Tíminn - 19.04.1996, Page 7

Tíminn - 19.04.1996, Page 7
Föstudagur 19. apríl 1996 / Borgarholtsskóli í Crafarvogi mun innleiöa margvíslegar nýjungar á framhaldsskólastigi: Mikib úrvaí á sviði Athafnafrelsi forsenda þess aö úthafsveiöar nái aö dafna. Félag úthafs- útgeröa: Undrun og Borgarholtsskóli. ekki hvað þeir vilja læra. „Á henni verður svo til jafn mikið bóknám og verknám, þ.e. nemendur taka valáfanga í verk- eða listgreinum. Hug- myndin er að nemendur geti byrjað á fjölmenntabrautinni og við síðan stýrt þeim þangað sem hugur þeirra og hæfni stendur til," segir Eygló. Starfsnám á þremur svibum Starfsmenntabrautirnar sem verið er að undirbúa verða á þremur ólíkum atvinnusviðum. „Þessar brautir eru enn í mót- un í samráði við aðila atvinnu- lífsins. Þær sem eru í bígerð eru á sviði félagsþjónustu, þ.e. leið- beiningu við aldraða, fatlaða o.sv.frv. Önnur brautin er á sviði framleiðslu og tækni og miðar að vinnu í verksmiðjum, t.d. í málmiðnum eða plasti, og sú þriðja er á sviði verslunar." Eygló segir að nemendur verði fyrst og fremst í skólanum á fyrra árinu en á því síðara verði námið jafnframt í formi starfsnáms. Hún segir að unnt verði að fara þá leið inn á þessar brautir aö byrja á fjölmennta- braut en skipta yfir á einhverja starfsmenntabrautina eftir fyrstu önnina, hafi nemendur áhuga á því. Hluti af náminu á starfsmenntabraut getur síðan nýst nemendum upp í stúd- entspróf hafi þeir seinna áhuga á að bæta við sig námi. 1000 nemendur Stefnt er að því að verknáms- hús Borgarholtsskóla verði til- búið í lok maí, þannig að unnt verði að flytja nauðsynlegan búnað þangað. Sá hluti bók- námshússins sem verður tekinn í notkun í haust verður tilbúinn í byrjun ágúst. Hægt verður að taka við 350- 400 nemendum strax í haust en alls á skólinn að taka um 1000 nemendur þegar hann verður fullbúinn. Borgarholtsskóli verður inn- tökuskóli fyrir Grafarvog og Mosfellsbæ hvað varðar bók- nám en nemendur í iðnnám munu væntanlega koma úr öll- um hverfum. -GBK bóknáms og verknáms Búist er við að um 350-400 nemendur geti hafið nám við Borgarholtsskóla, nýjan framhaldsskóla í Grafarvogi í Reykjavík, í haust. Skólinn verður kjarnaskóli í málm- og bílgreinum og auk þess verður boöið þar upp á al- mennt bóknám og styttri starfsmenntabrautir. Skóla- nefnd og stjórnendur skól- ans standa fyrir opnu húsi í félagsmiðstöðinni Fjörgyn á morgun, laugardag, milli kl. 14 og 15. Innleibir nýjungar Með Borgarholtsskóla verða innleiddar ýmsar nýjungar í námi á framhaldsskólastigi. Bæði er skipulag skólans með nýju sniði og eins verður þar boðið upp á nýjar námsbrautir. Eins og áður segir verður skól- inn kjarnaskóli í málm- og bí- liðnum. Fræðslumiðstöð bíl- greina verður hluti af skólanum og mun framkvæmdastjóri hennar bera faglega ábyrgð á kennslu í þessum greinum. Þetta skipulag er nýjung við framhaldsskóla á íslandi og á eftir að ganga endanlega frá fyr- irkomulagi samstarfsins að sögn Eyglóar Eyjólfsdóttur, skólameistara Borgarholtsskóla. Öll kennsla í málm- og bí- liðnum í Reykjavík mun flytjast í Borgarholtsskóla í haust að því undanskildu að grunndeild málmiðna verður áfram í Iðn- skólanum í Reykjavík. Hætt veröur kennslu í málmiðnum í Fjölbrautarskólanum í Breið- holti. Gób aðstaöa til ibn- náms Til að búa sem best að verk- náminu hafa verið byggðar tvær verknámsskemmur, um 2000 fm hvor, sem verða teknar í notkun í haust. Eygló segir að allur aðbúnaður til kennslu í iðngreinunum verði fyrsta flokks og jafnframt vonast hún til að sú sérfræðiþekking sem er fyrir hendi hjá kennurum Iðn- skólans og F.B. í þessum grein- um flytjist að mestu leyti í Borgarholtsskóla. Með því móti telur hún að tilkoma skólans verði þessum greinum