Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 2
Mibvikudagur 17. apríl 1996 Háir þab Hafrannsóknarstofn- un a& vera of nátengd pólit- ísku valdi? Halldór Arnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar „Ég tel þaö ekki vera. Menn verða auðvitað að vera vakandi fyrir því að hún sé sjálfstæð en ég hef ekki getað merkt á hennar störfum annað en að svo sé." Kristján Þórarinsson, stofhvistfræbingur LÍÚ „Þeir sem segja svona nokkuð ættu að rifja upp söguna. Haf- rannsóknarstofnun hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að gefa þau ráö sem helst hefðu hentað ráðamönnum hvers tíma. Ýmsir óábyrgir alþingismenn hafa oft kvartað hátt þegar stofnunin hef- ur kvatt þá til að standa vörð um fjöregg þjóðarinnar. Ég held að spurningin snúi hinu raunveru- lega samhengi hlutanna á haus. Samhengið er akkúrat öfugt: Það slær á pólitíska tækisfæris- mennsku að tengja ákvarðanir um auðlindanýtingu við vísinda- legan raunveruleika og það kann að há sumum stjórnmálamönn- um." Gísli Pálsson, prófessor í mann- fræbi vi& H.í. og höfundur bók- arinnar Sambúð manns og sjáv- ar „Svar mitt er jákvætt. Það er eng- in ástæða til að kasta rýrð á ágæta starfsmenn Hafrannsóknarstofn- unar en ég held að margt hefði far- ið á annan og betri veg ef ákveðið hefði verið í upphafi að stofnunin nyti akademísks frelsis á borð við það frelsi sem háskólastofnanir njóta yfirleitt í stað þess að spyrða hana við framkvæmdavaldið. Vís- indamenn era óhjákvæmilega partur af því samfélagi sem elur þá en jafn náin tengsl og hér er um að ræða á milli framkvæmdavalds og rannsókna leiða óhjákvæmilega til tregðu og stöðnunar. Frjáls og óheft umræða er forsenda framfara í vísindum." Húsnœöisstofnun kannast ekki vib vinnureglu um ab fyrsti vaxtadag- ur húsbréfalána mibist vib dagsetningu kauptilbobs: Mönnum er frjálst aö semja um vaxtadag Húsnæbisstofnun hefur aldrei gert kröfu um hver fyrsti vaxtadagur af fasteignaveb- bréfi skuli vera enda um frjálsa samninga á milli kaup- enda og seljenda ab ræba, ab sögn yfirmanns Verbbréfa- deildar Húsnæbisstofnunar ríkisins. Formabur Félags fast- eignasala segir fyrsta vaxta- dag mibaban vib dagsetningu kauptilbobs vegna tilmæla frá Húsbréfadeild. Húsnæbis- stofnun segir þau tilmæli aldrei hafa átt ab verba stóri- sannleikur í málinu. Umræða um hver fyrsti vaxta- dagur húsbréfalána eigi að vera hefur skotið upp kollinum öðru hvoru frá því að húsbréfakerfið komst á árið 1989. í reglugerb eru gefnir möguleikar á tveim vaxtadögum, þ.e. þeim degi sem kaup takast eða frá útgáfu- degi þess. Þeir sem hafa fest kaup á íbúð frá því að húsbréfa- kerfið komst á hafa hins vegar flestir þá sögu að segja að þeim hafi ekki verið ljóst að kostur væri á öðrum vaxtadegi en dag- setningu kauptilboðs sem mörgum þykir óeðlilegt. Páll Pétursson félagsmálaráðherra lýsti t.d. þeirri skoðun sinni á Alþingi í fyrradag, eftir fyrir- spurn frá Gísla S. Einarssyni, Al- þýðuflokki. Hann sagðist jafn- framt mundu beita sér fyrir breytingum á þessari „ómak- legu vinnureglu Húsnæðis- stofnunar" eins og Gísli orbaði það. Menn ættu ekki að greiða vexti af fjármunum sem þeir hefðu ekki afnot af. Svo virðist sem rekja megi þá venju að miða fyrsta vaxtadag við þann dag sem kaup takast til tilmæla sem Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar gaf út í upp- hafi, þ.e. árið 1989. Jón Guö- mundsson, formaður Félags fasteignasala, segir fasteignasala enn fylgja þeim tilmælum enda hafi þau aldrei verið dregin til baka. Sigurður Geirsson, yfir- maður Verðbréfadeildar Hús- næðisstofnunar, segir á hinn bóginn að stofnunin hafi aldrei gert kröfu um ákveðinn vaxta- Sjúbídúkemst 1 íEvróvisjon dag og í raun hafi tilmælin öllu heldur verið tillaga. Hann segir ennfremur að fyr- irspurn Gísla S. Einarssonar byggi á misskilningi. „Þetta er ekki vinnuregla hjá okkur heldur er þingmaðurinn að spyrja um frjálsa samninga á milli aðila um íbúðakaup. Að þeim komum við ekki. Þegar menn festa kaup á íbúð gera þeir tilboð um greiðsluskilmála til seljenda íbúðarinnar. Þár með talið tilgreina þeir fast- eignaveðbréf sem þeir ætla að afhenda og seljandi getur síðan skipt fyrir húsbréf. Til að selj- andi viti hvert verðgildi fast- eignaverðbréfsins er verður hann að vita m.a. hvenær bréfið á að byrja að bera vexti. Vegna þessa lögðum við til í upphafi að miðað yrði við þann dag sem kaup takast. Það átti hins