Tíminn - 19.04.1996, Qupperneq 9

Tíminn - 19.04.1996, Qupperneq 9
Föstudagur 19. apríl 1996 13 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Refsiabgerbir Sameinubu þjóbanna vegna Persaflóastríbsins hafa haft geigvœnlegar afleibingar: Hörmungarástand í írak Refsiaögeröir Sameinuöu þjóöanna hafa komiö hvaö haröast niöur á börnum og ungmennum íírak. Fimm ár eru liðin frá því refsiaðgeröir Sameinuðu þjóðanna á hendur írak tóku gildi, og ástandið í landinu er orðið vægast sagt skelfi- legt. Samkvæmt upplýsing- um frá SÞ lifir um helmingur þeirra 20 milljóna, sem búa í Irak, við fátæktarmörk, og fjöldinn allur er undir þeim, þar á meöal um þrjár millj- ónir í höfuðborginni einni. Klaus Slavensky, upplýsinga- stjóri hjá Dönsku mannrétt- indamiðstöðinni, var í nor- rænni sendinefnd sem fór til íraks í síðasta mánuði til þess að kynna sér ástandið þar í landi. „Þetta var skelfileg upp- lifun," segir hann. „Sérstaklega vegna þess að maður kemur sem fulltrúi lands sem fyrir fimm árum tók þátt í að sam- þykkja efnahagslegu refsiað- gerðirnar sem hafa valdið allri eymdinni." Slavensky kom meðal annars á barnasjúkrahús þar sem ung börn dóu fyrir augunum á honura vegna þess að starfs- fólkið hefur ekki þau lyf sem þarf til að veita nauðsynlega meðferð. Og raunar var starfs- fólkið jafn veiklulegt í útliti og sjúklingarnir sem það er að reyna að sinna. Hann kom einnig í fátækra- hverfi þar sem flæðir út úr opnum skolpræsum vegna þess að endurnýjun og viðhald skolpræsakerfisins hefur verið í lamasessi ámm saman. Einnig kom hann inn á einkaheimili þar sem engin búslóð var, ekkert nema þunn teppi á gólfunum vegna þess að íbúarnir höfðu þurft aö selja allar sínar eigur til þess að svelta ekki í hel. Sama ástæða lá einnig fyrir því að stór göt vom á veggjum margra húsa: Loftræstikerfið hafði einfald- lega verið tekið burt og selt í skiptum fyrir mat og lyf. Það er fyrst og fremst alþjóð- lega viðskiptabanninu á írak sem kenna má um að ástandið Staöa Saddams Husseins innan- lands hefur ekki beöiö neinn hnekki er eins skelfilegt og það er. Þeg- ar olíutekjunum er kippt burt eru fáar bjargir eftir, og þegar írökum er þar að auki bannað að framleiða ýmsar nauðsynja- vörur fyrir landbúnað og iðn- starfsemi á þeim forsendum að þær geti nýst til hergagnafram- leiðslu þá er ekki að sökum að spyrja. Til að mynda er óheimilt að framleiða áburð vegna þess að hægt er að nota hann til fram- leiðslu á hergögnum, og sama er að segja um áliðnaðinn sem auk annars gegnir lykilhlut- verki við framleiðslu á ýmsum nauðsynlegum útbúnaði fyrir sjúkrahúsin. Á meðan þessu fer fram er líknaraðstoð Sameinuðu þjóð- anna til íraka miklu minni en þörf er á. Að sögn starfsmanna SÞ í Bagdað er talið að írakar þurfi á matvælum að halda fyr- ir um 1,7 milljarða dollara á ári, að ónefndum öðrum nauð- þurftum, en á síðasta ári fengu þeir um 80 milljónir dollara í aðstoð þegar allt er talið. Klaus Slavensky heldur því þar að auki fram að þeirri hjálp sem veitt er sé ekki dreift á rétt- an og sanngjarnan hátt til landsmanna: „Meira en helm- ingurinn fer til þeirra þriggja milljóna Kúrda sem búa á ör- yggissvæðunum í Norður-írak, því það em þeir sem alþjóða- samfélagið hefur mesta samúð með. Allt þangað til fyrir tveim ámm var líka mest þörfin fyrir aðstoð í Norður-írak, en nú hefur það snúist við. Það þýðir að hörmungarnar em mestar í þeim hluta íraks sem Saddam Hussein hefur yfirráð yfir." Slavensky vill meina að eina lausnin á þessu vandamáli sé að aflétta viðskiptabanninu. í því sambandi bendir hann á að starfsmenn SÞ í írak segja að búast megi við gífurlegri hung- ursneyð og jafnvel blóðugri borgarastyrjöld í landinu ef ekki finnst einhver lausn inn- an árs. Hann heldur því einnig fram að ríki heims séu í raun að gera sjálfum sér bjarnargreiða með því að halda uppi viðskipta- banninu. „Ekkert bendir til þess