Tíminn - 24.04.1996, Qupperneq 2

Tíminn - 24.04.1996, Qupperneq 2
2 Mibvikudagur 24. apríl 1996 Tíminn spyr... Telur&u ummæli Sverris Her- mannssonar, bankastjóra Landsbankans, um rá&herra hafa veikt tiltrú fólks gagnvart bankanum? Ágúst Einarsson, þingma&ur Þjó&vaka: Ég tel ummælin óheppileg. Þaö að líkja ráðherra við fúa- spýtu og annað í þeim dúr hefði betur verið ósagt. Hins vegar treysti ég mér ekki til að fullyrða hvort tiltrú almenn- ings gagnvart bankanum hefur beðið hnekki vegna þess. Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður Alþýðubanda- lags: Ég er ekki viss um það. Ég myndi frekar meta stöðuna þannig að ummæli fólks hefðu veikt tiltrú fólks á Sverri. Hinu er ekki að neita að það er dálít- ið óþægilegt að hafa banka- stjóra sem er svona óheflaður og óyfirvegaður í dómum á samferðarmönnum sínum og yfirmönnum. Jón Baldvin Hannibalsson, þingma&ur Alþý&uflokks: Já, ég tel svo vera. Ég kann að visu persónulega ágætlega við strigakjafta, einkum ef þeir em ættaðir ab vestan og ég hef í aðra röndina gaman af sjóraufaraleg- um munnsöfnuöi, þar sem hann á við. En það á við um Sverri eins og breska heimsveldið ab hann hefur týnt nýlendunum — kjördæminu — en ekki áttað sig á að hann er nú að leika annað hlutverk sem bankastjóri helstu fjármálastofnunar þjóðarinnar. Þar er varfærni í orðavali nauð- synleg og þab getur haft afdrifa- ríkar afleiðingar ef út af er brugðið. Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismabur segist ekki vita hvaö hann hafi gert Sverri Hermannssyni: Tiltrú fólks á bankanum hefur þegar beöiö hnekki „Ég tel a& tiltrú almennings á Landsbankanum hafi þegar be&iö hnekki vegna umæmla Sverris Hermannssonar a& und- anförnu um ráðherra. Ég heyri þa& mjög ví&a í þjóðfélaginu a& ummæli hans væm mjög óvið- eigandi af manni í hans stö&u og til þess eins fallin að draga úr trúverðugleika hans sem stjórn- anda þessa banka," segir Gunn- Iaugur M. Sigmundsson alþing- ismabur. Gunnlaugur gerði ýmis um- mæli Sverris Hermannssonar, bankastjóra Landsbankans, að umræbuefni á Alþingi í fyrradag, en Sverrir hefur sent viðskiptaráö- herra, fjármálaráðherra og sjávar- útvegsráðherra tóninn að undan- förnu og talað um þá með niðr- andi hætti. Gunnlaugur sagbi m.a. um Sverri að hann væri „húskarl hjá ríkisstjórninni". Sverrir telur athugasemdir Gunn- laugs ekki verðar svara. Um þau viðbrögb bankastjórans segir Gunnlaugur: „Hann hefur sínar skobanir á mér og er búinn að senda mér tóninn undanfarna mánuði. Meðal annars hefur hann vitnab í Njálu um mig og viðskiptaráðherra og ef Njálu- Kristján Jóhannsson, stór- söngvari, snýr til íslands þann 9. maí nk. þar sem hann mun halda tónleika me& Sinfóníu- hljómsveit íslands í Háskóla- bíó og syngur þá hlutverk Óþellós í frægri samnefndri óperu Verdis. Me& honum á svi&inu verða Lucia Mazzaria og Alan Titus en Rico Saccani stjórnar tónleikunum. Auka- tónleikar eru fyrirhugaðir Cunnlaugur M. Sigmundsson. fræðingarnir bregðast mér ekki fólst í þeim orðum að að drepa eigi mig á undan ráðherra. Ég átta mig ekki á hvað ég hef gert mann- inum, en mig varðar í raun ekkert um hvaða álit hann hefur á mér." Fram kom hjá viðskiptaráð- herra í fyrrakvöld ab afkoma Landsbankans er tæpum 1,5 milljörðum lakari nú en áætlanir frá 1993 gerðu ráð fyrir. Bankinn verður að sækja um endurfjár- þann 11. maí. Kristján söng síðast fyrir ís- lendinga í heimabæ sínum, Ak- ureyri, í apríl á síðasta ári. Hann hefur undanfarið fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í óperuhúsum í Þýskalandi og Chicago og er með fullskipaða dagskrá á næstunni. Auk þess söng tenórinn nýlega inn á plötu hjá Naxos-útgáfufyrirtæk- inu úr óperunni Aídu. ■ mögnun til þingsins og Tíminn spurði Gunnlaug, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis, hvort ógætileg ummæli Sverris gætu skemmt fyrir bank- anum hvað varðaði afgreiðslu þingins. Gunnlaugur hélt svo ekki vera, Kjartan Gunnarsson, formaður bankastjórnar Lands- bankans og Björgvin Vilmundar- son bankastjóri væru farsælir menn en hann teldi eðlilegt að þeir myndu bregðast við ummæl- um Sverris með einhverjum hætti. „Landsbankinn verður að fá frelsi til að þróast eðlilega. Ef við veitum honum ekki þetta víkjandi lán hefur hann ekki sömu möguleika og aðrir bankar sem geta sótt