Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.04.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. apríl 1996 11 íslandsmótiö í sveitakeppni: Sveit Samvinnuferöa sigraði Sveit Samvinnuferöa-Land- sýnar varð hlutskörpust á ís- landsmótinu í sveitakeppni, sem fram fór í dymbilvikunni að Þönglabakka 1. Sveitin hlaut 173,5 stig í 9 leikjum eða rúmlega 19 stig úr leik. Sveit Antons Haraldssonar varð að láta sér nægja annað sætið eftir að hafa leitt mest- allt mótið, en lokaskor sveit- arinnar varð 164 stig. Sveit VÍB Ienti í þriöja sæti með 159,5 stig. Lokastaða næstu sveita: 4. Landsbréf 146 5. Bangsímon 131,5 6. Ólafur Lárusson 131 7. Búlki hf. 122 8. Lyfjaverslun íslands 115 9. Þormóður rammi 107,5 10. Aðalsteinn Jónsson 82 Nýkrýndir íslandsmeistarar eru Björn Eysteinsson, Einar Jónsson, Ragnar Hermannsson, Karl Sigurhjartarson, Helgi Jó- hannsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. í sveit Antons spiluðu auk hans Pétur Guð- jónsson, Magnús Magnússon, Sigurður Vilhjálmsson, Sigur- björn Haraldsson og Stefán Ragnarsson. Fyrirfram vom sveitir Landsbréfa og VÍB taldar sigurstranglegastar. Sveinn R. Eiríksson stýrði mótinu og Jakob Kristinsson var honum til aðstoöar. Lausn á páskaþrautum AKDG2 Suður er sagnhafi í fjórum spöðum og vesmr hefur vörn- ina á að spila þrisvar sinnum hjarta. Hvernig er besta fram- haldið? Allt spilið: BRIDGE BJÖRN ÞORLÁKSSON Suður er sagnhafi í 6 spöð- um án þess að andstæðingarn- ir blandi sér í sagnir. Vestur spilar laufdrottningu sem drepin er á ás og trompar lauf. Þá er spaðaás tekinn og báðir fylgja lit. Hvernig er besta framhaldið? Hættan felst í að tígullinn brotni illa. Ef við gefum okkur að trompið liggi ekki verr en 3- 1, er hægt að tiyggja slem- muna. Trompin em tekin. Tígulás spilað og hjarta síðan þrisvar sinnum. Vestur getur ekkert gert. 732 DT53 K9653 Sveit Antons Haraldssonar. Mynd IS Suður spilar 6 hjörtu og AV blanda sér ekki í sagnir. Vestur spilar út hartasjöu. Hvernig er best aö spila? Allt spilið: spaða. Þá var laufás spilað og meira laufi, en vestur lagði drottninguna á. Sagnhafi gætti sín ekki og stakk upp kóngnum. Þegar austur fylgdi ekki lit, var ljóst að spilið var niður. Lítið lauf eftir ásinn úti- lokaði yfirslaginn, en tryggði samninginn. Hvort er betra í sveitakeppni? ■ Aögeröalaus ár The Hollow Years, eftir E. Weber. Sinclair Stevenson, 352 blsv £ 20. „Fjórði áratugurinn hófst 1914," að Eugen Weber segir. Frönsk þjóðarvitund bar þá sár mannfallsins mikla í fyrri heiins- styrjöldinni. Sakir þess voru ald- ursflokkar efri ára hlutfallslega stórir, en fólksfjölgun sáralítil. Á þessa leið hófst ritdómur í Fin- ancial Times 29.-30. júlí 1995, sem í sagði: „í Frakklandi mótaðist fjórði áratugurinn af kreppu — eba öllu heldur af einni kreppu af annarri. Hrunið 1929 olli efna- hagslegri kreppu, þótt í seinna lagi, og pólitískri kreppu, þar eð reikulum og duglitlum stjórn- málamönnum brást oft forystan; og sjálf stjórnskipan lýðveldisins lá undir gagnrýni, sem skóp stofnunum þess vanda; og á sam- skipti við önnur ríki reyndi, þegar Frakkland stóð frammi fyrir borg- arastyrjöldinni á Spáni og harð- snúnum framgangi fasismans." Á fjórða áratugnum fremur en öðrum sagði ekki einvörðungu til stjórnmála, efnahagsmála og samfélagslegra hræringa. í kapít- ula um menningarmál segir We- ber stuttlega frá umbótum í skóla- málum, myndlist, tónmenntum, leikhúsum og kvikmyndum. Frá- sögn hans af rithöfundum nær frá hinum belgíska Georges Simen- on, sem reit eina Maigret-sögu á mánuði frá febrúar 1931 til júlí 1932, og frá André Malraux og Je- an-Paul Sartre, sem þá var að kveöa sér hljóðs, allt til Jeans Giraudoux." ■ Fjarar undan þjóbríkjum? Við borðið tók sagnhafi trompin, en vestur kastaði The End of the Nation State, eftir Jean- Marie Guéhenno. University of Minnesota Press, 145 bls., $ 19,95. Bók þessi vakti talsvert umtal þegar hún kom út í Frakklandi 1993, en höfundur hennar er emb- ættismaður og stjórnarerindreki. í fyrra kom bókin út á ensku, og í rit- dómi í Newsweek, 27. nóvember 1995, sagði: „Guéhenno segir draga til „stór-keisaradæma". ... Hann heldur því fram, að í heiminum „verði á fót