Tíminn - 16.04.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1996, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. apríl 1996 9 PjETUR SIGURÐSSON Samkeppnin um stóru tipparana í íslenskum getraunum er hörö milli íþróttafélaga og fleiri aöila. Sumir standa jafnvei fyrir utan íþróttahreyfinguna, eins og Bridgesambandiö: Geymdar ávísanir, und- irbob og afslættir Samkvæmt heimildum Tímans er eitthvaö um ab söluaöilar í getraunum, sem selja í gegnum PC-tölvur, gefi umtalsveröa af- slætti til vibskiptavina sinna, auk þess sem ávísanir fyrir há- ar fjárhæbir eru geymdar. Einn þessara aöila er, samkvæmt heimildum Tímans, Bridgesam- band íslands. Sigurbur Baldurs- son, framkvæmdastjóri ís- lenskra getrauna, segir þetta mjög slæmt. Hann segir þab af- ar óeðlilegt ab gefnir séu af- slættir, sem geti skekkt þær töl- ur mjög sem gefnar eru upp sem greibslur til íþróttafélag- anna, auk þess sem stórhættu- legt sé ab geyma ávísanir, eins og dæmin reyndar sanni. Til að hafa áheitanúmer innan kerfis íslenskra getrauna þarf við- komandi félag að vera innan vé- banda ÍSÍ eða UMFÍ, og fær við- komandi félag 15% upphæöar- innar, sem tippað er fyrir, sem áheit. Ef viðkomandi félag sér einnig um.söluna, í gegnum Lottó- kassa eða PC-tölvu, bætist 10% söluþóknun við og er heild- arhlutur viðkomandi félags orð- inn 25%. Eitt af þeim félögum, sem nefnd hafa veriö í þessu sam- bandi, er Bridgesamband íslands, sem þó er hvorki innan vébanda ÍSÍ né UMFÍ. Samkvæmt heimild- um blaðsins hefur BSÍ gert samn- ing við Siglingaklúbbinn Brokey um sölu á getraunum í gegnum PC-tölvu, en Tímanum er ekki kunnugt um innihald samnings- ins. Undanfarin misseri hefur Alþjóða knattspyrnusamband- ið, FIFA, hefur ákveðið að breyta starfsheitinu línuvörður og munu þeir í framtíðinni heita aðstoðardómarar. Sam- það verið ljóst að margir stórir tipparar hafa fært sig til þeirra, þar sem Bridgesambandið hefur boðið góða afslætti af þóknun sinni, auk þess sem ávísanir hafi verib geymdar. Sigurður Baldursson segir í raun ekkert við því að gera að að- ilar eins og Bridgesambandið geri samning við aðila innan ÍSÍ eða UMFÍ um sölu fyrir hönd þeirra. „í raun og veru er dálítið erfitt fyrir okkur að fást við þetta. Við höfum verið að spá í það hérna, hvort hægt sé ab gera eitthvað í þessu, en látið málið eiga sig eins og staðan er. Ég geri væntanlega hliða því hefur starfslýsingu þeirra verið breytt til að auka hlutverk þeirra í leiknum í þá átt að þeir dæmi meira með dómara leiksins. ■ ráð fyrir að Siglingaklúbburinn fái eitthvað í sinn hlut einnig, en ég þekki ekki þann samning." Varðandi afslættina, segir Sig- urður að verið sé aö vinna að nýju fyrirkomulagi, sem tekið verður í notkun næsta haust, til þess að uppræta afslætti af sölu á getraunum. „Okkur finnst dálítið sárt að halda úti starfsemi og álíta að við séum að útvega íþróttahreyfingunni svo og svo mikið fjármagn, og síðan er það í raun allt önnur tala sem félögin fá." Næsta vetur mun verða gerður samningur á milli íslenskra get- rauna og félaganna, þar sem samningurinn er gerður við aðal- stjórnir félaganna. Samningarnir verða mjög skilyrtir, sem þýðir í raun að Islenskar getraunir munu velja mjög vandlega úr þá sem fá áheitanúmer og leyfi til að selja. „Þá munum við, ef við teljum að eitthvað misjafnt sé í gangi hjá viðkomandi félagi og þeim samningi sem gerður er þegar viðkomandi fær forrit til að selja, loka á viðkomandi. Viö munum að sjálfsögðu reyna að gera þetta sársaukalaust fyrir alla, en engu að síður sýna aðeins meiri hörku í þessum viðskiptum." Eins og áður sagði er einnig talsvert um að söluaöilar séu að geyma ávísanir fyrir viðskipta- vini sína. Sigurður segir að und- anfarin 4-5 ár hafi starfsfólk ís- lenskra getrauna sífellt verið að vara við því að söluaðilar geymi ávísanir. Samanber málið sem kom upp á dögunum varðandi sölu á Lengjunni til Háskóla- hópsins svokallaða, þá er mikil hætta á því að ekki sé innistæða fyrir þessum ávísunum, þar