Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 19. apríl 1996 Frá Höfn í Hornafiröi. Sveitarfélög á Suöausturlandi undirbúa aö samþœtta starf skólaskrif- stofu og félagsþjónustu í einni skrifstofu: Stóraukin þjónusta viö litlu sveitarfélögin „Við stefnum a& samþætt- ingu þeirrar þjónustu sem nú fer fram á fræðsluskrif- stofu Austurlands, hefð- bundinni félagsþjónustu sveitarfélaga og þjónustu svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í einni stofnun," segir Hallur Magnússon, fé- lagsmálastjóri á Höfn í Homafirði, en sveitarfélögin í Austur-Skaftafellssýslu og í Djúpavogshreppi ákváöu að taka ekki þátt í samstarfi við önnur sveitarfélög á Austur- landi um rekstur einnar fræðsluskrifstofu, en hingað til hefur Fræðsluskrifstofa Austurlands verið staðsett á Reyðarfirði. Fræðsluskrifstofur hafa verið reknar af ríkinu í hverju kjör- dæmi og verða þær lagðar nið- ur, eins og kunnugt er, við yf- irfærslu grunnskólans í ágúst komanda. Við yfirtökuna er sveitarfélögunum gert skylt að veita þá þjónustu, sem fræðsluskrifstofur hafa hingað til veitt, og er misjafnt hvernig þau hafa ráðgert að sinna hlut- verki fræðsluskrifstofa. Á Suð- urlandi munu t.d. sveitarfélög kjördæmisins taka sig saman um rekstur einnar skrifstofu. í Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslu er einnig stefnt að rekstri einnar skólaskrifstofu, sem muni líklega taka yfir al- menna félagsþjónustu. Að sögn Halls mun þessi samvinna mismunandi aðila leiða til heildstæðari þjónustu. „Við töldum okkur geta veitt grunnskólum á Suðaustur- landi betri þjónustu með því að koma á fót skólaskrifstofú á Hornafiröi, sem rekin yrði í tengslum við félagsþjónustu sveitarfélaganna, heldur en að sækja þjónustu alla leið til Reyðarfjarðar. Með rekstri einnar fræðslu- og fjölskyldu- skrifstofu næst betri nýting á því fjármagni, sem renna mun til þessara málaflokka frá sveit- arfélögunum, og því hægt að veita meiri og markvissari þjónustu en élla," segir Hallur. Ætlunin er að Hornafjarðar- bær reki skrifstofuna á sína ábyrgð, en hin sveitarfélögin — Hofshreppur, Borgarhafnar- hreppur, Bæjarhreppur og Djúpavogshreppur — greiði fyrir þá þjónustu sem þau óska eftir. „Það gerir það að verkum að sveitarfélögin litlu, eins og Hofshreppur og Borgarhafnar- hreppur, fá aðgang að félags- þjónustu sem þau hafa hingað til ekki haft bolmagn til að veita." Fimm stöðugildi verða á skrifstofunni, sem tekur til starfa 1. júní: kennsluráðgjafi og sérkennsluráðgjafi, félags- málastjóri og félagsráðgjafi og svæðisstjóri um málefni fatl- aðra. Auk þess eykst þjónusta sálfræðings um helming og keypt verbur þjónusta af leik- skólaráðgjafa. Þar sem málefni fatlaðra em nú á könnu ríkisvaldsins, verður Hornafjarðarbær að semja við félagsmálaráðuneyt- ið um yfirtöku þess mála- flokks, en Hornafjarbarbær hafði óskað eftir viðræðum vib ráðuneytiö um það efni ábur en hugmyndin að stofnun Fræðslu- og fjölskylduskrif- stofu Suðausturlands vaknaði. Þess má geta að um áramót- in tók Hornafjarðarbær einnig að sér rekstur allrar heilbrigð- is- og öldrunarþjónustu í Aust- ur-Skaftafellssýslu til reynslu fram til ársins 2000 gegn rammafjárveitingum frá ríkis- valdinu. LÓA Sólvallagata dregur nafn sitt af Sólvöll- um. Hún