komið eiginlegum sam- félögum, sem landafræði setji ekki skorður og mótuð verði ekki af hefðbundnum stjórnarháttum. ... Bókin bar upphaflega titilinn La fin de la démocratie. ... Guéhenno tekst ekki að færa sönnur á mál sitt. ... Það, sem nú er á dagskrá, er ekki hvort þjóðríki eigi framtíð fyrir höndum, heldur lögmæti þess, svömn þess við tímans kröfum og dugur þess." ■ * V ♦ ♦ 64 ÁKD7 DT72 863 A V ♦ * 83 954 86543 T54 N V A S ♦ ♦ ♦ K752 T862 KG9 96 ADGT9 G3 AKDG2 Til að missa ekki valdið á tromplitnum er nauðsynlegt að fara í trompið áður en laufi er spilað. Spaðadrottningin er lát- in rúlla og ef hún er drepin, verst spaðaáttan í blindum trompstyttingi. Engu máli skiptir hvort austur dúkkar. y 9864 * 842 * 0542 Á2 N S * ÁKDGT * ÁK6 ! ÁK98 8 Ester Gígja Guðmundsdóttir Ester Guðmundsdóttir andaðist á Landspítalanum fóstudaginn 22. mars síðastliðinn. Hún var jarð- sungin í kyrrþey laugardaginn 30. mars frá Hveragerðiskirkju. Ester fœddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 19. mars 1932. Foreldrar hennar voru Jóhanna Ingibjörg Bjömsdóttir og Guðmundur Andrés- son, dýralœknir á Sauðárkróki. Móðir hennar var dóttir Bjöms Bjömssonar frá Kolgröf í Lýtings- staðahreppi í Skagafrði og Margrét- ar Sigurðardóttur frá Skeggsstöðum í Svartárdal í A.-Hún. Guðmundur faðir Esterar var sonur Andrésar Pét- urssonar, bónda á Öldubakka á Skaga og víðar, Jónssonar prests Mikaelssonar, ogseinni konuPéturs, Lilju Gottskálksdóttur, en móðir Guðmundar var Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Eftirlifandi maður Esterar er Ár- mann Kristjánsson og eignuðust þau fjögur böm: Rögnvaldur Rúnar Dalmann f. 1957, Kristín Inga f. 1962, drengur sem lést fyrir skím sama ár, oglngólfur Ómarf. 1966. Tvö böm átti Ester fyrir: Kolbjörg Margrétf. 1951 og Haraldur Ingiþór f. 1954. Á heimili þeirra hjóna ólst upp dótturdóttir þeirra, Bryndís Ár- nýf. 1987. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guöm.) Hún mamma er látin um aldur fram. Þó að vib höfum gert okkur grein fyrir því síðustu mánuði að þab stefndi hraðbyri í þessa átt, þá trúðum vib því innst inni að hún mundi sigrast á þeim vágesti, sem að lokum sigraði hana þrátt fyrir að ekki væri um neina uppgjöf að ræba. Þegar við hugsum til baka hellast minningarnar yfir, því engu að síður verður hún ávallt snarlifandi í hugskotum okkar. Minningin um mömmu er tengd lífsorku hennar og krafti, sem streymdi úr sál hennar inn í um- hverfið hvar sem hún fór. Ester ólst upp að mestu hjá fóst- t MINNING urforeldrum sínum, þeim Gub- mundi Eiríkssyni og Björgu Jóns- dóttur, en þau bjuggu að Breiða- gerbi í Lýtingsstaðahreppi. Eftir ab barnaskóla lauk fór hún í ung- lingaskóla á Sauöárkróki og lauk hún þaðan námi með ágætis ein- kunnum. Ester var tvo vetur á húsmæðraskóla á Löngumýri í Skagafirði hjá Ingibjörgu Jó- hannsdóttur. Ester hafði búsetu lengst af á Sauðárkróki fyrir utan fjögur ár sem þau hjón bjuggu í Hafnarfirði. Árið 1994 fluttu þau til Hveragerðis þar sem hún bjó til hinsta dags. Ester var lengst af húsmóbir, fyrir utan sex ár er hún vann við fiskvinnslustörf á Sauðárkróki. Ester var fyrirmyndar húsmóðir, skörungur í skapi og sá vel um sinn þátt innan sem utan heimil- isins. Hún var úrræbagóð, kjark- mikil og vel fylgin sér, en tilfinn- inganæm og hjartalagiö gott. Börn löðuðust að henni og í hópi bestu vina hennar voru jafnan einhverjir af yngri kynslóðinni. Hún var hannyrðakona mikil og hafði yndi af ab sauma út myndir og eins ab prjóna. Blómum unni hún afar heitt, enda ber heimili þeirra hjóna þess vott. Ester var meb afbrigðum greind kona, hag- orð og ritfær vel og hafði fallega rithönd. Eftir hana liggja nokkrar greinar og stökur í tímaritum og blöbum. Að lokum viljum við færa henni hjartans þakkir fyrir stórar andlegar gjafir til okkar allra. Guð blessi og umvefji þig alla tíð. Nú kveðjum við þig í síðasta sinn, ó mamma elskulega, með söknuði og sánim trega. Og lítum yfir liðna tíð. Við fáum ei þakkað, mamma mín, hve mikið hjálpfús hugsjón þín létti oss marga þraut og stríð. (Ing.Ó.Á.) Fyrir mína hönd, pabba og systkina minna. Ingólfur Ómar Ámiannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.