Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 7
Þri&judagur 23. apríl 1996 7 UTLÖND UTLOND UTLÖND UTLOND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND Kosningarnar á Ítalíu: Tímamótasigur vinstrimanna Sigur vinstrisinna I kosningunum á Italíu um helgina marka tíma- mót þar í landi þar sem óttinn viö „rauðu hættuna" hefur komið í veg fyrir það í um hálfa öld að vinstri flokkar kæmust til valda. Þegar sigurvíman rennur af mönnum má þó búast við því að sigurvegurunum muni reynast álíka erfitt að stjórna landinu eins og þeim hefur reynst að ná völdum hingað til. Olíuviðarhreyfingin, sem er bandalag mið- og vinstriflokka, hlaut 284 þingsæti í fulltrúadeild- inni, Frelsisbandalag mið- og hægriflokka hlaut 246 sæti, Norður- bandalagið (sambandssinnar) hlaut 59 þingsæti og Kommúnistar 35 þingsæti. Aðrir flokkar fengu sam- tals 6 sæti. 284 sæti Olíuviðarhreyfingarinn- ar eru ekki nóg til þess að mynda meirihluta í deildinni, þar sem þingsætin em 630 alls, en með stuðningi Kommúnista er meiri- hlutinn kominn. Olíuviðarhreyfingin hlaut enn- fremur 157 sæti í öldungadeildinni (eða 41,2%), Frelsisbandalagið 116 sæti (37,3%), Norðurbandalagið 27 þingsæti (10,4%), Kommúnistar 10 sæti (2,9%) og aðrir flokkar 5 sæti. En alls eru 315 þingsæti í efri deildinni, þannig að þar þarf einnig að koma til samvinna við Komm- únista. Romano Prodi, leiðtogi Olíuvið- arhreyfingarinnar, verður þar með að öllum líkindum forsætisráðherra á Ítalíu. Prodi er 56 ára hagfræði- prófessor, yfirleitt kallaður bara „prófessorinn", einkum þó af and- stæðingum hans í Frelsisbandalag- inu sem vilja með því gefa í skyn að hann sé of litlaus og skorti þá ákveðni sem þarf til að leiða ríkis- stjórn á Ítalíu þar sem stjórnmál eru vægast sagt stormasöm. Það voru einkum tvær ástæður til þess að Prodi vár valinn í leiðtoga- starf Olíuviðarhreyfingarinnar. Önnur var sú að hann er trúaður maður með náin tengsl við fyrrver- andi flokk Kristilegra demókrata, og hefur þannig dregið til sín slatta af kaþólskum kjósendum. Hin ástæð- an er sú hversu mikils metinn hann er í fjármálaheiminum þar sem hann er einn virtasti hagfræðingur landsins og að auki fyrrverandi stjórnarformaður í stórfyrirtækinu IRI. Kommúnistar í lykilstöðu Úrslit kosninganna gera það að verkum að flokkur ítalskra marx- ista, Kommúnísk endurreisn, verð- ur í lykilaðstöðu við stjórnarmynd- un. Leiðtogar flokksins voru enda ekki lengi að birta kröfur sínar um verkefni nýja þingsins fyrstu 100 dagana. Fausto Bertinotti, leiðtogi flokks- ins, sagði að Olíuviðarhreyfingunni hefði aldrei tekist að vinna þennan sigur án aðstoðar kommúnista. „Við gerum þá kröfu að fyrstu 100 dagar nýja löggjafarþingsins verði einnig til marks um þessi tímamót — aftur verði tekin upp vísitölu- tengd laun og lífeyrisgreiðslur, ráð- ist verði af öllu afli gegn atvinnu- leysinu með styttingu vinnutímans og umbótum í fjármálum," sagði hann. Flokkurinn var stofnaður árið 1991 af nokkrum harðlínumönn- um þegar gamli Kommúnistaflokk- urinn skipti um ímynd og varð jafnaðarmannaflokkur. Á meðan Olíuviðarhreyfingin hélt því fram í kosningabaráttunni að ekki væri skynsamlegt að lækka skatta svo nefnu nemi þá lofuðu Kommúnist- ar skattalækkunum, en að jafnframt yrði skattbyrðinni dreift jafnar á fólk. Kommúnistar hafa einnig bar- ist fyrir öðrum breytingum á stjóm- skipun landsins en Olíuviðarbanda- lagið hefur bobað, róttækum laga- breytingum sem m.a. fela í sér af- nám lífstíðarfangelsis. -CB/Reuter Romano Prodi, hagfrœöiprófessor- inn sem vcentanlega veröur nœsti forsœtisrábherra Ítalíu. ERT ÞU AÐ TAPA RÉTTINDUM? Eftirtaldir lífeyrissjóðir Kafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslu á árinu 1995: Lífeyrissjóður Austurlands L ífeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Framsýn L ífeyrissjóður ma treiðslumanna Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna Lífeyrissjóður Suðurnesja Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurinn FAIR ÞU EKKI YFIRLIT en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyris- sjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki sarrtan við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi iífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI GÆTTU RETTAR ÞÍNS í LÖGUM UM ÁBYRGÐASJÓÐ LAUNA SEGIR MEÐAL ANNARS: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma- marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.