Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 16
ÍW1E1I Föstudagur 19. apríl 1996 VebríÖ (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburl.: Allhvöss eða hvöss N-átt og nokkuo bjart, lægir lítiö eitt síodegis. Hiti 2-6 stig, allt að 10 stig yfir hádaginn. • Faxaflói: N-átt, nvöss víbast hvar en s.st. stormur. Þurrt sybst, ann- ars smá él. Lægir síbdegis. Hiti 0-6 stig. • Breibafj.: N og NA hvassvibri eba stormur og dálítil él. Allhv. síb- degis. Hiti um eba rétt yfir frostmarki. • Vestf.: N hvassv. eoa stormur og él eba snjókoma í fyrstu, einkum N- til. Sfban allhv. og dregur úr ofarÍKomu. Vægt frost. • Strandir og Norburl. v.: Allhv. eba hvöss N og NA átt meb slyddu/snjókomu. Hiti um eba réttyfirfrostmarki. • Norburl. eystra: NA stinningsk. eba allhv. og slydda/snjókoma. Hiti 0-3 stig. • Austurl. ab Glettingi: Allhvöss N- átt og él/slydduél. Hiti 1 -3 stig. • Austf.: NA stinningskaldi eba allhv. m/rigningu eba slyddu. N-læg- ari og dregur úr úrkomu síbdegis. Hiti 2-5 stig. • SA-land: Allhvass norban og skýjab meb köflum. Hiti 3-9 stig. Rœtt um vandamál eigenda stóru bílanna á Alþingi: Er íblöndunarefni í blýlaust bensín heilsuspillandi? Eftir ab olíufélögin hættu aö selja blýblandaö bensín hér á landi þurfa bifreiöaeigend- ur ab kaupa íblöndunarefni í bensín á þær bifreiöar sínar sem ekki ganga fyrir blý- lausu bensíni. Komib hefur í ljós ab þetta efni valdi tær- ingu og leka í bensínkerfum bifreiba auk þess sem um heilsuspillandi efni sé ao ræba er geti verib krabba- meinsvaldandi. Þetta kom fram í umræðum utan dag- skrár á Alþingi þegar Gísli S. Einarsson, Alþýbuflokki, hóf máls á þessum vanda. Gísli vitnabi til athugana á Nýja- Sjálandi máli sínu til stubn- ings en þar var sölu á blý- lausu bensíni hætt fyrir nokkru. Gísli beindi spurn- ingum til umhverfisráb- herrar mebal annars um hvort rábuneytiö hafi haft afskipti af þessu niáli. Guðmundur Bjarnason, um- hverfisráðherra, sagði að ekki væri samband á milli oktan- tölu bensíns og bensensmagns og því væri ekki talin hætta á að aukið magn bensens berist út í andrúmsloftið þótt hætt hafi verið að selja bensín með oktantöluna 98. Umhverfis- ráðuneytið hafi engin áhrif á hvað olíufélögin selji og ríki- stjórnin beri ekki ábyrgð í þessu máli. Kristín Halldórsdóttir sagði að rekinn hafi verið sterkur áróður fyrir því að notkun blý- blandaðs bensíns yrði hætt og bílum sem notuðu slíkt elds- neyti færi stöðugt fækkandi. Hjörleifur Guttormsson taldi að sala á íblöndunarefnum félli undir reglugerð en Holl- ustuvernd hefði hins vegar ekki aðstöðu til að fylgjast með málum af þessu tagi vegna þess hversu hún býr við þröngan fjárhag en hún eigi að vera ráðuneyti og ráðherra til upplýsinga í tilvikum sem þessum. -ÞI Ný veröbólguspá: Verðlag stöbugt Mcöalhækkun verðlags verður 2,1% frá árinu 1995-1996 sam- kvæmt nýrri verðbólguspá Seðlabankans. Hækkunin yfir árið 1996 verður 2%. Sebla- bankinn telur yfirgnæfandi lík- ur á ab verblag verbi áfram til- tölulega stöbugt á þessu ári. Hækkun verðlags á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs nam 0,51% sem samsvarar um 2,1% verð- bólgu á ári. Þetta er minni hækkun en spáð var í upphafi ársins. í spá Seðlabankans frá því í janúar var gert ráð fyrir um 1,1% hækkun