Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.04.1996, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 24. apríl 1996 3 Evrópsku leiöarljóss-verblaunin frá Lotus falla íslensku fyrirtœki í skaut. lönaðarráöherra: Sýnir hvers hugbúnaðar- menn okkar eru megnugir Ólafur Daöason, til vinstri á myndinni, tekur viö Beacon- verölaununum úr hendi Ray Ozzie, höfundar Lotus Notes. Ozzie var nýlega kjörinn maö- ur ársins 1995 af PC Magazine. íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki, Hugvit hf. í Reykjavík, hlaut á dögunum eftirsótta viöur- kenningu sem Lotus hugbún- aðarfyrirtækiö veitir, evr- ópsku Beacon-verðlaunin, eða leiðarljóssverðlaunin eins og þau gætu heitið á íslensku. Lotus er alþjóðlegt fyrirtæki í eigu IBM, og einn af stærstu hugbúnaðarrisum heimsins. Verðlaunin voru afhent við athöfn í Maastricht í Hollandi á dögunum. Verðlaunin skiptast í 8 flokka og fékk Hugvit hf. verðlaun í fyrsta flokknum, fyrir „bestu lausnir fyrir viðskiptavininn". Skilgreining Lotus á þessum flokki er að verðlaunin séu veitt sem viðurkenning fyrir „fmm- legar lausnir sem bæti verulega möguleika og starfshæfni þess fyrirtækis eða stofnunar sem unnið er fyrir, þannig að árang- urinn verði auðsýnilegur og mælanlegur". Mælistikurnar eru fyrst og fremst gæði, aukin framleiðni, hagræðing og bætt Snjallræöi ‘96 farið af stað Hugmyndasamkeppnin Snjallræði fer nú af stað í þriðja sinn. Um er að ræða samkeppni fyrir einstak- linga með snjallar hug- myndir sem geta leitt til framleiðslu nýrra vara sem eru líklegar til að spjara sig á markaði. Snjallræði '96 er hluti af Átaki til atvinnusköpunar. Verðlaunum í samkeppninni er varið til að vinna hugmynd- inni brautargengi. Heildar- verðlaun fyrir einstaka hug- mynd geta numið allt að tveimur milljónum króna. Hugmyndasmiðurinn verður að leggja fram mótframlag sem getur numið allt að sautj- án hundruð þúsundum, að mestu í formi vinnuframlags. Á móti kemur að allur hagnað- ur af hugmyndinni rennur til eigenda hennar. Umsóknarfrestur í Snjall- ræði '96 er til 3. maí nk. ■ afkoma. Verðlaunahafar eru valdir úr hópi samstarfsaðila Lotus í Evr- ópu, en þeir eru meira en þrjú þúsund talsins. Ólafur Daðason er fram- kvæmdastjóri Hugvits hf. Hann segir viðurkenninguna mikinn heiður fyrir fyrirtæki sitt. En hann líti ekki síður á hana sem viðurkennningu til viðskipta- manna fyrirtækisins. Samvinna þeirra og Hugvits hafi skilað lausnum og árangri í rekstri sem verið var að verðlauna. Hugvit hf. hefur sérhæft sig í gerð hugbúnaðar fyrir Lotus, en Atvinnuleysi hrjáði álíka marga í mars eins og mánuð- inn á undan, um 6.400 manns að jafnaði, eða um 5% af mannafla. Á hinn bóginn voru atvinnulausir nú miklu færri heldur en í mars í fyrra, þegar atvinnulausir voru jafn- aðarlega um 8.200 í mánuðin- um. Sérstaklega hefur ástand- ið batnað á landsbyggðinni (úr 6,7% í fyrra í 4% nú) þar sem atvinnulausum hefur fækkað um 1.400 milli ára, Athugasemdir vegna fyrirhug- aðrar lagningar Snæfjallastrand- arvegar á milli Hvannadalsár og Þverár í ísafjarðardjúpi verða að berast Skipulagi Rikisins eigi síð- ar en 23. mai nk. Um er að ræða 2,3 km breyt- ingu á Snæfjallastrandavegi nr. 635 þannig að umferð fari ekki lengur ofan túnsins og bæjar- hólsins á Rauðamýri heldur verði lagður vegur neðan túns- ins. Einnig 0,2 km kafla nýrrar það kerfi er á sviði daglegrar skjalavörslu og verkefnastjórn- unar í fyrirtækjum og stofnun- um og er með stærri aðilum á því sviði á Norðurlöndum. Ætlunin mun að öll ráðuneyt- in verði komin með þennan hugbúnað síðar á þessu ári. Nú þegar hafa menntamálaráðu- neytið, og iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti tekið upp kerfi þetta. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í gær að enginn vafi léki á að hugbúnaðurinn kæmi að góðu gagni í starfsemi ráðuneytisins. þar af 850 karla og um 550 konur. í mars var atvinnuleysi hvergi meira á landinu en á höfuð- borgarsvæðinu. Um 67% allra atvinnuleysingja í landinu vom þá á höfuðborgarsvæðinu í stað 57% ári áður. Breytingar era litl- ar sem engar milli mánaða. Miðað við mars í fyrra hefur at- vinnulausum körlum fælckað um 430 en konum án vinnu hins vegar fjölgað um 50. í lok mars vora 3.230 karlar á heimreiðar að Rauðamýri. Vega- gerðin telur að núverandi vegur fullnægi ekki kröfum um veg- feril og hann sé snjóþungur, einkum austan bæjarhólsins á Rauðamýri. Einnig er snjóþungt á brúnni á Hvannadalsá og stendur til að hækka brúargólfið um 1,5 metra. Vegsvæði nýja vegarins er