Tíminn - 19.04.1996, Qupperneq 3

Tíminn - 19.04.1996, Qupperneq 3
Föstudagur 19. apríl 1996 3 Ráöherra sakaöur um ólögmœta starfsemi og vinargreiöa viö flokksbróöur. Alþýöublaöiö ráöleggur Þorsteini Pálssyni aö „hverfa til annarra starfa": Rábherra sagður verj a vini sína á sjó og landi Þorsteinn Pálsson er sakaður um aö hafa gert Einari Oddi Kristjánssyni vini sínum og flokksbróður þann greiöa aö gefa báti í eigu fyrirtækis hans, Æsu ÍS, svokallað aft- urvirkt veiðileyfi eftir aö skipiö haföi verið staöiö aö landhelgsbroti. Össur Skarp- héðinsson alþingismaöur hefur rifjaö upp þetta rúm- lega þriggja ára gamla mál. Össur og málgagn hans, Al- þýöublaöiö, eru þungorð í garö Þorsteins. Látiö er liggja aö því aö Þorsteinn vinni fyrir vini sína, bæöi til sjós og lands, á miðunum og gagnvart dómskerfinu. I þessu felst gróf ásökun á störf ráðherrans. Kratar hyggja á hasar í þinginu í leiðara Alþýðublaðsins í gær er ferill Þorsteins Pálsson- ar sagöur „óglæsilegur og varðaður mörgu glapræöi". Happadrýgst væri fyrir ráö- herrann „að hverfa til annarra starfa," segir í leiðara blaðsins. í leiðaranum segir aö Þor- steinn hafi gripið fram fyrir hendur varðskipsmanna á ósvífinn hátt, hann haföi kos- ið að láta hagsmuni vinar síns sitja í fyrirrúmi. Blaðið segir brottför Höskuldar Skarphéð- inssonar skipherra frá Gæsl- unni vitnisburð um „linkind og siðleysi Þorsteins Pálsson- ar." Lúðvík Bergvinssyni al- þingismanni krata mun hafa verið falið að bíða endurkomu Þorsteins Pálssonar til landsins og efna til hasars í þinginu. Þá ætlar hann að fá utandagskrár- umræðu um Landhelgisgæsl- una og þá verður ugglaust spurt um meinta „vinar- greiða" ráðherrans, meðal annars við útgerð Æsu, og eins dragnótabátsins Mímis ÍS, sem Tíminn hefur frétt að hafi fengið álíka leyfi árið 1994. Ekki náðist í Þorstein Páls- son, sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra í gær. Hann var í útlöndum. Ekki náðist heldur í ráðuneytisstjóra hans. En hver er skýring Einars Odds Kristjánssonar, alþingismanns og stjórnarformanns í Hjálms hf. á Flateyri á þessum tíma? Ofvirkur bókstafstrú- armaður! „Þetta er dellumál í alla staði. Sannleikurinn er sá að fyrir nokkrum árum fengum við tilraunaleyfi fyrir veiðar og vinnslu á kúfisk. Við fengum frá ráðuneytinu bráðabirgða- leyfi til að stunda þessar til- raunir. Ég held það hafi verið í byrjun janúar fyrir þrem árum að skipið var sent út í Önund- arfjörð til að ná í sýni handa okkur eins og gert var öðru hvoru. Þarna lá varðskip í firð- inum. Það kom og spurði skip- verja um veiðileyfið. Þegar menn fóru að leita að því þá kom í ljós að þetta bráða- birgðaleyfi hafði runnið út þá um áramótin, nokkrum dög- um áður. Skipstjóri varðskips- ins rak skipið að bryggju. Ég hringdi í yfirmann Éandhelg- isgæslunnar og spurði eftir því hvort við gætum ekki fengið að halda áfram þessu starfi sem sannanlega væri þjóð- hagslega mjög mikilvægt. Hvort við fengjum ekki að vera í friði fyrir þessum ofvirka bókstafstrúarmanni. Það var að sjálfsögðu fúslega leyft. Og hann hafði ekki heldur tekið eftir