Tíminn - 19.04.1996, Qupperneq 4

Tíminn - 19.04.1996, Qupperneq 4
4 Föstudagur 19. apríl 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sjónarspil þriggja formanna Talsvert pólitískt uppistand hefur orðið nú í vikunni vegna áforma um að leggja á fjármagnstekjuskatt í landinu. Há- marki náði þetta sjónarspil með allsherjar sjónvarps- og út- varpsumræðum á alþingi í fyrrakvöld þar sem á dagskrá var frumvarp formanna þriggja stjórnarandstöðuflokka um fjár- magnstekjuskatt, formanna Þjóðvaka, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. í sjálfu sér er ekkei nema eðlilegt að þrír stjórnarandstöðu- flokkar óski eftir sjónvarpsumræðu um eitthvert mál sem þeir eru að flytja. Hins vegar ber þetta sérstaka mál það óvenjulega að að augljóslega er um tilraun til áróðursbrellu að ræða. Frumumvarp formannanna þriggja kemur fram ofan í stjórnarfrumvarp um sama efni sem er til umræðu í þinginu á sama tíma. Stjórnarfrumvarpið byggir nánast óbreytt á málamiðlunarniðurstöðu nefndar allra stjórnmálaflokka og fulltrúa ASÍ og VSÍ. Sú málamiðlun sem stjórnarfrumvarpið byggir á er afrakstur langrar yfirlegu og var ekki annað vitað en að fundist hefði þverpólitísk samstaða flokka og helstu hagsmunaaðila til að hrinda í framkvæmd stefnumáli sem augljóslega er víðtæk sátt um í þjóðfélaginu. Þegar síðan for- menn þriggja stjórnarandstöðuflokka kjósa að leggja fram al- veg nýtt frumvarp sem byggir á verulega ólíkum grunni en sú niðurstaða og það þverpólitíska samkomulag sem náðist i nefndinni er varla hægt að skýra það öðruvísi en svo að það sé afar gagnsæ sýndarmennska (sbr. sjónvarpsumræðurnar) og í versta falli skemmdarverkastarfsemi. Efnisleg gagnrýni stjórnarandstöðuflokkanna þriggja bein- ist fyrst og fremst að þeim ákvæðum stjórnarfumvarpsins sem snúa að samræmingu í skattlagningu ólíkra forma fjármagns- tekna. Þannig er látið að því liggja að ríkisstjórnin sé með alla helstu auðjöfra landsins á sérstakri brjóstagjöf og aö með frumvarpinu sé einmitt verið að brynna þessum auðkýfing- um í formi minni skatts af arði og ýmsum ráðstöfunum öðr- um. Sjálfir segjast formennirnir þrír vilja hlífa venjulegum sparifjáreigendum með frítekjumarki og fleiri ráðstöfunum, og fullyrða síðan í framhaldinu að þeirra sé réttlætið og manngæskan. Sannleikurinn er auðvitað sá að verið er að samræma skatt- lagninguna á mismunandi form fjármagnstekna og einfalda kerfið. Enginn er að tala um að hér sé á ferðinni óskalausn eins eða neins enda einkenni góðra málamiðlana að enginn er fyllilega sáttur. Áhrif þessarar samræmingar eru m.a. þau að líklegt er að fjárfesting og fjármagn fari í auknum mæli beint inn í atvinnustarfsemi í staðinn fyrir að leita inn í bankakerf- ið eða í ríkisbréf. Það vekur athygli að í gær var ítrekuð í fréttum sú afstaða ASÍ að þar á bæ teldu menn stjórnarfrumvarpið, eða nefndar- niðurstöðuna vera mjög ásættanlega byrjun eða fyrsta skref í að innleiða fjármagnsskattinn. Kvennalistinn hefur líka gagnrýnt upphlaup þremenninganna og bent á að með því að rjúfa þá sátt sem hafði þó náðst í málinu sé því beinlínis stefnt í hættu að fjármagnstekjuskattur sé lagður á hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. í þeim skilningi væri um hreint skemmdarverk að ræða. Og það er athyglisvert og e.t.v. tímanna tákn að Kvennalistinn, einn stjórnarandstöðu- flokka, skuli taka þennan realpólitíska pól í hæðina því þar á bæ hafa