Tíminn - 17.04.1996, Síða 5

Tíminn - 17.04.1996, Síða 5
Mi&vikudagur 17. apríl 1996 5 Gamaldags farsi um gamalmenni Leikhópurinn í Kvásarvalsi. Leikfélag Reykjavíkur, Borgarleikhús: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurbsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Lýsing: Lárus Björns- son. Frumsýnt á Stóra svi&i 12. apríl. Á árum áður samdi Jónas Árna- son marga vinsæla leiki, sem flestir voru leiknir í Iönó. Ég geri ráö fyrir að það sé af tryggð við höfundinn sem Leikfélag Reykjavíkur tekur þetta verk hans, Kvásarvalsinn, til sýning- ar. Sannast að segja kem ég ekki auga á aðra ástæðu fyrir því að taka verkið á svið Borgarleik- hússins. En úr því að svo var gert, hefði verið nær að setja það á litla sviðið, því illa fer um það á hinu geysistóra og breiða sviði. Er þó leikmyndin góð og haganleg. Ég gat ekki séð frum- sýningu, en kom á aðra sýn- ingu á sunnudagskvöld. Salur- inn var ekki nema hálfsetinn og ekki virtust undirtektir áhorfenda benda til að þessi nýi leikur Jónasar verði neitt kassastykki. En hvað um það: Jónas Árnason hefur auðvitað sína verðleika sem leikskáld og þeirra fremst hagmælska hans og orðhnyttni, sem reyndar er of lítið flaggað hér. Hins vegar er í leikritum hans mikið af melódramatík, tilfinningasemi og því sem vart verður kallað annað en alþýðudekur. Þetta, og einkum það síðastnefnda, hefur mér alltaf þótt miður skemmtilegt í verkum Jónasar. Og í Kvásarvalsinum snúa hin- ar veikari hliðar höfundarins ofmjög að áhorfandanum. Kvásarvalsinn er að öðrum þræði farsi með dálítið fjar- stæðukenndu plotti eins og slíkum leikjum heyrir til. Leik- urinn gerist á hjúkrunarheimili fyrir aldraða, en nú er svo kom- ið í niðurskurði í heilbrigðis- málum að einungis snarrugluð gamalmenni fá inni á slíkum stofnunum. En gamla liðið sér við þessu, því það læst hrein- lega vera ruglað til að komast í stofnanaskjólið. í fyrri hluta segir frá því að kona ein, Ólína að nafni, af heldra slekti á Ak- ureyri, einmana ekkja í fokdýr- um pels, kemur á elliheimilið sér til upplyftingar. Þangað kemur líka bóndakona af Mýr- um, Freydís, sem gift hafði ver- ið sadista. Fyrir á heimilinu er gamall maður, Arnór, sem læst vera ruglaður en reynist það ekki, hins vegar trúlaus upp- gjafaprestur og andakuklari. Nú gerist það að Freydís, sem ætl- aði inn, og Ólína skipta um hlutverk. Freydís fer í fínu villu Ólínu, en Ólína flytur inn til Arnórs. Með þeim takast hlý kynni og ekkjumaðurinn Arnór upplifir eins konar sumarauka undir lokin og kveður sáttur. Þetta verk skiptist alveg í tvennt: farsa og melódrama. Hlutarnir loða ósköp illa saman og áhöfn leiksins og leikstjóri gátu eiginlega ekki barið í brest- ina, þrátt fyrir góða viðleitni. Sýningin er liðlega upp sett af hálfu leikstjórans. Ekki er síst gaman að músíkinni, sem er harmónikuspil og hefði mátt heyrast meira af henni. Rúrik Haraldsson er sá leikarinn sem mest mæðir á og fer hann létti- lega með ýmsar hliðar Arnórs, LEIKHÚS GUNNAR STEFÁNSSON af þrautþjálfuðu látbragði og öryggi sem af stórleikara má vænta. Stærstu hlutverk önnur eru Ólína, sem