Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 20. apríl 1996 Deilan í Reykholtsdal í biöstööu þar til samgönguráöherra hefur gefiö sitt álit. Oddviti Reykholtsdalshrepps: „Enginn sáttatónn í mönnum" Styr hefur staðiö um veg sem Vegagerb ríkisins hyggst leggja frá Varmalæk til Kleppjáms- reykja í Reykholtsdal sem hluta af Borgarfjarbarbraut, svo mikill ab sögn heima- manna ab ábur nánir ætt- ingjar talast nú ekki vib vegna skiptra skobana um hvar vegurinn skuli liggja. Fyrirhugaður vegur liggur í tveimur hreppum, Andakíls- hreppi og Reykholtsdalshreppi. Ekld er ágreiningur um þörf á vegarbótum né um veginn frá Varmalæk að Flókadalsá en sá hluti tilheyrir Andakílshreppi. Hins vegar er bullandi ágrein- ingur um hvort vegurinn frá Flókadalsá skuli fara upp Steðja- brekku, efri leiðina svokölluðu, eða niður eftir landi Stóra- Kropps, meðfram þeim malar- vegi sem nú liggur eftir þeirri jörð. Borgarfjarðarbrautin fer nú eftir efri leiðinni en þar sem fyr- irhugað er að leggja talsverða fjármuni í vegabætur á þessu svæði vom nokkrar vegleiðir kannaðar og eftir að framkvæmt hafði verið mat á umhverfisáhrifum veglagningar gerði Vegagerðin tillögu um að farin yrði neðri leiðin vegna þess að hún væri vegtækni- lega besti kosturinn. Almenningshagsmunir mæla með neðri leiðinni Skipulagsstjóri ríkisins taldi neðri leið- ina einnig besta kostinn en 21 íbúi í Reykholtsdalshreppi kærði úrskurð hans um mat á umhverfisáhrifum til umhverf- isráðherra síðastliðið sumar. Eftir að hafa skoðað aðstæður taldi umhverfisráð- herra að almenningshagsmunir mæltu með neðri leiðinni, hún væri ódýrari og hlyti auk þess stuðning þeirra sem gæta að umferðaröryggismálum. Hann stað- festi því úrskurð skipulagsstjóra. Nú er málið í þeim farvegi að meiri- hluti hreppsnefndar Reykholtsdals- hrepps fór fram á það við samgönguráð- herra að hann endurskoðaði afstöðu stjórnvalda til vegstæðisins og hann hef- ur skipað mann til þess að reyna að sætta menn í hreppnum. Höröustu viöbrögöin hafa komiö frá jóni Kjartanssyni, bónda á Stóra-Kroppi, enda mun Borgarfjaröarbrautin skera tún hans. Nýi vegurinn veröur þá fjœr honum en sá sem hér sést og Vegageröin bendir á aö rykmengun af veginum á myndinni muni minnka viö þaö aö nýi vegurinn veröur malbikaöur. Til að koma í veg fyrir að vatnsból í landi Ásgarðs mengist þurfi einnig að gæta þess að hylja vatnsbólið áður en vega- gerð hefst. Áætlað er að hugsanlega verði hægt að mjókka vegsvæðið þar sem veghæðir eru ekki miklar og ekki er grafið við hlið vegar en Vegagerðin í Borgarnesi taldi það ekki skipta sköpum þó veg- urinn yrði mjókkaður. Landeig- endur Stóra-Kropps, Ásgarðs og Hamra þurfi að leggja nokkurt land til vegarins, hins vegar geti landeigandi Stóra-Kropps óskað þess að gamli Stóra-Kroppsveg- urinn sé jafnaður út og sáð í svæðið. Vegagerðin telur ekki ástæðu til að óttast slysahættu vegna reksturs búfénaðar enda séu að- stæður við Stóra-Kropp svipaðar því sem er annars staðar á land- inu auk þess sem hún telur að unnt væri að hagræða beitar- málum við Stóra-Kropp þannig að kúm yrði beitt á túnum fjós- megin vegar þegar umferð er mest um helgar. Þrír vegkostir í frummatsskýrslu Skipulags ríkisins voru þrír kostir settir fram: 1) Neðri leiðin: 12,5 km langur vegur með bundnu slitlagi og tveimur nýjum tvíbreiöum brúm yfir Flókadalsá og Geirsá. Legu vegarins yrði þá breytt frá því sem nú er í landi Varmalækjar og fylgt vegstæði Stóra-Kroppsvegar frá Flókadalsá að Kleppjárnsreykjum. Kostn- aður er áætlaður 190 milljónir. Mesta hæð yfir sjó yrði 52 metrar, mesti bratti 3,6% og skert vegsýn á alls 220 metra kafla. 