þingkonur til þessa verið sakaðar — ekki síst af þeim flokkum sem nú eru með þeim í stjórnarandstöðu — um áð vera of mikið í skýjum draumsýnar og kvenfrelsislegrar veru- leikafirringar. Nú standa þær uppi sem trúverðugasti stjórnar- andstöðuflokkurinn, eftir að hafa hafnað þátttöku í sjónar- spilinu í kringum formannafrumvarp stjórnarandstöðuflokk- anna um fjármagnstekjuskatt. .agebiöi/í > ov>! os utóvegni | Að fá aö borga skatt Það verður bara að segjast alveg eins og er, að Garri hefur þungar áhyggjur af skattamálum þjóðarinnar. Hann er þeirrar skoðunar að hann borgi allt of lága skatta, svo lága að það horfi bein- línis til stórskaða fyrir embættismannakerfið og íslenska þjóðmenningu yfirleitt. Garri var að taka saman útgjöldin um daginn: 42% tekjuskattur, 5% í námslán, 10% fjármagns- tekjuskattur, 10% í lífeyrissjóðinn, 1% í verka- lýðsfélagið, 15% í Vottana og 7% í Frímúrarana. Eftir standa 10%, sem gera miklu meira en að duga fyrir hinum vikulega bjór og áskriftinni að Stöð 3, sem er frí ennþá. Þetta er eiginlega hálf- gerð ofrausn og heyrir beinlínis til vandræða, og því hvetur Garri yfirvöld eindregiö til þess að hækka skattana, svo þessu ófremdarástandi fari að ljúka. tautar og raular, og þó svo að ekki hafi verið not fyrir orkuna úr virkjununum er menningarauki og sjálfsmyndarmál þjóðarinnar að eiga næga umframorku í kerfinu, enda ekki nema aumingjar sem eiga ekki umframorku í kerfinu! Og hvað eru menn þá að væla yfir því þó slíkt kosti eitthvað smávegis, það má alltaf ná þessu inn með einhverjum hætti í gegnum rafmagns- reikningana hjá skattborgurum þessa lands. Garri myndi glaður borga þessa reikninga, rétt eins og hann vildi glaður borga skattinn sinn til að halda uppi siðmenntuðu þjóðfélagi á íslandi. Sérstakt gleðiefni Ýmsar hættur — Það er alveg hreint voðalegt að ___ þurfa að horfa upp á hættuna á samdrætti hjá embættismannakerfinu eða opin- berum starfsmönnum. Ef læknar vilja vinna þre- falda vinnu hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi, þ.e. 24 tíma á sólarhring 5 daga vikunnar, þá á að sjálfsögðu ekki að koma í veg fyrir að þeir geti það. Það má náttúrlega ekki halda aftur af dugleg- um mönnum. Garri getur heldur ekki liðið það að menn séu að agnúast út í laxveiðiferðir bankamannanna. Blessaðir mennirnir eru í svo einhæfum og innan- tómum störfum að það er ómögulegt annað en þeir fái svolitla upplyftingu af og til. Og það er náttúrlega alveg svakalegt þegar verið er að nöldra yfir því að forstjórar ríkisstofnana aki um á dulitl- um jeppum. Einhvern veginn verða blessaðir mennirnir að komast í vinnuna á morgnana og þar að auki sætta þeir sig við svoddan nánasar- lúsarlaun við að vinna hjá ríkinu, að greyin verða að fá einhverja sárabót. Og virkjanir skulu rísa hvað sem það kostar. Það er ómögulegt að láta fallvötnin belja fram svona óbeisluð. Fallvötnin verður að virkja hvað sem En sérstaklega glaður er Garri þó yfir því að fá að borga skatt, þegar hann veit að skattféð fer í að borga fyrir uppbygginguna á Bessastöðum. Verst ----------------- er að fólk geti ekki eyrnamerkt r ARRI skattinn sinn til þessa verkefnis, Vinlilil þyj ej tryggt væri að allt færi í endurbyggingu Bessastaða væri Garri svo sannarlega tilbúinn til að borga miklu meiri skatt. Á Bessastöðum er verið að gera slíka forgangshluti í uppbyggingunni, að með ólíkind- um hlýtur að teljast að nokkur maður skuli leyfa