Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.04.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 18. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn oq auqlýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Friður um flutn- ing grunnskólans Svo virðist sem friður sé kominn á varðandi yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna, en þessu þýðingar- mikla ferli var um skeið stefnt í óvissu vegna andstöðu kennarasamtakanna. Sú andstaða snerist fyrst og fremst um lífeyrismál og breytingar á vinnulöggjöfinni, en eft- ir að ráðherra félagsmála og forsætisráðherra hafa gefið út mjög afdráttarlausar yfirlýsingar er Ijóst að kennarar munu koma að yfirfærsluborðinu á ný. í fréttaviðtali við Tímann í gær segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, að samstaða sé um framgang lífeyrismálsins. Hann segir: „Menn eru al- veg sammála um að skoða breytingar þannig að við sé- um að búa til efnislega að meðaltali jafn verðmætan líf- eyrissjóð. Ef okkur tekst ekki að búa til einn sjóð sem gæti gilt fyrir alla, þá skoði menn möguleika númer tvö, að þeir sem eiga réttindi í sjóðnum geti haft um það val hvort þeir flytjast á milli eða haldi áfram í nú- verandi kerfi." Þá liggur fyrir að yfirlýsing Páls Péturssonar um vilja til að breyta ákvæðum um sáttasemjara og miðlunartil- lögu er talin hafa skipt miklu máli varðandi ákvörðun kennara. Það er því enn staðfest að allir aðilar eru þess mjög fýsandi að vel takist til við þennan tilflutning grunnskólans. Nú þegar eru sveitarfélög víða um land langt komin í undirbúningi sínum við að taka við skólanum. Ljóst er að þróunin mun verða sú að víðtækt og gott samstarf verður milli sveitarfélaga um að veita þá þjónustu, sem ekki er á valdi hvers sveitarfélags um sig að veita. Þetta á einkum við um ýmsa stoðþjónustu sjálfrar kennsl- unnar. Sérstök ástæða er til að fagna því að smærri og með- alstór sveitarfélög eru að ná samkomulagi um skóla- starfið, því með hagkvæmni stærðarinnar er líklegra að náist að veita þá þjónustu sem nú er almennt veitt af ríkinu. Það hefur einmitt verið áhyggjuefni margra skólamanna að gæði skólastarfsins kynnu að verða minni vegna þess að minni sveitarfélög hefðu jafnvel ekki bolmagn til að halda uppi þeim staðli sem settur hefur verið. Reynsla annarra þjóða sýnir að þetta eru ekki ástæðulausar áhyggjur. Sú þróun sem virðist ætla að verða reglan hér, að sveitarfélög sameinist um skóla- rekstur þar sem þess er þörf, eykur möguleikana og hlýtur að draga úr áhyggjum skólamanna um að niður- staðan verði verri skóli í fámennari byggðum. Þó hljóta menn sífellt að þurfa að vera á varðbergi í þessum efn- um. Yfirfærsla grunnskólans gefur á hinn bóginn fjöl- mörg sóknarfæri og ekki er við öðru að búast en ab nú, þegar þetta ferli er komið á beinu brautina, verði þau rjýtt skólastarfi 1 landinu til heilla. I I I ' . Indriöi G. sjötugur Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og fyrrum ritstjóri Tímans, er sjötugur í dag. Indriði var í tvígang ritstjóri hér á Tímanum og setti mark sitt með afgerandi hætti á blaðið þessi tímabil. Fyrrum samstarfsmenn Indriða hér á blaðinu minnast þessa tíma með mikilli ánægju, enda bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að starfa undir stjórn þessa litríka ritstjóra. Tíminn óskar „skagfirska vörubíl- stjóranum" og stórskáldinu til hamingju með daginn og velfarnaðar um langa framtíð. Oli skans, enginn vesalingur! Garri hefði viljað gefa mikið fyrir að sjá þegar Davíð Oddsson fékk DV- ið sitt í gær. Þar voru nefnilega birtar niður- stöður skoðanakönnunar um fylgi forsetaframbjóð- endanna og í ljós kemur aö Ólafur Ragnar Gríms- son nýtur hvorki meira né minna