Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 10
14 Föstudagur 19. apríl 1996 Ólafur E. Ólafsson fyrrum kaupfélagsstjóri Fæddur 30. janúar 1918 Dáinn 11. apríl 1996 Ólafur Eggerts Ólafsson fæddist þann 30. jan. 1918 að Valshamri í Geiradalshreppi, Austur- Barða- strandarsýslu, sonur Ólafs Þórðar- sonar, bónda þar, og konu hans Bjarneyjar Ólafsdóttur. Þar á bæ ólst hann upp til sex ára aldurs og síðan í Króksfjarðarnesi. Eftir nám í unglingaskóla hjá séra Helga Konráðssyni á Hösk- uldsstöðum og nám í Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1934-36 gerðist Ólafur starfsmaður Sam- bands ísl. samvinnufélaga, þá 18 ára að aldri, en hóf störf hjá Kaup- félagi Króksfjarðar árið 1938 og tók við stjórn þess 1943 og lauk þar starfsferli 1973. Má af þessu sjá að Ólafur helg- aði samvinnuhreyfingunni meiri- hluta starfsævi sinnar og var mik- ils metinn sem góður samvinnu- maður og drengur góður, sem alls staðar lagði gotttil mála. Hann sat í stjórn Sambandsins frá 1968-78. Ólafur lét sig öll mál, er til heilla horfðu fyrir land og lýð, miklu skipta. Rúmlega tvo áratugi var Ólafur hreppstjóri í fæðingarbyggð sinni, með öðrum störfum. Hann var hvatamaður að stofnun Þörunga- vinnslunnar h.f. að Reykhólum og í stjórn hennar frá upphafi. í stjórn Gests h.f. á Patreksfirði og Baldurs h.f. í Stykkishólmi. Þá var hann formaður Æðanæktarfélags íslands um langt árabil. Þegar Ólafur lét af störfum sem kaupfélagsstjóri gerðist hann full- trúi hjá Ríkisendurskoðuninni í Reykjavík og hefur búið hér syðra síðan. Ólafur kvæntist afbragðskonu, Friðrikku Bjarnadóttur kaupfél.stj. Guðmundssonar frá Höfn í Hornafirði og konu hans, Ingi- bjargar Gunnlaugsdóttur. Frið- rikka reyndist manni sínum traustur lífsförunautur og studdi hann á allan hátt á langri göngu. Á þessu ári, hinn 3. ágúst, verða liðin 50 ár frá því þau gengu í hjónaband. Þau eignuðust sex mannvænleg börn: Bjarna, maki Rannveig Guðmundsdóttir; Bjarn- eyju, maki Richard A. Hansen; Ól- af Elías, maki Guðrún Gunnars- dóttir; Jón Sigurð, maki Caroline Nicholson; Dómhildi Ingibjörgu, maki Jón Hilmar Friðriksson; og Þóru Sigríði, maki Páll Már Páls- son. Það er ljúft að minnast sam- funda við Friðrikku og Ólaf á liðn- um árum. Þó er ein minning sem stendur upp úr. Þau hjónin voru flutt í bæinn, en áttu ennþá að- stöðu í Króksfjarðarnesi. Þangað buðu þau mér og konunni minni eitt sinn að sumarlagi og áttum við með þeim ógleymanlega daga. Inn í þessa ferð fléttuðust heim- sóknir til ótal vina þeirra í sýsl- unni — í Breiðafjarðareyjar og alla leið vestur á Látrabjarg. í dýrlegu veðri nutum við útsýnis yfir Breiðafjörð og leiðsagnar þeirra hjóna og vina þeirra, sem alls staðar tóku þeim opnum örmum. Augljóst var að engum þótti nóg gert fyrir Ólaf og Friðrikku, svo vinsæl og vinmörg voru þau. Það orð fór af Ólafi að hann hefði ætíð reynt að leysa vanda og tekist það ótrúlega oft. Þessi orð að skilnaði eru engan veginn úttekt á ferli Ólafs, því að hann átti svo ótalmörg áhugamál, sem hér eru ótalin. Þó vil ég ekki láta hjá líða að minnast á hve líknarmálin — kirkjan og viðgang- ur kristninnar í landinu — stóðu hjarta hans nærri. Ég og konan t MINNING mín flytjum Friðrikku og fjöl- skyldunni allri innilegustu samúð- arkveðjur og mannvininum Ólafi E. Ólafssyni þökkum viö sam- fylgdina. Agnar Tryggvason Ólafur E. Ólafsson, fyrrv. kaupfé- lagsstjóri á Króksfjarðarnesi, var einn af þessum vestfirsku forystu- mönnum, sem ég kynntist fljótt og vel eftir að ég hóf að starfa í Vestfjarðakjördæmi haustið 1966. Hann var höfðingi í sínu byggðar- lagi, Austur- Barðastrandársýslu. Framhjá hans garði fór ég ekki, þegar ég kom í kjördæmið. Hjá Ól- afi og Friðrikku Bjarnadóttur, eig- inkonu hans, fékk