Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. apríl 1996 5 Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir: Sameinuö sveitarfélög Hin síöari ár hefur mikið veriö gert í sameiningu sveitarfélaga hér á landi. Samband íslenskra sveit- arfélaga mótaöi þá stefnu fyrir nokkrum árum aö sameina skyldi sveitarfélög, en ekki koma á þriöja stjórnsýslustig- inu, eins og nokkur umræða haföi þó verið um. Sveitarfélög hafa haft ákveðið hlutverk í stjórnsýslu okkar, en mistekist hefur að gera bæði héraðs- nefndir og fjórðungssambönd að þeim stjórnsýslustofnunum sem fyrirhugað var með stofn- un þeirra. Það er því ekki und- arlegt í ljósi reynslunnar að stækkun sveitarfélaga hefur orðið fyrir valinu. Suöureyri vib Súgandafjörö. Valddreifing og viröing Mikilvægt er að við slíka sameiningu sé farið að öllu með gát. Vel skal það vanda sem lengi á að standa. Á þeim stöðum þar sem nokkur reynsla var komin á samvinnu sveitarfélaga hefur þetta geng- ið vel. Þar má nefna Eyjafjarð- arbyggð og Vík í Mýrdal. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja alls staðar, þar sem miður hefur tekist til. Það þarf að undirbúa þessa framkvæmd mjög vel, bæði við skipulagn- ingu þjónustu og byggðar og á fjármálasviðinu. Til þess þarf tíma, sem sveitarfélögin verða að taka sér. Ekki á að fara ein- hverjar kollsteypur í breyting- um, heldur leyfa málunum að þróast. Umfram allt verða breytingar að ske í samvinnu og samráði við það fólk sem býr innan sveitarfélagsins. Fjölskyldu- og barnvænlegt sam- félag Þeir, sem stjórna málum í sameinuðu sveitarfélagi, verða að hafa þann félagslega þroska að geta Iitið á málin með hags- muni heildarinnar í huga, og VETTVANGUR „Það hefur einmitt verið gert allt oflítið til að auglýsa það hversu gott er að búa úti á landi. Hversu allt annað það er að ala þar upp börn. Hversu andrúmsloftið er af- slappaðra, loftið hreinna og umferðin minni." jafnframt að gæta þess að minni sveitarfélög, sem sam- einast þeim stærri, fái ekki til- finningu fyrir því að á þeim sé réttur brotinn. Það er nú einu sinni svo að stærri byggða- kjarnarnir byggja líka sína til- veru á dreifbýlinu í kring. Það er allra hagur að dreifbýli og þéttbýli fái að dafna hvort við annars hlið, en ekki á kostnað hvors annars. Sú byggðaröskun, sem víða hefur orðið, er ekki síst vegna þess að fólk heldur að því líði betur annarstaðar. Þess vegna verðum við að byggja upp það samfélag sem okkur líður vel í og er eins og við viljum hafa það. Við þurfum líka að leggja okkur fram við að ná til okkar að nýju því fólki, sem lagt hef- ur land undir fót til að öðlast menntun og reynslu á tiltekn- um sviðum. Fólk, sem á rætur á ákveðn- um stöðum á landinu, vill gjarnan fara þangað aftur, ef það hefur þar starfsvettvang. Mun líklegra er að það fólk, sem þekkir aðstæður og sækist eftir því að koma til baka, verði til frambúöar en hinir, sem koma með það í huga aö vera bara 2- 3 ár og prófa stað- inn. Meö því er ekki kastað neinni rýrð á það fólk eða að það sé ekki velkomið. Allir eru velkomnir sem vilja njóta þess sem landsbyggðin hefur upp á bjóða og sem betur fer kunna margir svo vel við sig að þeir ílengjast. Forréttindi aö búa úti á landi Þáð hefur einmitt verið gert allt of lítið til aö auglýsa það hversu gott er að búa úti á landi. Hversu allt annað það er aö ala þar upp börn. Hversu andrúmsloftið er afslappaöra, loftið hreinna og umferðin minni. Nálægðin við leikskól- ann, grunnskólann, vinnu- staðinn og náttúru landsins