Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 8
Föstudagur 19. apríl 1996 Þaö yrbi kostnaöar- samt og hœttulegt fyrir Bandaríkin, er sagt í Washington. Og í því hefbu Bandaríkin varla neina áreiöanlega bandamenn, eins og í kalda stríöinu viö Sovétríkin ir skömmu þótti ófrið- | lega horfa í samskiptum Kína og Taívan og margt er í óvissu viovíkjandi fram- vindu þeirra mála. í því sam- hengi er bollalagt um að kalt — ef ekki heitt — stríb Bandaríkjanna og Kína geti verið í aosigi. í Bandaríkjunum og víðar þykir mörgum líklegt að Kína stefni að því að gerast forystu- ríki Austur- og Suðaustur-Asíu, risaveldi þess heimshluta eins og það gjarnan var fyrr á tíð. Til þess að færa út ítök sín og áhrif í því samhengi geti ýmsar að- ferðir komið til greina af hálfu Kína. Vera kunni að tilgangur- inn með þeirri útþenslustefnu sé öðrum þræði að leiða athygli almennings frá vandamálum innanlands og valdabaráttan eftir Deng Xiaoping sé atriði í því samhengi. Containment Einnig kunni hér að liggja á bak við þörf, sem kínverskir ráöamenn þykist sjá að sé fyrir hendi, á að sameina þjóðina um eitthvað í stað marxismans-len- ínismans-maóismans, sem mjög sé úr sér genginn sem rík- ishugsjón og hugmyndafræði- legt bindiefni. í því sambandi telji kínverskir ráðamenn hvað vænlegast að leiða athygli síns fólks að fornri frægð Kína og endurreisn þess sem Ríkisins i miðið. í því sambandi hefur komið fram meðal ráðamanna í Wash- ington orðið containment, sem þýtt er „innilokunarstefna". Þetta hugtak var um alllangt skeið leiðarljós Bandaríkjanna í kalda stríöinu gegn Sovétríkjun- um. Samkvæmt því skyldl kom- ið í veg fyrir að Sovétríkin færðu út hernaðarlegt og stjómmála- legt yfirráðasvæði sitt. Nú hugsa Bandaríkjamenn til þess með hrolli nokkrum að til greina gæti komið að taka upp containment gagnvart Kína. Hrollurinn í þeim í því sam- hengi er skiljanlegur. Fyrir Bandaríkin myndi þetta hafa í för með sér stórfellda útgjalda- aukningu til hermála. Kína er þegar sjötta mesta viðskipta- land Bandaríkjanna, en með containment yrði að líkindum búið með það. í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem Bandaríkin hafa yfirleitt fengið sínu framgengt frá því að kalda stríðinu lauk, myndi Kína lík- lega beita neitunarvaldi eitt- hvað álíka títt og Sovétríkin í eina tíð, ef containment yrði upp tekið. Trúlegt er einnig að Kína yrði þá óþjálla Bandaríkjunum en fyrr í kjarna- og efnavopnamál- um. Það myndi og kannski auka á ný aðstoð við Rauða kmera og Norður-Kóreu. Til að bæta sér upp tap vegna minnkandi við- skipta við Vesturlönd og banda- rískra viðskiptahindrana væri Veggblöb á Lýbrœbismúr ÍPeking 1979: Kóldu stríbi Bandaríkjanna og Kína myndi líklega fylgja aukin harka gegn lýbrceoissinnum og andófsmönnum ísíbarnefnda landinu. Kalt stríb Banda- ríkjanna og Kína? BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON ast líklega helst að þeim valkosti að treysta því að Bandaríkin vegi á móti Kína, þó með tregðu, sem gæti snúist upp í að það tæki þann kostinn að hall- ast að Kína. Andúð á Japönum er mikil í Suður-Kóreu og má ekki mikið út af bera til að upp úr sjóði milli þess ríkis og Jap- ans, eins og sýndi sig