vegar aldrei að verða neinn stórisann- leikur í málinu enda höfum við aldrei gert þá kröfu. Það er selj- andinn sem er lánveitandi í þessu sambandi en ekki stofn- unin og þar af leiðandi semur kaupandinn við seljandann um kjörin á þessum bréfum." Sigurður bætir því við að þrátt fyrir ákvæði reglugerðarinnar hafi stofnunin framfylgt þeirri stefnu að hafa í heiðri frjálsan samningsrétt. Mönnum sé því í raun frjálst að semja um hvaða dagsetningu þeir vilja miða við. -GBK Hitaveitan í Skorradal. Haukur bóndi á Vatnsenda: Ég hef aldrei verib á móti hitaveitunni „Ég hef aldrei lýst því nokk- urs stabar yfir ab hitaveitan færi ekki gegnum mitt land. Ég hef alltaf haldib ab ef hún yrbi lögb hér í hreppnum, ab hún yrbi lögb nibur fyrir vatn en ekki yfir vatnib," sagbi Haukur Engilbertsson bóndi á Vatnsenda í Skorra- dal í samtali vib Tímann í gær. Haukur sagði í samtali í gær við Tímann að hann hefði aldrei verið á móti hitaveitu í hreppnum. Hins vegar hefði Davíð hreppstjóri á Grund bor- ið það út að hann (Haukur) hefði sagt fyrir tveim árum að hitaveitan færi ekki yfir Vatns- endalandib. Haukur segist hafa verib að tala um þessi orb Dav- íbs, en ekki ab þetta væri sín skoðun. í samtali vib Tímann í fyrri viku sagbi Haukur Engilberts- son þó orbrétt: „En eins og málin standa í dag þá veröur engin hitaveita lögð hérna að norðanverðu." Þetta tvítók Haukur reyndar. Nú hefur Haukur skipt um skoðun á þjóðþrifamálinu hita- veitu í Skorradal og virðist fremur fagna hitaveitu í hreppnum en hitt og er það vel. -]BP Sagt var... Fátækt er stabreynd Ég legg þetta frumvarp fram vegna þess að ég vil útrýma þeirri fátækt sem hér hefur hreibrab um sig. Fá- tækt finnst hér á landi. Vib getum ekki afneitab þeirri stabreynd." Císli S. Einarsson í Alþýbublabinu. Draumurinn varb ab martröb „Var nema von ab hann [Davíb Oddsson] léti sig dreyma um Álfta- nesib: Cönguferbir meb Tanna, vín- kjallarinn, bjástur vib skáldskap, skemmtilegt partí meb strákunum, ferfalt húrra ... Og nú er þessi draumur orbinn ab martröb: Annabhvort mun köttur Cubrúnar Pétursdóttur rannsaka fjöl- skrúbugt dýralífib eba bindindismab- urinn Olafur Ragnar láta sérfátt um vínkjallarann finnast." Hrafn Jökulsson í Alþýbublabinu. Af sem ábur var ... „Ég get hvorki grátib né hlegib. Þar voru allar hefbir brotnar og skipib látib veiba áfram. Þab var ekki einu sinni skorin varpan aftan úr því. Svo var honum sleppt. Þab var ekki gerb minnsta tilraun til ab stöbva hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem störf okkar eru vanvirt. Hér ábur fyrr var skotib á vibkomandi skip eftir ab þab hafbi fengib vibvörun og lausum skotib verib skotib." Höskuldur Skarphébinsson skipherra h}á Landhelgisgæslunni um abgerbar- leysib gagnvart rússneska landheigis- brjótnum í ÐV. Áramót hjá Islendingum „Ég hugsa ab helst megi líkja útsöl- unni vib söluna fyrir hádegi á gaml- ársdag. Búbin fylltist einn, tveir og þrír og mest seldist fyrstu klukkutím- ana." Einar }ónatansson verslunarstjóri ÁTVR í Mogganum. Ekki þarf meira en 25% verblækkun á vínum sem dags daglega eru ekki keypt, til ab landinn verbl vit- laus. Cub er óhepplnn „Þab virbist Ijóst ab Gub vor hefur í gegnum tíbina verib frekar óheppinn meb fulltrúa sína hér á jörb." Albert Jensen í Mogga. POTTi Talsverð kæti mun nú ríkja í her- búðum Gubrúnar Agnarsdóttur meb framboð Péturs Kr. Haf- stein. Telja menn alveg víst ab Pétur muni fyrst og fremst taka fylgi frá Gubrúnu Péturdóttur frænku sinni og Ijóst er ab margir á Vestfjöröum munu lenda í mikl- um vandræðum meb að gera upp hug sinn. Þannig hefur Gubrún —í gegnum Ólaf mann sinn og kosningabaráttu hans fyrir vestan — eignast marga stuöningsmenn í Vestfjarðakjör- dæmi sem voru ákveðnir í að leggja henni lið. Nú hins vegar þegar Pétur, gamli sýslumabur- inn á svæbinu sem var svo vel liöinn, er kominn íframboð Ifka, munu sumir vilja flytja stuðning sinn yfir á hann. Sama á raunar við víbar um land þótt þetta sé sérstaklega áberandi fyrir vest- an..... • .... Þá telja menn í pottinum deginum Ijósara ab Pétur muni höggva talsverð skörð í raðir þeirra sjálfstæðismanna sem hugbust styðja Olaf Ragnar sem og þá sem hugðust kjósa karl- mann í embættið. Eftir stendur ab sá frambjóbandi sem ekki tap- ar augljóslega á frambobi Péturs er enginn annar en Gubrún Agnarsdóttir....... ¦_________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.