Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. apríl 1996 11 Audiverksmiöjurnar, dótturfyrirtœki Volks- wagen, högnuöust vel á síöasta ári: Fimm millj- arða króna hagnabur Audiverksmiöjumar, sem em angi af Volkswagen-stórveld- inu þýska, högnuðust vel á síðasta ári og nam hagnaöur af rekstrinum um fimm millj- örðum íslenskra króna eftir skatta, sem er þrefalt meira en árið áður. Þennan góða árang- ur segja stjómendur fyrirtæk- isins að megi rekja til góðs gengis Audi A4 bílsins, sem settur var á markaðinn ekki alls fyrir löngu. Alls jókst sala á milli ára um 32% og seldu Audiverksmiðj- urnar rúmlega 289 þúsund bíla á síðasta ári. Svo virðist sem vel- gengnin haldi áfram, því á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hef- ur salan aukist um 20% frá því í fyrra. Stjórnendur Audi vilja þó fara rólega í hlutina og segjast vonast eftir því að aukningin á þessu ári verði um 5%. Þýskir bílaframleiðendur eru reyndar uggandi um þessar mundir vegna nýrra skatta, sem þýsk stjórnvöld hyggjast leggja á dýrari bíla og sem líklega mun hafa áhrif á sölu Audi A8 bílsins. Þess vegna hyggjast verksmiðj- urnar leggja talsverða áherslu á þróun og sölu A3-bílsins, sem kemur á markaðinn á yfirstand- andi ári. -PS Nýyröi í bílgreinum: Handskipt- ur í staö beinskiptur Eins og í fleiri greinum, er oft- ast leitast við að íslenska öll nýyrði. Það er nefnd innan Bílgreinasambandsins sem vinnur að því að finna nýyrði, og á undanförnum misserum hafa orðið til orð eins og stall- bakur (sedan) og hlaðbakur (station) og hafa þessi orð ver- ið að festa sig í sessi. Það er eitt orð sem hefur angr- að marga sem áhugasamir eru um íslenskt mál og rétt, en það er orðið beinskiptur. Nú hafa ís- lenskufraeðingar í bílgreininni fundið betra orð, en það er handskiptur. Hekla hf. er fyrsta fyrirtækið sem tekið hefur upp þetta orð í auglýsingum, og aug- lýsir nú handskipta og sjálf- skipta bíla. Fleiri mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. -PS Skoda Felicia Germany Ríkulega útbúin lúxusútgáfa a aðems Skoda Felicia Germany 1300 cc vél, 5 dyra, álfelgur, útvarp og segulband, samlæsingar, lúxusinnrétting, þokuljós að framan, fjórir höfuðpúðar, litað gler, aurhlífar að framan og aftan. mottusett, hliðarlistar og margt fleira. ONú hefur Skoda fengið þýskan hreim. Skoda Felicia " framt/ðinBYGcisTahefbinni er framleiddur eftir l ströngustu gæðastöðlum Volkswagen Group og l er kominn í hóp þeirra bestu í dag, en hefur það CJ fram yfir að hann er miklu ódýrari. c Skelltu þér á Skoda Felicia Germany á aðeins 988.000 kr. Eigum takmarkað magn af þessum frábæru bílum. Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.