lyfti- stöng og muni ýta undir fram- þróun í þeim. Braut fyrir óákveðna Jafnhliða iönnáminu mun bóknám skipa verðugan sess í Borgarholtsskóla. Þar verða í boði almennar bóknámsbrautir til stúdentsprófs en einnig nýj- ar tveggja ára starfsmennta- brautir og svokölluð fjöl- menntabraut. Þá verður í skól- anum fornám og nám fyrir fjöl- fatlaða/þroskahefta. Stefnt er að því að bjóða einnig upp á val- áfanga í listgreinum, bæði myndlist og jafnvel sönggrein- um. Fjölmenntabraut er það sem er kallað „almenn námsbraut" í frumvarpi til laga um fram- haldsskóla. Eygló segir að henni sé fyrst og fremst ætlað að mæta þörfum þeirra sem vita óánægja í úthafskarfa og síld Fundur í Félagi Úthafsútgeröa lýsir yfir sérstakri óánægju með hlutdeild íslendinga í út- hafskarfaveiðum á Reykjanes- hrygg og telur að í þeim samn- ingi hafi ísland ekki fengiö metinn strandríkisrétt sinn eða veiðireynslu. Fundurinn lýsir einnig yfir undrun sinni á reglugerð sjávarútvegsráö- herra um stjóm veiöa í síldar- smugunni og telur að ráð- herra hafi ekki lagaheimild til reglugerðar um síldveiðar á al- þjóðlegu hafsvæði. Þetta kemur m.a. fram í álykt- un fundar í Félagi úthafsútgerða sem haldinn var sl. miðvikudag, 17. apríl. Þar kemur fram að út- hafsveiðar nái ekki að dafna nema með athafnafrelsi. Þar eigi framtak og útsjónarsemi útgerð- armanna og skipstjórnarmanna að ráða hlut hvers og eins en ekki skömmtun og úthlutun stjórnvalda. Félagið telur að af- skipti framkvæmdarvalds og Al- þingis af úthafsveiðimálum eigi fyrst og fremst að felast í stuðn- ingi við sókn útvegsmanna á fjarlæg mið. í þeim efnum eiga íslendingar að beina kröftum sínum til að ná sem stærstum hlut í úthafsveiðum og foröast átök um innbyrðis skiptingu. Fundurinn telur að eðlilegt að íslendingar hefðu fengið 60 þúsund tonna kvóta í stað 45 þúsund tonna, eða 52 þúsund tonn upp úr sjó í samningnum um úthafskarfaveiðarnar miðað við 153 þúsund tonna heildar- afla. Ljóst er að íslenska sendi- nefndin hefur keypt þennan samning dýru verði með tilliti til þess að Grænland og Færey- ingar fengu 40 þúsund tonn í sinn hlut. Skorað er á stjórnvöld að gæta hagsmuna íslendinga betur næst þegar samið verður um úthafskarfaveiðarnar. -grh „Þegar ég kom hér síðast fyrir níu árum höfðu menn miklar áhyggjur af verbbólgunni og þab er ánægjulegt að sjá hve þjóbin hefur þróast síðan. Nú er hagkerfi landsins í meira jafnvægi sem samrýmist kröf- um heimsmarkaðarins. Ver- öldin er orbin heimur harbrar samkeppni en um leið heimur tækifæranna. Þetta alþjóðlega hagkerfi hlýtur ab veita ríkj- um OECD frekari tækifæri svo lengi sem þau laga sig ab kröf- um vibskiptaheimsins. Það sem sló mig er að þessi staðreynd er orðin almennt við- urkennd hér þrátt fyrir smæð þjóðarinnar. Þær þjóðir sem hafa möguleika til að efla hæfni sína og breyta eða laga atvinnu- Sverrir Haukur Gunnlaugsson og lean- Claude Paye, aöalframkvæmda- stjóri OECD. hætti að kröfum markaðarins hafa forskot á aðrar. Mér sýnist þessi þjóð vera vel staösett í þessu kapphlaupi þjóðanna," sagði Jean-Claude Paye, aðal- framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar OECD, sem átti hér stutta viðdvöl á mið- vikudag til að funda með efna- hags- og viðskiptanefnd Alþing- is, ráðherrum, bankastjórum Seðlabanka íslands og forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Að sögn Paye stendur sú tilfinning helst upp úr þessum viðræðum að þjóðin sé á leið með að laga sig að samkeppni markaðarins og nýta til þess kosti sína, einkum ódýra orku. Hann taldi árangur- inn nokkub góban. -LÓA Aöalframkvœmdastjóri OECD hitti íslenska ráöamenn: ísland vel staösett í viöskiptakapphlaupinu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.