Tíminn - 16.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.04.1996, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. apríl 1996 7 Samningur UNESCO um verndun alþjóölegrar menningar- og náttúruarfleifbar kynntur á málþingi: Hluti af sameiginleg- um arfi mannkyns Fáir alþjó&legir samningar hafa haft jafn mikil áhrif á jafn stuttum tíma og samn- ingur Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um vemdun alþjóð- legrar menningar- og náttúm- arfleiföar, að mati Federicos Mayor, aðalframkvæmda- stjóra UNESCO. ísland var 146. aðildarland UNESCO til að staðfesta samninginn í mars sl., en samningurinn var samþykktur á aðalþingi UN- ESCO árið 1972. Samningurinn um verndun alþjóðlegrar menningar- og náttúruarfleifðar er einstakur að því leyti að með honum er í fyrsta sinn sameinuð náttúru- vernd og verndun menningar- verðmæta. Markmið samnings- ins er um leið að stuðla að friði og sjálfbærri þróun. Federico Mayor, aðalfram- kvæmdastjóri UNESCO kom í opinbera heimsókn hingað til lands á fimmtudag og dvaldist hér í tvo daga. Mayor ávarpaði málþing um samninginn, sem haldið var á vegum mennta- málaráðuneytisins í Viðeyjar- stofu á föstudag. í máli Mayors kom fram að samkvæmt samningnum er litið svo á að menningar- og náttúru- arfleifð sé hluti af sameiginleg- um arfi mannkyns og það sé Björn Bjarnason og Federico Mayor, abalframkvœmdastjóri UNESCO. Tímamynd CS sameiginlegt verkefni þjóða heims að vernda hana. Hvert aðildarríki skuldbindur sig til að gera allt sem í þess valdi stendur til að vernda þá menningar- og náttúruarfleifð, sem er innan þess landsvæðis, en um leið er komið á alþjóðlegu kerfi sam- vinnu og aðstoðar sem miðar að því að styrkja aðildarríkin til að varöveita og skilgreina þessa arf- leifð. Menningarleg verðmæti felast ekki eingöngu í fögrum bygg- ingum eða öðrum efnislegum minnisvörðum, aö mati May- ors. Hann segir ekki síður mikil- vægt að varðveita menningar- lega þætti eins og tungumál, tónlist, þjóðdansa og fleiri þætti sem kynslóðirnar hafa tekið í arf hver frá annarri. Það er einmitt þessi menningarlegi fjölbreyti- leiki sem Mayor leggur áherslu á að við varðveitum. Þótt samn- ingurinn sé alþjóðlegur og fjalli um sameiginlegan arf mann- kyns, felist í honum skylda til að varðveita menningu allra minnihlutahópa og þjóða. Samkvæmt samningnum semur sérstök milliríkjanefnd skrá yfir einstæð mannvirki, sögustaði og náttúruminjar, sem telja megi svo merk að þau beri að viöurkenna sem hluta af sameiginlegum arfi mannkyns á jörðu. Nú eru 469 slíkir staðir í 99 löndum á skránni. Nefndin heldur einnig sérstaka „skrá yfir alþjóðlega arfleifð í hættu", en það eru þau verðmæti á fyrri listanum sem gera þarf stór- felldar aðgerðir til að vernda. Mayor fagnaði því að íslend- ingar hefðu staðfest samning- inn. Hann sagði að á íslandi væru mörg náttúruverðmæti, sem hann hefði trú á að yrðu í framtíðinni á heimsminja- skránni. í þessu sambandi nefndi hann þjóðgarðinn í Skaftafelli sérstaklega. Mayor lagði áherslu á að í starfi sem þessu væru engin ríki smá eða stór, heldur skipti mestu máli hvað hvert ríki legði af mörkum til varðveislu arfleifðarinnar. -GBK Menningarhand- bókin sækir á Menningarhandbók, sem dreift hefur verib á