liggur á milli Kirkjugarbsstígs að sunnan og Ánanausta að norðan. Gatan var sameinuð Sellandsstíg um 1940. Sellandsstígur nábi frá Framnes- vegi að Bræðraborgarstíg. Á mótum Hofsvallagötu og Sólvallagötu liggur gatan í boga fram meb húsunum Hofi og Ási, sem eru elstu byggingar við göt- una. í júlí 1906 fær séra Lárus Halldórsson leyfi fyrir ab byggja hús á Melstúni, 14 1/8 x 12 1/8 álnir og skúr 3x4 1/8 áln- ir. Þau skilyrði vom sett að húsinu fylgdi lóð, að minnsta kosti 1000 feráln- ir, og að lóðinni yrði breytt í byggingar- lóð. Séra Lárusi Halldórssyni var úthlut- ab stærri lóð eða 1750 ferálnir. Húsið nefndi hann Hof eftir æskuheimili sínu í Vopnafirði. í fyrstu brunavirðingu á húsinu, sem var gerð í október 1906, segir að séra Lárus Halldórsson hafi byggt einlyft hús meb 5 1/4 álna risi á lóð sinni á Meln- um. Húsib er byggt af bindingi, klætt ut- an með plægöum 1" borðum, pappa, listum og járni yfir, og með járnþaki á plægðri 1" súð. Innan á bindingi er pappi og millihólf í báðum bitalögum. Niðri em 3 íbúðarherbergi, eldhús, búr og tveir gangar, allt þiljað og herbergin meö striga, pappa á veggjum og loftum, og máluð. Þar em tveir ofnar og ein eldavél. ' Uppi em fjögur íbúðarherbergi, gangur og geymsluklefi, sem allt er þilj- að og málað. Herbergin og gangurinn með striga og pappa á veggjum, súð og loftum, þar er einn ofn. Á skammbitum er gólf úr plægðum 1" borðum. Kjallari er undir öllu húsinu, 3 1/2 alin á hæð. í honum er skilveggur úr steyptum steini, sem skiptir kjallaranum í tvennt að endilöngu. Vib vesturgafl er inn- og uppgöngu- skúr, með þaksvölum og kjallara, sem er byggður eins og húsið. Séra Láms Halldórsson var fæddur 10. janúar 1851 ab Hofi á Vopnafiröi. Hann varð stúdent í Reykjavík 1870. Cand.theol. Prsk. 27. ág. 1873. Hann var mikill fræðimaður og sinnti mörg- um embættisstörfum bæði í Reykjavík og úti á landi. Stundakennari í kristnum fræðum við Lærða skólann í Reykjavík veturinn 1873 til 1874. Biskupsskrifari frá 1874 til 1877, þá var honum veittur Valþjófsstaður og vígður í maí 1877. Settur próf. í Norður-Múlaprófastsdæmi 1878. Var prestur fríkirkjusafnaðarins í Reyðarfirði 1885. Settur kennari við Sólvallagata 25 (Hof) Lærða skólann í Reykjavík 1904. Al- þingismaður Sunn- mýlinga 1886 til 1891. Hann var af- kastamikill rithöf- undur, eftir hann liggur mikið af fmm- sömdum sögum, kristilegs efnis og sálmum. Hann þýddi bækur og ljóð. Kona hans var Kirstín Katrín Pétursdótt- ir, fædd 6. maí 1850. Börn þeirra: Sigríð- ur, fædd 6. júlí 1877; Halldór, fæddur 2. september 1878; Guðrún, fædd 8. janú- ar 1880, kona séra Sigurbjarnar í Ási Gíslasonar alþingismanns; Halldór, fæddur 4. febrúar 1881, hraðritari; Pét- ur, fæddur 4. maí 1882, fulltrúi á skrif- stofu Alþingis; Valgeröur, fædd 12. október 1885, kona séra Þorsteins Bri- em; Gunnþómnn, fædd 7. maí 1890. Séra Láms Halldórsson andaðist 24. júlí 1908, langt fyrir aldur fram. Eftirlifandi kona hans bjó áfram í húsinu ásamt niðjum þeirra og var hús- ið í eigu ættarinnar allt til ársins 1986. í nokkur ár leigöi Kirstín Katrín hluta af húsinu, fólki sem hún þekkti til. Flest af þessu fólki var úr kirkjusóknum sem maöur hennar haföi þjónað. Sagt er að frúin hafi leigt ódýrt og leigan borgub