Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.04.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. apríl 1996 15 IVIeö sínu neíl í þættinum í dag verður eitt af vinsælli sönglögum meistara Megasar, sem kom út á fyrstu plötunni hans, en það er lagið Spáðu í mig. Sú plata kom út fyrir nokkrum misserum í endur- útgáfu á geislaplötu og þar segir um þetta lag á plötuumslagi: „í síðasta ljóðinu, „Spáðu í mig", kveðjum við skáldið á leið til konunnar ólöstuðu úti á Nesi að næturþeli. Hann er með koff- ortið á baki, alfarinn og alkominn og flaskan nærhendis, óbrigðult veganesti Omdúrmanfara og þögult vitni spádóma næturinnar ásamt Akrafjallinu og Víðihlíð, Öskjuhlíð og Esju." Lag og ljóð eru að sjálfsögðu eftir Megas. Góða söngskemmtun! spábu í mig C C7 kvöldin eru kaldlynd úti' á nesi F C kafaldsbylur hylur hæð og lægð G Am kalinn og með koffortið á bakinu H7 E G kem ég til þín segjandi með hægð kór: C spáðu í mig F C Am þá mun ég spá í þig Dm spáðu í mig G C G þá mun ég spá í þig nóttin hefur augu eins og flugan og eflaust sér hún mig þar sem ég fer heimullega á þinn fund að fela flöskuna og bið í hendur þér. kór: Spáðu í mig... finnst þér ekki esjan vera sjúkleg og akrafjallið geðbilað að sjá og ef ég bið þig um að flýja með mér til omdúrman þá máttu ekki hvá kór: Spáðu í mig... C7 ffl 1 X X 2 'J 1 4 G » < 4 • 1 1« l . 1 X 3 * V Am “1 2 1 0 0 0 D H7 < 1 l i < > X 2 I 3 0 4 Dm 023100 X 0 0 2 3 I Framsóknarflokkurinn Framsóknarvist Framsóknarvist veröur haldin sunnudaginn 21. apríl kl. 14.00 í NorBursal Hótel ís- lands. Framsóknarfélag Reykjavíkur R-listinn — hvernig hefur gengiö? Sigrún Alfreð MiBvikudaginn 24. apríl ver&ur hádegisverðarfundur um borgarmál á vegum Fé- lags ungra framsóknarmanna í Reykjavík og Félags framsóknarkvenna í Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn og verbur haldinn ab Litlu-Brekku (vib hlibina á Korn- hlöbuloftinu) frá kl. 12.00-13.00. Borgarfulltrúarnir Sigrún Magnúsdóttir og Alfreb Þorsteinsson mæta. Hádegisverbur á vægu verbi. Allir velkomnir. Stjórnir FUF og FFK í Reykjavík P(cinge&g(i£ö/lufc á &afáiío/ðtö Kaupið góba rúllutertu í bak- aríinu eða bakib rúllutertu sjálfar. 150 gr marsipan Nokkrir dropar grænn matarlitur 2 dl rjómi Ribsberjahlaup eba jarbarber í skraut Hnoðið marsipanið með ör- fáum dropum af grænum mat- arlit og smávegis sigtuðum flórsykri. Flatt út, best að gera það með því að hafa marsip- anið á milliplasti. Skorið í mjóar ræmur, gjarnan með kleinujárni. Hafið ræmurnar ca. jafn breiðar og þykktin er á kökusneiðunum. Marsipan- ræmunum vafið utan um kökusneiðarnar. Þeyttum rjómanum sprautað ofan á kökurnar og ribsberjahlaup eða jarðarber sett ofan á. Stór- glæsilegt á kaffiborðinu. Þetta ættu að vera 6-8 kökur. SMCLna-(cáfflu.tevfcta 3egg 100 gr sykur 100 gr hnetukjarnar 1 msk. kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft Fyllittg og skraut: Ca. 1/2 1 rjómi 3 bananar Smávegis sykur 1 plata subusúkkulabi Egg og sykur þeytt saman í þykka eggjahræru. Hneturnar malaðar og blandað saman við kartöflumjölið og lyftiduftið. Deigið sett á pappírsklædda plötu og það bakað við 180” í ca. 10 mín. í miðjum ofninum (það er erfiðara aö vefja kök- una upp, ef hún er ofbökuð). Kökunni hvolft á sykri stráðan pappír, pappírinn tekinn af kökunni og skúffunni