Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 2
Föstudagur 19. apríl 1996 Tíminn spyr « * * Á að senda beint út í kvöld- dagskrá sjónvarps og útvarps frá umræbum á Alþingi? Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista: Ég þekki reyndar furöu marga sem ekki vilja missa af slíkum út- sendingum, en mér finnst formið óttalega frosið. Best væri, ef opin væri sérstök rás fyrir umræður á Alþingi og þjóðfélagsumræðu af ýmsu tagi. Sveinbjörn I. Baldvinsson, stýrir innlendri dagskrárgerb Sjónvarps: Nei. Þetta er algjör tímaskekkja og það var ekki dagskrárákvörðun Sjónvarpsins að senda beint frá þinginu í gær [fyrradag]. Það hef- ur löngum tíðkast að senda út eld- húsdagsumræður og umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, en nú hefur verið brotið blað með því að senda út umræður um al- mennt þingmál. Það er mjög vafa- samt fordæmi í kvölddagskrá, ekki síst þar sem sjónvarpið sýnir daglega frá þingfundum Alþingis. Það hefur talsvert verið kvartað til sjónvarpsins vegna þessa, en hendur okkar voru bundnar í málinu. Baldvinjónsson: Mér fyndist það sjálfsagt ef til væri sérstök rás fyrir slíkt. Þetta er hálfgert neyðarúrræði eins og er, en það væri mjög farsælt að reyna að koma umræðu um ýmis stór- mál á framfæri við almenning, þótt hann hafi því miður ekki sýnt stjórnmálum mikinn áhuga að undanförnu. Sá áhugi er þó að aukast nú, að mínu mati, og ef Ríkissjónvarpið á vararás fyrir svona útsendingar, er sjálfsagt að senda út þetta efni. Formaöur Skólamálaráös segir óeölilegt oð skólar dreifi auglýsingum frá stjórn- málaafli til nemenda og foreldra. Foreldri: Mótmæli því að kennar- ar misnoti a&stöbu sína Formabur Skólamálaráðs Reykjavíkur telur óheppilegt að auglýsingum frá stjórn- málaöflum sé dreift til nem- enda og foreldra grunnskóla meb abstob skólans. Foreldrar nemanda í Laugalækjarskóla segja starfsmenn Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa mis- notab abstöbu sína þegar þeir dreifbu auglýsingum frá Fé- lagi sjálfstæbismanna í Laug- arneshverfi til nemenda. Foreldrar eins nemenda í Laugalækjarskóla hafa ritað Skólamálaráði Reykjavíkur bréf vegna fundar um fíkniefni sem haldinn var í skólanum í fyrra- kvöld. Eins og sagt var frá í Tímanum í gær var boðað til fundarins af foreldraféiögum Laugalækjarskóla og Laugar- nesskóla og Félagi sjálfstæðis- manna í Laugarneshverfi. Fundurinn var auglýstur með dreifibréfi sem börnin fengu af- hent í skólanum og voru send með heim. Sigrún Magnúsdóttir, for- maður Skólamálaráðs, segir ab bréf foreldranna verði lagt fyrir fund Skólamálaráðs nk. mánu- dag. Þangað til vill hún lítt tjá sig um sín viðbrögð. Hún segir þó að sér hafi brugðið við þegar hún sá að skólarnir hefðu verið notaðir til að dreifa auglýsingum um fund á vegum stjórnmálaafls. „Meginafstaða mín er að það eigi alls ekki að blanda pólitík inn í skólana. Þetta hefði litið öðruvísi út ef fundurinn hefbi verið auglýstur í blöðum eða ljósvakamiðlum og fundarboð- endur komið fram. Auglýsingin sem börnin voru send heim með gefur til kynna að fundur- inn sé á vegum skólans. Þar stendur Laugalækjarskóli með stóru letri á tveimur stöðum á blaðinu en neðanmáls með smáu letri hverjir standa að fundinum." Sigrún bendir einnig á að borgin hafi skipulagt viðamikla vímuefnafræðslu, m.a. með því að setja á stofn Vímuvarna- skóla sem fari á milli grunn- skóla borgarinnar. Rétt hefði Sigrún Magnúsdóttir. verið að skólastjórarnir bentu foreldrunum á þennan vett- vang. Kristinn Einarsson, faðir barns í Laugalækjarskóla, ritaði bréf til Skólamálaráðs vegna fundarins. Hann segist ekki síst óttast fordæmið sem fundur- inn geti skapað. „Ég tel að opinberir starfs- menn hafi ekki leyfi til að dreifa efni sem er merkt stjórn- málasamtökum, í hvaða til- gangi sem það er. Ég held að ef menn fari út í að réttlæta slíkt með því að tilgangurinn sé göf- ugur geti þeir ekki vitað hvar þeir enda. í þessu tilviki hafa kennararnir gefi börnunum þá hugmynd að ákveðin stjórn- málasamtök hafi afskaplega góða ímynd á einu sviði. Til þess hafa þeir ekki leyfi að mín- um dómi." Kristinn segir að hann hafi ritað bréf sitt til Skólamálaráðs eftir að hafa rætt við kennara og skólastjóra Laugalækjar- skóla. „Ég komst að því að þeir hefðu rætt þetta sérstaklega, þannig að þetta var ekki gert óvart. Ég vildi ekki kvarta fyrr en ég var fullviss um það. Ég kvartaði líka til stjórnar for- eldrafélagsins því ég held að þetta sé leið til að skemma fyrir