Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. apríl 1996 Borgarholtsskóli í Crafarvogi mun innleiöa margvíslegar nýjungar á framhaldsskólastigi: Mikið úrval á sviði bóknáms og verknáms Búist er vib aö um 350-400 nemendur geti hafið nám viö Borgarholtsskóla, nýjan framhaldsskóla í Grafarvogi í Reykjavík, í haust. Skólinn verbur kjarnaskóli í málm- og bílgreinum og auk þess verbur bobib þar upp á al- mennt bóknám og styttri starfsmenntabrautir. Skóla- nefnd og stjórnendur skól- ans standa fyrir opnu húsi í félagsmibstöbinni Fjörgyn á morgun, laugardag, milíi kl. 14 og 15. Innleiðir nýjungar Meö Borgarholtsskóla verða innleiddar ýmsar nýjungar í námi á framhaldsskólastigi. Bæði er skipulag skólans með nýju sniði og eins verður þar boðið upp á nýjar námsbrautir. Eins og áður segir verður skól- inn kjarnaskóli í málm- og bí- liðnum. Fræðslumiðstöð bíl- greina verður hluti af skólanum og mun framkvæmdastjóri hennar bera faglega ábyrgð á kennslu í þessum greinum. Þetta skipulag er nýjung vib framhaldsskóla á íslandi og á eftir að ganga endanlega frá fyr- irkomulagi samstarfsins að sögn Eyglóar Eyjólfsdóttur, skólameistara Borgarholtsskóla. Öll kennsla í málm- og bí- liðnum í Reykjavík mun flytjast í Borgarholtsskóla í haust að því undanskildu að grunndeild málmiðna verður áfram í Iðn- skólanum í Reykjavík. Hætt verður kennslu í málmiðnum í Fjölbrautarskólanum í Breib- holti. Góð aðstaða til iðn- náms Til að búa sem best að verk- náminu hafa verið byggðar tvær verknámsskemmur, um 2000 fm hvor, sem verða teknar í notkun í haust. Eygló segir að allur aðbúnaður til kennslu í iðngreinunum verði fyrsta flokks og jafnframt vonast hún til að sú sérfræðiþekking sem er fyrir hendi hjá kennurum Iðn- skólans og F.B. í þessum grein- um flytjist að mestu leyti í Borgarholtsskóla. Með því móti telur hún að tilkoma skólans verði þessum greinum lyfti- stöng og muni ýta undir fram- þróun í þeim. Braut fyrir óákveðna Jafnhliða iðnnáminu mun bóknám skipa verðugan sess í Borgarholtsskóla. Þar verða í boði almennar bóknámsbrautir til stúdentsprófs en einnig nýj- ar tveggja ára starfsmennta- brautir og svokölluð fjöl- menntabraut. Þá verður í skól- anum fornám og nám fyrir fjöl- fatlaða/þroskahefta. Stefnt er að því að bjóða einnig upp á val- áfanga í listgreinum, bæði myndlist og jafnvel sönggrein- um. Fjölmenntabraut er það sem er kallað „almenn námsbraut" í frumvarpi til laga um fram- haldsskóla. Eygló segir ab henni sé fyrst og fremst ætlað að mæta þörfum þeirra sem vita Borgarholtsskóli. ekki hvað þeir vilja læra. „Á henni verður svo til jafn mikið bóknám og verknám, þ.e. nemendur taka valáfanga í verk- eða listgreinum. Hug- myndin er að nemendur geti byrjað á fjölmenntabrautinni og við síðan stýrt þeim þangað sem hugur þeirra og hæfni stendur til," segir Eygló. Starfsnám á þremur sviðum Starfsmenntabrautirnar sem verið er að undirbúa verða á þremur ólíkum atvinnusviðum. „Þessar brautir eru enn í mót- un í samráði við aðila atvinnu- lífsins. Þær sem eru í bígerð eru á sviði félagsþjónustu, þ.e. leið- beiningu við aldraða, fatlaða o.sv.frv. Önnur brautin er á svibi framleiðslu og tækni og miðar að vinnu i verksmiðjum, t.d. í málmiðnum eða plasti, og sú þriðja er á sviði verslunar." Eygló segir að nemendur verði fyrst og fremst í skólanum á fyrra árinu en á því síðara verði námið jafnframt í formi starfsnáms. Hún segir að unnt verði að fara þá leið inn á þessar brautir að byrja á fjölmennta- braut en skipta yfir á einhverja starfsmenntabrautina eftir fyrstu önnina, hafi nemendur áhuga á því. Hluti af náminu á starfsmenntabraut getur síban nýst nemendum upp í stúd- entspróf hafi þeir seinna áhuga á að bæta vib