Tíminn - 17.04.1996, Síða 4

Tíminn - 17.04.1996, Síða 4
4 Mi&vikudagur 1 7. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hlutverk forseta íslands Umræður um forsetakosningar fara nú vaxandi, enda fer aö styttast í aö framboösfrestur sé útrunninn. Bollaleggingar um frambjóöendur og ummæli hinna, sem gefiö hafa kost á sér og ekki hafa gefið kost á sér, hafa orðið til þess aö beina kast- ljósinu viö og við aö eðli forsetaembættisins og gildi þess fyr- ir þjóðina og stjórnsýsluna í landinu. Það er vissulega ekki hægt að merkja að hinn eiginlegi kosningaslagur sé hafinn, þótt fjórir frambjóðendur hafi til- kynnt að þeir gefi kost á sér og mjög líklegt er að sá fimmti bætist viö þegar þetta er ritað. Það hefur ekki borið mikið á frambjóðendunum í fjölmiðlum, né yfirlýsingar komið frá þeim sem hafa verið teknar sterkt upp í opinberri umræðu. Forsætisráðherra henti steini í þetta lygna vatn með viðtali í Morgunblaðinu um helgina, en frambjóðendurnir sýndu ýtr- ustu varfærni þegar ummælin voru borin undir þá. Embætti forseta íslands hefur notið mikillar virðingar með þjóðinni allt frá því að forseti var fyrst kjörinn af Alþingi á há- tíðarfundinum á Þingvöllum árið 1944. Á fyrstu árum lýð- veldisins var tekin upp sú regla að forsetinn skyldi vera þjóð- kjörinn og satt að segja hefur lítil umræða verið um að breyta því. Á tímabili komu fram kenningar í stjórnmálum um að sameina forsætisráðherraembættið og forsetaembættið, sem hefði þýtt gjörbreytingar á stjórnskipuninni. Þessar kenning- ar náðu aldrei alvarlegri umræðu. Þeir einstaklingar, sem hafa gegnt embætti forseta íslands, hafa mótað það á farsælan hátt. Þeir fjórir einstaklingar, sem gegnt hafa því, eru ólíkir og breyttar aðstæður í þjóðfélaginu, svo sem hraðvaxandi alþjóðasamskipti, hafa sett sinn svip á embættið nú í seinni tíð, þar sem Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, hefur komið fram fyrir landsins hönd víða um heim við góðan orðstír. Þetta hefur orðið til þess að hugur þjóðarinnar stendur til þess að forsetinn hafi reynslu í al- þjóbamálum. Gott gengi Ólafs Ragnars Grímssonar í skoð- anakönnunum er ekki síst af þessum rótum runnið. Forsetaembættið hefur verið sameiningartákn þjóðarinnar og þeir sem því hafa gegnt hafa risið undir því hlutverki með prýði. Þab er mikilvægt að allir geti sætt sig við forsetann og borið til hans traust og hann sé ekki þátttakandi í stjórnmála- deilum samtímans. Það þýðir vissulega ekki að hann eigi að vera skoðanalaus og eigi að hafa verið fjarri stjórnmálum. Forsetinn getur með breytni sinni og embættisrekstri haft margvísleg áhrif, án þess að þau séu tengd stjórnmálaþrætum dagsins. Þab er alveg ljóst að áherslur Vigdísar Finnbogadóttur um ræktun landsins, uppeldismál og menningarmál hafa haft áhrif í þjóðfélaginu. Nokkur umræða hefur verið um það hlutverk forsetans að staðfesta lög frá Alþingi. Þessi umræða reis hátt er EES-samn- ingurinn var lögfestur, en andstæðingar hans lögðu að forset- anum að skrifa ekki undir lögin og skjóta málinu til þjóbar- innar. Þessu ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetaembættiö hefur aldrei verib beitt. Sú framkvæmd er rétt og skynsamleg. Til þess að beita því þarf að vera um fortakslaust brot á stjórn- arskránni að ræða, eða lagasetningu sem augljóslega samrým- ist ekki lýðræðisþjóðfélagi. Inngrip forseta lýðveldisins í pól- itískar deilur mundu eyðileggja þetta embætti. Nýr forseti lýðveldisins hefur svigrúm til að móta áherslur í embætti sínu innan þess ramma sem stjórnarskráin setur. Hann hefur vald til þess að móta reglur um afhendingu um- boðs til stjórnarmyndunar, en breytingar á embættinu eru bundnar lagasetningu og stjórnarskrá. Breytni forsetans og framganga í embætti og áherslur í málflutningi og ab hann geti verið traust sameiningartákn fyrir þjóðina skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli. Það hlutverk hefur verið rækt með mikilli prýði til þessa. Að öllu þessu athuguðu eru