2a) Efri leiðin: Eins og valkostur Vega- gerðarinnar í landi Varmalækjar að Flókadalsá, en síðan fylgt vegsvæði nú- verandi Borgarfjarðarbrautar að Klepp- járnsreykjum. Áætlaður kostnaður er 230 milljónir. Mesta hæð yfir sjó væri 95 metrar. Mesti bratti á leiðinni er 6,5% og vegsýn yrði skert á 1920 metra kafla. 2b) Tilbrigði við efri leið og sú sem meiri- hluti hreppsnefndar Reykholtsdals- hrepps vill að farin verði: Eins og kostur 2a nema með brúarstæði á Steðjagljúfri yfir Flókadalsá. Áætlaður kostnaður er 250 milljónir, mesta hæð yfir sjó 95 metrar og mesti bratti 5,2% en vegsýn yrði skert á alls 1200 metra kafla. 13 athugasemdir bárust Hreppsnefnd Andakílshrepps er með- mælt neðri leiðinni en meirihluti hrepps- nefndar Reykholtsdalshrepps er andvígur neðri leiðinni enda vakti valkostur Vega- gerðarinnar hörð viðbrögð heimamanna sem einkum stafa af því að vegurinn mun skera tún landeigenda Stóra-Kropps og Ásgarðs. Fylgjendur efri leiðar voru fljótir að taka við sér og bárust 13 athugasemdir frá þeim við umhverfismatið meðan frum- matsskýrsla lá frammi en ein athugasemd barst frá þremur Reykdælingum sem voru meðmæltir valkosti Vegagerðarinnar. í athugasemdum er m.a. bent á mikla hagsmuni eigenda Ásgarðs og gerðar at- hugasemdir við kostnaðaráætlanir Vega- gerðarinnar, m.a. vegna þess að margir óvissuþættir hafi ekki verið nægjanlega kannaðir, og fullyrðinga hennar um veð- urfar á efri leiðinni. Bent er á að rekstur búfénaðar yfir Borg- arfjarðarbrautina verði hættulegur um- ferðinni, skammsýni sé að leggja veginn inn í þéttbýliskjarnann við Kleppjárns- reyki og að óþarflega kostnaðarsöm brú veröi byggð yfir Geirsá. Talið er að skólaakstur verði erfiðari úr Flókadal sé veg- urinn færður, röskun verði á þjónustu við ferðamenn, út- sýnisstaður af nú- verandi Borgar- fjarðarbraut legg- ist af og fleira. Reka kýrn- ar yfir veginn kvölds og morgna Leitað var um- sagna sex opin- berra aðila um umhverfismatið. Þ.á m. var leitað til héraðsráðu- nautar Búnaðar- sambands Borg- arfjarðar um það hver áhrif fyrir- huguð Borgar- fjarðarbraut hefði á búskaparskil- yrði á Stóra-Kroppi og Ásgarði. í umsögn hans kemur fram að í raun tapist 1,3 hektari af túni í landi Stóra- Kropps verði neðri leiðin farin. Þó væri hugsanlegt að minnka þetta tap verði vegstæðið haft mjórra, t.d. 30 metra. Veg- urinn muni kljúfa jörðina í tvennt þann- ig að úti- og íbúðarhús lendi ofan vegar en megnið af túnum og bithögum neðan vegar. Það muni skapa óhagræði í umferð búfénaðs og búvéla frá útihúsum og yfir á túnin. T.d. þurfi að reka kýrnar yfir veg- inn kvölds og morgna að sumarlagi þegar bithagar þeirra eru neöan vegar. Þannig skapist bæði óþægindi og slysahætta fyrir ábúendur Stóra-Kropps. Hann telur einnig að nálægð