nýlega er deilur blossuðu upp út af skeri í Japanshafi sem bæði ríki telja sig eiga. Kína, hrifið af vaxandi efnahagsmætti Suður-Kóreu, leitar nú eftir bættum samskipt- um við hana. Hætta er á stríði á milli Suður- og Norður-Kóreu. Kínverska borgríkið Singapúr hefur undanfarið sýnt tilburði til þess að hallast að „móður- landinu" og gagnrýnir vestræn gildi. Spáð er góðum sambönd- um milli Kína og Taílands, og Kína er einn besti vinur Búrma erlendis. Ástralía, sem fram að síðari heimsstyrjöld reiddi sig á breska herflotann sér til verndar og síðan um skeið á Bandaríkin, hefur um skeið verið að þreifa fyrir sér um stefnu gagnvart Austur- og Suðaustur-Asíu ann- ars vegar og Vesturlöndum hins vegar, án þess líklega að hafa komist að niðurstöðu. "4 Von um Víetnam Víetnamskir kommúnistar eru nú líklega sá aðili, sem Bandaríkin hvað helst gætu reitt sig á sem bandamann gegn Kína. Þeir hafa ráðið ríkjum í landi sínu öllu frá því að þeir sigruðu Saigonstjómina, vin Bandaríkjanna, 1975. Víetnöm- um hefur staðið stuggur af Kína frá fornu fari og verið gæti að þeir væru til viðtals um að leigja Bandaríkjunum flotastöðvar. Eins og sakir standa er heldur gott á milli Rússlands og Kína, og því hefðu Bandaríkin nú, ef verulega kólnaði milli þeirra og Kína, litla möguleika á að geta látið út „rússneska spilið" gegn Kína, hliðstætt því að þau létu út „kínverska spilið" gagnvart Sovétríkjunum á fyrrihluta 8. áratugar. Hvað sem Bandaríkin gera, geta þau ekki hindrað að Kína eflist sem stórveldi, bæði efna- hagslega og í alþjóðastjórnmál- um, segir áðuráminnstur emb- ættismaður. Það, sem hann og fleiri leggja til um stefnu Banda- ríkjanna gagnvart Kína, er „uppbyggileg afskipti" (constructive engagement). Með því mun vera átt að Banda- ríkin haldi áfram að leggja áherslu á samskipti og viðskipti við Kína, þar eð með því móti muni þau hafa möguleika á að hafa áhrif á stefnu þess á ýms- um sviðum, þótt sú viðleitni geti stundum reynst erfið og tekið á taugar og þolinmæði. Ungt fólk íHanoi, klcett ístíl vib efnahagsundrin. Svo er nú komib ab ýmsir telja ab „Charlie" (eins og Bandarikjamenn kóllubu víetnamska kommúnista íeina tíb) sé orbinn besti vinur Bandaríkjanna íSubaustur- Asíu. hugsanlegt að það yrði útbærara en fyrr á kjarnavopnatækni við Pakistan, einnig til að efla það gegn Indlandi, sem lengi hefur verið keppinautur Kína. Það myndi e.t.v. tengjast íran (sem þegar kaupir af því mikið af vopnum) vináttuböndum til að tryggja sér olíu, sem það hefur vaxandi þörf fyrir. Ekki einsleit fylking „Aðalvandinn við contain- ment-stefnu [gagnvart Kína]," hefur The New York Times eftir háttsettum (og ónefndum) embættismanni í Washington, „er að við höfum ekki einn ein- asta bandamann í Asíu til að hjálpa okkur til að framfylgja henni. Það var annað með Sov- étríkin. Gegn þeim höfðum við marga góða bandamenn." Og víst er um það að ríki Aust- ur- og Suðaustur-Asíu og Eyja- álfu eru næsta ólíkleg til að skipa sér í einsleita fylkingu um eitt eða neitt, þar á meðal í bandalag gegn Kína. Japan hall- Ætla má ab valdabarátta eftir Deng Xiaoping sé eitt af vandamálum kín- versku forvstunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.