að ráðuneytið miðaði leyfið við áramót. Auðvitað áttum við að hafa leyfi til til- rauna svo lengi sem við teld- um okkur þurfa. Á þeim for- sendum endurnýjaði hann leyfið á nokkrum mínútum. Og skipið gat haldið áfram til- raunum. Þetta er nú hin stór- kostlega spilling," sagði Einar Oddur Kristjánsson í gær og hló létt að ásökunum Össurar Skarphéðisinssonar starfsbróð- ur síns á Alþingi. Skipstjóri Æsu: Viöur- kenni aö viö vorum ólöglegir Einar segir að tilraunir hafi tekið sinn tíma. Allt sé þetta enn á byrjunarstigi, en þó er farið að flytja kúfisk út á Bandaríkjamarkað. Skipherra á varðskipinu sem hér kom við sögu var Höskuld- ur Skarphéðinsson, sem nú hefur sagt lausu starfi sínu hjá Þorsteinn Pálsson. Gæslunni, að því er virðist í mótmælaskyni við ákvarðanir ráðamanna um togaratökur. Höskuldur lét hafa eftir sér í gær að við umrædda töku skips við veiðar í landhelgi, hefði skipstjóri hótað varð- skipsmönnum með Þorsteini Pálssyni. Rúnar Garðarsson skipstjóri á Æsu ÍS, 130 tonna báti frá Flateyri, sagði í gær að þessi ummæli væru argasta vitleysa. „Þetta er sko algjört bull. Heldurðu að maöur segi svona við Landhelgisgæsluna? Þetta var mjög friðsamlegt. Þeir komu um borð, gáðu að rétt- indum, haffærnisskírteini og veiðileyfi, eins og eðlilegt er. Þegar veiðileyfið vantaði vor- um við beðnir að fara til hafn- ar Þetta var bara gleymska að sækja ekki um framhaldsleyfi, við stóðum í þeirri meiningu að leyfið lægi fyrir, uggðum ekkert að okkur. Auðvitað var ekkert í veginum fyrir því að fá leyfið," sagði Rúnar. „Ég viðurkenni alveg að við vorum ólöglegir en brotið var minniháttar og stafaði mest af vangá og ekki vorum við fyrir einum eða neinum. Ég man ekki annað en að veiðileyfið hafi komið þarna um kvöldið, — en ekki fórum við út aftur fyrr en klukkan 11 morguninn eftir. Seinna um vorið vorum við aftur stöðvaðir af Gæsl- unni. Ég bauð þeim um borð og þá var allt í góðu lagi," sagði Rúnar, en hann var þá staddur á miðunum í hálf- gerðri brælu. Ríkissaksóknari: Ekki ástæöa til frekari aö- geröa Taka Æsu ÍS fékk venju- bundna meðferð hjá sýslu- mannsembættinu vestra. Gísli Rúnar Gíslason fulltrúi sýslu- manns sagði í gær að embættið hefði unnið sína vinnu og sent niðurstöðuna til ríkissaksókn- ara. Hjá því embætti var málið fellt niður af Braga Steinarssyni vararíkissaksóknara. „Þessi ummæli Alþýðublaðs- ins eru alveg út í bláinn. Málið var sent frá okkur til ríkissak- sóknara 25. ágúst 1993 til ákvörðunar. Bréf hans barst síðan 2. nóvember 1993 með ákvörðun um að ekki sé krafist af ákæruvaldsins hálfu frekari aðgerða í málinu," sagði Gísli Rúnar. Ekki náðist í Hafstein Haf- steinsson forstjóra Landhelgis- gæslunnar í gær, né heldur Höskuld Skarphéðinsson fyrr- verandi skipherra, en frá hon- um munu ávirðingar á hendur dómsmála- og sjávarútvegs- ráðherra komnar. -JBP Ekki fyrirhugaö aö auka viö dreifikerfi RÚV: Ekki brýnt að flytja sjónvarpiö í Efstaleiti Um 50 sveitabæir eru án sjón- varps og um 30 bæir til vib- bótar ná útsendingum illa. Taliö er ab allir landsmenn nái útsendingum Rásar 1 og