hvert heimili í Reykja- vík, hefur nú komið út í hálft ár. Nú verður sú breyting á að eftir- leiöis munu tvö blöð undir nafni Menningarhandbókarinnar koma út. Annars vegar vandað 32-48 bls. rit, sem er nú til sölu á öllum blað- sölustöðum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og veröur það einnig boð- ið í áskrift. í þeirri útgáfu er ætlunin að verði spennandi umfjöllun um ýmislegt sem er að gerast í menn- ingu, mannlífi og listum auk pistla, viðtala og gagnrýni. Auk þess kemur út handbók í dagblaðaformi undir nafninu Efst á baugi, sem borið verður inn á hvert heimili mánaðarlega. Þar verður yf- irlit yfir helstu uppákomur í menn- ingarlífinu og fylgir því ítarlegt menningardagatal. ■ Ljós til a& mála nóttina Út er komin fimmta frumsamda ljóðabók Óskars Árna Óskarssonar. Bókin, Ljós til að mála nóttina, skipt- ist í þrjá hluta; tveir þeirra saman- standa af sjálfstæðum ljóðum, en sá þriðji og síðasti er ljóðaflokkurinn Vegamyndir. Skáldinu verður nú sem fyrr margt að yrkisefni, en ein- kenni þessarar bókar er ef til vill sér- stakt nostur við hið smágerða í líf- inu og spurningin: hvað er stórt og hvað er smátt? Óskar Árni hefur fengist nokkuð við ljóðaþýðingar, einkum á jap- önskum hækum. Ljós til að tnála nóttina kostar kr. 1680. ■ Abalreglur lýbrcebislegra hefba þverbrotnar í frumvarpi um breyting- ar á vinnulöggjöfinni. Rafibnabarsambandib: Gatan gengin fyrir Vinnu- veitendasamband íslands Verkalýbsfélagiö Eining ályktar gegn fyrirhugubum breytingum á vinnulöggjöfinni: Stefna hægri aflanna verði brotin á bak aftur Frumvarp til laga um breyt- ingar á vinnulöggjöfinni er alvarleg aðför að innri mál- efnum stéttarfélaga, þar sem vegið er að fulltrúalýðræði þeirra. Þá er frumvarpiö í beinni andstöðu við sam- þykktir Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar og reglur lýðræðislegra hefða þver- brotnar, enda sé með frum- varpinu veriö að ganga götu sjónarmiða VSÍ í málefnum vinnumarkaðarins. Þetta kemur m.a. fram í sam- eiginlegri umsögn aðildarfé- laga Rafiðnaðarsambands ís- lands til félagsmálanefndar Al- þingis um frumvarp til breyt- inga á vinnulöggjöfinni. Þar er einnig ítrekuð sú krafa verka- lýðshreyfingar að frumvarpið verði dregið til baka og aðilar vinnumarkaðarins fái að semja um þessi mál án af- skipta ríkisvaldsins. í umsögninni er m.a. bent á að fulltrúalýðræðið innan verkalýðshreyfingarinnar sé samskonar lýðræði og viðhaft er t.d. á Alþingi. Af þeim sök- um sé það með öllu óásættan- legt að ætla að afnema það og gera fámennar samninga- nefndir að æðstu stofnunum um kjarasamninga, þ.e. að koma á samskonar einræði og ríkir í þeim efnum hjá VSÍ. Þá er mótmælt þeirri fyrirætlan að stórauka völd sáttasemjara og er það talið hættulegt lýð- ræðislegu samfélagi. Aðildarfélög Rafiðnaðarsam- bandsins minna á aö þau hafa um árabil staðið að gerð vinnustaðasamninga. Með frumvarpinu sé hinsvegar gerð tilraun til að brjóta vinnu- staðasamninga niður með því að sum félög verða lögvernd- uð umfram önnur og fyrirsjá- anlegt að þau vinnustaðafélög sem verða stofnuð verða bæði lítil og veik. -grh „Þessari árás félagsmálaráð- herra verður íslenskt launa- fólk að svara af fullri hörku og brjóta aftur stefnu hægri afl- anna í