Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 7
Föð£ída<!/ör 12. apríl 1996 7 Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga, um svarbréf dóms- og kirkjumálaráöherra: Kemur skýrt fram ab það er ráðherrans að grípa inn í Dóms- og kirkjumálaráð- herra hefur sent Kristjáni Björnssyni, sóknarpresti á Hvammstanga, svarbréf, en Kristján fór þess á leit við hann 22. mars sl. að hann gerði viðeigandi ráðstafanir til að herra Ólafur Skúlason biskup yrði leystur frá störf- um um stundarsakir meðan persónuleg mál hans yrðu tekin til meðferðar. Svar ráð- herra er: „Eins og mál þetta liggur fyrir nú, verður eigi talið að hér sé um að ræða verknað sem réttlætt geti frávikningu, eins og þér haf- ið óskað eftir." Tilefni bréfs séra Kristjáns er alvarlegt trúnaðarbrot bisk- ups, þegar hann kom á fram- færi trúnaðarupplýsingum við fjölmiðla er gætu fallið undir 32. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Kristján sagði í samtali við Halldór Blöndal sam- gönguráöherra: Sameining vinstri flokk- anna í fjar- skiptamálunum Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra kvaðst álíta að sam- eining vinstri flokkanna væri lengra á veg komin en menn hafi viljaö vera láta, ef marka mætti undirtektir talsmanna Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins varðandi frumvarp til laga um breytingu á fjarskipta- lögum. Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu á fyrsta starfsdegi Alþingis eftir páska- hlé. Með frumvarpinu er verið að aðlaga fjarskiptalögin þeirri breytingu að Póstur og sími verði gert aö hlutafélagi, en fmmvarp um „háeffun" þeirr- ar stofnunar liggur nú fyrir Al- þingi. Steingrímur J. Sigfússon og Guðmundur Árni Stefánsson gagnrýndu frumvarpið harð- lega, en þeir hafa áður látið í ljósi gagnrýni á frumvarpið um breytingu Pósts og síma í hlutafélag. Steingrímur J. rifjaði upp sölu ríkisfyrirtækja á undan- förnum árum, sem hann kvaö gagnrýnisverða og gat sérstak- lega sölu Síldarverksmiöja rík- isins og Lyfjaverslunar ríkisins í því sambandi. í máli þeirra Steingríms J. og Guðmundar Árna kom fram að þótt samgönguráðherra lýsti því hvað eftir annað yfir að ekki væri ætlunin að selja Póst og síma, þrátt fyrir „háeff- un" stofnunarinnar, væri engu að síöur verið að opna fyrir þann möguleika. Halldór Blöndal sagði ab vitaskuld væri ekki hægt að binda hendur Alþingis fram í tímann, en ekki væri hægt að selja hlut í Pósti og síma án samþykkis þess. -ÞI Tímann ab þótt ráðherra teldi sig ekki hafa þær forsendur, sem til þyrfti á þessu stigi málsins til að réttlæta frávikn- ingu biskups, væri mjög þýð- ingarmikið að í orðum ráb- herrans fælist að hann gæti skorist í leikinn og vikið bisk- upi frá. „Þótt ég telji að biskup hafi brotið af sér, er það ekki næg ástæða að mati ráðherra til að víkja honum frá. Hins vegar kemur mjög skýrt og óyggjandi fram í bréfinu ab það er ráðherrans að grípa inn í og hann víkur sér ekki undan þeirri skyldu sinni, ef tilefni er til þess. Hann getur séð til þess að biskup taki sér frí. Ég er mjög ánægður með þá niður- stöðu." Þeir, sem kusu biskup, verba ekki kaliaðir saman Dóms- og kirkjumálaráð- herra, Þorsteinn Pálsson, var spurður fyrr í vetur hvort hann hygðist aðhafast eitt- hvað, eftir að hinar