for- setakosningar afar mikilvægar, ekki síbur en aðrar kosningar í landinu, og nauðsyn að þær byggist á góðri kynningu fram- bjóðenda og upplýsandi kosningastarfi. Hvurskonar eiginlega er þetta? Hvab er eiginlega ab gerast í þessu landi? Það eru öll grund- vallarlögmál heilbrigðrar skyn- semi og viðtekinnar venju svo- leiðis þverbrotin, að það stend- ur varla steinn yfir steini í þessu öllu saman. Allt byrjaði þetta á því að Landhelgisgæslan stóð útlendan tog- ara að ólöglegum veiðum innan landhelginnar. Það var búið að bíða í meira en tvo áratugi eftir því að eitthvað spennandi gerðist á þeim vígstöðvum, og nú loksins mátti aftur búast við því að fá að sjá Dav- íð takast á við Golíat þar sem vom íslensku varðskip- in agnarsmá gegn tröllvöxnum verksmiðjuferlíkjum frá gamla liðna Sovét. Allt stefndi í þennan líka fína fæting og menn klárir í bátana og við það að dusta rykið af gamla stríðshanskanum — þá bara allt í einu „búið". Varð- skipið komið heim og togarinn far- inn til gamla liðna Sovét. Það lá vib að fólk áttaði sig ekki á því að þab gerðist ekki neitt. Það er fleira til skapraunar í þessum efnum. Loks- ins þegar Garri sá fram á ab mega búast við kraftmik- illi og hressilegri kosningabaráttu vegna forseta- framboðs, þá segist kóngurinn vera hættur við. Þetta er náttúrlega svo dæmalaust, að fara svona með blásaklaust fólk. Þjóðarsálin beinlínis treysti á þenn- an efnivið um næstu framtíð. Grátkórinn genginn af göflunum En það er ekki nóg með að skipherrar, skonnortur og ráðamenn séu að svíkjast um. Sjálf náttúruöflin virðast beinlínis gengin af göflunum, því loksins þegar niðurstaða fiskifræðinga er sú að það sé óhætt að auka þorskkvótann, þá segja fiskimenn, sjómenn, útgerðarmenn og önnur reginöfl náttúrunnar bara: „Nei, takk. Við viljum sko ekki sjá meiri fisk." Það hefur vart liðið svo dagur frá því elstu menn muna, eða a.m.k. næst-elstu, að ekki hafi grátkórinn emjað: „Meiri fisk, meiri fisk. Við viljum veiba meiri fisk." En það hefur bara enginn fiskur verið í sjónum til þess ab veiða og þarafleiöandi ekki verið nokkur leið að auka veiðikvótana fyrr en loksins núna. En þá bregöur svo við að grátkórinn hefur söðlab um og vill engan fisk sjá. Þessi friðsemdarmál öll eru nú þegar farin að hafa hinar alvarlegustu afleiðingar. Það hefur gengib svo langt að virðulegir fréttamiðlar eru allt að því farnir að falsa fréttir sínar, bara til að halda andlitinu. Uppsláttarlaus má dagurinn ekki líða og því er það sannarlega ábyrgð- arhluti, ef menn ætla bara allt í einu ab verða sam- mála og hætta að rífast og eyðileggja með því alla uppslættina. Sæluhrollur Garri trúði vart eigin augum og fann sæluhroll æsifréttamannsins hríslast nibur hryggsúluna, þegar hann rak augun í fyrirsögn í einu virtasta fréttablaði landsmanna: „Löggan skaut bíbí með haglabyssu." Og undirfyrir- sögnin hljóðaði svo: „— að börn- um ásjáandi." Snarlega birtist mynd af atburðunum í huga Garra: Henglarnir af fuglabúrinu dingla í gulmáluðu eldhúsloftinu, á hvítri eldhúsinnréttingunni er stórt svart gat og dreifðar litlar holur í kringum það. Börnin standa opinmynnt í eldhúsdyrunum meb skelfingarsvip og stara stjörf á leðurklæddan lögreglumann með sól- gleraugu og opna tvíhleypta haglabyssu og augun hvarfla ab reyknum sem liðast úr hlaupunum. Móð- irin liggur í yfirliði á gólfteppinu.... Svo fer Garri að lesa fréttina og þvílíkt ergelsi. Það var náttúrlega engin bíbí sem löggan skaut, heldur brabra. Og „bíbíið" var ekki skotib inni í einhverju eldhúsi, heldur var þetta hefðbundin heiðagæs, sem skotin var úti í guðsgrænni náttúrunni. Eins og all- flestir íslendingar á tal-aldri vita, þá er gæsin kölluð brabra en ekki bíbí, og því var þessi frétt, eða fyrir- sögnin öllu heldur, talsvert villandi. En þó er ekki annað hægt en að virða blabamönn- um það til vorkunnar að krydda fyrirsagnirnar að- eins, þegar meira að segja prestarnir era orðnir svo friðsamir að þeir neita sér um að sparka í biskupinn á félagsfundi, þó