Tíminn - 16.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1996, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 16. apríl 1996 Tíminn spyr... Ertu sammála forsætisráðherra ab þab orki tvímælis ab forseta- embættib skuli vera þjóbkjörib? l'ór Whitehead prófessor í sagnfræbi: Nei, ég er alfariö ósammála því sjónarmiði. Ég tel helsta hlutverk forsetaembættisins að vera samein- ingartákn þjóðarinnar og því er nauösynlegt að forsetinn sé þjóð- kjörinn. Heiti embættisins var rætt á sínum tíma, hvort það ætti að vera Forseti íslands eða Forseti lýð- veldisins. Fólk talar nú stundum um Forseta lýðveldisins sem er rangnefni, embættið heitir Forseti íslands og felur í sér merkinguna: embætti sem þjóðin veitir. Reyndar finnst mér að breyta ætti reglunum þannig aö ætíð yröi tryggt að forsetinn nyti meirihluta- fylgis. Ef hann nyti ekki meirihluta í 1. lotu færi fram önnur lota. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmabur: Já, ég er sammála honum um þetta. Það er reyndar hugsanlegt að þab mætti skoða tilvist þessa emb- ættis yfir höfub. Ef valdsviðiö verð- ur í óbreyttri mynd frá því sem nú er, þá orkar að mínum dómi tví- mælis hvort ástæða er til að vera meb almennar kosningar til þess. Það gæti alveg eins komið til greina ab Alþingi kysi forsetann — án þess ab ég sé að segja að það eigi endi- lega að gera þá breytingu. En þetta er atriði sem ásamt öðrum má vel endurskoöa varöandi þetta emb- ætti. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent í stjórnmálafræbi: Spurningin er ekki alveg ná- kvæm. Ég er sammála forsætisráð- herra um það, að umdeilanlegt sé, að þjóðkjörib sé í valdalítið emb- ætti eins og forsetaembættið. Um hvab eiga þá kosningarnar að snú- ast? Annars eru yfirlýsingar sumra frambjóbenda mjög sérkennilegar og sýna lítinn skilning á ebli og hlutverki forsetaembættisins. OWí, ölvun og öldrun einkenni þeirra fótgangenda sem oftast eru eknir nibur: Aldraöir verða flestir fyrir bílum á gangbrautum Hundrab Reykvíkingar komu á Slysadeild eftir ab hafa orbib gangandi fyrir bíl á árinu 1994. Hópurinn var þó töluvert sund- urleitur, eftir aldri og aðstæðum. Á börn er aðallega ekið í íbúða- götum og bílastæðum. Varðandi unga fólkið þótti einkennandi hve margir slösuðust að nætur- lagi í miðbænum. Helmingur allra þeirra 15- 64 ára sem urðu fyrir bíl voru ölvaðir. Eldri borgar- ar voru hins vegar flestir eknir niður á gangbrautum yfir stórar umferðargötur. Frá rannsókn slysa á gangandi vegfarendum sem verða fyrir bíl segir Karl Kristjánsson á Slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur í ágripi í Læknablaðinu (4. tbl. 96). Rannsóknina segir hann hluta af rannsókn á vegum Slysavarnar- ráðs á umferöarslysum Reykvík- inga 1994. Það ár voru skráð 100 slys á gangandi fólki sem varð fyr- ir bílum, 54 körlum og 46 kon- um. Þriðjungur hópsins voru börn og unglingar yngri en 15 ára. Um helmingur þeirra voru á aldrinum 5-9 ára og algengast að þau yrðu fyrir bílum á íbúöagötum eða bílastæðum. Þrjú börn vom lögð inn af völdum slíkra slysa. Nærri helmingur (46) þeirra sem ekið var á var á aldrinum 15- 64 ára, en þar af voru 15-30 ára í meirihluta. Einkennandi þótti hve margir á þeim aldri slösuðust að næturlagi í miðbænum. Alls urðu þannig 14 slys á þrem göt- um í miðbænum: Lækjargötu, Hverfisgötu og Tryggvagötu, eða um þriðjungur allra þeirra slysa sem varð í 15-64 ára hópnum. Nokkur slysanna urðu þegar fólk hljóp í veg fyrir leigubíla. Áætlað er að áfengi hafi verið a.m.k. meðverkandi þáttur í helmingi (23) slysanna í umræddum al- drusflokki. í hópi 65 ára og eldri slösuðust 21 eftir að verða fyrir bíl, en af þeim þurfti að leggja helminginn inn á spítala. Meirihluti þeirra sem slösuðust í þessum aldurs- hópi (60%) var ekinn niður á gangbrautum yfir stórar umferð- argötur. Greinarhöfundur vekur athygli á að gangbrautir yfir stórar um- ferðargötur geti verið allt að 25 metra langar, en tími á ljósum sé oft aðeins um 20 sekúndur. Til að ná yfir