en 61% fylgis þeirra, sem voru búnir að gera upp hug sinn. Aukast nú enn líkurnar á ab for- mabur Sjálfstæðisflokksins verði að hrópa ferfalt húrra fyrir manninum sem eitt sinn sagði í hita um- ræbna á þingi að Davíö byggi yfir „skítlegu eðli", þegar þingiö kemur saman í haust. Þessi ótrúlega niðurstaða könnunarinnar er jafn- vel enn ótrúlegri í ljósi þess að hún er gerð sama dag og allir forsetaframbjóðendurnir nema Ólafur Ragnar eru búnir að vera í sviðsljósi fjölmiðlanna meira og minna í öllum fréttatímum. Guð- rúnarnar tvær og Guðmundur Rafn Geirdal á sam- eiginlegum fundi uppi í Háskóla og Pétur Kr. Haf- stein kom fram og tilkynnti framboð sitt. Augljóslega er Pétur Kr. Hafstein sá maður sem Davíð Oddsson og fleiri borgaralega þenkjandi menn eða hægri menn líta til sem síns frambjóð- anda, enda upplýst að Pétur Kr. taldi nauðsynlegt að hafa samráð vib forustu Sjálfstæðisflokksins um framboð sitt. Innkoma Péturs í þessa baráttu mælist í DV-könnuninni ágætlega sterk og hann er strax á fyrsta degi kominn í sömu deild og Guðrúnarnar tvær. Leiksýning Péturs þegar hann tilkynnti fram- boð sitt var góð og greinilegt að hann hefur vana og snjalla ímyndarsmiði með sér í slagnum. Hann mun stilla sér upp sem hinn ofur virðulegi og óaðfinnan- legi frambjóðandi, sem höfðar til sameiningar þjóð- arinnar inn á við meb skírskotun til máttar „Drott- ins allra stétta". Eins og þjóðhöföingi Tilkynningarathöfn framboðsins var öll í þessum anda og raunar einna líkast því sem maður, sem þeg- ar væri orðinn þjóðhöfðingi, væri að flytja þjóð sinni einhver skilaboð. Sérstakur fundarstjóri kynnti frambjóðandahjónin, fánar lýðveldisins héngu í bakgrunni og áheyrendur í sal fögnuðu þegar þau gengu í salinn. Fas Péturs og framsaga jók síðan enn á þessa tilfinningu. Og einhvern veginn kemur ekki á óvart að þung- inn í málflutningi Péturs fellur eins og flís við rass að málflutningi þeim og gagn- rýni sem Davíð Oddsson vibhafði í Mogganum á sunnudag. Pétur leggur áherslu á innanlandsmál, Davíð talabi um hve fráleitt væri að forsetinn væri far- andsendiherra. Pétur talar um þá bábilju ab nota neitunarvaldib, Davíð kallaði það stríðsyfirlýsingu við þingið. Staðan í forsetamálunum nú er gjörbreytt frá því sem hún var um helgina. Þab, sem hefur gerst, er tvennt: Framboð Péturs og vel heppnuð innkoma annars vegar og hins vegar það ab gríðarlegt forskot Ólafs Ragnars er nú orðið að þekktri stærð, sem menn munu vilja bregðast við. Búast má við að ef rétt er á spil- um haldið hjá Pétri, muni hann og öll sú maskína, sem tengist hinum borgaralega þætti í þjóðfélaginu, ná að rífa sig enn betur upp. Hann er þegar kominn fram úr Guðrúnu Agnars og nánast upp að hlið Guð- rúnar P. í fylgi og í ljósi þess ab hann hefur ekki ver- ið mikið í almennri umræðu fyrr en nú, er raunhæft að ætla að hann sæki talsvert í sig veðrið enn. Þá er spurningin í raun sú hvort þau tvö, frændsystkinin og sjálfstæðismennirnir Guðrún og Pétur, muni ekki koma í veg fyrir að hitt nái að ógna forskoti Ólafs að einhverju gagni. Sameinast gegn Ólafi? Hitt er þó greinilegt að nú mun koma upp gríðar- legur þrýstingur frá sjálfstæðismönnum í öllum flokkum (þ.