Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 7
Miövikudagur 17. apríl 1996 Cubmundur Rafn Geirdal var senuþjófurinn í umrœbum forsetaframbjóbendanna í gœr. Andrúmsloft fundarins svo kurteislegt ab minnti á köflum á breskt tebob: Einn frambjóðandinn óviss um hvern hann muni kjósa Félag stjórnmálafræðinema, Politica, efndi í gær til fund- ar í Lögbergi sem veröandi forsetaframbjóðendur tóku þátt í, utan Ólafs Ragnars. Yfirskrift fundarins var For- setaembættið og framtíbarsýnin. Mikil absókn var og komust færri að en vildu. Sjáanlegur munur á stefnu frambjóðendanna virtist harla lítill og langt virðist að bíba þeirrar hörku sem tíöum einkennir baráttu af svip- uðum toga. Andrúmsloftið á milli Guðmundar Rafns Geirdal, Guðrúnar Pétursdóttur og Guðrúnar Agnarsdótt- ur minnti reyndar um margt á stemmningu í bresku te- boöi. I •T-- I upphafi fengu framsögu- menn 5 mínútur til að kynna sig. Lesin var upp yfirlýsing frá Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem hann sagðist ekki geta mætt, m.a. vegna anna utan- bæjar. „Auk þess er ég þeirrar skoðunar að eðlilegra sé og kurt- eisi við þá frambjóðendur sem eftir eiga að koma fram, að bíða með sameiginlega fundi þar til framboðsfrestur er runninn út." Guðmundur Rafn Geirdal hélt fyrstur framsögu. Hann sagði forsetaembættið vera nauðsynlegt fyrir þjóðina þrátt fyrir öndverð orð ákveðinna áhrifamanna í þjóðfélaginu. Frambjóðendur hefðu fullt leyfi til að koma fram með aðrar skoðanir en áður hefðu verið viðteknar. Hann gerði sjötta skilningarvitið m.a. að um- ræðuefni og taldi háskólaþekk- ingu vera takmarkaða. Guðrún Agnarsdóttir talaði næst. Hún sagði mikilvægt að horfa til nýrrar aldar og forseta- embættið væri einstakur vett- vangur til að styrkja íslenskt samfélag og stuðla að sterkri stöðu á alþjóðavettvangi. „Ég tel líka mikilvægt að beina sjón- um okkar að þeim auðæfum sem við eigum og búa ekki síst í okkur sjálfum og tel að forseti eigi að vekja fólk til bjartsýni, vonar og trúar á framtíðina." Hún sagði bestu tryggingu þjóð- arinnar fyrir sjálfstæði liggja í aukinni menntun og mikilvægt væri að vernda tunguna. Guðrún Pétursdóttir eyddi einnig drjúgum tíma framsögu sinnar í gildi menntunar og þýðingu móðurmálsins. Tækni- byltingin var henni ofarlega í huga og hún sagði framfarir á því sviði fyrst og fremst ákvarða framtíð okkar. Guðrún talaði um fimm meginstoðir fyrir at- vinnuuppbyggingu: 1) Utflutn- ing á tækni í sjávarútvegi. 2) Breytta framleiðsluhætti í land- búnaði (hágæðamarkað). 3) Nýtingu orkulinda. 4) Þekking- ariðnaðinn (hugbúnaðargerð). 5) Ferðaþjónustuna. Að lokinni framsögu komu gestir fundarins með fyrirspurn- ir. Frambjóðendurnir voru spurðir hvort þeir hygðust auka þrýsting á stjórnvöld til að menntun yrbi gert hærra undir höfði. Svörin voru að mestu leyti samhljóða. Þrýstingur á aukna menntun yrði fyrst og fremst að koma frá fólkinu sjálfu. „Allir landsmenn verða að átta sig á mikilvægi mennt- unar fyrir framtíð landsins," sagði Guðrún Pétursdóttir. Um bætt lífskjör og áhrif for- setaembættins til úrbóta þar, sagði Guðrún Pétursdóttir að forseti gæti haft áhrif þar á með miðlun þess hugarfars að við ís- lendingar vildum ekki búa í samfélagi misréttis. Sama streng tók nafna hennar í, en Guð- mundur var næstur: „Ef ég yrði forseti myndi ég fylgjast mjög vel með því að æðstu embættis- menn fengju ekki óeðlilegar launahækkanir. Ég held að for- seti Alþingis, Ólafur G. Einars- son, hafi fengið 70% launa- hækkun, bara til að vera nokk- uð sáttur við sig. Þetta finnst mér lygilegt og það hefur slæm áhrif á mitt sálarlíf að horfa upp á þetta." Guðmundur sagði einnig: „Þið munið örugglega hvernig það fór með þjóðarsálina þegar þingmenn ætluðu að ná sér í 40.000 á mánuði, svart. Það mæltist ekki sérlega vel fyrir. Ef ég verð forseti getiði bókað að ég mun fylgjast með svona mál- um og gæta þess að hagur lands- manna verði sem jafnastur." Guðmundur hlaut lófaklapp fyrir. Næst var spurt um framtíð ís- lands gagnvart ESB og málskots- rétt forseta. Guðrún Agnarsdótt- ir sagði inngöngu í ESB vera mjög stórt skref og eðlilegt væri að fyrst færi fram mikil umræða Frá frambobsfundi stjórnmálafrœoinema ígœr. og þjóðin kysi sjálf framtíð sína í þeim efnum. Varðandi rétt for- seta til að skjóta lögum til þjóð- aratkvæðis sagði