vegarins við húsakost muni hafa hávaðamengun í för með sér miðað við aukinn umferðar- þunga. Verði neðri leiðin farin leggur hann til ab gert verði ráð fyrir undirgöng- um fyrir búfénað undir veginn. Varðandi galla vegstæbisins fyrir Ás- garð taldi hann einkum hugsanlega hættu á spillingu vatnsbóla. Auk þess fylgdu því óþægindi að beitiland jarðar- innar yrði klofið í tvennt en alls færu um 4,9 hektarar undir veginn og þar af er 4,2 hektara mýri sem nýtt er til beitar. Svör Vega- ger&arinn- ar í svörum Vega- gerbarinnar vib athugasemdum íbúa kemur fram að talið er ólíklegt að hver í landi Ás- garðs skaðist. Hins vegar telur Orkustofnun ráb- legt ab setja sírit- andi hitamæli í lögnina við bæ- inn til ab fá upp- lýsingar um hita og rennsli sem gætu reynst ómetanlegar fyrir báða aðila ef svo ólíklega færi að einhverjar skemmdir yrbu. En ab mati Helga Torfasonar hjá Orkustofnun er ekki hætta á ab hverinn skaðist, sé vegurinn lagð- ur í 90 metra veg- línu frá honum. Rykmengun minnka í samanburði á kostum vegstæðanna ít- rekar svo Vegagerðin að mælt sé með neðri leið vegna þeirra atriba sem hafa áhrif á slysahættu, bratta, beygjur og skerta vegsýn en talað er um skerta vegsýn þegar óslitin gul lína er á vegar- kafla og bannar framúrakstur. Einnig er bent á ab rykmengun sem nú stafi af Stóra-Kroppsvegi í þurrkatíð muni hverfa með bundnu slitlagi og um leið muni mengunarhætta minnka frá því sem nú er. Úrskurður skipulagsstjóra Skipulagsstjóri féllst í meginatriðum á nebri leiðina með nokkrum varnöglum. Hann setur m.a. það skilyröi að Vegagerð- in annist frágang og uppgræðslu aflagðra vegsvæða í samráði vib landeigendur og Náttúruverndarráð og að haft verði sam- ráð við heimamenn í Flókadal um endur- bætur á Flókadalsvegi. Málib í hnút Eins og kunnugt er var haldinn opinn hreppsfundur í Logalandi í Reykholtsdal í síðustu viku þar sem m.a. var samþykkt ályktun um að skora á hreppsnefnd að beita sér fyrir byggingu brúar yfir ána Flóku fyrir vegafjárveitingu þessa árs. Þetta var samþykkt eftir að óskilgreindur fjöldi fundargesta hafði gengið út af fundi. Að sögn Gunnars Bjarnasonar, oddvita, hefur þessi samþykkt ekkert ákvörbunargildi. Líklega verður haldinn hreppsnefndarfundur um helgina og þá verður samþykktin tekin til skoöunar. „Hreppsnefndin er eindregib samþykk því ab brúin verði byggb. En þab verður náttúrulega að liggja alveg ljóst fyrir hvert framhaldið verði á veglínunni," sagði Gunnar og telur það frumskilyrði að búið verði að ákveða neðri eba efri leið áður en brúarsmíðin hefst svo ekki þurfa ab setja á hana óþarfa sveigjur eba króka. Hún þurfi ab sjálfsögbu ab snúa í rétta átt. Aðspurður um hvort hann verði var við sáttatón í máli manna kvað hann nei við og viðurkenndi ab málið væri í hnút sem óljóst væri hvernig hægt yrði að leysa. „Menn eru smeykir um að þetta tapist kannski. Málið verður að leysast fljótlega ef þetta á ekki ab fara í ennþá verri deil- ur," sagbi Gunnar. Nú stendur því upp á samgönguráð- herra að taka ákvörðun í þessu máli. Þangað til er máliö í biðstöbu og vegstæð- in koma í veg fyrir að ættingjar geta ræðst við á mannamótum. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.