eru gæði sem ekki verða nema að litlu leyti metin til fjár. Sú árátta í fréttamennsku að fréttir þurfi að vera neikvæðar til að vera fréttir hjálpar reynd- ar ekki til. En við sjálf, íbúarn- ir, verðum líka að halda því fram sem jákvætt er, en ekki að einblína niður fyrir tærnar á okkur í stað þess að líta upp og gleöjast. Höfundur er fyrrum þingmaöur Kvenna- listans á Vestfjöröum. Um aðskilnab ríkis og kirkju Þaö hefur víst ekki farið framhjá fólki að undanfarið hefur eitt- hvað gengið á innan þjóðkirkj- unnar, eða ríkiskirkjunnar eins og ég kýs að kalla hana. Ekki skulu deiluefni kirkjunnar tí- unduð hér. Nóg er að gert. Rík- iskirkjan er kaunum hlaðin og þau sár verða lengi að gróa. Eðlilegt verður að teljast að þeim fer nú fjölgandi, sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju og ber stóraukinn fjöldi úrsagna úr rík- iskirkjunni þess vott. En þótt vissulega megi segja, að óeðli- legt sé að kirkjan sé hluti ríkis- valdsins, þá ber að huga að öll- um hliðum hugsanlegs aðskiln- aðar, en rasa ekki um ráð fram. Ég vil taka það fram, að sjálfur er ég ekki meðlimur ríkiskirkj- unnar. Þó tel ég tilveru hennar ekki hefta trúfrelsi mitt, enda veit ég ekki til þess að hún abb- ist upp á mitt trúarlíf. Hinu neita ég ekki, að þegar mér í vetur barst rukkun um fé- lagsgjald frá einhverju félagi sem berst fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju, án þess ég hafi nokk- urn tíma gengið í umrætt félag, þá þótti mér illa vegið að skoð- anafrelsi mínu. Þetta félag státar sig mjög af auknum félaga- fjölda. Nú er það spurningin, hve margir „félagsmanna" em þar á skrá að þeim forspurðum. En svo vikið sé að kostum og göllum aðskilnaðar ríkis og kirkju, þá hygg ég þann kost helstan, að sjálfstæð yrði kirkj- an tæpast jafn leiöitöm ráðandi öflum þjóðfélagsins og ríkis- kirkjan er. Megingallinn við að- skilnað er hins vegar sá, að hætt er við því að ofsatrúarhópum yxi þá fiskur um hrygg, bæði innan lútersku kirkjunnar og utan hennar. Auk þess mætti fastlega gera ráð fyrir því, að einhverjir söfnuðir, ekki síst í þéttbýli, yrðu enn frekar en orð- ið er fórnarlömb s.k. kirkjueig- enda, þ.e. félagsmálanauta sem nota kirkjuna sem vettvang múghvata sinna í stað þess að ganga í Lions eða stjórnmála- flokka, nú eða þá ganga hreint til verks og bjóða sig fram í for- setakosningum, svo sem nú SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson þykir hæfa rétt bærilega hverj- um sem vera skal. Nú hefur helmingur annars af títuprjónaflokkum Alþingis lagt fram þingsályktunartillögu um könnun á aöskilnaöi ríkis og kirkju. Títuprjónar em að því leyti lakari verkfæri en nálar, að með þeim má aðeins tjasla en ekki sauma. Hefði því óneitan- lega verið ráð vænna, að þing- menn fleiri flokka hefðu hugað að þessu máli. Einnig hefði ver- ið viturlegt að bíða þess að öld- ur lægði innan ríkiskirkjunnar. Ekki er að vænta hlutlauss mats almennings á stöðu kirkjunnar meðan blóöið drýpur enn af henni. Hverjar sem lyktir yfirstand- andi kirkjudeilna verða, þá er það staðreynd að stutt er til næstu biskupskosninga. Ég hef áður gert það að tillögu minni hér á síðum Tímans, að embætti biskups íslands verði lagt niður, en þess í stað verði biskupsstól- arnir fornu, á Hólum og í Skál- holti, endurreistir, auk þess sem stofnað verði biskupsembætti fyrir Reykjavík. Að þessu mætti huga við næsta biskupskjör, sem og því hvort aðskilja beri ríki og kirkju. En það er gjör- samlega út í hött að ætla að fara að ráðskast með