Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.04.1996, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 23. apríl 1996 11 -Þannig aö þú álítur að þetta sé heþþileg þróun, og jafnvel þraktísk þar sem geisladiskar og forrit taka óneitanlega minna geymsluþláss en bœkur og ryk- falla ekki? „Já, þetta er nýtt tæki til að miðla með áhrifaríkum hætti. Tónlistarsaga í margmiðlunar- formi á geisladiski gefur t.d. nýja möguleika. Þar getur þú látið sinfóníuhljómsveitir og kvartetta spila fyrir þig um leið og þú ert að lesa tónlistar- söguna. Þetta er nýtt og heill- andi form sem er örvandi bæði fyrir höfunda og notend- ur verkanna. Hins vegar er bókin þessi handhægi miðill sem hlýtur að verða í notkun í alls konar samhengi um ófyrirsjáanlega framtíð." -Þannig að þú heldur ekki að margmiðlunin muni koma í stað bókarinnar, og þá sérstaklega frœðibóka? „Nei, það gerist ekki. En hlutur þessarar miðlunar á eft- ir að aukast." -Nú hlýtur það að vera sér- staklega aðkallandi sþuming fyr- ir höfunda frœðirita hvort það sé rétt af tæþlega 270.000 manna þjóð að halda úti alhiiða bóka- útgáfu? Er ísland nógu stór markaður til að það borgi sig að gefa út frœðibcekur á íslensku? „Það er bara eitt af afrekum þjóðarinnar hvað mikið er gef- ið út - - eitt af undrum verald- ar." -En svarar útgáfa frœðirita kostnaði, stendur hún undir sér? „Ja, stundum segir maður sagt í vissum hálfkæringi: Bækur seljast ekki — þær eru seldar. Bókaútgefendur á ís- landi eru nokkuð aðgangs- harðir við að selja bækur sínar og sem betur fer gengur sum- um þeirra vel. Ég held t.d. að Sálfræðibókin frá Máli og menningu hafi orðið einhvers konar metsölubók árið sem hún kom út og seldist í yfir 10.000 eintökum." -Hefur þú áhyggjur af minnk- andi lestraráhuga? „Já, svo sannarlega. Ef þú ætlar að kynna þér eitthvað efni rækilega þá verðurðu að lesa um það. Eg meina, þessar fimmtán sekúndna fréttaskýr- ingar í sjónvarpinu og sam- þjappaðir sjónvarpsfræðslu- þættir duga ekki. Þeir eru alltaf á yfirborðinu." -En getur ekki verið að hœfi- leikinn til að tileinka sér uþþlýs- ingar sé að breytast og dreifast yfir á fleiri eðlisþœtti mannsins, svo sem til að ráða myndmál og notfœra sér möguleika tölvunn- ar? „Jú, sumir segja að marg- miðlunarformið sé svona myndmiðlun og að hún sé í ágætu samræmi við það hvernig við hugsum. Því er haldið fram að við hugsum í eins konar myndum." -Er lestur af tölvu annars eðlis en lestur afbók? „Já, frá vinnuverndarsjónar- miði er lestur af tölvu talinn öllu erfiðari. En það er fljót- legra að tileinka sér texta af bók ef hann er vel upp settur, með góðu letri og hæfilegri línubreidd þá miöast hraðlest- ur við taka til sín texta af bók." -Er bókin þá komin til að vera? „Já, ég held að hún hafi eig- inleika sem að valdi því. Eg held t.d. að ýmsir muni áfram vilja lesa í flugvélum eða hæg- indastólum. Þetta er þessi handhægi miðill sem þú getur gripið til hvar sem er. Þú ferð ekkert með tölvuskjáinn upp í rúm." .U siito Ávarp Thors Vilhjálmssonar í tilefni af alþjoölegum Degi bókarinnar: Dagar bókarinnar Það er brum á trjánum núna, jafnvel laufsprotar hér og þar. Þessi tré sem hafa staðið meb berar kjúkur í allan vetur og notaö hentuga vinda til að klappa á rúbur okkar, og minntu á ab þau hefbu ekkert að bjóða, þab geti staðið til bóta. Og nú verða þau senn græn og teygja laufblöðin nýju mót regni og sól og færa ilm í tilveruna. Og enn seinna getum við lesið þau eins og bækurnar sem hafa dugað okkur til að ná vorinu, og geyma vor með öllum öðrum árstíðum innra með okkur. Nú er svo langt síðan að það var í daglegum reynzluheimi þessarar þjóðar að færa lömbin frá mæðrum sínum til að nýta mjólkina úr þeim í annab heldur en lömbin. Og þá sátu börn yfir fénu ein í hinni voldugu náttúm íslands og var trúað fyrir því að gæta þess sem allur velfarnaður heimilsins byggðist á, að gæta fjárins, sauðfénaðar. Og voru nánast í dauöafæri við forynjur ævintýranna sem voru sögð og lesin á dimmum kvöldum og í vetrarskammdeginu. Og ekkert til halds og trausts nema hundur sem stundum kunni ekki einu sinni mannamál. En það bjarg- aðist allt ef þau fengu að hafa lít- ið kver meö sér í hjásetuna, stundum með ljóbum sem þau skildu ekki og lásu aftur og aftur þó ekki væri nema til