landinu. Fundurinn hvetur allt launafólk til að standa saman gegn þessari árás," segir í ályktun aðal- fundar verkalýðsfélagsins Ein- ingar. Aðalfundurinn, sem fór fram fyrir helgina, mótmælir harð- lega skerðingu valds félags- manna einstakra stéttarfélaga til afgreiðslu kjarasamninga, boö- un verkfalla og ekki síst að fé- lögin verði klofin niður í lítil vinnustaðafélög. Jafnframt skorar fundurinn á þingmenn kjördæmisins að gera kjósend- um skýra grein fyrir afstöðu sinni til frumvarps félagsmála- ráðherra um breytingar á vinnulöggjöfinni, þannig að launafólk eigi auðveldara með að gera upp hug sinn í næstu kosningum. Aðilar í Einingu eru nú 4.193 talsins og aukafélagar 822, eða alls 5015. Félögum hefur fjölgað um 227 milli aðalfunda. Stjórn félagsins er þannig skipuð að Björn Snæbjörnsson er formað- ur, Matthildur Sigurjónsdóttir varaformaður, Ólöf Guðmunds- dóttir ritari, Erna Magnúsdóttir gjaldkeri og Hilmir Helgason, Sigurður Búason og Sigríður Rut Pálsdóttir eru meðstjórnendur. -BÞ Vörugjald ablagab kröfum EFTA: Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði lækkuð á móti Gert er ráð fyrir að tekjur rík- issjóðs muni lækka um 450 milljónir króna viö breytingu á lögum um vörugjaíd, en frumvarp þess efnis liggur nú fyrir Alþingi. Frumvarpið er fram komið vegna athugasemda Eftirlits- stofnunar EFTA um innheimtu vörugjalds hér á landi. Þau at- riði, sem Eftirlitsstofnunin gerði ákveðnar athugasemdir við, eru sérstakt 25% álag á gjaldstofn innfluttrar vöru og mismun- andi greiðslufrestur á vörugjaldi á innfluttum vörum og inn- lendum framleiðsluvörum. í framhaldi af athugasemdum sínum kærbi Eftirlitsstofnunin málið til EFTA-dómstólsins. Til að mæta því tekjutapi, er ríkis- sjóður mun verða fyrir vegna breytinga á vörugjaldi, verður dregið úr endurgreiðslu á virðis- aukaskatti vegna vinnu við íbúðarhúsnæði sem nemur sambærilegri fjárhæð, og liggur frumvarp um það efni einnig fyrir Alþingi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði verði 60% í stað 100%. Frumvarpið um vörugjaldið felur í sér að magngjald verði lagt á sælgæti, drykkjarvörur, sykur og fleiri matvæli og að gjaldið reiknist sem krónur á hvert kílógramm eða á hvern lítra vörunnar, í stað þess verð- gjalds sem nú er lagt á. Fjárhæð gjaldsins verður miðub við að gjald á þessar vörur lækki að jafnaði. Þá kemur magngjald einnig í stab vörugjalds á hjól- barða og einangrunarefni. Vörugjald verður fellt niður af nokkrum vöruflokkum, gjald sem lagt er á ýmsar vörur, sem nú bera vörugjald, verður sam- ræmt og gjaldflokkum fækkab. Verbgjald verður framvegis reiknað af tollverði innfluttrar vöru og verksmiðjuverði inn- lendrar vöru. Þá verður frestur á greiðslu vörugjalds hinn sami vegna innfluttrar vöm og inn- lendrar framleiðslu. í greinargerð með frumvarp- inu segir að ríkisstjórnin stefni að frekari lækkun vörugjalda, eba um 350 milljónir króna, í tengslum við samræmingu á tryggingargjaldi á milli atvinnu- greina, sem ríkisstjórnin mun undirbúa á næstunni og koma mun til framkvæmda á næstu árum. í þeim áfanga er reiknað með frekari lækkun magn- gjalda, lækkun hæstu flokka verðgjalds og að vörugjalds- skyldum vörum fækki. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.