eftir minni. Árið 1910 eru skráð til heimilis að Sólvallagötu 25 (Hofi), Kirstín Katrín Pétursdóttir, ekkja Lámsar Halldórsson- ar, sonur þeirra, Pétur Lárusson, fæddur 4. maí 1882 í Valþjófsstaðarsókn, Hólm- fríður Guðjónsdóttir, fædd 20. apríl 1892 í Hólasókn í Skagafirði, Kristín Helgadóttir, fædd 21. apríl 1888 í Snóksdalssókn, Ingiríður Helgadóttir, fædd 28. júní 1890 í Snóksdalssókn, Þórunn Þórarinsdóttir, fædd 18. desem- ber 1891 í Skeggjastaöasókn, og Sigurð- ur Vigfússon, fæddur 21. júní 1867 á Reyðarfirði. Eftir að Hof var byggt stób það ásamt húsinu Ási nokkuð utan þéttbýliskjarn- ans, á erfðafestulandi sem í daglegu tali var kallað „á Melnum". Þegar Hofsvalla- gata, sem heitin er eftir húsinu Hofi, var lögb, var þrengt það ab húsinu að farið var undir inn- og uppgönguskúrinn. Eftir þaö var fallist á viðbygginguna við húsib, sem sagt verður frá síbar. Guð- rún, dóttir séra Lámsar og Kirstínar HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Katrínar konu hans, og maður hennar Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason byggöu húsið Ás, sem fjallað verður um í næstu grein. Þegar Sólvallagata var lögð, varð Hof númer 25 við götuna. í mati, sem fram- kvæmt var 10. febrúar 1957, kemur fram ab búið er aö byggja við húsið, en það mun hafa verið gert 1954. Viðbygg- ingin er úr timbri einangmð meb gosull, bárujárnsklædd að utan. Þakið er úr timbri, pappa og bárujárni meb tveimur gluggakvistum. Á fyrstu hæð em fjögur íbúðarher- bergi, eldhús og snyrting, anddyri og innri forstofa. Allt ýmist veggfóðrað eða málað og dúklagt. Á annarri hæð eru fjögur íbúðarherbergi, baðherbergi meb kerlaug og snyrting, stigahús og gangur. Allt málað og dúklagt. Þakhæð er notuð sem geymsla. Kjall- ari er óbreyttur frá síðasta mati 21. febrúar 1936. Kirstín Katrín Pétursdóttir lést 28. september 1940. Hún var eigandi að húsinu, en bjó þar ásamt Pétri syni sín- um og konu hans Ólafíu Hólmfríði Ein- arsdóttur og börnum þeirra. Kirstín Katrín var oft langdvölum á heimili dóttur sinnar, Valgerbar, konu séra Þor- steins Briem. Valgerður var um tíma heilsulítil og var langdvölum á sjúkra- húsi. Á meðan hugsaði móðir hennar um heimilið. Gluggar hússins em stórir miðað við það sem venja er á húsum, sem byggð voru á þessum tíma, og húsið bjart og hlýlegt. Frá vesturgluggum á efri hæð sést vestur á Hringbraut og Mela. Vel hirtur og fallegur garður er í kringum húsið. Ólafía Einarsdóttir, kona Péturs Lámssonar, gróðursetti þar sýrenu og gullregn. Sýrenuna lét hún sérstaklega flytja inn frá Hollandi til ræktunar í garðinum við heimili sitt, Hof. Ólafía Einarsdóttir stofnsetti og rak til margra ára verslunina Blóm & ávexti, ásamt Ástu frá Reykjum. Árið 1986 var Sólvallagata 25 (Hof) selt. Þá kaupa Ingimundur Sigfússon og kona hans Hrafnhildur Óskarsdóttir. Verið er að gera húsið húsið upp af mik- illi smekkvísi. Breytingar hafa verið geröar á herbergjaskipan frá því húsiö var byggt, en upphaflegur stíll hússins verið látinn halda sér. Búið er að gera pláss í kjallara að íbúð og verslun. Þar er Postulínshúsið, verslun fyrir postulíns- málara, sem Hrafnhildur Óskarsdóttir rekur. Heimildir: Árbæjarsafn og Landsbókasafn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.