að mestu gróið land með stöku ógrónum melum. Áformað er að flytja allt efni til uppbyggingar vegarins. -GBK „Það er stórkostlegt að fyrir- tækið skuli fá þessi verðlaun og sýnir hvers megnugir hugbún- aðarmenn okkar era. Ég er byrj- aður að tileinka mér þetta kerfi að hluta til. Það er enginn vafi á atvinnuleysisskrá, eða um 1.150 færri en á sama tíma árið áður. En atvinnulausar konur voru aðeins 200 færri en þá. Þessar tölur eru mjög svipaðar og þær voru mánuði áður, í febrúarlok. Á Vinnumálaskrifstofunni bú- ast menn við því að atvinnu- lausum fækki nokkuð milli mars og apríl eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Aætlað er að hlutfall atvinnulausra gæti orðið á milli 4,1% til 4,6% í apr- íl, eða kringum 1.400 manns færra en ári áður. Meira en fimmtungur (21%) þeirra kvenna sem vora á at- vinnuleysiskrá í marslok vora samt í hlutastarfi, en tæplega 7% karlanna. Alls vora rúmlega 1.000 manns í þannig stööu, þar af tæplega 800 konur. ■ Tæp 4% kjarnafjölskyldna hafa notið opinberrar aðstoðar vegna fjárhagsörðugleika en mjög erfitt er að taka saman ná- kvæmar tölur um hvað slík að- stoð nemur í heild vegna þess að ýmsir hafa notið aðstoðar að þarna er um mjög merkilega hluti að ræða. Menn era til dæmis fljótir að finna mál, þetta greiðir mjög fyrir okkar störf- um," sagði Finnur. Um 1.170 fengu atvinnuleyfi í fyrra og 277 fyrstu þrjá mán- uöi þessa árs: Um 150 ný atvinnuleyfi Alls voru veitt 154 ný tímabund- in atvinnuleyfi fyrstu þrjá mán- uði þessa árs, eða kringum 50 í hverjum mánuði. Auk þess voru nærri 70 tímabundin leyfi fram- lengd. Nærri 50 manns fengu síð- an óbundin atvinnuleyfi á tíma- bilinu, 5 námsmannaleyfi og 1 vistráðningarleyfi. Samtals voru því veitt 277 atvinnuleyfi mánuð- ina janúar, febrúar og mars á þessu ári, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. Árið 1995 vora veitt samtals 1.172 atvinnuleyfi, en sá fjöldi sam- svarar um 1% af starfandi fólki í landinu. Þar af vora um 360 tíma- bundin leyfi og 380 framlengd, en rúmlega 400 manns fengu óbundin leyfi til að stunda vinnu á íslandi. Þá fengu einnig 6 einstaklingar leyfi til atvinnurekstrar, en engum hefur verið veitt slíkt leyfi það sem af er þessu ári. ■ fleiri en eins aðila. Þetta kom fram í svari Páls Péturssonar, fé- lagsmálaráðherra, á Alþingi á dögunum við fyrirspurn frá Gísla S. Einarssyni, Alþýðu- flokki um neyðarhjálp vegna fá- tæktar. -ÞI -JBP Atvinnulausir í marslok rúmlega 1.300 fcerri en á sama tíma í fyrra: Karlar án vinnu nú 30% færri en í mars í fyrra Breytingar á Snœfjallastrandavegi í ísafjaröardjúpi: Fari neðan túns- ins á Rauðamýri íslenska kjarnafjölskyldan: Tæp 4% notið aðstoðar opinberra stofnana Öll sveitarfélög á Vesturlandi, fyrir utan Akranes, stofna skólaskrifstofu: Framlag til reksturs skóla- skrifstofu skiptist á tvær hendur Gengið hefur verið frá stofn- un skólaskrifstofu á Vestur- landi sem staðsett verður í Borgamesi og tekur við hlut- verki Fræðsluskrifstofu Vest- urlands þann 1. ágúst. Öll sveitarfélög sem hafa hingað til getað sótt þjónustu til Fræðsluskrifstofu Vesturlands taka þátt í stofnun nýju skrif- stofunnar, nema Akranes. „Þetta er svæðið frá Hval- fjarðarbotni til Gilsfjarðar- botns, fyrir utan Akranes. Við það að Ákranes dró sig út, fóru um 36% af íbúunum," segir Trausti Bjarnason, sem situr í stjórn nýstofnaðar Skólaskrif- stofu Vesturlands, en Akranes ákvað strax að taka ekki þátt í þeim rekstri. „Það er ákveðin upphæð sem er veitt til þessar- ar starfsemi í Vesturlandskjör- dæmi og þegar hún skiptist milli tveggja skrifstofa hlýtur að verða erfiðara að reka þær." Trausti segir ákvörðun Akra- nesbæjar sennilega stafa af því að þeir telji sig geta veitt betri þjónustu ef þeir standi einir að rekstri skólaskrifstofu. „Ég var mjög mikið á móti þessu og við gerðum alltjem við gátum til að halda þessu saman en það bara gekk ekki." Að sögn Trausta hefur það komið til tals að sameina al- menna félagsþjónustu við þjónustu skólaskrifstofunnar eins og stefnt er að á Suðaust- urlandi og Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu. „Leikskólinn kemur strax inní þetta en það hefur verið markmiðið að, fara frekar rólega af stað og auka heldur við síðar." Stofnað var Byggðasamlag um rekstur skrifstofunnar en falast hefur verið eftir húsnæði Fræðsluskrifstofunnar til leigu hjá ríkinu. Sjö sóttu um stöðu forstöðumanns skrifstofunnar en líklega verður gengið frá ráðningu hans þann 29. apríl. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.