á þeim tíma þyrfti göngu- hraði að vera a.m.k. 1,2 m/sek, en fæstir aldraðir nái þeim göngu- hraða. í ljósi þess hvað gangandi fólk sem verður fyrir bílum er að ýmsu Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurbsson píanóleikarar leika saman á tónleikum fyrir tvö píanó í ís- lensku óperunni kl. 20.30. Tónleikarnir eru á vegum Styrktarfélags íslensku óper- unnar en á efnisskránni verða mörg þekktustu verk sem samin hafa verið fyrir tvö píanó: Són- ata í D-dúr eftir Mozart, Fantas- ia í f-moll eftir Schubert, Scar- leyti sundurleitur hópur, algeng- ustu slysstaðir mismunandi eftir aldurshópum (íbúðagötur, mið- bærinn og umferðargötur) og meðverkandi þættir sömuleiðis (óvitaskapur, ölvun og hægari hreyfingar) segir greinarhöfundur að fyrirbyggjandi aðgerðir verði að beinast að ólíkum þáttum eigi þær að skila árangri. amouche eftir Darus Milhaud og Consertino eftir Shjostako- vitsj. Sjaldgæft er að tveir píanó- leikarar komi saman til tón- leikahalds hér á landi og verða þessir tónleikar því að teljast til helstu tónlistarviðburða ársins enda eru Steinunn og Þorsteinn tveir af okkar bestu píanóleikur- um. | Sagt var... Hvern skyldi Davíb hafa í huga? „Á sama hátt getur einhver forseta- frambjó&andi til a& mynda haft þaö sér helst til ágætis að hafa verið á móti húsum. Eftir að hann eða hún væri orðinn forseti mundi hann væntanlega halda því áfram að vera á móti húsum en kannski myndi sú reynsla nýtast viðkomandi í forseta- embættinu." Segir Davíb Oddsson forsætisrá&herra í Mogganum. Skemmtilegt þetta hann/hún. Framandi umræ&ur „Umræðan um forsetaembættið og þær forsendur sem þessir kandidatar eru að tala um, eru mér mjög fram- andi..." Segir Davíb ennfremur. Gó&i kallinn skjótandi bíbí „Maður reynir að segja við börnin að löggan sé góði kallinn en svo stend- ur hún fyrir framan þau og skýtur bí- bí. Þetta nær ekki nokkurri átt. Börn- in voru í sjokki." Segir kona í DV en börn hennar urbu vitni ab því ab löggan aflífabi lemstr- aba gæs. Hagna&inum ætí& eytt fyrir- fram „Upphlaupið í þjóðfélaginu vegna já- kvæðrar niðurstöðu þorskveiðirallsins sýnir, hversu lítib þanþol þjóðin hef- ur. Hvenær sem glæta sést í einhverj- um búskap, eru menn roknir upp til handa og fóta til að eyða hagnaðin- um fyrirfram. Biblund og úthald eru í lágmarki." Jónas Kristjánsson í leibara DV. Ekki fæddur snillingur „Mabur er ekki fæddur snillingur þó ég sé það núna." Hafsteinn Austmann kemst svo skemmtilega ab orbi í laugardagsblabi Moggans. Sælir eru hógværir ... Eftir vibtal Moggans við Davíð Odd- son um helgina þar sem Davíð baunaði á frambjóðendur út og suð- ur varb þessi vísa til uppi í Háskóla ís- lands, en í pottinum fékkst hún ekki februð á annan hátt en ab höfundur skrifaði UNA undir kvebskpinn. Þó er Ijóst ab UNA tengist verkfræðideild- inni og vísan er svona: Hann þjáöist af alis konar óvissu og ótta svo aö Óli og Cunnurnar rák'ann á fiótta. Enda iúffaöi Dabbi landsfööurpabbi. Þau eru súr, hann sagöi meö þótta. • Þab er ekki að spyrja að því að menn eru fljótir ab sta&setja hugsanlega frambjóbendur til forseta með flokks- pólitískum hætti. Nú hefur verið upplýst að þeir Pétur Kr. Hafstein og Ólafur Egilsson njóti sérstakrar náðar afla í Sjálfstæbisflokknum sem af ýmsum ástæbum telja sig ekki geta stutt flokkssystur sína Guðrúnu Pétursdóttur. Guðmundur Eiríksson er hins vegar sagður njóta sérstakrar velvildar Halldórs Ásgrímssonar til embættisins ... • Forsetaframboð af hálfu Péturs Kr. Hafsteins, hæstaréttardómara, kom nokkub á óvænt um helgina. í heitu pottunum á mánudagsmorgun voru menn auðvitað búnir ab finna ákjós- anlegan kosningastjóra fyrir Pétur. Menn segja ab þab verði Stefán Jón Hafstein, fjölmiblungurinn gób- kunni. Þeir Stefán Jón og Pétur eru bræðrasynir, Stefán sonur Hannesar Hafstein sem rak Slysavarnafélagið, og Pétur sonur Jóhanns heitins Haf- stein, fyrrum forsætisráðherra. Tveir píanóleik- arar spila saman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.