starfi foreldrafélaganna. Ef far- ið er út í samstarf við stjórn- málasamtök hlýtur það að leiða til þess að félag sem á að vera fyrir alla verði bara fyrir suma að lokum." -GBK Skjólstœbingar lögfrœöideildar T.R.: Afgreiddir á ganginum Afgreiða þarf skjólstæbinga lögfræbideildar Trygginga- stofnunar ríkisins ab hluta til fram á gangi vegna mikilla húsnæbisþrengsla sem stofn- unin býr vib. Þetta kom fram í máli Ástu Ragnheibar Jóhann- esdóttur, Þjóbvaka, í fyrir- spurn um húsnæbismál stofn- unarinnar til heilbrigbs- og tryggingarábherra á Alþingi. Ásta Ragnheiður rakti hús- næðisvanda stofnunarinnar í nokkru máli: kvað hana starfa á fjórum stöðum í borginni og á öllum þessum stöðum væri erf- itt með aðgang og sérstakur vandi fyrir fatlaða að komast leiðar sinnar en margir þeirra eigi erindi við Tryggingastofn- un ríkisins og njóti þjónustu hennar. Ingibjörg Pálmadóttur, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, sagði að vissulega væri þröngt á þingi á Laugavegi 114 og 116 þar sem stofnunin væri til húsa en á þessu ári væri ekki áætlað að veita fjárnunum til húsnæð- ismála Tryggingastofnunar rík- isins. Ekki væru til fjármunir til þess að sinna öllum þeim verk- efnum sem nauðsynlegt væri og því tæplga eðlilegt að leggja fjármuni til húsnæðis við þær aðstæður. Össur Skarphéðins- son, formaður heilbrigðisnefnd- ar Alþingis, sagði að Trygginga- stofnun ríkisins ætti þegar fjár- muni í húsbyggingasjóbi. -ÞI //sfv/z H4/v/v £/rr//v£/?r V/rá SJ/9V/9/?Úr\/£GSM/U.- CA/ P£SS/ P//VG/*//}£)(//? ? I P/?£> /v/yro/z /?£> v£/?a M4/V/V £/? X£/V/V/9/?/ / Sagt var... Fergie hoggin „Drottningin hjó Fergie og farib hef- ur fé betra" Fyrirsögn úr DV í gær. Verstóbvarbömin litlir námsmenn „Þab er alkunna hér á landi ab í ver- stöbvum er oft á tfbum erfitt ab hvetja börn til ab læra. Og til hvers hefbi barnib þá átt ab læra? Þab hafbi séb ab menntamenn stabarins voru oft á mun lægri launum en þeir sem luku bara skyldunámi og fóru svo ab vinna." Marjatta ísberg kennari í DV. Hóflega reykt kannabis ... „Sölumenn og innflutningsabilar kannabisefna eru ósjaldan kallabir „sölumenn daubans", þó öllum sem kynna sér þessi mál ætti ab vera kunnugt ab kannabis, ólíkt t.d. tób- aki og áfengi, veldur ekki banvænum eitrunum hjá mönnum. Hófleg neysla kannabisefna er ekki talin heilsuspillandi." Gubmundur S. Jónsson rithöfundur í DV. Jet Black |oe í frí vegna trúarof- stækis „Á meban ég, söngvarinn, er forfall- inn og frelsabur trúarofstækismabur býst vib ab lítib heyrist frá ]et Black )oe." Páll Rósinkrans er frelsabur, genginn í Krossinn og hættur ab kyrja meb hljómsveitinni ]et Black |oe. Abdáend- um hans væntanlega til vonbrigba. HP í gær. Tórnt bull „Eg reyki nú ennþá, en hef ekki drukkib íeinhverja tvo mánubi. Þab vita ab allir, ab fyllerí er tóm vitleysa. Hver einasti kjaftur viburkennir þab." Sami Rósinskrans í HP. Telur ekkert eftir sér „Hann telur ekki eftir sér ab lesa þús- undir blabsíbna af drepleibinlegum skýrslum." Umsogn í Alþýbublabinu um Hjörleif Guttormsson alþingismann, sem talinn er ibnastur allra þingmanna skv. úttekt blabsins. POTTJ Það vakti talsverða athygli ab í Alþýðublaðinu í gær fékk Össur Skarphébinsson sérstaklega veg- lega meðferb í spurningaleik sem blaðið setti upp um þingmenn. Fengnir voru fjölmiðlamenn til ab tjá sig um þingmenn í eins konar palladómum og var nibur- staðan síban tekin saman og birt. Ekki mun þó hafa verib um mjög vísindalega könnun ab ræba og margir í pottinum eru sannfærbir um að Hrafn Jökulsson ritstjóri hafi hagrætt málum eftir sínu höfbi. Þessir sem trúa því ab nib- urstöburnar hafi verib tilreiddar eru jafnframt þeirrar skobunar ab þessi leikur allur og uppsetningin á honum sé ekki tilviljum. Sá sem var kosinn þingmaður ársins og fékk af sér stóra mynd var enginn annar en Össur Skarphébinsson sem fullyrt er ab sé farinn ab huga ab því ab komast í stól varaformanns flokksins. Segja þessar raddir ab þessi könnun sé framlag Alþýbublabisins í þá bar- áttu Össurar ... • Og íframhaldi af þvítelja stjórn- málahausar í pottinum ab Jón Baldvin sé, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, á leib út úr Alþýbu- flokknum. Hann ætli ab hætta f haust. Sagan segir ab Bryndís Schram, kona hans, sé ab hætta í Kvikmyndasjóbi, til ab takast á við nýtt hlutverk á næstu mán- ubum. Menn giska á ab þab sé sendiherrastaba. Jón Baldvin neitar þessu hins vegar stabfast- lega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.