Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.04.1996, Blaðsíða 8
8 Mibvikudagur 17. apríl 1996 Sagt er oð uppskerubrestur og fláb hafi valdib hungri í Noröur-Kóreu. Efnahagsundur í suðri, hungur í norbri Meb láti Kim II Sungs, einrœbisherra og stofnanda norburkóreanska ríkis- ins, fyrir tveimur árum, missti þab stöbugleikaímynd. Grípa ráöamenn Noröur-Kóreu til vopna í örvœnting- arfullri tilraun til aö koma í veg fyrir aö ríki þeirra hrynji af sjálfu sér? Undanfarib hefur spennan milli kóre- önsku ríkjanna tveggja verib í hámarki. Norður-Kór- ea hefur ögraö granna sínum í suöri meb því ab senda her- menn inn á suburkóreanskt land í hlutlausa beltinu, sem skilur ríkin ab frá lokum Kór- eustríbs 1953. Og eftir norð- urkóreönskum ráöamönnum er haft ab það sé engin spurn- ing um þab hvort, heldur hvenær, stríö milli ríkjanna brjótist út. Gary Luck hershöfðingi, yfir- maður Bandaríkjahers í Suður- Kóreu, sagöi fyrir sitt leyti um miðjan s.l. mánuð aö í herráði hans væri ekki lengur spurt hvort norðurkóreanska ríkið félli um sjálft sig, heldur hve- nær það gerðist og hvernig. Uppskerubrestur Norður-Kórea á það sam- merkt með Kúbu, öðru ríki sem studdist mjög við sovétblokk- ina, að síðan sú blokk féll hefur henni oft verið spáð hmni. En margt er ólíkt með þessum tveimur ríkjum. Ástandið á Kúbu er í flestu enginn leyndar- dómur og nú er farið að draga úr spám um bráð endalok valdatíðar núverandi ráða- manna þar. Castro Kúbuleiðtogi hefur þegar staðið af sér átta Bandaríkjaforseta og nú þykir ekki ósennilegt að einn eða fleiri eigi eftir að bætast á þann lista. Um Noröur-Kóreu segir Walt- er Mondale, ambassador Banda- ríkjanna í Tókíó, og gerist skáld- legur: „Ab reyna að átta sig á Norður-Kóreu er eins og að reyna að fylgjast með svörtum þresti um nótt þegar ekkert tunglsljós er." Hvað sem því líður virðast fréttaskýrendur um þessar mundir vera meö svartsýnna móti fyrir hönd Norður-Kóreu. Suður-Kórea, segja þeir, er eitt best heppnaða efnahagsundur heims, í Norður-Kóreu deyr fólk hins vegar úr hungri og kulda. Flóð eru sögð hafa eyðilagt um 40% hrísgrjónauppskerunnar í Norður-Kóreu í fýrra, og sé þetta mesta tjón af völdum flóða í sögu þess ríkis. Þar við bætist að uppskeruárin á undan hafi verib í verra lagi. Þegar sé alvarlegur matarskortur af þessari ástæbu og ekki sé bót í vændum í þeim efnum. Vorhrísgrjónauppsker- an verði aðeins brot af því sem er á meðalári, vegna skorts á sáðkorni. Norður-Kórea, sem í allri sögu sinni sem ríki hefur lagt áherslu á að vera sjálfri sér nóg um mat- væli, er þegar fyrir nokkru farin að falast eftir matvælahjálp er- lendis frá. Bandaríkin, með ófriðarhættuna á skaganum í huga, gáfu tvær milljónir doll- ara sem notaðar vom til að kaupa skipsfarm af hrísgrjónum handa Norður-Kóreu. En skipið sem flutti þann farm sökk í Ta- ívansundi í s.l. mánuði. Ein- hverjum kann að þykja það gmnsamlegt. Sjálfsbjargarviðleitni Nú skrifa sumir fréttaskýrend- Castro (meb tveimur brœbrum af Kennedy-œtt): ekki útilokab ab hann eigi eftir ab standa af sér fleiri Bandaríkjaforseta. