja- bandalaginu verðugt verkefni að kæra borgina fyrir rekstur bókasafns við þessar aðstæður. Að vísu liti það ekkert sérstak- lega vel út fyrir borgarstjórnar- fulltrúana, að fá á sig kæru fyrir skort á siðmenningu. En svo uppsker hver sem til var sáð. En hvað skyldi valda því að aðalsafn Borgarbókasafnsins sé ekki þegar flutt í Aðalstrætið? Á því hefur engin skýring fengist. Þó er vitað, að borgarstjórnar- meirihlutinn hefur lánað hluta þess húsnæðis, sem safnið átti að fá þar, einhverjum fyrrver- andi tilvonandi listamönnum, sem dunda þar við dreifibréfaút- gáfu og námskeiðahald. Þeir greiða enga leigu fyrir húsnæð- ið, en hafa að eigin sögn pung- að út 800.000 krónum í endur- bætur á því. Geta þeir peningar tæpast talist greiðsla fyrir eitt eða neitt, enda alls óvíst að meintar endurbætur gagnist Borgarbókasafninu á nokkurn hátt, þá loksins það flytur í þetta húsnæði. Að vísu er það fallega gert að sáldra korni fýrir smáfugla. En ekki sakar að menn seilist þá eftir korninu í eigin sekki. FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES í SKUGGA HLUTA- BRÉFAVÍSITÖLU Fyrir miðja öldina var stærð fyrir- tækja mæld í fjölda glugga sem sneru út að götunni. Fjögurra glugga skrifstofur þóttu prýðilega stór fyrirtæki og fleiri en átta gluggar voru stórfyrirtæki. Gluggarnir voru bæði stöðutákn og málband á grósku athafnalífsins. Allt frá blóma- skeiði bárujárnshúsanna og fram á Viðreisn, en þá tóku vísitölurnar við. Um miðja næstu öld munu sagn- fræðingar vafalaust telja að nútíminn hafi tekið hús á íslendingum meb hlutabréfavísitölunni. Landsmenn hættu þá að geyma sparifé sitt í bankahvelfingum og byrjubu ab geyma hlutabréf í náttborðsskúffum. Kaupmaðurinn á horninu axlabi skinnin fyrir verðbréfasalann á horn- inu. Gömlu markaskrárnar viku fyrir nýjum hlutafélagaskrám og stúku- fundir létu í minni pokann fyrir hlut- hafafundum. Meira ab segja skömmtunarmibarnir alræmdu létu undan síga fyrir arðmiðum og fræg- ur stofnaukinn hvarf fyrir virðisauk- anum. Og ekki nóg með það. Mest- ar urðu breytingar á fjölmiölum: Veraldlegt mat fjölmibla færðist frá teiknimyndasögum yfir á sérstakar viöskiptasíbur og -kálfa. Blabamenn eru ekki lengur ráðnir til ab skrifa fréttir, heldur vibskiptafræðingar til að lesa ársreikninga. Minningar- greinar eru ekki lengur helsta lesmál dagblaöanna heldur reikningar hlutafélaga, og heilu vikublöðin eru gefin út til að sálgreina aðalfundina. En áhrif hlutabréfanna létu ekki held- ur staöar numið við vísitölusíður dagblaðanna og brátt tók allt þjóðlíf- ið ab laga sig að kröfum hlutabréfa- vísitölunnar. í dag þykir enginn mabur með mönnum nema hann sitji ab minnsta kosti tvo klukkutíma á dag vib ab klippa út kúpona á milli aðalfunda. Risin er upp ný stétt manna, sem hefur að atvinnu ab sitja aðalfundi á milli þess sem hún klippir kúpona. Kúponistarnir hafa erft landib og yrkja það með skærum. í kringum hlutafélagavísitöluna snýst heil þjón- ustugrein manna, sem afhenda hver öðrum verbbréf allan daginn án þess ab leggja annað af mörkum til fram- leiðslunnar. Nú dugar ekki fyrirtækjum að hafa þokkalega afkomu á milli ára þar sem bæði starfsfólk og eigendur una sæmilega vib sinn hlut. Þokkaleg af- koma þykir ekki í frásögur færandi lengur og nær ekki á uppslætti á vísi- tölusíbum dagblabanna. í dag dugar ekkert minna en hámarksgróði og stórbætt afkoma á milli ára til ab fá inni fyrir ársreikning í vibskiptakálf- um. Og vitaskuld bitnar þetta á vinn- andi fólki: Átakanlegt er ab sjá forstjóra hlutafélaganna tvístíga á abalfund- um meb tárin í augunum og lífib í lúkunum. í salnum bíba hluthafarnir átekta eins og Rómarskríllinn og heimta braub og leika, arð og kúp- ona. Einn forstjórinn birtist á skján- um fyrir skömmu meb kökk í hálsin- um og huggaði kúponistana með því að gróbinn mundi vaxa enn á næsta ári með aukinni tæknivæð- ingu. Á mannamáli þýbir þetta ab fleira fólki verður sagt upp störfum fljót- lega og fleiri fjölskyldur fara á at- vinnuleysisbætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.