hlutafé út á markað til að auka við höfuðstólinn. Staða bankans er viðunandi þótt skekkja áætlunarinnar frá 1993 sé mikil." -BÞ Utanríkisrábherra á Alþingi: Mannréttindi eru algild Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagbi í ræðu sinni um utanríkismál á þingi í gær að mannréttindi væru algild og því væru mannréttindabrot ekki einkamál þeirra ríkja þar sem þau viðgangast. Af þeim sökum væri það skylda íslendinga aö berjast fyrir mann- réttindum og veita öðrum þjóð- um aðhald í þeim efnum. Ékki væri hægt að aðskilja mannrétt- indi frá öðrum þáttum í samskipt- um ríkja og því verða íslensk stjórnvöld að taka tillit til mann- réttindasjónarmiða í samskiptum við önnur ríki. í þessu sambandi vitnaði ráð- herra til upphafsorða í mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna en þar segir: „Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virö- ingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undir- staða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum." -grh Sagt var... Gasellan Bryndís ver&i forseti „Bryndís Schram kom hingab í fyrra- kvöld. Au&vitað á hún a& ver&a for- seti, einhver glæsilegasta kona sem völ er á. Manstu hvernig hún var þegar hún tók á móti Spánarkon- ungi? Labba&i á móti honum eins og gasella. Þa& er sagt a& hann hafi lag- ast miki& eftir það." Steingrímur St.Th. Sigurbsson í skemmtilegu spjalli vib Alþýbublabib í gær. Hermann stökk jafnfætis yfir skrifbor&in „Hann virkabi á mig sem frekar dulur maður, en óskaplega traustvekjandi og klókur pólitíkus. Hann kom oft uppá Tíma til okkar. Hann átti þab til ab stökkva jafnfætis yfir bor&in á rit- stjórninni. Hann var garpur." Steingrímur aftur um Hermann jónas- son. Steingrímur vann í eina tíb sem blabamabur hjá Tímanum. Fræddist um kynfer&ismál hjá Kristjáni Eldjárn „Ég var sendur í sveit ellefu ára gam- all ab Tjörn í Svarfa&ardal og var í herbergi meb Kristjáni forseta. Hann fræddi mig fyrst um kynfer&ismál... En prestsfrú í Reykjavík var fyrsta holdlega ástin hjá mér." Enn Steingrímur. Fólk yfir fimmtugt ekki gjald- gengt á vinnumarkaöi? „Þessu fólki [50 ára og eldri] var vís- a& frá og sagt, a& í takt vi& verklags- reglur leitu&u þeir eftiryngra fólki. Enginn fær&i rök fyrir þessum regl- um, t.d. ab fólk yfir fimmtugt skorti frumleika, hugmyndir, væri væru- kært og duglaust. Alhli&a þekking, færni, reynsla og vit þessa fólks vir&- ist því skipta litlu máli." Skrifar landlæknir í Moggann. Fjandsamleg reglugerö „Þa& verbur a& segjast a& borgaryfir- völd eru einstaklega heppin me& at- orkusemi stö&umælavar&a borgar- innar. Þar fer einvalalib sem lætur aldrei deigan síga í a& afla tekna fyrir borgarsjób og hefur nánast sjálf- dæmi um allt sem þeir taka sér fyrir hendur vi& tekjuöflunina. Þeirra framkvæmdasvib er afmarkab af reglugerb, sem er ein sú fjandsam- legasta gagnvart bíleigendum í ger- vallri Evrópu. Hvar annars sta&ar í siðmenntu&u landi getur mælavörb- ur bebib vi& stö&umæli meb sektar- mibann tilbúinn þegar klukkan fell- ur?" Ritar Jón Ármann Steinsson í Mogga. I pottinum var veriö að ræða dimmissjónir framhaldsskólanna sem nú standa yfir. Þær einkenn- ast almennt af saklausum ærslum og lífsgleði en í mörgu fé reynist misjafn sauður eins og eftirfar- andi saga og athæfi verðandi ný- stúdents í ónefndum bæjarhluta nýlega ber vitni um. Þannig bar til að sl. föstudag abbaðist mjög ölvaður nemi, klæddur sem djöf- ullinn og rauðmálaður í framan, upp á unga móður ásamt barni á leikskólaaldri. Hann byrjaöi að yggla sig og var svo sannfærandi að barnið brast í grát en neminn lét ekki staðar numið. Næst hrópaði hann til snáðans að hann ætti ab hætta ab trúa á Jesúm Krist og tilbiöja sig í stab- inn og hló síöan eins og brjálað- ur maður. Ab því loknu gekk hann drafandi á braut en illa gekk hjá þeim stutta að sofna um nóttina. Vonandi er það eins- dæmi ab framkoma þeirra sem dimmítera sé meb þessum hætti, enda hægt ab krefjast þess af menntafólki ab þab hegbi sér meb ábyrgari hætti:- " Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari tilkynnir forsetaframboð sitt:1 ■ - 11 afl - segir Pétur um forsetaembættið Qý p P, P'P MP Sameiningartákn og p Q Q r\/' i ' ( Pn r Q Q-j n tr,HV£R Qfppmö Kristján kemur heim

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.