hvolft yfir. Kakan látin kólna. Rjóm- inn þeyttur með smávegis sykri, rjómanum og niður- sneiddum banönum, ásamt röspuðu súkkulaði, smurt yfir kökubotninn og rúllað upp. Rjómatoppar settir ofan á og bananasneiðar. Röspuöu súkkulaði stráð yfir. Auði/eít firans/í- érauð eða ko(°n 50 gr ger 50 gr smjör 3 dl mjólk 3 dl vatn 3 msk. púðursykur 1 tsk. salt Ca. 700 gr hveiti Smjör, mjólk og vatn hitað saman, haft ylvolgt (ca. 37°). Hellt yfir gerið í skál ásamt salti og sykri. Hveitinu bland- að saman viö, geymið nokkuð af hveitinu til að hnoða upp í deigið á borðinu. Bætið, ef þarf, smávegis hveiti í viðbót. Deigið látið hefast með stykki yfir í ca. 30 mín. Deigið hnoð- að og búin til þykk pylsa, sem svo er sett í aflangt form, sem er vel smurt eöa sett beint á smurða ofnplötu. Látið hefast aftur í 30 mín. Skerið nokkrar raufar ofan á brauðið. Bakað í ca. 45 mín. í formi, 35 mín. á plötunni. Ef búin eru til horn, þá er deigið, sem hefur hefast, skor- ið í 3 hluta. Hver hluti flattur út í kringlótta köku (eins og stóran matardisk). Kakan er svo skorin í 8 parta út frá miðju, sem svo eru vafðir upp frá breiöari endanum, svo myndist horn. Hornin eru svo sett á smurða plötu eða plötu með bökunarpappír á, og látin hefast í 30 mín. Hornin eru smurð að ofan meö saman- hrærðu eggi og sesamfræi stráð yfir. Bökuð í miðjum ofninum við 225” í 8-10 mín. Frysta má bæði hornin og brauðið. Mjög gott með smjöri, osti og marmelaöi. S(°án Só£ogtfnöfe- Ua 2egg 175 gr sykur 150 gr hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 1 msk. kakó 1 1/2 dl kókosmjöl 150 gr smjör 1 dl rjómi Egg og sykur þeytt saman í þykka eggjafroðu. Smjörið brætt og látið kólna aðeins. Blandið saman hveiti, lyfti- dufti, kakó, vanillusykri og hrærið það út í ásamt rjóman- um og síðast bræddu smjör- inu. Hringlaga form er smurt og kókosmjöli stráð inn í það. Deigið sett í og kakan bökuð við 175° í ca. 40-50 mín. Kak- an látin kólna aðeins í form- inu áður en henni er hvolft úr því. Flórsykur sigtaöur yfir kökuna áður en hún er borin fram. Ef á að gera meira úr, er hægt aö bera þeyttan rjóma með. Vib brosum P: Eg hefi verið í hjónabandi í 20 ár og alltaf elskað sömu konuna. S: Þaö er aðdáunarvert, finnst mér. P: Segðu konunni minni ekki frá því. Hún myndi kála mér á stundinni. Konan var spurð um skilnaðarorsökina: „Jú, sjáöu til, maöurinn minn var meö veiðidellu, bæði fyr- ir fiska og fugla. Og þar sem ég var hvorki fugl né fiskur, fór hjónabandið út um þúfur." „Hvar hefur þú lært aö dansa svona flott rúmba?" spurði Jón vin sinn Pál. Páll: „í sveitinni heima hjá mér var gamall traktor og það var laust sætið á honum." Vissir þú ab ... 1. Péturskirkjan í Róm er stærsta kirkja í heimi. 2. Ronald Reagan, fyrrver- andi Bandaríkjaforseti, var leikari ábur en hann varð forseti. 3. Tirana er höfuðborgin í Albaníu. 4. Jensen er algengasta nafnið í Danmörku. 5. Judy Garland söng lagið „Over the Rainbow" í kvikmyndinni „Galdra- karlinn í Oz". 6. Rússneski ballettdansar- inn Nureyev hét Rudolf að fornafni. 7. Sr. Emil Björnsson skráði endurminningar sínar í bókinni „Á mis- jöfnu þrífast börnin best". 8. Orðið „biblion" þýðir bók á grísku. 9. Fárbauti hét faðir Loka. 10. Páll postuli skrifaöi flest bréf Nýja testamentis- ins. t—r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.