sem í mörgum tilfellum er verið ab ávísa á hugsanlega vinninga, sem ekki líta síðan dagsins ljós og þá eru engir fjármunir til fyrir ávís- uninni. Tíminn hafði samband við framkvæmdastjóra Bridgesam- bandsins vegna þessa máls, en hún sagðist ekkert vita um mál- ið. Getraunasalan væri í höndum annarra abila innan Bridgesam- bandsins. Knattspyrna: Aðstobardómarar í stað línuvarða Molar... ... Knattspyrnulib Þórs frá Ak- ureyri var á dögunum statt í Hollandi vib keppni og æfing- ar, þar sem liðið lék við nokkur þarlend lið. í einum leiknum, vib lið úr neðri deildum, flaut- aði dómarinn leikinn skyndi- lega af, þegar stundarfjórðung- ur var eftir af síöari hálfleik. Ástæðuna fyrir því ku dómar- inn hafa sagt vera ab Þórsliðið ætti ekkert skylt við knatt- spyrnulið og að hann nennti ekki að standa í þessari vitleysu. Ekki seljum við þetta þó dýrara en vib keyptum það. ... Lokahóf handknattleiks- manna verður haldið í íþrótta- mibstöbinni á Seltjarnarnesi 20. þessa mánaðar og er það handknattleiksdeild Gróttu sem sér um framkvæmd hófsins. Að loknu glæsilegu borðhaldi, þar sem boðið verður upp á heitt og kalt hlaðborb, og verð- launaafhendingu, verður stig- inn dans undir tónlist Stefáns Hilmarssonar og Milljónamær- inganna. ... Birgir Guðbjörnsson hefur verið endurrábinn þjálfari Breiðabliks í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Birgir náði frá- bærum árangri meb liðib í vet- ur og það náði að halda sér í deildinni, þrátt fyrir spár um að liðib myndi falla lóbbeint í 1. deild að nýju. Breiðablik var þab lib sem kom mest á óvart í vetur. ... Manchester Utd steinlá fýrir Southampton í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu um helgina, 3-1. Staðan í hálfleik var 3-0, Southampton í vil. Þab vakti athygli ab leikmenn Man. Utd léku í gráum peysum í fyrri hálfleik, en skiptu yfir í bláar og hvítar í þeim síbari. Libið hefur aldrei unnið leik í gráu peysun- um og því freistuðu Manchest- ermenn þess að snúa leiknum sér í vil með því að skipta um peysur, en þær áætlanir brugð- ust. Líklega leika þeir aldrei aft- ur í gráu peysunum. ... 39. ársþing HSÍ mun fara fram dagana 15.-16. maí næst- komandi og verbur það að þessu sinni haldið ab Hlíðar- enda í Reykjavík, heimavelli Valsmanna. Helstu mál þings- ins er afkoman á síðasta ári og kosning nýs formanns. Þjálfari Ajax um síöari viöureign liösins viö Panat- hinaikos í undanúrslitum Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu: „Eigum aöeins 30% möguleika á sigri" Þjálfari hollensku meistar- anna Ajax frá Amsterdam, Louis van Gaal, telur að lið hans eigi aðeins 30% mögu- leika á að sigra gríska libið Panathinaikos frá Aþenu, en gríska liðið sigraði í fyrri vib- ureign liðanna í Amsterdam, 1-0. Síbari leikurinn fer fram í Aþenu á morgun. Samanlagb- ur sigurvegari úr vibureign- unum tveimur mætir líklega Juventus í úrslitaleik í Róm í næsta mánubi. Ástæðuna fyrir svartsýni sinni segir van Gaal vera mikið álag á leikmönnum sínum í vetur og þeir séu hreinlega á síðustu dropunum margir þverjir. „Þetta er líklega bara búið. Viö erum orðnir eldsneyt- islausir. Þetta hefur verið erfitt tímabil, sem einkennst hefur af miklum meiöslum. Þetta verður erfiður leikur, en við munum þó gera okkar besta til að kom- ast í úrslitin," sagði van Gaal í gær. ■ Vélfneðingur... I Vélfræðingur hefur lokið 208 námseininga bóklegu námi, að viðbættu sveinsprófi í viðurkenndri málmiðnaðargrein, en til samanburðar má nefna að almennt stúdentspróf • • • er 140 námseiningar. er vel menntaður Við skiptum við n SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Borgartúni 18,105 Reykjavík sími 552 5252 Síðumúla 1,105 Reykjavík sími 588 5353 Rofabæ 39,110 Reykjavík sími 567 7788 Vélfræðingur hefur sérþekkingu á vél- og rafsviði, kælitækni, tölvu-, stýri- og stillitækni svo eitthvað sé nefnt. Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: Vélstjórafélag íslands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.