um 94,4% þeirra nái útsend- ingum Rásar 2. Talib er ab kosta muni allt ab 220 millj- ónum króna ab koma útsend- ingum Rásar 2 inn á hvert heimili og um 240 milljónum króna ab gera þeim 80 sveita- bæjum kleift ab ná útsending- um Ríkissjónvarpsins sem nú búa vib lélega útsendingu eöa enga möguleika til þess ab ná henni. Þessar upplýsingar komu fram í svari Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, við fyrir- spurn frá Hjálmari Jónssyni á Alþingi. Menntamálaráðherra sagði að engar framkvæmdir væru á áætlun varðandi dreifi- kerfi ríkisútvarpsins en eðlilegt væri að Póstur og sími tæki að sér dreifingu efnis í framtíðinni þannig að Ríkisútvarpið yrði viðskiptavinur þeirrar stofnunar fremur en að reka eigið dreifi- kerfi. Hjálmar Jónsson spurði menntamálaráðherra einnig um hvað liði áætlunum um flutning Ríkissjónvarpsins í Út- varpshúsið við Efstaleiti í Reykjavík þannig að öll starf- semi stofnunarinnar yrði undir einu þaki og hvað mikill kostn- aður myndi sparast ef rekstrin- um yrði þannig fyrir komið. í svari Björns Bjarnasonar kom fram að talið væri að 46,6 millj- ónir myndu sparast á ársgrund- velli störfuðu allar deildir stofn- unarinnar undir sama þaki en áætlað væri að kostnaður við flutning sjónvarpsins af Lauga- vegi yfir í Efstaleiti verði um 515 milljónir króna. Björn Bjarna- son sagði að vegna erindis ís- lenska útvarpsfélagsins varð- andi hugsanleg kaup þess á hús- næði Ríkissjónvarpsins við Laugaveg 176 hafi verið hugað að kostnaði og hagkvæmni við flutninga sjónvrpsins í Efstaleiti en nú hafi Stöð 2 fest kaup á öðru húsnæði og gefi það frek- ara rúm til þess að vega og meta kosti þess að flytja starfsemi Rík- isútvarpsins og sjónvarpsins undir eitt þak. -ÞI Guömundur Rafn Geirdal er alls ekki ósáttur viö fylgiö í skoöana- könnun DV og telur sig geta náö allt aö 15% fylgi áöur en yfir lýkur: Ánægður með að vera með svipað fylgi og Davíð samtali við Tímann í gær. Hann viðurkenndi að það yrði ekki baráttulaust sem til- skilinn fjöldi meðmælenda næðist — 1500 undirskriftir — en það myndi þó örugglega tak- ast. Jafnframt lýsti hann yfir ánægju meb hvernig til tókst á fyrsta hópframboðsfundinum á Lögbergi fyrr í vikunni, það hefði verið eldskírnin í barátt- unni og heppnast öllum vonum framar. Guðmundur neitaði því alfarið að um grínframboð væri ab ræða, hvað þá að tilgangur framboðsins væri fyrst og fremst að auglýsa Nuddskólann sem hann stýrir. -BÞ Þrátt fyrir ab hafa aöeins mælst meb 0,7% fylgi í nýrri skobana- könnun DV, er enginn bilbug- ur á Gubmndi Rafni Geirdal ab halda kosningabaráttunni til forseta íslands áfram. Hann bendir á ab hann hafi einskis fylgis notiö í annarri könnun og athyglisvert sé ab nú standi hann í sömu sporum og Ólafur Egilsson, Pálmi Matthíasson og sjálfur forsætisrábherra. „Þetta eru allt saman menn með miklu meiri menntun en ég og hærra settir í þjóðfélags- stiganum. Ég er viss um að með aukinni kynningu mun mér takast að ná allt að 15% fylgi," sagði Guðmundur R. Geirdal í Gubmundur Rafn Geirdal.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.