ám. Ólafsandstæðingunum í AB) um að menn sameinist gegn Ólafi og að annað hvort Guð- rún eða Pétur dragi sig í hlé. Spurning er hvort Guð- rún Agnars dragi sig ekki til baka að eigin fmm- kvæði, þar sem hún og hennar stuðningsmenn virð- ast ekki hafa lesið stöðuna rétt hvað varðar hennar möguleika. Garri er þó ekki trúaður á að nokkur árangur yerði af tilraunum til að fækka frambjóðendum til að efla mótvægið við Ólaf Ragnar, og spila þar inn í eftir- hreytur formannsslagsins í Sjálfstæðisflokknum sællar minningar. Davíðsarmurinn vill Pétur, en Þor- steinn vill Guðrúnu. Þess vegna eru líkur á að Davíð muni þurfa að upplifa martröb lífs síns, að hrópa fer- falt húrra fyrir Ólafi Ragnari við þingsetninguna í haust! Garri GARRI Forsetakosningarnar og kynningarstarfsemin Með tæknivæðingunni og flóknara samfélagi hef- ur komið upp ný stétt í landinu, sem eru ráðgjaf- arfyrirtæki. Ein grein af þessari starfsemi eru kynningarfyrirtæki, sem taka að sér að skapa ímynd og leiða þá sem þurfa á því að halda í gegn- um frumskóg fjölmiðlanna. Mikil þjóðfélagsbylt- ing hefur orðið á sviði fjölmiðlunar sem og á öðr- um sviðum. Sá tími er löngu liðinn þegar blöðin og „Gamla gufan" voru ein um hituna og stjórnmálamenn sendu jafnvel viðmælendum sínum spurningarnar áður en farið var í viðtal. Nú tíðkast aðrar aðferðir, návíg- ið er meira og hraðinn er jafnframt meiri. Stjórn- málamennirnir verða að tjá sig „spontant" í svona einn tug míkrófóna blaðamanna, sjónvarps- og útvarpsmanna þegar mikið er að ske. Úrklippur koma svo í fréttum og viðkomandi hefur engin áhrif á hvernig þær eru tilreiddar. Sjónvarpib er sérstaklega áhrifamikill miðill og það skiptir afar miklu máli hvernig menn koma þar fyrir. Þar er jafnframt hraðinn mestur og því skiptir afar miklu máli að koma því til skila sem ætlunin er að nái til fólksins. Við þetta þarf allt aðrar aðferðir en í blaða- og útvarpsviðtölum. Fyrstu skref forseta- frambjóðenda Forsetakosningar eru framundan og það er afar fróðlegt að fylgjast með því hvernig frambjóðend- urnir stíga sín fyrstu skref. Þab er ótrúlegt annað en að þeir, sem hyggja á framboð til slíks embætt- is sem þjóðkjör er um, ráðgist við sérfróða menn um hvernig þeir eigi að haga sinni baráttu og skapa eða skerpa ímyndina. Þjóðin hefur enn ein- göngu orðið vitni a6 fyrstu skrefunum. Það var almannarómur að Ólafur Ragnar Gríms- son hefði staðið faglega að tilkynningu á sínu framboði. Tímasetning var gób og fjölskyldan var -iivtúíj niyi nr v iiiijii iirijiu sett í sviðsljósið, sem skapaði vissa mýkt. Ólafur lagði í kynningunni áherslu á hlutverk íslands í alþjóðlegu samfélagi og hlutverk forsetaembættis- ins í því sambandi. Kynning Péturs Kr. Hafstein Nú í vikunni kynnti nýr frambjóðandi framboð sitt, Pétur Kr. Hafstein. Framboð- ið var einnig kynnt með þeim hætti að líklegt er að ráðgjöf kynningarmanna hafi verið nýtt þar. Athyglisvert var að sjá hvað þessar kynningar voru ólíkar og ég hef þá kenningu ab það hafi ekki verið tilviljun. Stuðningsmenn Péturs og ráðgjafar og hann sjálfur hafa greinilega viljað setja málið þannig upp, að stilla upp valkosti. Kynningin fór fram í fundarsal fullum af fólki, íslenski fáninn var í baksýn og frambjóðandinn lagði áherslu á forsetaembættið frá innlendum forsendum, þar sem „allt hitt mundi veitast að auki" eins og þab var orðað. í ræðu hans var einnig eitt skeyti sent um hlutverk forsetans erlendis, éem greinilega var ætlað Ólafi. Umgjörðin var öll sétt upp til þess að skapa traust og virðingu. j Veisla framundan Það er því ljóst ab hin eiginlega kosningabarátta fer að hefjast. Fram til þessa hafa frambjóðendur farið varlega í sakirnar. Þeir, sem hafa ánægju af því að fylgjast með aðförum kynningarfyrirtækja og aðförum frambjóðenda til þess að nálgast fjöl- miðla, fá mikla veislu á næstunni. Fjölmiðlar skipta afar miklu máli í alþingiskosningum, hvað þá í kosningum þar sem allt landið er undið. Sá, sem verður undir í þeim slag núna, mun eiga erf- itt uppdráttar. Nú er að bíba og sjá til. Jón Kr. -iui. íuisii (i<:ui>íi i i'- nyi mu> Á víbavangi ■ .uiiioijiiibii uiij nin o* cc-/^ .iilij A.A Jíl ii> iiitbjc ivq ^o ijiiiiiij -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.