að refsiaðgerðirnar hafi veikt stöðu Saddams Hussein. Þvert á móti hafa írakar beint hatri sínu að Vesturlöndum, og það get ég vel skilið. Því við bemm í aðalatriðum ábyrgð á hörmungarástandinu þar," sagði hann. Samningaviöræbur í gangi Þessa dagana standa einmitt yfir samningaviðræður á milli Iraks og Sameinuðu þjóðanna um að heimiluð verði tak- mörkuð olíusala frá írak að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Alls er óvíst um hvort ár- angur næst af þessum viðræð- um, enda ganga þær treglega, en frá því 8. apríl hefur staðið yfir þriðja samningalotan á þessu ári. Meiningin er sú að írökum verði gert heimilt að selja olíu fyrir tvo milljarða dollara, eða sem svarar um 130 milljörðum íslenskra króna, og verði fénu varið til þess að kaupa mat- væli, lyf og aðrar nauðsynjar sem brýn þörf er á. Samkomu- lag hefur hingað til einkum strandað á því hvernig dreif- ingu þessara brýnu nauðsynja til landsmanna verður háttað, en í ályktun SÞ er gert ráð fyrir að milli 13 og 15 prósent þeirra verði dreift til Kúrdanna í norðurhluta íraks. Kúrdar í Norður-írak hafa í raun verið lausir undan yfir- ráðum stjórnar Saddams Hus- sein frá því að þeir gerðu upp- reisn við lok Persaflóastríðsins 1991, en írösk stjórnvöld hafa ekki haidið uppi neinni stjórn- valdsskrifstofum í Kúrda- héröðunum, að því er Abdul Amir al-Anbari, sendihera ír- aks hjá SÞ segir. írakar vilja engu að síður að dreifingin um allt landið verði á þeirra hönd- um, en SÞ hafa krafist þess að dreifingin til Kúrdahéröðanna verði á vegum starfsfólks Sam- einuðu þjóðanna. í gær kom einnig til íraks Rolf Ekeus, formaður þeirrar nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fylgst hefur með því að af- vopnun íraks eigi sér stað eins og ráð var fyrir gert í ályktun Sameinuðu þjóðanna. Meðal annars stóð til að hann ræddi við háttsetta ráðamenn í írak. Talið er að hann ætli að gera þeim grein fyrir nýlegri skýrslu nefndarinnar þar sem fram komi að stjórnin í Bagdað hafi ekki enn komið með nægar sannanir fyhrir því að hún hafi ekki lengur yfir að ráða nein- um þeim vopnum og hergögn- um sem bönnuð eru. Skilyrði SÞ fyrir því að banninu verði aflétt hefur verið það að nefnd- in gefi út yfirlýsingu um að ír- akar hafi fullnægt þeim skil- yrðum sem sett voru í kjölfar Persaflóastríðsins. írakar sjálfir halda því hins vegar fram að þeir hafi uppfyllt öll þau skil- yrði og gott betur en það. Brýtur gegn mannrétt- indahugsjón SÞ Skoðanir manna á því hversu hart skuli ganga fram í því að krefjast þess að skilyrð- unum verði fullnægt, eru þó skiptar, enda gefi ástandið í landinu ekki tilefni til þess að málið verði þæft lengur. „Frá því seinni heimsstyrjöldinni lauk hafa hvergi verið í gangi alþjóðlegar aðgerðir þar sem heilli þjóð hefur verið refsað," segir Klaus Slavensky. „Jafnvel í Suður-Afríku fór meirihluti íbúanna fram á refsiaðgerðir og viðskiptabann. Engir óbreyttir írakar óska eftir þessu banni. Refsiaðgeröir þjóna aldrei neinum mannúðar- markmiðum og eru um leið í hróplegri mótsögn við þær hugmyndir sem liggja að baki mannréttindum Sameinuðu þjóðanna. Það getur ekki verið svona sem við byggjum upp nýja skipan í heimsmálum." -GB/Politiken, Reuter Geislavirkni mœld Maöurinn á myndinni getur varla talist öfundsveröur af hlut- verki sínu, en hann er staddur inni í „grafhvelfingunni", sem svo hefur veriö nefnd, sem byggö var utan um kjarnakljúf nr. 4 í Tsjernóbyl kjarnorkuverinu þar sem sprenging varö og eldur braust út fyrir þvísem næst 10 ár- um. Myndin var tekin á sunnudaginn var, meöan veriö var aö mæla geislavirkni þarna inni. Ceislunin mældist þarna 800 röntgen á mínútu, sem er tíu sinnum minna en viö „fílsfótinn" svokallaöa sem sést til hægri á mynd- inm, errhann er sambland-af kjamakleyfu efni, steinsteypu og stáli sem bráönaöi í slysinu. Reuter

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.