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON ur að mikill hluti íbúa Norður- Kóreu, sem eru 22-24 milljónir talsins, líði hungur. Verst muni líðan pólitískra fanga, sem talið er að séu þar um 200.000. Harð- stjórn er sögð hafa harðnað með vaxandi neyð; þannig liggi dauðarefsing við því að gagn- rýna Kim Jong II, meintan leið- toga ríkisins (en að vísu er um- deilt hve miklu hann ráði), og að hlusta á erlendar útvarps- stöðvar. Mörgum þykir líklegt að neyð í Norður-Kóreu sé gmnnástæða á bak við ógnandi ummæli og tilburði ráðamanna hennar gagnvart Suður- Kóreu undan- farið. Ráðamenn nyrðra reyni að leiða athygli almennings frá skortinum með því að blása upp stríðshættu. Þeir kunna og að vera á nálum um að þeir missi tökin á ástandinu þá og þegar og að Suður- Kórea, meb Banda- ríkin að baki, grípi þá tækifærib til að hertaka norðurríkið. Að öllu samanlögðu má ætla að hér sé um að ræöa hræðslukennda sjálfsbjargarviðleitni forystu- kjarna, sem óttist að hann sé kominn á fremsta hlunn með að missa völd, sérréttindi og líf. Hernaðarfræðingar, sem bollaleggja um hugsanlegt stríð milli kóreönsku ríkjanna (sem Bandaríkin myndu óhjákvæmi- lega dragast inn í, af því að þau hafa her í Suður-Kóreu því ríki til stuðnings), em um þessar mundir bjartsýnir í þeim efnum fyrir Suður-Kóreu hönd. Norð- ur-Kórea hefur að vísu gríðar- mikinn her (sem er ein af ástæð- unum til efnahagsörðugleika og neyðar þar, vegna gífurlegs kostnaðar við hann), en talið er að flugvélar, skribdrekar og stór- skotalið þess hers séu gamal- dags og myndu illa duga gegn útbúnaði herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, sem er af nýj- ustu gerðum. Meira aö segja er sagt ab eldsneytisskorturinn nyrðra sé slíkur að Norður-Kór- ea geti varla komið herflugflota sínum á loft. Fimm mínútna flug til Seúl Eigi að síður gæti Norður-Kór- ea, ef til stríðs kæmi, valdið granna sínum í suðri gífurlegu tjóni. Ef norðanmenn kæmu einhverju af sprengjuflugvélum sínum af gerðinni 11-28 og orr- usmflugvélum af gerðinni MiG- 17 á loft, þyrftu þær ekki að verða nema fimm mínútur á leiðinni til Seúl, höfuðborgar suðurríkisins. Eldflaugar norð- anmanna, sem sunnanmenn segja þá hafa til taks í um 150 stöðvum, yrðu enn skemmri tíma að komast þann spöl. Áðurnefndur Luck segir her- ráð sitt helst búast við að annað af tvennu gerist: Að kerfið í Norður-Kóreu hrynji af sjálfu sér og landsmenn á flótta und- an neyð og ringulreið streymi yfir landamærin til Kína og Suð- ur-Kóreu. Eða ab ráðamenn norðurríkisins grípi til hernað- araðgerða í örvæntingu til að draga athygli almennings hjá sér frá vonleysinu, sem fólk sé gagntekið af vegna erfiðleika og skorts. Einhverntíma hefur verið sagt að þeim sem mikið eiga sé sár- ara um eigur sínar en þeim sem lítið eiga. Þeir fyrrnefndu eigi meira í húfi. Varla er alveg óhugsandi að valdhafar Noröur- Kóreu hafi það í huga og vonist því til þess að geta með hernað- arhótunum bætt að einhverju marki stöbu sína í heiminum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.