slík mál innan stjórnmálaflokkanna, hvort heldur þeir eru stórir eða smáir. Kirkjan á sjálf að útkljá þessi mál, eða Alþingi í samráði við hana, hafi hún, að loknum yfir- standandi deilum, ekki burði til þess að gera það óstudd. Svo vill nefnilega til, að kristnin og kirkjan eiga sér dýpri rætur bæði í sálarlífi fólks og menn- ingu þjóðarinnar heldur en allir stjórnmálaflokkar landsins sam- anlagðir. ■ FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES PÉTUR VERSUS ÓLAFUR Guðinn Mammon virðist hafa sér- staka velþóknun á íslenskum húsum sem byrja á oröinu þjóð: Þjóðleikhús, Þjóbminjasafn, Þjóbarbókhlaða, Þjóðskjalasafn og síðast en ekki síst Þjóðhöfbingjasetur á Bessastöðum. Öll eiga húsin þab sameiginlegt að óhemju peningum hefur verið eytt og sóab í að breyta þeim og endur- byggja. Verkum hafa stjórnab sér- stakar nefndir húskarla, sem virðast eiga þab sameiginlegt að vera orðn- ar ónæmar fyrir íslenskum pening- um. Verkefnib „endurbygging" eba „endurreisn" Bessastaba hófst haust- ib 1989 og verklok voru þá ákvebin í árslok 1991. í nóvember 1990 segir í greinargerb ab umfang verksins hafi minnkað verulega frá fyrstu áætlun. Samt kosti endurreisnarstarfib 326 milljónir króna á verðlagi ársins 1991 og er með talinn 62 milljón króna virðisaukaskattur. Fyrir jólin 1990 skrifaði pistilhöf- undur kjallaragrein í DV, hib ágæta fylgirit Tímans, um ab verkiö mundi losa milljarðinn áður en öllu yrði til skila haldib. í svari forsætisrábherra við fyrirspurn Ágústs Einarssonar, þingmanns Þjóðvaka, kemur fram að sú hrakspá er því miður ab rætast. Kostnabur vib Bessastabaþorpib hef- ur þrefaldast á fimm árum og stefnir nú í tæpan milljarb króna. Þab eru miklir peningarfyrir eina fjölskyldu sem nær ekki hálfri vísitölustærð. Jafnvel þó húsfreyjan þurfi að taka á móti gestum. Fyrir sömu fjárhæð má byggja tvö hundrub íbúbiryfir hús- næðislausar fjölskyldur. Kostnaður við litla þorpiö á Bessa- stöðum er athygli verður og reikn- ingur vegna hönnunar Húsameistara ríkisins er 125 milljónir króna. Fyrir þá upphæb má borga einum arkitekt 200 þúsund króna mánabarlaun í fimmtíu og tvö ár eða til árins 2048. Þab er sumsé ævistarf fyrir einn arki- tekt ab festa endurreisnina á blab. Embætti Húsameistara ríkisins sparar því ekki þjóðinni peninga og Davíb Oddsson á þakir skildar fyrir ab leysa Húsameistarana frá störfum. En duttlungar örlaganna láta ekki ab sér hæba á Álftanesinu. Sama dag og húskarlar Bessastaða leggja fram þrefalda reikninga boöar nýr fram- bjóbandi bæbi sparsemi og rábdeild í starfi forseta íslands. Pétur Kr. Haf- stein gerir þá einföldu kröfu til emb- ættis forsetans ab halda því innan fjárlaga og brjóta ekki fjárlög frekar en til dæmis umferöarlög eba skatta- lög. Frambob Péturs hefur þegar vakið verðskuldaba athygli og fram- hjá því verbur ekki horft þegar rætt er um rábdeild og sparsemi í rekstri embættis forseta íslands. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur stabib sig vel í starfi forseta og kjör hennar opnabi nýja heima þegar ís- land ber á góma í öbrum löndum. En frú Vigdís verður ekki endurtekin frekar en lýöveldishátíöin 1944. Einu gildir þá hversu miklir kvenkostir bjóba sig fram til forseta í sumar. í loftinu liggur sterk karlremba og framboð Péturs Kr. Hafstein verbur því hitt framboðib á móti Ólafi Ragn- ari í forsetakjörinu. Meb frambobi Péturs hafa ræst vonir manna um spennandi kosn- ingavöku ab kvöldi kjördags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.