tækifærib hafi verið kjörið. Garri GARRI Prestar horfa til framtíöar Það hlaut að koma að því aö biskupinn yfir íslandi ynni orrastu í þessu enda- lausa stríði sem kallað hefur verið „ástandið í kirkjunni". Á félagsfundi Prestafélagsins í fyrradag voru haldnar margar og langar ræður. Búið var að byggja upp miklar væntingar fyrir þennan fund og plottað var í kristileg- um kærleiksanda víða um land ýmist gegn biskupi eða með honum. Allir virtust sam- mála um að til stórtíðinda myndi draga í málum biskupsins, og flestir töldu einsýnt aö staða bisk- ups myndi versna til mikilla muna eftir umræð- urnar. En það er öðru nær. Fundurinn sendi frá sér eina fréttatilkynningu þar sem biskupi er falið að kalla saman nefnd til að endurskoða frumvarp um stjórnskipun kirkj- unnar. Nefndin, sem biskup á að kalla saman, á að fjalla um hugs- anleg framtíðar-biskupsmál og finna einhvern farveg til að taka á slíkum uppákomum, en eins og staðan er í dag er það sitjandi biskup sem á að leysa úr álitamál- um sem upp koma varðandi sitjandi biskup. Prestafundurinn bendir á að slíkt geti verið ansi erfitt mál fyrir biskup að fást við og geta víst flest- ir tekið undir það. Samkvæmt fréttaskýringum mun þessi tillaga jafnframt fela í sér að Kirkjuþing fái sérstakan formann, sem taki að sér ýmis ver- aldleg og stjórnsýsluleg störf, sem nú hvíla á bisk- upi að framkvæma og útfæra. Varnarsigur Ekki er að sjá annað á þessari niðurstöðu en að prestar landsins hafi nánast náð að tala út á þess- um fundi og hreinsað andrúmsloftið, þannig að allar tillögur um fordæmingu á stjórn Prestafé- lagsins, jafnt sem tillögur um að biskup segði af sér tímabundið eða varanlega, voru dregnar til baka. Eftir stendur að Ólafur Skúlason hefur nú mun sterkari stöðu til að takást á við ýmis þau mál sem að honum snúa. Einnig má búast við að þessi niðurstaða segi talsvert um styrkleikahlutföllin milli „presta í föt- um" annars vegar og svo „svartstakkanna" hins vegar. En því fer þó fjarri að biskup standi með pálm- ann í höndunum eftir þennan fund. Hann vann einungis varnarsigur í baráttu sinni við félaga sína innan kirkjunnar. I ályktuninni felst þvert á móti viður- kenning á að þörf hafi veriö á að ein- hver farvegur væri fyrir hendi til að takast á við biskupsmálin. Og auðvit- að er mál biskups og kvennanna tveggja, sem sakað hafa hann um áreitni, enn galopið og óvíst hvaða stefnu það mun taka þegar RLR hefur lokið sinni rannsókn. En það liggur þó alltjent ekki fyrir krafa um afsögn, eins og jafnvel virtist í spilunum um tíma. Næsti biskup En upp úr þessu máli öllu og hinum langa fé- lagsfundi presta virbast vera að mótast hugmyndir hinna al- mennu klerka um það hvernig þeir vilja hafa næsta biskup. Al- mennt er viðurkennt ab framkvæmda- og stjórn- sýslumaðurinn í Ólafi Skúlasyni hafi verið mikil- hæfari en kenni- og fræðimaðurinn og að það hafi ráðið úrslitum um að herra Ólafur var kosinn á sínum tíma. Þá vildu menn framkvæmdamann. Eftir að þessi blanda stjórnsýslu- og fjármála- biskups annars vegar og biskups sem andlegs leið- toga hins vegar hefur lent í hrakningum, horfa menn nú fram á veginn til þess hvernig best sé að hafa næsta biskup. Svo virðist sem menn séu hall- ir undir að hann verði meiri kennimaður en fram- kvæmdamaður — komi frekar úr Fornmáladeild en Verslunarskólanum. Framkvæmdaþáttinn eru menn þá að hugsa um að fela öðrum aðila, sem kallaður yrði formaður Kirkjuþings og yrði eins konar framkvæmdastjóri hjá kirkjunni. Ekki er við öðra að búast en að þessar stjórn- skipunarbreytingar muni ná fram að ganga og herra Ólafur Skúlason verði þar með síðastur bisk- upa þjóðkirkjunnar til ab sitja í óskiptu búi kirkj- unnar og vera í forsvari fyrir þæði hina andlegu og veraldlegu hlið hennar. Miðað við hrakfarir und- angenginna vikna væri það ekki svo slæm niður- staða fyrir biskup, að verða minnst sem síðasta biskups fyrir breytingarnar miklu í kirkjunni. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.