hún það neyð- arrúræði, fremur ættu ákvæði að vera í lögum sem veittu þjóð- inni sjálfkrafa rétt til atkvæða- greiðslu um stærstu málin. Guðmundur sagði ljóst — eins og hann hefði ítrekað með bréfaskrifum til Dayíðs Odds- sonar — að við íslendingar hefðum margt framyfir Evrópu- sambandið. Minntist hann á lít- ið atvinnuleysi, hér væru ekki innflytjendavandamál og ma- fíustarfsemi, upprunnin á ítalíu sem komin væri inn í ESB-lönd- in, þekktist ekki hér. Guðrún Pétursdóttir sagði mikilvægt að verja einhverjum hluta opinbers fjár til kynning- ar á þeim breytingum sem yrðu við inngöngu í ESB. Næst voru frambjóðendur spuröir hvaða sérstöðu þeir hefðu, hver gagnvart öðrum? Guðmundur talaði um kerfis- bundnar og velheppnaðar æf- ingar sínar til að rækta hið góða í sér en hinir forsetaframbjóð- endurnir sögðu kjósenda að meta slíkt, ekki þeirra sjálfra. Hrafn Jökulsson kvaddi sér næst hljóðs og spurði frambjóð- endur um áætlanir um útlagðan Tímamynd: ÞOK kostnað í baráttunni, hvernig fjármagni yrði varið og hvort reikningum yrði framvísað. Guðmundur sagði baráttuna ekki þurfa að kosta mikið. „Að- alatriðið er að ég er tilbúinn til að verða forseti ef þið viljið kjósa mig. Ég er alveg jafntilbú- inn til að kjósa einhvern annan, mér líst mjög vel á þá frambjóð- endur sem komnir eru fram." Fagnaðarlátum og lófaklappi fundargesta ætlaði seint að linna eftir þetta tilsvar Guð- mundar og lýkur hér úttekt Tímans á næsta sérkennilegum fundi frambjóðenda til forseta íslands. - BÞ Aflvaki: Stór fiskvinnslufyrirtœki munu stœkka og eflast: Miölungsfrystihús leggja upp laupana eða sameinast „Frystihúsin í landinu fjórum sinnum fleiri en þau þyrftu ab vera", segir m.a. í skýrslu Aflvaka um stöbu fiskvinnsl- iuinar og framtíbarsýn. Magn landfrystra afurða hafi dreg- ist saman um fjóröung frá 1991 og afkoma fyrirtækj- anna sé afleit þrátt fyrir veru- legt átak í að auka vinnslu- virði framleiðslunnar m.a. meb aukinni vinnslu í neyt- endapakkningar. Enda afkastagetan fimmfalt meiri en framleiðslan. Starfandi frystihús voru um 125 árið 1994. Grisjun í grein- inni og aðlögun hennar að af- rakstri sjávarútvegsins gæti valdið umtalsverðri byggða- röskun að mati skýrsluhöfund- ar. Lokun fyrirtækja gæti þýtt endalok margra lítilla byggðar- laga. „Margt bendir þó til þess að staða landfrystingar sé svo alvarleg um þessar mundir að slík grisjun sé óhjákvæmileg og aðeins spurning um hvenær en ekki hvort hún muni eiga sér stað". Framtíðarsýn skýrsluhöfund- ar, Einars Kristins Jónssonar rekstrarhagfræðings, er í stuttu máli þessi: Að smæstu fyrirtækjunum, sem gjarnan séu fjölskyldu- fyrritæki með innan við 5-10 manns í vinnu, muni ekki fækka. Þau muni koma og fara en alltaf verða til staðar. Miðlungsfyrirtækjunum muni fækka, ýmist vegna þess að þau leggi upp laupana eða sameinist öðrum og færist þannig yfir í eða tengist stærri flokknum. Þetta séu gjarnan einhæf hús í litlum tiltölulega afmörkuðum byggðarlögum og starfseminni haldið uppi meb einum togara og nokkrum trill- um. Þau miblungsfyrirtæki sem gætu haldib velli byggi á breidd í veibum og vinnslu, t.d. meb botnfiskvinnslu og jafnframt sterka stöbu í uppsjávarfiski s.s. síld og loðnu. Stóru fyrirtækin muni hins vegar stækka og eflast og líklega fjölga eitthvab. Þau muni í vax- andi mæli fjárfesta í miblungs- stórum fyrirtækjum í öbrum byggbarlögum og landshlutum og jafnvel taka þau yfir. Þannig geti þau dreift áhættunni og náb fram betri kvótastýringu og sérhæfingu. Hlutir í þessum fyrirtækjum muni ganga kaup- um og sölum á hlutabréfamark- aði. „Vaxandi krafa mun því verba gerb um arbsemi, að sam- an fari rekstrarleg og fjárhags- leg ábyrgb, þannig ab þau geti óhikab hagrætt hjá sér. Kröfur um ab starf semi sé haldib gang- andi af byggbasjónarmibum munu verba ab víkja fyrir arb- semissjónarmibum". Almennt er ekki búist vib ab mikil breyt- ing sé framundan í hefbbund- inni fiskvinnslu. Framangreind þróun sé varnarabgerb til verndunar á samkeppnishæfni. „Menn eru nokkuð sammála um að ekki sé að vænta fleiri starfa í fiskvinnslu framtíðar- innar, a.m.k. ekki miðab vib núverandi umfang og vinnsl- ustig. Frekar að menn ættu að búa sig undir fækkun í kjölfar hagræðingar og samþjöppunar fyrirtækja", segir skýrsluhöf- undur. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.