þess að verjast illvættum og leita skjóls fyrir ógn sem bjó í huganum án þess ab þau vissu; og lásu þangað til þau kunnu ljóöið svo þau gátu farið með þab hvar sem var og hvenær sem var á ævinni við alls kyns aðstæöur, stundum í borgargný og mannharki þangað til þau skildu það til fullnustu, sínum skilningi sem dugði bezt. Nú eru ekki hjásetur. Og for- ynjurnar búa ekki lengur í afli okkar eigin huga til ímyndunar heldur hamast á okkur óvirkum: framandi og ýktar og afskræmdar og ósennilegar með offorsi ýtr- ustu tækni úr fjölmiðlum, og ná ekki að ánetjast okkur heldur ryðjast yfir okkur og ryðja öllu um koll sem við þurfum að hafa til þess að styðjast við, allt frá barnagæzlu teiknimyndaiðnað- arins á skjá í hryðjuverkakennslu fyrir lengra komna og kalddeyf- ingu skilningarvitanna í ofbeldis- myndum sem ræna okkur mann- ebli og dáð. Meðan skjáfréttirnar sem sýna okkur slíkt flóð af hörmungum, níðingsverkum og fólsku að skilningarvit okkar dofna við í stað þess að bregðast til andófs. Okkur er sýnt tættir líkamir, limir á stangli, beina- Thor Vilhjálmsson. grindur eftir falinn val sem fannst, splundruð hús og börn í andarslitrum, æpandi konur sem eru einar eftir yfir líkum sinna, hlakkandi hermenn eftir áfanga- sigur, og svo koma prókúruhafar grimmdarverkanna alltaf á leið eitthvað annab en aldrei hér eba þar og segja eina eða tvær setn- ingar í ólgandi kös af hljóbnem- um, segja okkur ekki neitt. Og við sitjum og skiljum ekki þessa ábyrgð á þönum, fáum ekkert samhengi. Enga sögu. Hvernig eigum vib að geta skilið ab menn geti gert mönnum þetta og ann- ab eins. Samhengið er í bókunum. Þar er skjólið og veðrin og vöxturinn og þroskinn í boöi. Spurningarn- ar þannig að við fáum hjálp til að orba sjálf og beina að okkur sjálfum með skýrara móti þeim spurninngum sem sækja á okkur og færast frá einhvers konar svari til nýrra spurninga. í bókunum miðar allt að því ab koma á skipulagi. Temja óskapnað, hemja fenrisúlf. Sálufélag svo við stöndum ekki ein í allri ringul- reiðinni og finnist enginn hafa verið eins illa settur og við. Hvort sem er skáldskapur eða fræði, þá getur okkur nýtzt það til að fóta okkur á hálku heimsál- anna. Þab vantar raunverulega ein- semd, að semja sjálfan sig, að koma sjálfum sér saman í eina virka heild. í einveru þinni með bók þá léttir vanda þess að vera einn af því þú verður heill með sjálfum þér í sálufélagi sem nærir þig svo þú getur unað við þab sem var kallað einsemd, og sótzt eftir því. Mestallur vandi samtímans bygg- ist á því að ná sambandi við sjálf- an sig, þau öfl sem búa í hverjum manni, læra á þau, stýra þeim og virkja. Með hjálp bókar. ■ íslensku barnabókaverö- launin veitt í 12. sinn: Tveir höfund- ar aö verö- launabókinni íslensku barnabókaverðlaunin verba afhent í dag, á degi bókar- innar, kl. 15 í Þjóðarbókhlöð- unni. Að þessu sinni eru tveir höfundar að verblaunabókinni sem kemur einnig út í dag hjá Vöku-Helgafelli. Verðlaunaféð er 200.000 kr. en við þab bætast v^ajuleg.höfundarlaun. , ,*n Upplestur á Sólon,Café Reykjavík og Deiglunni Bókasamband íslands stendur fyrir kynningu á íslenskum' bókmenntum og bókagerb í tilefni af alþjóðlegum degi bókarinnar. Því verða rithöf- undar fengnir til ab lesa upp úr verkum sínum á ýmsum stöbum. Kl. 21 á Café Reykjavík lesa upp úr verkum sínum: Ari Trausti Guðmundsson, ísak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóhtir, Ólafur Gunnarsson og Þorsteinn frá Hamri en Steinunn Sigurðar- dóttir kynnir. Á sama tíma koma höfundar saman á Sólon íslandus en þar munu lesa upp Anton Helgi Jónsson, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Sigfús Bjartmarsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Vigdís Gríms- dóttir og Þórarinn Eldjárn en Ingibjörg Haraldsdóttir kynnir. I Deiglunni kl.2030 lesa Helga Ágústsdóttir, Hfiiðýí&iNorðfjörð, Lárus Hinriksson, Kristján Krist- jánsson og Jón Hjaltason úr verkum sínum. Kynnir er Ragn- heiður Ólafsdóttir en einnig verður lesið úr verkum Magneu frá Kleifum og Vigfúsar Björns- sonar. Bókaútgefendur munu bjóða afslátt á bókum út þessa viku, bókasöfnin ætla að minna á dag bókarinnar með sérstökum hætti og bókbindarar sýna verk síntúöjóðarbókhlöðunnLi .m. ■„.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.