ég ætíð góðar móttökur og veitingar. Það var mikils virði að eiga Ólaf að vini. Fáir þekktu betur hvar skórinn kreppti í byggðarlaginu. Hann gjörþekkti þarfir íbúanna og vissi vel hver nauðsynja- og fram- faramálin voru. í öllu sínu starfi bar hann fyrst og fremst hags- muni síns byggðarlags fyrir brjósti. Ólafur rak sitt litla kaupfélag í Króksfjarðarnesi af miklum mynd- arskap, en um leið af mikilli ráð- deild. Stundum heyrði ég undan því kvartað, að vöruúrval væri tak- markað, sem var út af fyrir sig mjög eðlilegt á svo litlum stað. Um það sagði Ólafur, að sér dytti ekki í hug að bjóða upp á óþarfa, sem íbúarnir hefðu ekkert með að gera. Eitt sinn heyrði ég t.d. und- an því kvartað, að í kaupfélaginu fengjust ekki vinnubuxur fyrir konur. Því svaraði Ólafur þannig, að konur ættu að ganga í pilsi en ekki vinnubuxum, pilsin gætu þær fengið í kaupfélaginu. Ólafur var af gamla skólanum. Hann hafði þó síður en svo nokkuð á móti framförum og studdi þær af ein- lægni, en hann lagðist gegn því að kasta því góða, þótt gamalt kynni að vera. Ég er Ólafi Ólafssyni mjög þakk- látur fyrir okkar kynni. Þau voru mér ómetanleg. Því miður sáumst við sjaldnar eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Hann dró sig þá mjög út úr félagsstarfi, enda átti hann við erfiðan sjúkdóm að stríða. Það breytir þó engu um þær góðu minningar, sem ég á frá kynnum okkar árin sem ég starfaði í Vest- fjarðakjördæmi. Ég votta eiginkonu Ólafs, Frið- rikku Bjarnadóttur, afkomendum þeirra og ættmennum samúð okk- ar hjóna. Steingrímur Hermannsson Ólafur E. Ólafsson átti ætt að rekja til Króksfjarðarness og þeim stað og hinum fögru sveitum umhverf- is hann helgaði hann starfskrafta sína, frá ungum aldri og langt fram yfir miðjan starfsaldur. Hann settist ungur í Samvinnuskólann og eftir tilskilið nám þar, 1934 til 1936, gerðist hann starfsmaður Sambandsins í Reykjavík, þar sem hann starfaði í tvö ár. Vorið 1938 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Króksfjarðar og því félagi vann hann óslitið í hálfan fjórða tug ára, þar af kaupfélagsstjóri í 30 ár, frá 1943 til 1973. Ólafur gegndi fjölda trúnaðarstarfa um ævina, bæði innan héraös og utan, m.a. sat hann í stjórn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga frá 1968 til 1978. Við Ólafur áttum báðir æsku- daga okkar í sveitunum við innan- verðan Breiðafjörð og það munaði ekki nema rétt rúmum áratug á okkur í aldri. Ég man þó ekki eftir að fundum okkar bæri saman á þessum löngu liðnu árum og er það til marks um samgöngurnar eða öllu heldur samgönguleysið á þessum tíma. Ég kynntist Ólafi ekki fyrr en eftir að ég hóf störf hjá Sambandinu og ekki að marki fyrr en hann tók setu í stjórn þess árið 1968. Sem einn af fram- kvæmdastjórum Sambandsins sat ég flesta stjórnarfundi á þeim ár- um er Ólafur var stjórnarmaður. Þá kynntist ég vel einlægum áhuga hans á samvinnustarfi, einkum þeim þætti þess sem hann taldi að gæti stuðlað að betra mannlífi í sveitum landsins. Ólaf- ur var maður réttsýnn og hófsam- ur í málflutningi, en hélt þó fast á þeim málum sem honum voru hugleikin og hann taldi máli skipta. Hjá Ólafi E. Ólafssyni var áhugi á samvinnumálum ekki einasta hugsjón, heldur sá veruleiki þar sem farsælt ævistarf hans stóð traustum fótum. Það kom í hans hlut að stýra einu af litlu kaupfé- lögunum; hann gerði það með miklum myndarskap, svo að eftir var tekið, en jafnframt af þeim hyggindum og forsjá sem eru und- irstaða allrar velgengni. Það má hafa verið Ólafi mikið gleðiefni að gamla kaupfélagið hans stóð af sér þau veður sem nú hafa geisað um sinn. Þáverandi forstjóri Sambands- ins, Erlendur Einarsson, hafði þann góða sið að „vísitera" kaup- félögin víðs vegar um landið, og ég