Guðrún Ás- mundsdóttir lék með gamal- kunnum töktum — of gamal- kunnum, því að hún hefði get- að verið úr einhverju öðru verki. Það er reyndar líka til marks um hve klisjukennd per- sónan er, eins og aðrar persón- ur leiksins. Sama má segja um Freydísi Margrétar Ólafsdóttur. Báðar hafa þessar konur í frammi alls konar farsalæti á sviðinu og standa sig svo sem vel í því, en hér vantar tilfinn- anlega kjöt á beinin frá höf- undarins hendi. Og það er satt að segja með ólíkindum hversu þreytuleg þessi persónugerð er og gamaldags öll, þar sem leik- ritið á bersýnilega að gerast nú á tímum. Það er í því einhver furðuleg tímaskekkja. Til dæm- is þessi danska yfirstétt frá Ak- ureyri, sem Ólína er fulltrúi fyr- ir. Hvað á það að þýða að koma með svona afgamla lummu inn í nútímaverk? En hvað þá um Arnór, mönd- ul leiksins? Hann er ein furðu- persónan til. „Ef til er nokkur synd á móti heilögum anda, þá er það að vera vantrúaður prestur," sagði Sigurður Nordal eitt sinn. Ekki virðist það hafa strítt á trúlausa prestinn Arnór, enda hefur hann þá pragma- tísku afstöðu að gera bara eitt- hvað sem gleður sóknarbörnin. Þess vegna stendur hann fyrir andafundum, þótt hann trúi ekki á annað líf! Það má vel vera að sá hugsunarháttur sem lýsir sér í persónu Arnórs, sem gleymir að fara úr hempunni áður en hann rær til fiskjar, eigi að heita alþýðlegur húman- ismi. Mér er fyrir mitt leyti ómögulegt að fá áhuga á svona löguðu, það verkar á mig sem tilgerðin einber. Rúrik Haralds- son veitti Arnóri vissulega þá hlýju og sjarma sem þessi mik- ilhæfi leikari ræður yfir; það er ekki honum að kenna þótt séra Arnór verði manni ekki ná- komnari en raun ber vitni. Af öðrum leikurum er aöeins að nefna tvo sjúkraliða. Önnur, Halla (Jóhanna Jónas), er mannúðleg við gamalmennin og gagnrýnir merkikertið pró- fessorinn. Hin, Bára (Soffía Jak- obsdóttir), er snobbuð og und- irgefin, og harmar þau mistök að hafa hætt í fatabúð og farið í fiskbúð, enda hurfu biðlarnir við það! Leikkonurnar skila þessum stöðluðu kvengerðum alveg eftir því sem efni stóðu til, en ekkert fram yfir það. Pró- fessorinn er hrokarödd í hátal- ara (Sigurður Karlsson), sömu- leiðis heilbrigðisráðherra í út- varpi sem höfundur sjálfur fer með, heldur leiðinleg ræða það. Aðrir leikarar eru statistar sem ganga um stofnunina í hvítum sloppum. Jónas Árnason sýnir það í þessum leik að hann hefur samúð með gömlu fólki, hann deilir á ómanneskjulegar stofn- anir sem eiga að þjóna því. Það er gott og gilt. Hann gleymir ekki heldur að skjóta á ríka fólkið rneð sínar gullhúðuðu klósettsetur, og listasnobbið fær sitt. Allt er það raunar frem- ur þreytulegt. A nokkrum stöð- um í leiknum brá fyrir smelln- um samtölum, og atriðin með Arnóri þar sem hann segir frá konu sinni var fallegasti hluti verksins, enda fór Rúrik ágæt- lega með þau atriði. Kvásarvalsinn minnti mig á gamla daga, þegar maður horfði á áhugaleiki úti á lands- byggðinni. Leikurinn er sam- inn fyrir slíkan áhugaleikflokk og ég trúi vel að hann hafi fall- ið í góðan jarðveg í slíku sam- hengi. En það kemur oft fyrir að leikir úr þess konar