verðlags sem samsvarar um 4,4% ársverð- bólgu. Spá bankans var byggð á því að verðlag breyttist með hefðbundnum hætti eftir að launakostnaður hækkaði í upp- hafi árs en sú varð ekki raunin. Stjórnarandstaöan leggur fram sér frumvarp um vaxtatekjur: Vaxtatekjur byggist á tekjugrunni en ekki nefi Vaxtatekjur verður aö skatt- legja innan núverandi skatt- kerfis og mynda þannig sam- eiginlegan skattstofn með öbrum tekjum í stað þess að verða lagður á án tillits til tekna. Þetta eru megin rök formanna Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Þjóvaka fyrir því að flytja sjálfstætt Drífa nýr for- maður Neytenda- samtakanna Drífa Sigfús- dóttir, bæjar- fulltrúi í Reykjanes- bæ, verbur nýr formab- ur Neytenda- samtakanna. Frambobs- frestur til for- manns rann út 29. mars sl. og var framboö Drífu það eina sem barst fyrir þann línia. Jóhannes Gunnarsson, núverandi formaður samtak- anna gaf ekki kost á sér áfram. Drífa tekur við formennsku af Jóhannesi á þingi Neytenda- samtakanna 3.-4. mai nk. Jó- hannes sem hingað til hefur verið bæði formabur og fram- kvæmdastjóri samtakanna mun eftir sem áður gegna starfi fram- kvæmdastjóra samtakanna samkvæmt viljayfirlýsingu nýs formanns og núverandi fram- kvæmdastjórnar samtakanna. Jóhannes segist telja eðlilegt að skilja að starf formanns og starf framkvæmdastjóra í sam- tökum af þeirri stærðargráðu sem Neytendasamtökin eru orðin. Hann telur að samtökin verði sterkari við þessa breyt- ingu og staða neytenda verði um leið efld. -GBK Drífa Sigfúsdóttir, frumvarp um skatt á fjár- magnstekjur við hlið stjórnar- frumvarps um sama efni. Stjórnarfrumvarpið var samið af nefnd allra þingflokka og aðila vinnumarkaðarins en fulltrúar þessara flokka áskildu sér með sérstakri bók- un rétt til þess ab koma fram meb breytingartillögur viö frumvarpið og hafa þær nú komið fram í formi sjálfstæðs frumvarps. Flutningsmenn þess segja að helsta ágreiningsefni þeirra, sem fjallað hafa um tillögugerð í skattlagningu, vera um hvort vaxtatekjuskatturinn eigi að vera hluti af tekjuskattkerfinu eða standa utan þess. Fram til þessa hafi ekki verið ágreining- ur um tekjuhugtak skattalaga og um langt skeið hafi heildar- tekjur verið notaðar sem grunn- ur tekjuskatts hér á landi auk þess sem það sé meginregla í þeim löndum sem íslendingar beri sig saman við. Þeir segja að allt álagningarkerfi skatta, bæt- ur og ívilnanir miðist við þess konar kerfi og hvorki sé ráðlegt né æskilegt að víkja frá því. Þá vara þeir við að flækja skattkerf- ið um of þar sem slíkt bjóbi heim hættu á auknum undan- skotum. Sterk rök þurfi því til þess að skilja vaxtatekjur frá tekjugmnninum. Þá benda flutningsmenn á ab þær tillög- ur sem komi fram í frumvarpi ríkisstjómarinnar séu ekki heilstæðar þar sem gert sé ráð fyrir að þessi sérsköttun nái ekki til rekstrarhagnaðar ein- staklinga og sameignarfélaga en hvort tveggja séu fjármagns- tekjur. Megin tilgang frumvarpsins segja formenn hinna þriggja flokka vera að skattleggja vaxta- tekjur innan úverandi skattkerf- is þannig að þær myndi sameig- inlegan skattstofn ásamt öðrum tekjum. Allar vaxtatekjur teljist til skattskyldra tekna en frá þeim skuli draga 40 þúsund krónur hjá einstaklingi og 80 þúsund hjá hjónum. Af upp- hæð sem þá