minnist þess að hafa farið með honum til Króksfjarðarness á fögr- um sumardegi, um eða upp úr 1970. Við eyddum eftirminnileg- um degi við ljúfmannlegar mót- tökur Ólafs og konu hans, Frið- rikku Bjarnadóttur. Ólafur sýndi okkur starfsstöðvar kaupfélagsins og mér er enn í minni snyrti- mennska og myndarskapur sem andaði til manns úr hverju horni. Á kveðjustund uppvekst þessi fagri dagur með fágætum skírleika. Sumarsólin leggur milda blæju yfir kyrran Breiðafjörðinn, með eyjum og skerjum fleiri en tölu verði á komið. í suðri gnæfir Snæfellsjök- ull, en yfir byggðinni hans Ólafs vaka Vaðalfjöllin. Önnur endurminning tengist samverustund okkar hjónanna með Ólafi og Friðrikku á Þingvöll- um eitt sumarkvöld fyrir nokkrum árum. Ólafur kunni vel að meta fagran kveðskap og ég man að við ræddum hið magnaða kvæði Jak- obs Jóh. Smára um Þingvelli, sem endar á þessum orðum: Nú heyri' eg minnarþjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu. Gaman hefði veriö að gera aðra ferð með Ólafi til Þingvalla til þess að hlusta enn einu sinni á þytinn í laufinu, en nú gerist þess ekki kostur um sinn. Við Inga og fjöl- skylda okkar kveðjum hinn látna heiðursmann með þökk og virð- ingu um leið og við færum konu hans, börnum og öðrum ættingj- um dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður Markússon Er ég freista þess að minnast vinar míns og félaga, Ólafs E. Ólafsson- ar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, leita óhjákvæmilega á hugann ótal minningabrot og myndir frá ára- tuga samstarfi og samvinnu. Við, sem fædd erum á fyrsta fjórðungi þessarar aldar og lifað höfum allar þær byltingar og breytingar sem yfir þetta land hafa gengið, eigum erfitt með að ná áttum í hraða og hugsunarhætti nútímans. Eins finnst okkur að yngri kynslóðin sé skilningssljó á þau gildi og aðstæður sem við ól- umst upp við. í umróti líðandi stundar, þegar heil byggðarlög fara í auðn, önnur verða gjald- þrota, gróin fyrirtæki fara á haus- inn, aðrir græða tugi milljóna á því að versla með pappír, er það torskilið nútímafólki, að einhver skynivæddur tilgangur sé í því að fórna kröftum sínum í að verja út- kjálkakaupfélag áföllum. Eftir fáeina daga verður Kaupfé- lag Króksf jarðar áttatíu og eins árs. Af þessum árum veitti Ólafur því forstöðu í þrjátíu ár, eða frá 1943- 1973. Áður hafði móðurbróðir hans stýrt því í þrjátíu og tvö ár. Nokkur ár þar áður hafði afi Ólafs, Ólafur Eggertsson, veitt forstöðu pöntunarfélagi, sem vai undanfaii kaupfélagsins og átti hann mestan þátt í stofnun þess. Öll þessi ár var kaupfélagið rek- ið af forsjálni og er það reyndar enn. Það voru ekki skuldir Kaupfélags Króksfjarðar, sem settu SÍS á haus- inn. Þar átti það jafnan nokkra innistæðu. Ólafur lauk námi frá Samvinnu- skólanum 1936. Hann kvæntist Friðrikku Bjarnadóttur, kaupfé- lagsstjóra Hornafirði, 1946 og eiga þau sex börn. Tvö fyrstu árin eftir nám var Ól- afur starfandi hjá SÍS, en þá flutti hann heim í Króksfjarðarnes og gerðist aðstoðarmaður frænda síns, uns hann tók við stöðu kaup- félagsstjóra. Sú ákvörðun hlýtur að hafa byggst á einhverju öðru en stundarhagnaði eða framavon. Ekki þykir mér ólíklegt að tengslin við rótgróið menningarheimili, þar sem ríkti andi framfara og fé- lagshyggju þess tíma, hafi að veru- legu leyti spunnið þann örlaga- þráð. Ólafur kaupfélagsstjóri ólst að mestu upp hjá Ólafi Eggertssyni, móðurafa sínum. Þegar Bjarney, móðir Ólafs, missti mann sinn frá ungum börnum og Jón Ólafsson kaupfélagsstjóri missti konu sína um svipað leyti, tóku systkinin við húshaldi og búsforráðum í Króks- fjarðarnesi. Hvort Ólafur Eggerts- son taldist enn bóndinn veit ég ekki, hann var þá orðinn roskinn maður, en andlega ern og lifandi. Af framansögðu