Tíminn - 24.04.1996, Side 1

Tíminn - 24.04.1996, Side 1
80. árgangur STOFNAÐUR 1917 Miðvikudagur 24. apríl 78. tölublað 1996 Alver á Grundartanga aftur komib á dagskrá: Vibræöur á næstunni Iðnaöarráðherra, Finnur Ing- ólfsson, sagði í samtali við Tímann í gær, að nú þegar ágreiningsefni í Columbia Al- uminum í Bandaríkjunum, eru nánast til lykta leidd, muni viðræður við forsvars- menn fyrirtækisins án efa verða teknar upp að nýju. Finnur sagði að Ijóst væri að málið væri nú á sama reit og áður en deilur spruttu vegna eignarhluta í bandaríska fyrir- tækinu. Finnur taldi að nú mundi Columbia taka af skar- ið meö staðarval fyrir 60 þús- und tonna álver, ísland eða Venesúela, bæði löndin væru inni í myndinni. Garðar Ingvarsson hjá MIL, Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytis og Landsvirkjunar, sagði í gær að hann væri í sambandi við þá Columbiamenn. Talið er að samningar starfsmanna Col- umbia og aðaleigandans, Ken Peterson, komist í höfn núna um helgina. Garðar sagði að Columbia væri enn að hugleiða valkostina tvo, ísland og Ve- nesúela. Hins vegar segja heimildir í Bandaríkjunum að þarlendir fyrirtækjaeigendur séu ekki beinlínis fúsir að fara til Venesú- ela með atvinnurekstur eins og málum er þar háttað. -]BP Landnýting Skútustaba- hrepps til umrœbu á opnum fundi í Mývatns- sveit í kvöld: Hitafundur í kvöld fer fram í félagsheim- ilinu Skjólbrekku í Mývatn- sveit opinn fundur þar sem landbúnaðarráöherra, land- græðslustjóri og fleiri hitta heimamenn að máli og kynna þeim innihald skýrslu sem unnin hefur verið um land- græðsluáætlun í Mývatns- sveit. Níels Árni Lund, deild- arstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sagði að búist væri við hitafundi. „Ég get alveg ímyndað mér að menn verði ekki á eitt sáttir þarna," sagði Níels Lund. Upprekstur bænda í Mývatns- sveit á gróöurlitla afrétti hefur verið umdeildur síðustu ár en ágætt samstarf þó verið með landgræðslunni og heima- mönnum um hvernig gróður- vernd skuli hagað. -BÞ Framkvæmdir eru í fullum gangi Vinna við gerð Hvalfjarðar- ganga er komin á fulla ferð og starfsmenn Fossvirkis grafa beggja megin Hvalfjarðar. Við Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi er verið að reisa vinnubuðir gangagerðarmanna. Á stóru myndinni sést hvar búið er að slá upp fyrir vélaskemmu og við enda hennar blasir Akrafjallið við. Um fjömtíu manns vinna að gangagerðinni um þessar mundir og fleiri munu bætast við í vor. Á litlu myndinni sjást starfs- menn Fossvirkis bera saman bækur sínar viö skurðinn sem verður að munnum Hvalfjarðar- ganga áður en langt um líður. Mennirnir eru frá vinstri: Gísli Sigmannsson, jarðgangamaður, Árni Baldursson, verkstjóri og Hafsteinn Gunnarsson, mæl- ingamaður. Tímamyndir. BG Vanskil á fasteignavebbréfum húsbréfadeildar í þrjá mánuöi eba lengur um 876 milljónir: Umsóknir byggingarað- ila 140% fleiri en í fyrra Umsóknum til Húsbréfadeildar hefur það sem af er árinu hefur fjölgað í öllum lánaflokkum nema á lánum til endurbóta, samkvæmt fréttabréfi Verðbréfa- deildar Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Sérstaka athygli vekur að um- sóknir frá byggingaraðilum eru nú 140% fleiri en á sama tíma í fyrra. Umsóknir frá einstakling- um, vegna kaupa á notuðum íbúðum, eru um 19% fleiri en fyr- ir ári. Útgáfa húsbréfa fyrstu þrjá mánuði ársins 1996 er um 6,5% I athugun aö stofna sérstaka menningar- og upplýsingaskrifstofu i utanríkisráöuneytinu: Eflir tengsl viö aðrar þjóðir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra upplýsti á Alþingi í gær að í athugun sé aö stofna sérstaka menningar- og upplýsingaskrif- stofu í utanríkisráðuneytinu, sem mundi lúta stjórn reynds sendier- indreka. í ræðu ráðherra kom fram að það sé skylda sjálfstæðrar þjóðar ab hlúa vel að menningu sinni og kynna hana. „Þannig ávinnur þjóð sér sess erlendis, styrkir ímynd sína, eflir tengsl við aðrar þjóðir og stuðlar að framgangi hagsmunamála sinna," sagði utanríkisráðherra. -gr/i meiri heldur en á sama tímabili árib ábur. íbúðakaupendur hafa nú „gleymt", í þrjá mánuði eða lengur, 876 milljóna afborgunum af fast- eignaveðbréfum sem þeir hafa látið Húsnæðisstofnun fá í skiptum fyrir húsbréf á undanförnum árum. Upphæðin samsvarar væntanlega kringum 40-50 þús.kr. meðalvan- skilum á hverja íbúð sem keypt hef- ur verið meö húsbréfaláni. Um 158 milljóna aukning er á þessum van- skilum frá síðasta mánuði. Eigendur húsbréfa virðast einnig óttalega gleymnir margir hverjir. Því safnast hafa upp hjá húsbréfadeild útdreg- in og innleysanleg húsbréf upp á tæpar 183 milljónir króna sem eig- endur hafa „gleymt" að innleysa. Af þessum bréfum eru nú hvorki borg- aðir vextir eða verðbætur. Meðalupphæð fasteignaverð- bréfa (húsbréfalána) vegna kaupa notaðra íbúða, var um 2.260 þús.kr. á tímabilinu. Þetta er einungis rúm- lega 40% af hámarksláni í húsbréfa- kerfinu, sem nú er rúmlega 5,5 milljónir vegna kaupa á notuðum íbúðum og kringum milljón hærri vegna nýbygginga. Meðallánsupp- hæðin hefur verið nokkuð stöðug undanfarna mánuði. Nærri 2/3 allra húsbréfalána eru til kaupa á notuðu húsnæði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.