alvarlegu ásakanir á hendur biskupi komu fram. Þá talaði hann um að málið væri ekki á sínu borði. „Nú hefur hann fengið þetta mál inn á borð hjá sér og hann víkur sér ekki undan þeirri ábyrgð. Það er nefnilega engin stofnun innan kirkj- unnar sem hefur vald til að segja biskupi fyrir verkum í þessum efnum. í því felst ákveðið úrræðaleysi. Samtök presta hafa ekki beint vald, þar Krístján Björnsson. sem sá hópur sem kaus biskup- inn verður ekki með nokkru móti kallaður saman. Biskup- inn var ekki kosinn á fundi og það var enginn annar maður á lista. Þetta er því ekki sam- bærilegt við svo margt annað í stöðu manna. Við emm að tala um æðstu stöðuna innan þ j óðkirkj unnar." Markmibið ab koma á ró Kristján sagði markmiðið meb bréfinu til ráðherrans einkum hafa verið ab koma á ró innan kirkjunnar. „Ég sé því miður ekki að það skapist ró um störf biskups íslands, á meðan Ólafur víkur ekki. Þetta er álit mjög margra og ég hef fengið að heyra það víða. Þetta er mjög alvarlegt mál og verð- ur ekki leyst með því ab Ólafur sitji í embætti. Ég tel að hann hafi gert mikil mistök með því að víkja ekki strax og setja málið í eðlilega meðferð. Ef hann hefbi gert það, hefði ég auk annarra ekki verið til- neyddur að tjá mig á opinber- um vettvangi." Kristján fullyrðir jafnframt að fyrir fáeinum vikum hafi helmingur eða meirihluti presta verið þeirrar skoðunar að Ólafur Skúlason ætti að víkja, um stundarsakir a.m.k. Það séu þó fjölmargir prestar sem vilji alls ekki að hann víki, og byggi þeir þá skoðun á sannfæringu sinni um sakleysi biskups. „Eg tek ekki afstöðu til þess. Ég er fyrst og fremst að leita til ráðherra til að binda enda á þessar endalausu óheppilegu yfirlýsingar. Ég tel að þessum tíma hafi verið mjög illa varið innan kirkj- unnar." Aðspurður sagðist Kristján ekki í vafa um að flóttann úr þjóðkirkjunni mætti að miklu leyti rekja til mála sem tengj- ast biskupnum, og byggir hann það mat á samtölum við fólk sem hefur sagt sig úr kirkj- unni. Hann vildi einnig taka fram að það hefði verið ráð- herra sem kom svarbréfinu á framfæri við fjölmiðla. Hann sjálfur hefði viljað bíða með að birta innihald bréfsins. -BÞ Minnismerki um Brák í Borgarnesi: Akurnes- ingur hlut- skarpastur Samkeppni var haldin um hönnun minnismerkis um Þor- gerði brák á vegum Borgar- byggðar. Þorgerður brák var fóstra Egils Skallagrímssonar og segir sagan að hún hafi látið líf- ið í Brákarsundi, sem liggur milli Brákareyjar og lands, er Skallagrímur kastaði grjóti sem kom milli herða henni. Hafði hann þá hlaupið á eftir henni frá Borg og fram allt Digranes, en á Digranesi stendur Borgar- nes nú. Brák hefur um langan aldur notið virðingar meðal þeirra sem þekkja Egils sögu, og þótti til- hlýðilegt að minningu hennar væri sýnd virðing. Því efndi sveit- arfélagið til þessarar samkeppni. Fjöldi verka barst í samkeppnina, en verk Bjarna Þórs Bjarnasonar, „Brák", varð hlutskarpast. Bjarni sagði í samtali við Tím- ann ab hann hefði dottið niður á þá hugmynd ab nota verkfærið brák, sem Þorgerður hlaut viður- nefni sitt af. Þar vísar hann til þess að brák hafi verið hringlaga verkfæri, jafnvel hrútshorn, sem notað var til að mýkja skinn. Um þetta atriöi eru hins vegar skiptar skobanir meðal fræðimanna. Bjarni segir að