sig námi. 1000 nemendur Stefnt er ab því að verknáms- hús Borgarholtsskóla verði til- búið í lok maí, þannig að unnt verði að flytja nauðsynlegan búnab þangað. Sá hluti bók- námshússins sem verður tekinn í notkun í haust verður tilbúinn í byrjun ágúst. Hægt verður að taka við 350- 400 nemendum strax í haust en alls á skólinn að taka um 1000 nemendur þegar hann verður fullbúinn. Borgarholtsskóli verður inn- tökuskóli fyrir Grafarvog og Mosfellsbæ hvað varðar bók- nám en nemendur í iðnnám munu væntanlega koma úr öll- um hverfum. -GBK Athafnafrelsi forsenda þess ab úthafsveibar nái ab dafna. Félag úthafs- útgerba: Undrun og óánægja í úthafskarfa og síld Fundur í Félagi Úthafsútgerba lýsir yfir sérstakri óánægju meb hlutdeild íslendinga í út- hafskarfaveibum á Reykjanes- hrygg og telur ab í þeim samn- ingi hafi ísland ekki fengib metinn strandríkisrétt sinn eba veibireynslu. Fundurinn lýsir einnig yfir undrun sinni á reglugerb sjávarútvegsráb- herra um stjórn veiba í síldar- smugunni og telur ab ráb- herra hafi ekki lagaheimild til reglugerbar um síldveibar á al- þjóblegu hafsvæbi. Þetta kemur m.a. fram í álykt- un fundar í Félagi úthafsútgerba sem haldinn var sl. miðvikudag, 17. apríl. Þar kemur fram að út- hafsveiðar nái ekki að dafna nema með athafnafrelsi. Þar eigi framtak og útsjónarsemi útgerð- armanna og skipstjórnarmanna að ráða hlut hvers og eins en ekki skömmtun og úthlutun stjórnvalda. Félagið telur að af- skipti framkvæmdarvalds og Al- þingis af úthafsveiðimálum eigi fyrst og fremst að felast í stuðn- ingi við sókn útvegsmanna á fjarlæg mið. í þeim efhum eiga íslendingar að beina kröftum sínum til ab ná sem stærstum hlut í úthafsveiðum og forðast átök um innbyrðis skiptingu. Fundurinn telur að eðlilegt að íslendingar hefðu fengið 60 þúsund tonna kvóta í stað 45 þúsund tonna, eða 52 þúsund tonn upp úr sjó í samningnum um úthafskarfaveiðarnar miðað við 153 þúsund tonna heildar- afla. Ljóst er að íslenska sendi- nefndin hefur keypt þennan samning dýru verði með tilliti til þess að Grænland og Færey- ingar fengu 40 þúsund tonn í sinn hlut. Skorað er á stjórnvöld að gæta hagsmuna ísíendinga betur næst þegar samið verður um úthafskarfaveiðarnar. -grh Abalframkvœmdastjóri OECD hitti íslenska ráöamenn: ísland vel staðsett í viðskiptakapphlaupinu „Þegar ég kom hér síðast fyrir níu árum höfbu menn miklar áhyggjur af verbbólgunni og það er ánægjulegt ab sjá hve þjóbin hefur þróast síban. Nú er hagkerfi landsins í meira jafnvægi sem samrýmist kröf- um heimsmarkabarins. Ver- öldin er orbin heimur harbrar samkeppni en um leib heimur tækifæranna. Þetta alþjóblega hagkerfi hlýtur ab veita ríkj- um OECD frekari tækifæri svo lengi sem þau laga sig ab kröf- um vibskiptaheimsins. Það sem sló mig er að þessi staðreynd er orðin almennt við- urkennd hér þrátt fyrir smæð þjóðarinnar. Þær þjóðir sem hafa möguleika til að efla hæfni sína og breyta eða laga atvinnu- Sverrir Haukur Gunnlaugsson og jean- Claude Paye, aöalframkvœmda- stjóri OECD. hætti að kröfum markaðarins hafa forskot á aðrar. Mér sýnist þessi þjóð vera vel stabsett í þessu kapphlaupi þjóðanna," sagði Jean-Claude Paye, aðal- framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar OECD, sem átti hér stutta viðdvöl á mið- vikudag til að funda með efna- hags- og viðskiptanefnd Alþing- is, ráðherrum, bankastjórum Seðlabanka íslands og forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Að sögn Paye stendur sú tilfinning helst upp úr þessum viðræðum að þjóðin sé á leiú með að laga sig að samkeppni markaðarins og nýta til þess kosti sína, einkum ódýra orku. Hann taldi árangur- inn nokkuð góðan. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.