sér að efast um gildi uppbyggingarinnar. Vínkjall- ari er einfaldlega nauðsyn, og af ummælum sumra mætti ætla að þeir vildu helst ekkert hanna endurbygginguna áður en framkvæmdir vom hafnar. Hvað em milljónatugir og hundmð, þegar kem- ur að góðri hönnun? Það er nú ekki eins og hann Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og Leikfélagseig- andi, hafi ekki unnið fyrir kaupinu sínu við að teikna og hanna og endurhanna á Bessastöðum. Ööru nær. Því er það, að þegar fréttir berast af menningar- aukandi framkvæmdum þar sem þörf er á miklu skattfé, sem Garri dregur andann djúpt og er stolt- ur af því að fá að vera skattgreiðandi á íslandi og taka þátt í að borga milljarðinn, sem fer í að end- urbyggja íbúðarhús og fjós á Bessastöðum. Garri Indriöi G. Þorsteinsson. Úr bláum dölum Undirritaður sá nú nýverið í sjónvarpinu skemmtiþátt frá Sauðárkróki. Þar voru viðtöl viö heimamenn þar sem talið var upp það helsta sem byggðarlagið hefur sér til gild- is. Þar á meðal var að frá staðnum væm ættuð mörg skáld og listamenn. Þetta er rétt. Margir góð- ir myndlistarmenn ásamt góðskáldum em þaðan ættaðir. Þar nægir að nefna menn eins og Jón Stef- ánsson, Jóhannes Geir, Hrólf og Sigurð Sigurðsson og fleiri. Af yngri mönnum má nefna Snorra Svein Friðriksson. Ég átti einu sinni leið um Sauðárkrók og sá þá sýningu þessara manna og fleiri, sem bar nafnið „Landið er blátt". Frá Sauðárkróki er einnig Hannes Pétursson skáld, en hann hefur einnig nefnt bláa litinn í sínu ljúfa kyæði um heimahagana, „Bláir eru dal- ir þínir, byggð mín í norðrinu". Kvæði Hannesar um byggðir Skagafjarðar em hreinir gimsteinar, sem og margt annað sem þetta stórskáld hefur lát- ið frá sér fara. Tregi sveitamannsins Hins vegar virðist umhverfið og uppvöxturinn í Skagafirði hafa örvað fleiri til sköpunarverka en þá sem aldir voru upp á Króknum. í gær átti merkisafmæli einn af okkar þekktusm rithöfund- um og gamall jaxl úr blaðamannastétt og ritstjóri Tímans, Indriði G. Þorsteinsson. Hann er upp- runninn úr einum hinna „bláu dala", sem Hann- es Pétursson hefur gert ódauðlega í kvæðum sín- a't um. Bestu bækur Indriða fjalla um trega sveitamannsins, sem vegna þjóðfélagsbreytinga þarf að yfirgefa þessar fögm byggðir og mannlífið þar og hasla sér völl í deiglu vaxandi þéttbýlis. Hinar myndrænu bækur Indriða hafa orðið til þess að freista kvikmyndagerðarmanna. í raun er myndin „79 af stööinni" stórt skref inn í nútíma kvikmyndagerð. Myndin „Land og synir" er ljúf- sár mynd, en báðar fjalla þær um það þema sem áður var getið. Umhverfið í Skagafirði er ekki langt undan. Hib frjóa umrót Hinar miklu þjóðfélagsbreytingar, sem urðu fyr- ir miðja öldina, urðu skáldum drjúgt yrkisefni og í raun var þessi tími afar frjór í listum. Indriði var ungur á þessum árum og hefur dmkkið í sig áhrif- in af þessu umróti og komið þeim á bækur. Þótt ævistarf hans sem blaðamanns væri mikið að vöxtum, mun hans verða lengst minnst sem rit- höfundar. Indriði er ekki viðhlæjandi allra og um skoðan- ir hans stóð oft styr. Ég hef ekki alltaf verið sam- mála honum. Hins vegar varð sjötugsafmæli hans til þess að ég fór að hugsa um hve mannlíf, nátt- úra, umhverfi og litbrigði Skagafjarðar hefur verið frjótt þeim ungu mönnum með listræna æð, sem þar voru að alast upp fyrir miðja þessa öld. ]ón Kr. Á víbavangi .innsfl ove in80>lr.J Hon nr ll/L

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.