hringlaga steinn- inn í verkinu sé brákin, en ryðfría stálið geti síðan táknað skinniö. Hann sagðist ekki hafa verið lengi að vinna að hugmyndinni eftir að hann datt niður á þessa hug- mynd. Bjarni kennir hand- og mynd- mennt í Brekkubæjarskóla á Ákra- nesi og segir að þetta sé fyrsti skúlptúrinn sem hann geri. -TÞ, Borgamesi Öryggisátak Sigurvonar í Sandgeröi til aö fœkka slysum og óhöppum til sjós og í höfnum landsins. Guöjón Ingi Sigurösson formaöur segir suma sjómenn of kœrulausa: Dæmi um leit að bátum sem komnir voru að bryggju „Okkur fannst einfaldlega ab slys í smábátum væru orbin of mörg og ab grípa yrði til ein- hverra rába til að reyna ab fækka þeim, en á þessu svæði hafa orbib mjög mörg slys og óhöpp á smábátum, svo að þessi mál brenna mikib á okkur hér. Ef okkur tekst ab draga úr slysum og óhöppum með áróbri og umtali fyrir auknum abbún- aði og betri björgunarbúnabi, þá er okkar tilgangi náb," segir Guðjón Ingi Sigurbsson, for- maöur björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, í tilefni af forvamarátaki á vegum Slysavamafélags íslands, sem nú stendur yfir. Átakið nefnist „Komum heil af hafi" og beinist að öryggis- málum sjómanna og umgengni almennings við hafnir landsins. Átakið hefur verið í mótun frá því síðastliðið haust og hefur Sigurvon í Sandgerði, elsta sveitin innan SVFÍ, haft veg og vanda af undirbúningi. Guðjón Ingi Sigurðsson segir ab bæta þurfi aðbúnaö í höfn- um og um borð í bátunum sjálf- um. Hann leggur ýmislegt til í því sambandi. Cuöjón Ingi Sigurösson, formaöur Sigurvonar, íhópi nokkurra félaga sinna. í Sigurvon eru 30 mjög virkir félagar, sem hafa haft í mörgu aö snúast á undanförnum misserum. „Það þarf að merkja stiga á bryggjunum og lýsa þá, koma fyrir krókstjökum, netum og björgunarhringjum og að menn hafi jafnan net undir landgöng- um. Þá þarf að gæta þess að í smábátunum sé jafnan fyrir hendi þessi sjálfsagði björgunar- búnaður, sem eru til dæmis flot- Ljósmynd Róbert gallar og stigar sem ná 30 senti- metra nibur fyrir yfirborð sjáv- ar," segir Guðjón Ingi, en hann hefur starfað að slysavarnamál- um í aldarfjórðung. Guðjón Ingi segir að því mið- ur séu ýmsir sjómenn skeyting- arlausir um eigið öryggi. Til dæmis séu of margir kærulausir gagnvart tilkynningaskyldunni. Ennfremur séu dæmi um að menn hafi farið á sjó án þess að hafa næga olíu um borð. Þarna sé um að ræba vítavert hugsun- arleysi. Guðjón segir að fjölgað hafi mjög í stétt smábátasjó- manna. Þar séu margir reynslu- og þekkingarlausir og eigi í raun ekkert erindi út á haf. Af þessum sökum hafi það gerst að björgunarsveitin hafi verið komin út til að leita að bátum, sem þeir síðar fréttu að lágu í einhverri höfninni. Núna leiti menn af sér allan grun í nærliggjandi höfnum áður en farið er út á hinum öfluga björg- unarbáti deildarinnar, Hannesi Þ. Hafstein, en báturinn hefur sinnt 80 útköllum á aðeins þrem árum. Komið er út myndarlegt blað um öryggismál sjómanna, sem dreift hefur verið til starfandi sjómanna og annarra sem tengjast sjósókn. Þá er unnið að gerð tveggja fræðslumynda til sýninga í sjónvarpi, auk þess sem út er kominn hljómdiskur- inn Komum heil af hafi og hon- um dreift á allar útvarpsstöbvar. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.