jarðvegi njóti sín miður í stórum at- vinnuleikhúsum. Svo fer í þetta sinn. Það mistókst því að lyfta þessu leikári Borgarleikhússins í lokin. Enn verður að þreyja og vonast eftir betri tíð við Lista- braut. Staba evrópskra verkalýðsfélaga The Future of Trade Unions, eftir Robert Taylor. Andre Deutsch, 238 bls., £ 9,99. Bók þessi, sem út kom 1994, var samin að tilhlutan lands- sambands breskra verkalýðsfé- laga, Trades Union Congress. í ritdómi í Financial Times 1. september 1994 sagði: „Taylor kveður verkalýðsfélög vera að koma málum sínum í betra horf og þau geta litið með bjartsýni til framtíðarinnar." „Meginástæða bjartsýni hans er sú, að Evrópusambandið sé að koma á á ný skipan mála, sem veiti verkalýðsfélögum forréttindaaðstöðu við stefnu- mörkun. Að hinum „samfé- lagslegu viðræðum", sem Ma- astricht-samningurinn býr form, ber framkvæmdastjórn- inni að hafa samráb við at- vinnurekendur og verkalýðsfé- lög um félagslega löggjöf. Sam- komulagsgerðir á milli þessara félagslegu aðila getur ráðherra- ráðið tekið upp. — Þegar þessi háttur var fyrsta sinni við hafð- ur — um vinnustaðaráð — tókst ekki samkomulagsgerð. Samt sem áður mun Félags- málaráðið væntanlega gefa út Fréttir af bókum reglugerð um vinnustaðaráð, nú nefnd evrópskar nefndir, í stórum evrópskum fyrirtækj- um. ... Bresk verkalýðsfélög eygja í þeim nýtt athafnasvið." (Við þetta má svo bæta að vinnustaðaráð hafa nú verið niður felld.) „Þá telur Taylor, að lykillinn að bættri samkeppnishæfni sé samhygð á vinnustöðum og verkalýðsfélög stuðli að mynd- un þeirrar samhygðar. Þetta hljómar sennilega. En hvers vegna efast flestir atvinnurek- endur um, að vinnustaðaráð sem stofnanir verði atvinnu- starfsemi sinni til góðs? Og hvers vegna kjósa margir at- vinnurekendur að leita bættra samskipta við vinnuafla sinn að öðrum leiðum en um verka- lýðsfélög?" „Ástæður þessa eru aðallega tvær. í fyrsta lagi hafa breskir atvinnurekendur tekið eftir því, að annars staðar í Evrópu eru vinnustaðaráð ekki ein- vörðungu upp byggð af verka- lýðsfélögum. ... Hin síðari er sú, að margir forystumenn verkalýðsfélaga telja hagsmuni atvinnurekenda og verkafólks vera ósamræmanlega." Einn hinna miklu málara endurreisnar- skeibsins Carpaccio, eftir Vittorio Sgarbi. Abbe- ville Press, 272 bls., £ 72. Carpaccio var sá af málurum Feneyja, sem John Ruskin hafbi mest dálæti á. Hann var fæddur kringum 1460, sonur grávörukaupmanns, og eru málverk hans frá árunum 1490 til 1523. Látinn var hann 1526, að heimildir eru um. Ekki er vitað hvar Carpaccio nam málaralist, en vegna stíls hans er þess til getið, ab Gen- tile Bellini hafi verið kennari hans. Og í myndum hans frá Feneyjum þykir gæta áhrifa frá Mantegna. Carpaccio tók 1488 ab sér ab mála myndir af heilagri Úr- súlu fyrir skólann, sem við hana er kenndur, og síðar fyrir tvo aðra skóla, annan kennd- an við Jóhannes guðspjalla- mann, en hinn viö St. Georg (drekabana). - - í bók þessari eru myndir af flestum mál- verka hans (en ekki teikning- um). Áferð lita í myndum hennar er sagt ábótavant. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.