er augljóst að Ólafur E. Ólafsson lifði og hrærð- ist frá bamæsku í hringiðu sam- vinnuhreyfingarinnar og verkefn- um kaupfélaganna. Kynntist stöðu og afkomu byggðarlagsins, sem af- komu og ástæðum hvers einasta heimilis á verslunarsvæðinu. Þetta hafði hann að veganesti, er hann ungur að árum tók við kaupfélag- inu af frænda sínum. Enn teljumst við útkjálkabyggð pg kyörturn um erfiðar samgöngur, en hvað hefð- um við sagt ef við byggjum við þær aðstæður sem voru þá? Fyrir 1940 fóru allir aðdrættir fram á sjó og þegar ís lagðist yfir á vetrum lokuðust allar leiðir. Áætlunarferðir fólksbifreiða hóf- ust að Króksfjarðarnesi 1938 og þá aðeins að sumrinu. Allt til styrjaldarloka 1945 mátti heita að hér ríktí í megindráttum sama ástand í búskaparhátrum og verið hafði um aldabil, þótt ýmsu hefði þokað í framfaraátt. Það kom því í hlut Ólafs að takast á við hinn nýja tíma, vélakaup, byggingar, framræslu og ræktun. Þar sem greiðslugeta héraðsbúa var nær eingöngu landbúnaðaraf- urðir, fóru þessar fjárfestingar að miklu leyti í gegnum reikningsvið- skipti í kaupfélaginu. Styrkir og lán komu eftir á. Þá kom vel í ljós áhugi og hæfni Ólafs til að greiða úr vanda manna á farsælan hátt. Oft fundust sumum skuldir ein- staklinga vera ískyggilegar, þegar kaupfélagið var búið að lána bygg- ingarefni eða til vélakaupa. En það var eins og Ólafur fyndi alltaf ráð sem héldu og kaupfélagið stóð sig vel. Ég tek eitt dæmi, sem ég þekki af eigin raun. Ungmennafélagið réðst í það stórvirki að efna til sundlaugar- byggingar algjörlega fjárvana. Þetta var á árunum 1945-46. Þá þurfti leyfi fyrir hverjum sements- hnefa, hverri spýtu og hverjum járnbút. Atvikin höguðu því svo, að Ólafur og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi þvældu mér til þess að taka að mér framkvæmd verks- ins. En fjármálin voru í höndum Ólafs. Kaupfélagið lánaði efnið og srundum vinnulaun líka. Ég undr- aðist oft lagni og útsjónarsemi Ól- afs í þessum þrengingum. Aö lok- um var staðið upp frá hreinu borði. Þetta er glöggt dæmi um áhuga og ósérplægni Ólafs í hverju því máli er hann taldi til framfara horfa. Hvort sem í hlut áttu ein- staklingar eða aðrir aðilar. Það má segia að með þessari framkvæmd hafi samstarf okkar Ólafs hafist fyrir alvöru, þótt við hefðum áður átt nokkur samskipti. Hann var jafnan veitandinn í þessari sam- vinnu. Ólafur tók við fleiri þáttum af forverum sínum í Króksfjarðarnesi en verslunarrekstrinum, þáttum sem honum var ekki síður annt um að rækja. Það var sú mikla rausn og risna, sem einkennt hafði Króksfjarðarnesheimilið. Mætti um það fjölyrða hversu þeim hjónum Ólafi og Friðrikku, með stórt einkaheimili, tókst nánast að hafa opið hús fyrir gesti og gang- andi. Eitt var það í fari Ólafs sem ylj- aði mörgum um hjartarætur. Það var umhyggja hans og hjálpsemi við alla þá sem fyrir áföllum urðu, t.d. veikindum. Gætti þess mjög eftir að hann flutti úr sveitinni hversu iðinn hann var við að heimsækja fólk á sjúkrahús til þess að miðla því hlýju og hluttekn- ingu. Reyndar finnst mér að Ólaf- ur hafi aldrei yfirgefið æskustöðv- arnar eða íbúa þeirra. : Síðan hann flutti burtu hefur hann fylgst með hverri hræringu hér vestra, jafnt hjá einstaklingum sem opinberum aðilum. Hann hélt stöðugu sambandi við gömlu félagana og tók þátt í gleði þeirra og mótlæti. Farsælu dagsverki er lokið. Nú að leiðarlokum er mér þakk- lætið efst í huga. Þakkir fyrir alla hans tryggð og vináttu í minn garð og minna. Ég veit hann hefði fyrirgefið mér þessi fátæklegu orð og tekið viljann fyrir verkið. - Friðrikku, börnunum og öðrum venslamönnum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Jens Guðmundsson, Reykhplum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.