standi eftir skuli 60/100 leggjast við skattstofn sem skattskyldar tekjur. Stað- greiðsla verði greidd af vaxta- tekjum fjármálastofnana er gangi upp í álagnaðn skatt við álagningu. Staðgreiðsluhlufall verði 25% af vaxtagreiðslum einstaklinga og frítekjumark verði 40 þúsund. Þeir leggja til að upplýsingaskyldu fjármála- stofnana verði ekki breytt og ekki verði breytt skattlagningu á arð, söluhagnað og fleira frá því sem nú er. -ÞI Gubjohnsen-feögar, Eiöur, 17 ára, ogArnór, 36 ára. Tímamót í lífi þeirra Arnórs Guöjohnsen og Eibs Smára sonar hans: Feðgar í sama landsliði Logi Ólafsson landslibsþjálfari hefur valib þá febga, Eib Smára Gubjohnson og Amór Gubjohn- sen í íslenska landslibshópinn sem mætir Eistlendingum á mib- vikudag í næstu viku ytra. Þab er næsta víst ab þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem febgar leika sam- an í A- landslibs. Eibur Smári er atvinnumabur meb PSV Eindho- ven í Hollandi og hefur leikib vel ab undanförnu, en Amór er at- vinnumabur í Svíþjób. Eiður Smári var að vonum ánægður þegar Tíminn hafði sam- band við hann á heimili sínu í Eindhoven í Hollandi í gær. Hann sagðist alltaf hafa vonað dálítið að það tækist að koma þeim feðgum saman í landsliðið. „Það hefur alltaf verið meiri og meiri von eftir því sem mér hefur gengið betur undan- farin misseri. Ég á alveg eins von á því að við fáum að leika saman á miðvikudaginn, en það hefur þó ekkert verið gefið út um það, en það spila náttúrulega ellefu bestu." Sá möguleiki að þeir feðgar hafi haft möguleika á því að leika saman í A-landsliði íslands hefur vakið nokkra athygli í Hollandi að sögn Eiðs. Sem dæmi má nefna að stjórn- endur hollensks sjónvarpsþáttar þar sem höfuðáhersla er lögð á knatt- spymu hafa í hyggju að koma til ís- lands og gera þátt um Eið og þá feðga, ef Eiður verður valinn ásamt Arnóri til að leika gegn Makedóníu í fyrsta leik í undankeppni HM í knattspyrnu, þann l.júní næstkom- andi. Eiður Smári sagðist ekki hafa heyrt frá föður sínum, en sagðist þess fullviss að hann væri örugglega ánægður með þetta. Ef Eiður Smári leikur á miðvikudaginn, er það í fyrsta sinn sem hann leikur meb A- landsliði íslands. Hann er þó ekki óvanur því að klæðast landsliðs- peysunni, því hann hefur leikið um 50 landsleiki með yngri landsliðum íslands, þó hann sé ekki orðinn átj- án ára. -PS Félagsmálaráb Reykjavíkur um áfengiskaupaaldur: Fylgjandi lækkun Félagsmálaráb Reykjavíkur- borgar er fylgjandi frumvarpi til laga um áfengislög. í því er mebal annars lagt til ab áfengis- kaupaaldur verbi lækkabur í 18 ár. Félagsmálaráð hefur fjallað um frumvarp til áfengislög ab beibni allsherjarnefndar Alþingis. í um- sögn sinni segir ráðið að það fall- ist á þau rök sem fram koma í greinargerð með frumvarpinu varðandi lækkun á aldurstak- marki til kaupa á áfengum drykkj- um og sé því fylgjandi frumvarp- inu. Jafnframt leggur félagsmála- ráð áherslu á að eftirlit með neyslu og kaupum unglinga á áfengum drykkjum verði hert, bæði af hálfu lögreglu, skóla og fé- lagsmálayfirvalda í samvinnu við foreldra. Félagsmálaráð telur auk þess tímabært að sjálfræðisaldur verði hækkaður í 18 ár og að aldurs- mörk varðandi fleiri réttindi ungs fólks verði samræmd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.